Morgunblaðið - 29.07.2005, Page 28

Morgunblaðið - 29.07.2005, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Örn Jákup DamWashington fæddist í Reykjavík 13. maí 1980. Hann lést á heimili sínu aðfaranótt 19. júlí síðastliðins. For- eldrar Arnar eru þau Birgitta Dam Lísudóttir, f. 19. september 1944, og Ernest Washington, sem búsettur er í Bandaríkjunum. Systkini Birgittu eru Vestarr Lúð- víksson, Susan Dorothy Wilks og Mavies Mary Wilks. Systkini Arnar, sammæðra, eru þrjú: a) Lísa Jensen, gift Carsten Jensen, börn þeirra eru Andreas, Mette og Sandra. b) Hans Cristian Martinus- sen, kvæntur Línu Martinussen, dætur þeirra eru Hannah og Carolina. c) Davíð Tryggvason, í sambúð með Unu Dögg Evudóttur, börn þeirra eru Adam Elí, Ilmur Dís og Sóley Klara. Örn verður jarðsunginn frá Neskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Elsku Örn. Það tekur mig óendan- lega sárt að þú skyldir hverfa svo ungur burt úr þessum heimi. Þú komst eins og ljósgeisli inn í líf mitt árið 1999 þegar við hittumst vestur í Dölum. Þar áttum við margar góðar stundir. Við sungum saman í kirkj- unni, en mest hafði ég yndi af því að heyra þig syngja. Söngur þinn var einn fegursti sem ég hafði nokkurn tímann heyrt. Við tengdumst miklum vinaböndum á þessum stað og upp frá því treystum við hvort öðru fyrir for- tíð okkar. Þú varst hæfileikamaður á mörgum sviðum og allt sem þú lagðir fyrir þig gerðir þú með eindæmum. Þú varst mikill íþróttamaður og frá- bær listamaður. Ég geymi myndina vel sem þú gerðir fyrir mig. Á tveimur stærstu stundum í lífi mínu varst þú nálægur. Þegar ég gifti mig gladdir þú mig með söng þínum sem ég gleymi aldrei og vakti svo mikla hrifn- ingu mína og allra gesta að margir höfðu á því orð hvað söngur þinn væri fagur. Þegar dóttir mín fór í sína fyrstu sundkennslu aðeins þriggja mánaða varst þú æstur í að koma með og taka þátt. Ég man svo vel eftir því hvað þér leið vel með okkur í vatninu. Svo fallegur, svo hlýr og góður. Þú varst einstakur strákur og ég er full af sorg, en verð að sætta mig við það að þú náðir ekki sáttum við sársauk- ann þinn. Elsku Örn minn, ég kveð þig með söknuði og ég veit að hjá Guði líður þér nú vel. Elsku Birgitta og aðrir aðstand- endur, ég veit að missir ykkar er mik- ill og ég hef ykkur með í bænum mín- um. Guð blessi ykkur og varðveiti. Í Romeo and Juliet, sem við æfðum mikið, eru þessar línur og ég kveð þig með þeim: Brother and Sister together we’ll make it through someday a spirit will take you and guide you there … Ástarkveðja Vagnbjörg. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Samúðarkveðja, Barbara Hafey. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að þú sért farinn og ég sjái þig aldrei aft- ur. Þú varst ein af þeim manneskjum sem höfðu hvað mest áhrif á líf mitt á sínum tíma og mótaðir mikið þann mann sem ég er í dag. Mér finnst ég ofboðslega heppinn að hafa fengið að kynnast þér og einnig fyrir þann tíma sem við áttum saman. Það var mikið hlegið og okkur leiddist svo sannar- lega aldrei. Ég man ennþá daginn sem ég kynntist þér fyrir mörgum árum síð- an. Ég man hvað mér fannst þú ótrú- lega spennandi persóna og það geisl- aði svo af þér lífsgleðin. Þegar þú brostir þá bræddir þú alla í kringum þig. Ég kynntist strax hversu hlý og falleg manneskja þú varst. Þú vildir hjálpa öllum, sama hver það var, og allir voru jafnir í þínum augum. Ég gleymi því aldrei hversu gaman þér þótti að kveikja á eins mörgum kert- um í kringum þig og þú mögulega gast og ég held að ég hafi lært það af þér. Þú varst einn hæfileikaríkasti maður sem ég hef vitað til og það á ótrúlega mörgum og mismunandi sviðum. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú einstaklega vel og af öllu hjarta. Þú varst alltaf svo sterkur og ákveðinn. Ég gat alltaf treyst þér og þú varst sannur vinur. Ég mun ávallt sakna þín, elsku vin- ur. Ég trúi varla að ég þurfi að kveðja þig. Það er svo sárt. En ég veit að þú ert á góðum stað og Guð geymir þig. Þér líður vel núna og það gefur mér mikið. Ég er svo stoltur af hafa fengið að kynnast þér og ég mun aldrei gleyma þér. Allar þær gleðistundir sem við áttum saman munu fylgja mér hvert sem ég fer og ég mun ávallt minnast þín með bros á vör. Vertu sæll, elsku vinur. Þinn Davíð Jóhannsson. Elsku engillinn minn. Það er svo ósanngjarnt að maður þurfi að kveðja jafn fallega og góða manneskju og þig, aðeins tuttugu og fimm ára þegar þú kveður. Milljón minningar sækja á hugann og ég veit að þú manst þær allar jafn vel og ég. Ég vona einna helst að þú hafir aldrei efast um hversu vænt mér þykir um þig og hversu mikið þú átt alla vænt- umþykju heimsins skilið. Þú varst einfaldlega of góður fyrir þennan heim og ég ann þér þess að hafa fund- ið friðinn að lokum. Eitt af því fyrsta sem ég vissi um þig þegar ég kynntist þér fyrir sjö árum var hversu fallegur þér þótti einn lagatexti með Celine Dion, ekki það að þú hefðir sungið það milljón sinnum betur en henni eða nokkrum öðrum hefði tekist. Þú varst með einhverja fallegustu rödd sem ég hef heyrt, og hreinustu sál sem ég hef kynnst. Ég kveð þig, bara í bili, því við munum hittast aftur, og ætla að fá að láni inntakið úr textanum hennar Cel- ine í kveðjuorðin til þín. Þar er talað um sálir sem eru lausar við sársauka, sorgir og einmanakennd jarðlífsins og geta flogið á ný meðal englanna og sungið með þeim. Ég efast ekki um að þú ert núna fallegasti engillinn þarna uppi og með fallegustu röddina. Ég sakna þín svo ólýsanlega mikið að það eru ekki til orð sem gætu mögulega lýst brotabroti af söknuðinum eftir þér en ég skil vel að þú hafir verið orð- inn langþreyttur á eilífum innri átök- um elsku hjartans Örn. Þess vegna ann ég þér hvíldarinnar og bið Guð og englana að passa þig. sekkur sól í haf mundar máninn staf og hefur næturför englar svífa um heim sofðu nú og geymdu fegurst ljóð í þínu hjarta nóttin á þig nú máninn rís og þúsund stjörnur birtast brátt rökkvar heimi í sofðu vært því hlýr er svefninn þeim sem mega sofa senn mun dagur nýr sofðu vært því hlýr er svefninn þeim sem mega sofa (Karl Olgeir Olgeirsson.) Hlakka til að sjá þig á ný, hjartans vinur. Gleymdu aldrei hversu mikið ég elska þig. Þín vinkona Lízella. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Himinborinn Örn, sterkur, fagur, svo ofurnæmur og heillandi. Gefandi mýkt, ilm og hlýju til okkar hinna. Megi guðs englar í Paradís taka á móti yndislegum dreng sem hvarf svo fljótt að við hin máttum ei mæla. Rödd hans og söngur, þrá hans og líknandi ljós mun syngja líf fyrr en varir. Við kveðjum Örn í dag með sökn- uði, virðingu og auðmýkt fyrir al- mættinu og því sem við fáum ei breytt. Fjölskyldu hans, Birgittu, Davíð, Unu Dögg, Hans, Línu, Lisu, Car- sten, Vestarri og öllum börnunum sem hitta ekki oftar Örn frænda sinn, vottum við okkar dýpstu og innileg- ustu samúð. Megi Örn hvíla í friði. Eva og Máni. Þú hefur kvatt okkur í bili elsku Örn. Lífið var þér ekki réttlátt, en þú gerðir þitt besta til að feta réttan veg. Þú hafðir fallegasta andlit sem ég hef séð og söngrödd af Guðs náð. Ég hafði alltaf ímyndað mér að þú yrðir skær söngstjarna – eða flottasta karlfyrir- sæta Íslands. En grimmd barna í æsku þinni; einelti sem því miður ennþá líðst, byrgði þér sýn á hæfileika þína. En það voru ekki bara börn sem sýndu þér óréttlæti. Fáfræði og þroskaleysi fullorðinna særðu þig djúpt. Þú fórst í trúfélag í leit að sál- arró. Þar var ekki pláss fyrir samkyn- hneigða. Núna veist þú betur en sjálf- skipaðir fulltrúar Guðs á jörðinni. Þú veist núna að við erum öll börn Guðs og sköpuð í hans mynd. Bak við vörnina þína leyndist gull- hjarta. Þú varst góð manneskja, alltaf boðinn og búinn til aðstoðar, fyrstur allra. Leystir verkefnin fljótt og vel af hendi með bros á vör. Myndir af þér að mála íbúðirnar hennar Lízellu geymast í huga mínum alla tíð elsku vinur. Á síðustu samverustund okkar faðmaðirðu mig og sagðist alltaf hafa fundið hversu vænt mér þótti um þig. Mér þótti vænt um að heyra þig segja þetta, því mér hefur þótt vænt um þig frá því ég kynntist þér, en var ekki viss um að þú hefðir skynjað það. Þetta faðmlag og fallegu orðin þín eru mér mikils virði á þessari stundu. Kenna mér að bíða ekki með að þakka og tjá væntumþykju, því enginn veit hvenær eða hvernig kallið kemur. Ég trúi því að nú dveljir þú í ríki þar sem engir fordómar ríkja, þar sem aðeins er horft í sálina. Sál þín var björt, falleg og hrein og eftir henni og hjartalagi þínu er nú farið. Þakka þér allt það góða sem þú gerðir fyrir Lízellu mína. Guð geymi þig elsku vinur. Anna Kristine Magnúsdóttir. Elsku Örn. Mikið finnst mér sárt að hugsa til þess að þú hafir yfirgefið þennan heim svona snemma. En þegar ég hugsa til þess sé ég þig fyrir mér á björtum og fallegum stað þar sem þér líður vel. Og ég veit að þú ert strax bú- inn að eignast fullt af vinum, því það gerirðu hvert sem þú ferð. Þú hefur mikið að bjóða þínu nýja heimili en í staðinn skilurðu eftir tóm í okkar heimi sem ekki verður hægt að fylla. Ég þakka guði fyrir að hafa fengið að hafa þig í mínu lífi. Þú gafst mér svo ótrúlega margt, þú varst alltaf til staðar og veittir mér svo mikinn styrk. Ég er mjög þakklát fyrir allar þær fallegu minningar sem ég á um þig og þær mun ég varðveita alla ævi. Þú gast alltaf séð björtu hliðarnar á öllu og varst alltaf tilbúinn að sýna manni þær. Þú gast snúið öllu upp í grín og alltaf fengið fólk til að hlæja, alveg sama hvað gekk á. Við munum eflaust flest eftir þér sem björtum og skemmtilegum strák, sem var alltaf hlæjandi og brosandi, fullur af lífsgleði og orku. Það var ekkert sem þú gast ekki gert, og held- ur ekkert sem þú ekki gerðir vel. Þú gafst þig alltaf allan í það sem þú gerðir og varst yfirleitt bestur í öllu, sama hvað það var. Þannig vinur varstu líka, alltaf 100% og sennilega sá besti. Ég elska þig eins og lítinn bróður, enda varstu mér það alltaf (þótt þú sért nokkrum mánuðum eldri en ég). Þú varst partur af fjölskyldunni minni og skiptir okkur öll miklu máli, við munum alltaf sakna þín og muna eftir þér sem mjög sérstökum vini. Ég vona að þú hafir það gott í þín- um nýja heimi og gleymir ekki að líta eftir okkur annað slagið. Guð blessi þig og varðveiti. Þín vin- kona Soffía. Örn Jákup Dam Washington: Stórt nafn fyrir stóran mann – enda vart hægt að lýsa Erni öðruvísi en sem al- gjörum risa, þó ekki væri hann hár í loftinu. Hvar sem hann kom vakti hann kátínu og gleði og laðaði til sín fólk. Hann hafði alla eiginleika sann- kallaðrar stjörnu: ótrúlega sköpunar- gáfu, nettan skerf af athyglissýki, og litla þörf fyrir að falla inn í hópinn, svo ekki sé minnst á hið fríða andlit, fal- legu söngrödd og skínandi bros. Margir muna eflaust eftir honum flikk-flakkandi um ganga Hagaskóla, takandi arabastökk ofan af bekkjum á meðan við unglingarnir horfðum hug- fangin á. Reyndar vorum við vinkon- urnar á því að hann hlyti að vera merkilegur með sig, þessi litli snáði, enda væri hann svo hæfileikaríkur og myndarlegur að allir vildu vera ná- lægt honum. Þetta hefði þó vart getað verið fjær sannleikanum, eins og við fengum síðar að komast að, því upp- gerð eða hroka var hvergi að finna í fari hans. Þvert á móti var það ein- lægnin, hlýjan og smitandi athafna- mennskan sem skópu þennan mikla karakter. Hann var alltaf að finna sér ný verkefni til að sökkva sér ofaní, alltaf að búa til eitthvað fallegt og skemmtilegteins konar framlengingu af sjálfum sér og þannig eigum við eftir að minnast hans. Við vottum öllum þeim sem elskuðu Örn og dáðu innilega samúð okkar. Ólöf Embla og Sigríður Ásdís. Til vinar míns og bróður. Þú varst skínandi stjarna í augum mínum. Jafnvel þó að tíminn sem ég hef átt með þér hafi verið stuttur, þá mun minningin um þig lifa með mér í hug og hjarta að eilífu. Ég mun sakna þín, hláturs þíns og umhyggju þinnar, þú varst og munt ávallt vera litli bróðir minn, þannig geymi ég minninguna um þig þar til við hittumst aftur. Þinn vinur og stóri bróðir Alan Thomas Jones Jr. Elsku Örn. Í hraða lífsins skilur maður að heil vika líði án þess þú hringir til baka. Á sunnudaginn var komst ég að því að þú myndir ekki hringja aftur og að öll framtíðarplön okkar væru horfin. Við förum ekki í Nauthólsvíkina þetta sumar eða næstu sumur. Þú verður alltaf í hjarta mínu og ég mun taka þig með mér hvert sem ég fer. Ljós þitt skein skærar en öll önn- ur og sértu núna stjarna á himnum, þá veit ég að þú ert sólin. Ég var stolt af því að þekkja þig og leit á þig sem bróður minn. Þú varst svo fallegur og yndislegur. Það var mikil reisn yfir þér og þú varst fullur af samkennd. Ég hef engan hitt jafneinlægan og þig. Þú varst samkvæmur sjálfum þér og yrði þér á að gera mistök varstu alltaf tilbúinn að bæta fyrir þau, læra af þeim og gera betur næst. Þú lagðir þig allan fram við það sem þú tókst þér fyrir hendur og þrátt fyrir mikla mótstöðu, oft á tíðum, var útkoman aldrei minni en hundrað prósent. Ég vil ekki trúa að þú sért farinn. Þú snertir hjörtu allra eins og allir snertu þitt. Hjarta þitt var stærra en sólin og það var gott að verma sig í hlýju þess. Í mínu hjarta ertu ódauð- legur og geislarnir sem þú skildir eft- ir í hjörtum allra sem þekktu þig, eða jafnvel bara hittu þig, munu skína áfram að eilífu. Allt sem þú fékkst gafstu margfalt til baka og þó að ég reyndi alltaf að vera til staðar fyrir þig, þá launaðir þú það svo rausnarlega að þú áttir alltaf inni hjá mér. Og oft fannst mér ég ekki geta endurgoldið alla þá hlýju, fegurð og einlægni sem þú gafst. En nú er röðin komin að mér að gefa til baka það stærsta, mesta og besta sem ég á. Það er fyrirgefningin yfir því að þú skulir fara svona snemma. Og ég geri það af öllu mínu hjarta. Ég fyr- irgef þótt það sé það erfiðasta sem ég geri og óska þér eilífrar hamingju. Þín vinkona, Valgerður Þorsteinsdóttir (Vala). Þitt hlýja viðmót og sólskinsbros yljaði okkur oft um hjartarætur. Við kveðjum þig með sorg í hjarta og vott- um aðstandendum samúð okkar. Hvíl í friði kæri vinur. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) ÖRN JÁKUP DAM WASHINGTON ÞRÁINN ÞÓRISSON fyrrverandi skólastjóri, Skútustöðum, Mývatnssveit, verður jarðsunginn frá Skútustaðakirkju þriðju- daginn 2. ágúst kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélag Suður-Þingeyinga (reikningur í Íslandsbanka, Húsavík, s. 440 4000) eða krabbameinslækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss (s. 543 1151). Margrét Lárusdóttir, Höskuldur Þráinsson, Sigríður Magnúsdóttir, Brynhildur Þráinsdóttir, Baldvin Kristinn Baldvinsson, Sólveig Þráinsdóttir, Steinþór Þráinsson, Oddný Snorradóttir, Hjörtur Þráinsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.