Morgunblaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
www.kringlukrain.is sími 568 0878
„Labbi í Mánum“
ásamt hljómsveitinni Karma
í kvöld
Sumarkvöld við
orgelið í
Hallgrímskirkju
30. júlí kl. 12.00:
Anne Kirstine Mathiesen, orgel
31. júlí kl. 20.00:
Danski organistinn Anne Kirstine
Mathisen leikur m.a. verk eftir
Bach og Widor.
Sumartónleikar í Skálholtskirkju
www.sumartonleikar.is
29.7. kl. 20:00 Oddsstofu, Skálholtbúðum:
Dean Ferrell flytur verk e. T. Hume o.fl.
30.7. kl. 14:00 Erindi í Skálholtsskóla:
Steinunn Stefánsdóttir fjallar um Boccherini
kl. 14:55 Tónlistarsmiðja unga fólksins
kl. 15:00 Bachsveitin í Skálholti u. stj. Jaap
Schröder. Einsöngvari: Eyjólfur Eyjólfsson
Aðall og alþýða, England á 17. öld
kl. 17:00 Djúpstrengjahópurinn Lilja
Verk e. Boccherini, Haydn og Wagenseil
kl. 21:00 Bachsveitin í Skálholti
Einsöngvarar: Hlín Pétursdóttir, Marta G.
Halldórsdóttir og Eyjólfur Eyjólfsson
Stabat Mater eftir L. Boccherini
31.7. kl. 15:00 Bachsveitin í Skálholti
Endurtekin dagskrá frá laugardegi kl. 15:00
kl. 17:00 Guðsþjónusta
Önd mín og sála upp sem fyrst
í úts. Þóru Marteinsdóttur frumflutt.
Einnig flutt tónlist af tónleikum helgarinnar.
1.8. kl. 15:00
Stabat Mater eftir L. Boccherini
Endurtekin dagskrá frá laugardegi kl. 21:00
Hjónin og listamennirnir Ás-mundur Ásmundsson ogGunnhildur Hauksdóttir
eru búsett og starfandi í Berlín.
Þar hafa þau fengið mikinn inn-
blástur, eru dugleg við sýning-
arhald bæði hér heima og erlendis.
Í dag opna þau hvort sína sýn-
inguna í galleríi Kling & Bang og
þeir sem ekki yfirgefa borgina um
helgina geta því skellt sér á glað-
lega og sumarlega blöndu í gall-
eríinu við Laugaveginn.
Gunnhildur útskrifaðist úr
Listaháskóla Íslands árið 2002 og
er þessa dagana að ljúka námi í
Sandberg Institute of Fine Arts í
Amsterdam í Hollandi.
Innsetningar hennar bera yf-
irskriftina Pelabörn þar sem hún
blandar saman skrítnum en líf-
legum fígúrum og ljósatúttum við
kvikmyndainnsetningu.
Ég hef í einhvern tíma haftáhuga á fyrirbærinu barn sem
myndlíkingu og stundum finnst
mér fullorðið fólk vera eins og
börn,“ segir Gunnhildur en hún
byrjaði að fást við móðurfyrirbærið
í hinum ýmsu myndum fyrir þrem-
ur árum og sýndi skúlptúrinn Me-
ditation Mama á alþjóðlegri sýn-
ingu í Amsterdam. Þaðan færði hún
sig yfir í smábörn og mjólkurpela
„Tútturnar vitna kannski í það að
fólk sýgur í sig listina,“ útskýrir
Gunnhildur þegar hún er innt eftir
þýðingu eins verksins þar sem
mjólk flæðir um rýmið út úr lampa-
pelum.
Hún segist þó vilja skapa list án
þess að vera með eitthvað ákveðið í
huga. „List þarf ekki alltaf að segja
eitthvað við samfélagið og ég vil að
fólk finni það hjá sjálfu sér hvað
verkin tákna,“ segir Gunnhildur.
Ásmundur kallar sinn sýning-
arhluta G.A.M.A.N og segir að með
sýningunni sé hann að gleðja þjóð-
ina með ýmsum hætti og falleg
bros, velmegun og eintóm gleði er
við völd í verkum hans.
Ásmundur fyllir kjallara gallerís-ins af stuttermabolum í stærð
10XL og prýða glaðlegir karlar bol-
ina. Listamaðurinn segir stærð bol-
anna merkja ákveðna velmegun
sem er til staðar í þjóðfélaginu.
„Það má alltaf bæta við gleðina
hjá fólki og ég vil að það slaki svo-
lítið á,“ segir Ásmundur um verkin
á sýningunni.
Þau eru svipuð því sem hann hef-
ur unnið að áður en samt vill Ás-
mundur forðast að endurtaka sig
heldur halda leið sinni á listabraut-
inni áfram.
Ásmundur vill einnig koma því á
framfæri með verkum sínum að vel-
gengnin er ekki einungis fallvölt
heldur líka ógæfusemin.
Hjónatvíeykið mun varpa gjörn-ingi á vegg gallerísins á opn-
uninni í dag sem önnur hjón ættu
ekki að missa af. Hvorki Ásmundur
né Gunnhildur fást þó til að segja
meira um þá uppákomu.
Litaglöð skrípavélmenni og flæð-
andi mjólk munu eflaust fá hugann
á skrið og það er ýmislegt sem fólki
dettur eflaust í hug þegar það skoð-
ar verk Gunnhildar. Barnslegt sak-
leysi er horfið og svolítið ógnvæn-
leg börn komin í stað þess.
Í Kjallaranum er gleðin við völd
þó svo að hún geti einnig virkað
svolítið yfirgnæfandi á köflum.
Sýningargestir ættu að geta velt
fyrir sér þýðingu fígúra og stutt-
ermabola í yfirstærð í Kling & Bang
fram til 21. ágúst.
G.A.M.A.N. hjá
Pelabörnum
’List þarf ekki alltaf aðsegja eitthvað við sam-
félagið og ég vil að fólk
finni það hjá sjálfu sér
hvað verkin tákna.‘
AF LISTUM
Vala Ósk Bergsveinsdóttir
Morgunblaðið/Jim Smart
„Fólk sýgur í sig listina,“ segir Gunnhildur Hauksdóttir.
valaosk@mbl.is
Morgunblaðið/Jim Smart
„Það má alltaf bæta við gleðina hjá fólki,“ segir Ásmundur Ásmundsson.
ÞAÐ verður að venju margt um að
vera í Skálholtskirkju um helgina, í
tengslum við Sumartónleikana sem
haldnir eru í kirkjunni á hverju
sumri.
Í kvöld verða fyrstu tónleikar helg-
arinnar haldnir, þar sem Dean Fer-
rell, kontrabassa- og víólóneleikari,
leikur dagskrá með verkum eftir
Tobias Hume, Erik Satie, sjálfan sig
og fleiri. Tónleikarnir fara fram í
Oddsstofu í Skálholtsbúðum, en ein af
nýjungunum Sumartónleikanna í ár
er að bjóða upp á tónleika á þessum
stað á virku kvöldi. Aðrir tónleikar
helgarinnar fara fram í Skálholts-
kirkju samkvæmt venju.
Lilja og Stabat Mater
Á morgun hefst dagskráin með fyr-
irlestri í Skálholtsskóla kl. 14, en þá
mun Steinunn Stefánsdóttir sellóleik-
ari fjalla um tónskáldið Luigi Bocc-
herini. Fyrstu tónleikar laugardags-
ins hefjast kl. 15 í kirkjunni. Þar
verður flutt efnisskrá undir yf-
irskriftinni „Aðall og alþýða – Eng-
land á 17. öld“, þar sem leikin verða
verk eftir tónskáldin William Lawes,
Tobias Hume og Nicholas Lanier.
Bachsveitin í Skálholti og Eyjólfur
Eyjólfsson tenór flytja, en leiðari er
Jaap Schröder.
Á öðrum tónleikum laugardagsins,
sem hefjast kl. 17, flytur djúp-
strengjahópurinn Lilja efnisskrá sem
ber heitið „Boccherini ungur að árum
og áhrifavaldar hans“. Að þessu sinni
skipa fjórir djúpstrengjaleikarar
Lilju þrjú selló og víólóne, og flytja
þau verk eftir Boccherini, F.J. Haydn
og G.C. Wagenseil. Einleikarar á tón-
leikunum eru Hanna Loftsdóttir og
Steinunn Stefánsdóttir sellóleikarar.
Á laugardagskvöld hefjast tón-
leikar í kirkjunni kl. 21. Þá flytur
Bachsveitin í Skálholti Stabat Mater
eftir Boccherini. Leiðari er Jaap
Schröder og einsöngvarar í verkinu
eru Hlín Pétursdóttir sópran, Marta
Guðrún Halldórsdóttir sópran, og
Eyjólfur Eyjólfsson tenór.
Verk Þóru Marteinsdóttur
Fyrstu tónleikar sunnudagsins
hefjast kl. 15. Þá verða tónleikarnir
„Aðall og alþýða – England á 17. öld“
endurfluttir.
Í messu kl. 17 sama dag frumflytur
Bachsveitin í Skálholti, ásamt Hlín
Pétursdóttur, Mörtu Guðrúnu Hall-
dórsdóttur og Eyjólfi Eyjólfssyni,
sálminn Önd mín og sála upp sem
fyrst í útsetningu Þóru Marteins-
dóttur, en hún er eitt af stað-
artónskáldunum í Skálholti í ár.
Á mánudag kl. 15 verða síðan loka-
tónleikar helgarinnar, en þá verður
Stabat Mater endurflutt af sömu
flytjendum og daginn áður.
Tónlist | Fimmta tónleikahelgin í Skálholtskirkju
Boccherini í Skálholti
Marta Guðrún Halldórsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson og Hlín Pétursdóttir. Bachsveitin sem leikur í Skálholti á laugardag og sunnudag.