Morgunblaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Nýjasti teiknimyndasmellurinn frá höfundum og framleiðendum „Shrek“ og „Sharktale“ Ekki missa af einni skemmtilegustu mynd sumarsins.Sýnd með ensku tali. með ensku tali -KVIKMYNDIR.IS  DARK WATER kl. 5.50 - 8 og 10.15 b.i. 12 Madagascar enskt tal kl. 6 - 8 og 10 Elvis has left the building kl. 8 og 10 Batman Begins kl. 6 og 8.30 b.i. 12 Voksne Mennesker kl. 5.45 -S.V. Mbl.  -Steinunn/ Blaðið  MEÐ ÓSKARSVERÐLAUNAHAFANUM JENNIFER CONNELLY MAGNAÐUR OG SÁLFRÆÐILEGUR DRAUGATRYLLIR FRÁ MEISTARALEIKSTJÓRANUM WALTER SALLES (MOTORCYCLE DIARIES) SUMAR RÁÐGÁTUR BORGAR SIG EKKI AÐ UPPLÝSA I I Nýjasti teiknimyndasmellurinn frá höfundum og framleiðendum „Shrek“ og „Sharktale“ Ekki missa af einni skemmtilegustu mynd sumarsins.    Sýnd bæði með íslensku og ensku tali. MAGNAÐUR OG SÁLFRÆÐILEGUR DRAUGATRYLLIR FRÁ MEISTARALEIKSTJÓRANUM WALTER SALLES (MOTORCYCLE DIARIES)     HÁDEGISBÍÓ EFNT var til blaðamannafundar í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum á miðvikudag- inn vegna fyrirhugaðra tónleika Stuðmanna annað kvöld. Stuðmenn mættu einn af öðrum í ósköp eðlilegum ham, köstuðu kveðju á þá sem þarna voru mættir en gengu svo inn í kaffiteríuna inn af salnum. Sjálfsagt að fá sér einn bolla áður en fundurinn hæfist, þó að undirritaður hefði sjálfur kosið íspinna í þessari hitasvækju. Stuttu síðar komu Stuð- menn aftur fram en hvorki sást rjúkandi kaffibolli né bráðnandi íspinni í hendi, hins vegar höfðu Stuðmenn í tilefni af fundinum brugðið sér í litríkar Hawaii-skyrtur og höf- uð þeirra prýddu forláta deraugu sem ku vera nýjasta nýtt og framleitt af uppfinn- ingamanni norður á Ólafsfirði. Það er orðið frægt þegar Stuðmenn héldu fjölmennustu útihátíðina í fyrra um versl- unarmannahelgina og skutu þar öðrum gam- algrónum drykkjuhátíðum ref fyrir rass. Heiðursgesturinn á þeirri hátíð var gamla blúsbrýnið Long John Baldry en hann lést sviplega í síðustu viku og eru tónleikarnir í ár því tileinkaðir honum. Í ár verður annar heiðurs-leynigestur á tónleikum Stuðmanna og þann leynigest þarf vart að kynna í sömu andrá og tónlist Stuð- manna er leikin. Valgeir Guðjónsson heitir maðurinn en hann mun nú koma fram í fyrsta sinn opinberlega með upphaflegum meðlimum Stuðmanna, þeim Gylfa Krist- inssyni, Ragnari Daníelssyni og Jakobi Frí- manni Magnússyni. Þá mun Valgeir einnig leika nokkur valin lög með núverandi lið- skipan Stuðmanna. Eins og áður sagði lék veðrið við gesti Fjölskyldu- og húsdýragarðsins svo að það var fljótt afráðið að ljósmynda sveitina utan- dyra. Stuðmenn stilltu sér upp með Parísar- hjólið í baksýn, því næst við hringekjuna og að lokum var brugðið á leik við glænýtt leik- tæki sem kallast Þrumufleygurinn en það mun vera nýtísku-útgáfa af skotbökkunum – leiktæki sem allflestir hafa einhvern tímann á lífsleiðinni sakað um vélræði. Tónlist | Stuðmenn leika ásamt Valgeiri Guðjónssyni í Laugardalnum Stuðmenn endurtaka leikinn um verslunarmannahelgina Ljósmynd/Thorsten Mann Stuðmenn héldu stærstu útihátíð síðasta árs. Nú mæta þeir aftur til leiks, vopnaðir deraugum og í litríkum Hawaii-skyrtum. Laugardagurinn 30. júlí. Fjölskyldu- og hús- dýragarðurinn verður opinn frá kl. 10 til 23. Tónleikar Stuðmanna hefjast kl. 21. Aðgangs- eyrir er kr. 500. hoskuldur@mbl.is Á MÁNUDAGINN kom út geislaplatan 100% sumarást. Það er útgáfufyrirtækið 21 12 Cult- ure Company sem gefur plötuna út en hún er safnplata sem inniheldur sextán íslensk topplög um ástina og lífið. Lög- in eiga það líka öll sameiginlegt að vera eigi yngri en frá árinu 2000. Plat- an kemur bæði út í íslenskum og ensk- um umbúðum en þær ensku munu einkum vera ætlaðar ferðamönnum. Samúel Kristjánsson, útgáfustjóri 21 12 CC, segir að þótt platan beri nafnið 100% sumarást séu ekki einungis ást- arlög á safnplötunni. „Þarna er til dæmis lagið Ævintýri eftir Valgeir Guðjónsson og önnur sem væru betur skilgreind sem ástarlög til lífsins, ef svo mætti segja.“ Þeir söngvarar sem þenja radd- böndin á plötunni eru ekki heldur af verri endanum. Þeirra á meðal eru Guðrún Gunnarsdóttir, Margrét Eir, Helgi Björnsson, Jón Ólafsson og Þór- unn Antonía auk fyrrgreinds Valgeirs Guðjónssonar og annarra landskunnra tónlistarmanna. Ástin og lífið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.