Morgunblaðið - 29.07.2005, Side 44

Morgunblaðið - 29.07.2005, Side 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi NIÐURGREIÐSLUR Trygginga- stofnunar ríkisins (TR) vegna lyfja við ofvirkni og athyglisbresti jukust um 70% milli áranna 2003 og 2004 eða um 64 milljónir. Lyfið concerta er mest notað núna en rítalín í minnkandi mæli. Heildarkostnaður TR vegna þessara lyfja var því um 157 milljónir á síðasta ári. Matthías Halldórsson, aðstoðar- landlæknir, segir að mestur kostn- aðurinn sé við ný og betri, langverk- andi lyf. „Það góða við þau er að það þarf ekki að taka þau nema einu sinni á dag. Krakkar geta fengið lyf- ið á morgnana og þurfa því ekki að taka það inn í skólanum sem oft skapaði vandræði,“ segir Matthías og bætir við að helsti kosturinn við þessi nýju lyf sé að þau séu síður misnotuð. „Rítalínið er misnotað nokkuð mikið en nýja lyfið er lang- verkandi og veitir því ekki sömu áhrif,“ segir Matthías og vísar til þess að fíkniefnaneytendur sæki oft í rítalín til að leysa það upp og sprauta í æð en það sé ekki hægt með con- certa. Ofvirkni og athyglisbrestur kostuðu TR 157 milljónir  Lyfjanotkun eykst | 8 BÓNDI á Vatnsenda í Eyjafirði fann nýver- ið sprengikúlu frá stríðsárunum í vegkant- inum einn kílómetra frá bæjarhúsunum. Hann taldi að kúlan gæti reynst hættuleg svo að hann kom henni í hendur lögregl- unnar á Akureyri. Lögreglan á Akureyri hafði þá strax samband við sprengjudeild Landhelgisgæslunnar sem sendi tvo sprengjusérfræðinga til að eyða kúlunni. Við athugun sprengjusérfræðinganna á staðnum þar sem kúlan fannst og miðað við ástand kúlunnar er líklegast að hún hafi borist þangað með malarefni sem notað var í viðgerð á veginum. Við frekari athugun kom í ljós að malarefnið var tekið úr árbotni við Melgerðiseyri en þar var stór herflug- völlur í seinna stríði. Um var að ræða bandaríska sprengju- kúlu af gerðinni M54 með hlaupvídd 37 mm sem var notuð í loftvarnabyssur. Sprengju- sérfræðingar Landhelgisgæslunnar vara fólk við að snerta hluti sem gætu hugsan- lega verið sprengjur. Hafa skal samband við lögreglu eða Landhelgisgæsluna ef tor- kennilegir hlutir, sem gætu reynst vera sprengjur, finnast. LHG/Adrian King Bóndi fann sprengju í veg- kantinum „HELSTU vonbrigðin í ár, að minnsta kosti innan ráðuneytisins, er hversu marg- ir skiluðu ekki inn framtali,“ segir Marí- anna Jónasdóttir, skrifstofustjóri í fjár- málaráðuneytinu. „Tossarnir“ voru um 13.000 í ár en um 10.000 í fyrra. „Hluti af skýringunni liggur líklega í hinum mikla fjölda útlendinga sem nú starfa í umdæmi skattstjórans á Austurlandi,“ segir Marí- anna um ástæður. Þeim sé ætlað að skila framtali en geti, vegna vanþekkingar, lent í að skila of seint. „Því miður virðist þó líka hafa aukist að menn skili ekki á rétt- um tíma.“ Framtaldar eignir heimilanna voru tæp- lega 2.000 milljarðar króna í lok árs 2004 og höfðu þá aukist um 15,4% frá árinu áð- ur. Skuldir höfðu hins vegar aukist um 15,2% frá fyrra ári. Í dag munu skrár um álagningu op- inberra gjalda liggja fyrir hjá skatt- stjórum og er öllum frjálst að skoða skrárnar. | 4 Þrettán þús- und tossar SAMANLAGÐUR hagnaður bankanna á fyrri helmingi ársins nam tæplega 54 milljörðum króna og er hann ríflega 8,6 milljörðum hærri en hagnaður þeirra á öllu síðasta ári. Á fyrri hluta síðasta árs var hagnaður bankanna tæplega 23,9 milljarð- ar og hefur afkoman því batnað um 136% á milli ára. Sé einungis litið til viðskipta- bankanna þriggja var hagnaður- inn 46,334 milljarðar króna sem er 16 milljónum króna meira en hagnaður allra bankanna á síð- asta ári. Mest munar um hagnað KB banka sem á fyrri helmingi árs- ins nam 24,8 milljörðum króna. KB banki birti sex mánaða upp- gjör sitt í gær og sló þar með tæplega vikugamalt Íslandsmet Burðaráss í hagnaði, en hagn- aður Burðaráss á fyrri helmingi ársins nam 24,5 milljörðum. Hagnaður KB banka á öllu síð- asta ári var tæplega 15,8 millj- arðar króna. Landsbanki Íslands birti einn- ig sex mánaða uppgjör sitt í gær og var hagnaður bankans á fyrri hluta ársins ríflega 11 milljarðar króna. Hagnaður bankans á öllu síðasta ári var 12,7 milljarðar. Samhliða miklum hagnaði og útrás bankanna hafa eignir þeirra vaxið verulega á tíma- bilinu. Við lok síðasta árs námu heildareignir bankanna tæplega 3.085 milljörðum (3 billjónum) króna en í lok júní síðastliðins námu eignir þeirra tæplega 4.377 milljörðum (4,377 billjónum) króna. Þannig hafa eignir bank- anna aukist um tæplega 44% á hálfu ári. Þess ber að geta að yf- irtaka KB banka á breska bank- anum Singer & Friedlander er ekki tekin með í þetta dæmi. Bankarnir högnuðust um 54 milljarða króna 28 (  ( ? ( :   ' ( !   H  G  H! GH C'  > ' ! H   KB banki slær | 11 OLÍUFÉLÖGIN þrjú, ESSO (Ker), Olís og Skeljungur, hafa höfðað mál á hendur Sam- keppniseftirlitinu þar sem sú krafa er gerð að úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála um samráð olíufélaganna frá því 31. janúar sl. verði ógiltur eða sektir lækkaðar. Heimir Örn Herbertsson, lögmaður sam- keppnisráðs, kvaðst í samtali við Morgunblaðið hafa tekið við stefnunum frá olíufélögunum. Ker hf. þingfesti sitt mál í lok júní en Skeljungur og Olís munu þingfesta sín mál 13. september. Þá fær lögmaður samkeppnisyfirvalda frest til að skila greinargerð. Heimir vildi að öðru leyti ekki greina frá efni stefnanna. Félögin þrjú munu ekki sýna fjölmiðlum stefnurnar eða greinargerðir sem þeim fylgja. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er í stefnunum gerð sú aðalkrafa að ákvörðun sam- keppnisráðs verði ógilt og til vara að sektir verði lækkaðar. Fyrir þessum kröfum séu færð þau rök að málsmeðferðarreglur hafi verið brotnar og mannréttindi félaganna og starfsmanna þeirra ekki virt. Þá sé því einnig haldið fram að þrátt fyrir mikið samneyti félaganna hafi þau ekki hagnast af því og viðskiptavinir að sama skapi ekki orðið fyrir tjóni. Þetta eigi sér stuðn- ing í gögnum félaganna, en þar sé ekkert að finna sem bendi til þess að þau hafi hagnast á samneytinu. Áfrýjunarnefndin dæmdi olíufélögin til að greiða samtals 1.505 milljónir í sekt sem skipt- ust þannig að ESSO greiddi 495 milljónir, Olís 560 milljónir og Skeljungur 450 milljónir króna. Olíufélögin höfða mál vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar Eftir Árna Helgason og Guðna Einarsson arnihelgason@mbl.is | gudni@mbl.is UNGLINGALANDSMÓTIÐ 2005 er haldið í Vík í Mýrdal um helgina og voru gestir að hreiðra um sig á tjaldstæðunum í gærkvöldi. Að sögn Sædísar Ívu Elíasdóttur, formanns móts- nefndar, hafa um eitt þúsund keppendur skráð sig til leiks og sagði hún góða stemningu á svæðinu. Mun fleiri gestir voru mættir en hún átti von á á fimmtudagskvöldi. Einhverjir hafa hugsanlega lagt snemma af stað til að vera á undan mestu umferðinni, en búast má við þungri umferð á vegum landsins. Sædís sagði hæglætisveður í Vík en góð veðurspá er fyrir helgina. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Kristín Björnsdóttir og Erna Jónsdóttir skemmta sér vel á unglingalandsmóti í Vík í Mýrdal. Um eitt þús- und manns mætt í Vík  Fiðringur í ferðalöngum | 6 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.