Morgunblaðið - 16.08.2005, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 219. TBL. 93. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Ferskar
og frjóar
Sigríður og Ólöf eru skapandi
glerlistakonur | Daglegt líf
Dúmbó
kveikjan
Klara Kristín Arnaldsdóttir
kennir Disney-áfanga í MH | 21
Íþróttir í dag
Sautján sigrar í röð og met hjá FH
Guðjón skoraði 17 gegn Hamm
Halldór Jóhann til liðs við Essen
Jerúsalem. AP. AFP. | Ariel Sharon, for-
sætisráðherra Ísraels, segir það
þungbært að loka gyðingabyggðum á
Gaza-svæðinu, en um leið nauðsyn-
legt skref til að tryggja örugga fram-
tíð Ísraelsríkis.
„Við getum ekki haldið Gaza-svæð-
inu að eilífu … Það að við tökum þetta
skref er merki um styrk okkar, ekki
veikleika,“ sagði forsætisráðherrann í
sjónvarpsávarpi í gær. Sagðist hann
skilja angist og mótmæli þeirra sem
andvígir eru brotthvarfinu og hét
stuðningi við þá sem yfirgefa heimili
sín sjálfviljugir.
„Með Guðs hjálp verður þetta veg-
ur sameiningar en ekki sundrungar.
Vegur gagnkvæmrar virðingar en
ekki fjandskapar milli bræðra. Vegur
skilyrðislauss kærleika en ekki
ástæðulauss haturs,“ sagði hann.
Með því að loka gyðingabyggðun-
um dragi úr ágreiningi gyðinga og
Palestínumanna og fórnarlömbum
beggja þjóða fækki.
Palestínumenn verði nú að „berjast
gegn hryðjuverkasamtökum, rífa nið-
ur skipulagsgerð sína og sýna einlæg-
an friðarásetning“ til að sýna fram á
að Ísraelar afhendi Gaza í ábyrgar
hendur manna sem séu færir um að
stuðla að lýðræði. Velji Palestínu-
menn áfram leið ófriðar verði þeim
svarað af meiri hörku en nokkru sinni
áður.
Ekki kom til alvarlegra átaka
vegna brottflutningsins í gær en um
40.000 ísraelskir her- og lögreglu-
menn voru að störfum til að tryggja
að allt færi friðsamlega fram. Land-
tökumenn höfðu þó víða safnast sam-
an til að sýna óánægju með brott-
flutninginn. Talsmenn þeirra segja að
þeim finnist stjórnvöld í Ísrael hafa
svikið sig.
Palestínumenn fögnuðu ákaft í
gær, en þetta er í fyrsta sinn sem Ísr-
aelar yfirgefa gyðingabyggðir á pal-
estínsku landi frá því þeir tóku sér
þar land í sex daga stríðinu árið 1967.
Brottflutningur þung-
bær en nauðsynlegur
Sharon segir Palestínumenn þurfa að sýna einlægan ásetning um frið
Reuters
Ísraelskur landtökumaður situr á þaki húss síns í Neve Dekalim. Í bakgrunni má sjá ísraelska lögreglumenn.
Eftir Jóhönnu Sesselju Erludóttur
jse@mbl.is
Hafa tvo sólarhringa | miðopna
Bagdad. AP. | Íraska þingið sam-
þykkti í gær að frestur til að
samþykkja drög að stjórnar-
skrá yrði framlengdur til 22.
ágúst. Stefnt hafði verið að því
að klára drögin fyrir miðnætti í
gær, en enn var ágreiningur
um nokkur efnisatriði.
Sjítar, súnnítar og Kúrdar
virtust hafa náð samkomulagi
um atriði á borð við olíutekjur
og nafn á landið er líða tók á
kvöldið. Eftir stóðu þó umdeild-
ustu atriðin sem eru sam-
bandsstjórnarstefna, réttindi
kvenna, hlutverk íslam og
möguleg sjálfstjórn Kúrda í
eigin málum.
Það að ekki skyldi nást sam-
komulag í gær er ákveðinn
ósigur fyrir Bandaríkjaforseta,
en hann hafði ýtt á eftir því að
stjórnarskráin yrði tilbúin fyrir
þann tíma.
Jalal Talabani, forseti Íraks,
sagði þó mikilvægt að stjórn-
arskráin yrði unnin þannig að
vel væri gengið frá hverju ein-
asta atriði svo að öll íraska
þjóðin gæti staðið heil að baki
allri stjórnarskránni. „Við meg-
um ekki vera fljótfær í að af-
greiða ágreiningsefnin svo
stjórnarskráin verði ekki and-
vana fædd,“ sagði hann.
Stjórn-
arskrá
frestað
um viku
EITT af ákæruatriðunum í Baugsmálinu lýtur
að viðskiptum og færslum á hlutafé í Baugi hf.
fyrir 330,8 milljónir sem í bókhaldi Baugs var
skráð að hefði verið selt Kaupþingi. Um er að
ræða bókfært verð en nafnverð hlutafjárins var
40 milljónir. Ríkislögreglustjóri telur á hinn
bóginn að Baugur hafi ekki selt bréfin og að
þeim hafi verið ráðstafað í nafni Baugs í Lúx-
emborg, m.a. til að greiða nokkrum af æðstu
stjórnendum félagsins. Þá hafi meðferð á þess-
um fjármunum verið rangfærð í bókhaldi og dul-
in með færslum sem tilteknar eru í ákærunni.
Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson
neita sök og í athugasemdum þeirra segir að
Baugur hafi ekki haft formlegt eignarhald á
bréfunum. Einnig benda þeir á að skattrann-
sóknarstjóri hafi ekki séð ástæðu til að gera at-
hugasemdir við umræddar færslur.
Rangar og tilhæfulausar færslur
Jóni Ásgeiri og Tryggva er gefið að sök að
hafa fært eða látið færa rangar og tilhæfulausar
færslur um viðskiptin með hlutaféð. Um var að
ræða svokölluð eigin hlutabréf í Baugi, þ.e.
hlutafé sem félagið átti í sjálfu sér. Samkvæmt
ákæru var fært í bókhald að hlutaféð hefði verið
fært til vörslu hjá Kaupthing Bank Luxem-
bourg, eins og um sölu hefði verið að ræða en
bréfin hefðu í raun og veru áfram verið í eigu
Baugs.
Handskrifuð og
óundirrituð fyrirmæli
Í ákærunni eru tilteknar fjórar bókhalds-
færslur vegna þessara viðskipta. Sú fyrsta er
dagsett 30. júní 1999 með skýringunni „Hluta-
bréf í Baugi seld Kaupþingi“ og er upphæðin
330,8 milljónir. Upphæðin er tekjufærð á reikn-
ingi hjá Kaupþingi en gjaldfærð af biðreikningi í
eigu Baugs. Næst er tilgreind færsla með text-
anum „Kaupþing“ frá 7. júlí þar sem Kaupþing
færir nákvæmlega helming þessarar fjárhæðar
(tæplega 165,4 milljónir) af reikningi Kaupþings
inn á tékkareikning Baugs hjá SPRON. Færsl-
an er byggð á fyrirmælum, án skýringa, og á
handskrifuðu, ódagsettu og óundirrituðu bréfi
en með árituðu nafni Tryggva Jónssonar. Hið
sama á við um næstu tvær færslur sem nefndar
eru í ákærunni. Daginn eftir, þ.e. 8. júlí 1999, eru
tæplega 21,6 milljónir færðar af tékkareikn-
ingnum hjá SPRON yfir á biðreikning Baugs,
hinn sama og hlutabréfin voru seld frá rúmlega
viku áður. Textinn er sem fyrr „Kaupþing“.
Næsta færsla sem er tilgreind í ákærunni er af
biðreikningnum og eignfærð sem „annar fyr-
irframgreiddur kostnaður“. Færslan er dagsett
30. júní 2001 með textanum „Kaupþing fært á
fyrirframgreiddan kostnað“. Upphæðin er ná-
kvæmlega sú sama og var færð á biðreikninginn
hinn 8. júlí 1999 eða tæplega 21,6 milljónir.
Hvorki stórkostlegt
gáleysi né ásetningur
Í athugasemdum sakborninga segir að sam-
kvæmt lögum í Lúxemborg hafi Kaupþing kom-
ið fram sem eigandi gagnvart þriðja aðila. Baug-
ur hafi ekki haft formlegt eignarhald á þeim
verðmætum sem stóðu inni á reikningnum held-
ur hafi þau staðið til fullnustu á kröfum bankans
vegna lána til Baugs sem fóru í gegnum reikn-
inginn.
Í bréfi Jóns Ásgeirs til ríkislögreglustjóra frá
30. júní 2005 ræðir hann um þær ásakanir að
hann hafi stofnað vörslureikning í Lúxemborg
og fært þangað hlutabréf í Baugi án þess að gera
grein fyrir því í bókhaldi eða ársreikningum
Baugs. Þar segir að umrædd hlutabréf hafi ver-
ið vegna samningsbundinna kaupréttarákvæða
hans, Tryggva Jónssonar og Óskars Magnús-
sonar. Samkvæmt ráðningarsamningum þeirra
hafi þeir haft átt rétt á að kaupa hlutabréf í
Baugi á fyrirfram ákveðnu gengi og í samráði
við sérfræðinga verið stofnaður vörslureikning-
ur hjá Kaupþingi í Lúxemborg þangað sem
bréfin voru færð og þau ávöxtuð. Upphaflega
hafi ríkislögreglustjóri talið að um fjárdrátt
væri að ræða en síðan hafi rannsóknin lotið að
því að kanna hvort ranglega hafi verið gerð
grein fyrir hlutabréfunum í bókhaldi félagsins,
m.a. í því skyni að komast undan skatt-
greiðslum. Jón Ásgeir segir að á þessum tíma
hafi ríkt verulegur vafi um skattalega meðferð
kaupréttar. Ljóst sé að í þessu máli geti ekki
verið um að ræða stórkostlegt gáleysi, hvað þá
ásetning af hans hálfu.
Í ákæru ríkislögreglustjóra segir að bréf, sem voru skráð sem seld, hafi áfram verið í eigu Baugs
Ákært fyrir að dylja meðferð á
330,8 milljónum af hlutafé Baugs
Ákært í Baugsmálinu | 6 | 12
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is