Morgunblaðið - 16.08.2005, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2005 19
MENNING
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
BLIKANES - SJÁVARÚTSÝNI
Einstaklega glæsilegt 340 fm einbýlishús
við Blikanes með sjávarútsýni. Tvöfaldur
innbyggður bílskúr. Eignin er vönduð í alla
staði og skiptist m.a. í forstofu, snyrtingu,
hol, fimm herbergi (skv. teikningu), stofu,
borðstofu, eldhús og þvottahús á aðalhæð
sem er u.þ.b. 200 fm. Á neðri hæð (jarð-
hæð) er m.a. baðherbergi, geymsla, tvö
herbergi og fjölskyldurými með arni. Mögu-
leiki er á að hafa aukaíbúð á jarðhæð. Garðurinn er sérlega vel hirtur og gróinn með
næturlýsingu, stórum pöllum og heitum potti. 5003
LINDASMÁRI
Höfum fengið í einkasölu tvílyft endaraðhús
á mjög vinsælum stað í Lindasmára í
Kópavogi. Eignin skiptist í forstofu, hol,
eldhús, þvottahús, stofu, herbergi og bað-
herbergi á neðri hæðinni. Á efri hæðinni
eru tvö herbergi, alrými (sjónvarpshol) og
baðherbergi. Falleg lóð út af stofu. Eignin
er ekki fullfrágengin að innan. V. 39,5 m.
5179
HLÍÐARVEGUR - SUÐURHLÍÐAR KÓP.
Mjög falleg 4ra herbergja íbúð á jarðhæð
með sérverönd og sérinngangi í Suðurhlíð-
um Kópavogs. Eignin skiptist m.a. í eldhús,
bað, þrjú herbergi og stofu. Parket á gólf-
um. Vönduð innrétting í eldhúsi. 5215
BERGSTAÐASTRÆTI
Stórglæsileg íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli á
frábærum stað í Þingholtunum. Íbúðin er
sérlega björt og vel umgengin. Íbúðin
skiptist í hol, stofu, herbergi, eldhús og
bað. Í kjallara er sameiginlegt þvottahús og
geymsla og sérgeymsla með hillum. Raf-
lagnir hafa verið endurnýjaðar. Baðher-
bergið var nýlega tekið í gegn. Nýtt þak var
sett á húsið sumarið 2004. Gluggar voru
málaðir 2004. V. 14,5 m. 5196
VESTURGATA - SÉRSTÖK EIGN
Vorum að fá sölu fallegt einbýli við Vestur-
götuna. Húsið er mikið endurnýjað og vel
viðhaldið og stendur á eignarlóð. Húsið er
187,1 fm. Á jarðhæð eru þrjú herbergi, hol,
baðherbergi, eldhús, sólstofa, vinnuher-
bergi og geymsla með þvottaaðstöðu. Í risi
er stofa og herbergi. V. 39 m. 5199
FORNISTEKKUR - EINLYFT EINBÝLI
Fallegt einlyft einbýlishús með tvöföldum
bílskúr við Fornastekk í Reykjavík. Eignin
skiptist í forstofu, innri forstofu, hol, snyrt-
ingu, forstofuherbergi, þvottahús, eldhús,
stofu, borðstofu, þrjú herbergi og baðher-
bergi. Garðurinn er einstaklega fallegur og
vel umgenginn. Húsið lítur mjög vel út að
utan. Arinn í stofu. 5202
SNORRABRAUT/AUÐARSTRÆTI
Falleg og mikið uppgerð 124,4 fm neðri
hæð í þríbýlishúsi sem stendur á milli
Snorrabrautar og Auðarstrætis Hæðin
skiptist í hol, 2 samliggjandi stofur, hjóna-
herb., baðherb., eldhús og tvö barnaher-
bergi. M.þ. sem endurnýjað hefur verið eru
gólfefni, eldhús, baðherbergi og rafmagn
að hluta, auk þess hefur jarn á þak verið
endurnýjað. V. 24,5 m. 5144
KLAPPARBERG
Vandað einbýlishús með fallegu útsýni til
austurs og góðri hellulagðri verönd. Lóðin
er mjög falleg og með miklum gróðri, fjórum
bílastæðum o.fl. Á 1. palli er innbyggður bíl-
skúr, forstofa, hol, tvö svefnherbergi og
baðherbergi. Innangengt er í bílskúrinn. Á
miðpalli er sjónvarpsherb. (getur verið
svefnh.), hjónaherb., baðherb. og sauna-
klefi. Á efsta palli eru stofurnar, eldhús og
þvottaherbergi/búr. Húsið virðist vera í mjög
góðu ástandi að utan sem innan. Neðsti
pallurinn er útgrafinn og er hann um 50-60
fm og skiptist í tvær stórar geymslur. Í aðra
þeirra er gengið úr bílskúr en í hina úr hol-
inu. V. 39 m. 5177
ÍRANSKI leikstjórinn Abbas Kiar-
ostami verður heiðursgestur Alþjóð-
legrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík
sem hefst 29. september næstkom-
andi. Kiarostami verður viðstaddur
Evrópufrumsýningu stuttmynd-
arinnar The Roads, og opnun sam-
nefndrar sýningar listamannsins,
The Roads of Kiarostami. Sýningin
er fengin hingað til lands í gegnum
samstarf hátíðarinnar og Orkuveitu
Reykjavíkur en hún verður haldin í
höfuðstöðvum Orkuveitunnar við
Bæjarháls. Þá verður efnt til sér-
stakrar dagskrár, sem helguð er ferli
Kiarostamis, á kvikmyndahátíðinni
þar sem sýnd verða eldri verk leik-
stjórans og efnt til fyrirlestra og um-
ræðna.
Abbas Kiarostami er einn áhrifa-
mesti leikstjóri Írans. Hann hefur
unnið til fjölmargra verðlauna og við-
urkenninga á ferli sínum, en árið
1997 vann hann m.a. Gullpálmann á
Kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir
Taste of Cherry (Ta’m e guilass).
Kiarostami útskrifaðist í myndlist
frá Háskólanum í Teheran. Síðan þá
hefur hann reynt fyrir sér á ýmsum
sviðum þó svo að hann sé frægastur
fyrir kvikmyndagerð. Ljósmyndun
er honum hugleikin og hann hefur
haldið sýningar um víða veröld á
myndum sínum. Ljósmyndasýningin
The Roads of Kiarostami tilheyrir
Torino Museum of Cinema og hefur
verið á ferðalagi um heiminn í nokk-
urn tíma. Sýningin hefur ekki verið
sýnd á Norðurlöndum til þessa.
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í
Reykjavík fer fram dagana 29. sept-
ember til 9. október. Sýndar verða
um 40 myndir í ólíkum flokkum.
Markmið hátíðarinnar er fjölþætt en
megináhersla er lögð á að bjóða upp á
það merkilegasta úr kvikmyndalist-
inni hverju sinni og að auki skapa
virkt umhverfi þar sem kvikmynda-
gerðarfólk, fræðimenn og áhugafólk
hvaðanæva úr heiminum getur fund-
ið eitthvað við sitt hæfi, að því er seg-
ir í fréttatilkynningu frá aðstand-
endum hátíðarinnar. Hátíðin nýtur
stuðnings menntamálaráðuneytisins,
Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands
og fjölmargra samstarfsaðila.
Abbas Kiarostami
kemur til Íslands
Abbas Kiarostami verður
heiðursgestur Alþjóðlegrar
kvikmyndahátíðar í Reykjavík.
MÁLVERK sem Dieter Roth málaði
árið 1959 er til sölu hjá Fyrirtækja-
sölunni Suðurveri, eins og fram kom
í auglýsingu í Morgunblaðinu í gær.
Það er Reynir Þorgrímsson fyr-
irtækjasali sem selur málverkið, en
það hefur verið í hans eign í nær
þrjá áratugi.
Máluð í sumarbústað
Reynir keypti málverkið á sínum
tíma af Þorsteini Jónssyni. Það hef-
ur merkinguna „Dieter Roth 75
(1959)“, sem að líkindum merkir að
hann hafi málað það árið 1959, en
merkt það árið 1975. Um er að ræða
geometrískt olíumálverk í jarð-
arlitum, málað aftan á gamlan fata-
skáp. „Sagan af þessu málverki er
dálítið sérstök,“ segir Reynir, en
söguna hefur hann frá seljandanum.
„Dieter Roth og nokkrir vinir hans
fóru upp í sumarbústað við Hafra-
vatn, til að meðhöndla bjór. Þar finn-
ur hann málningu og málar þessa
mynd aftan á gamlan klæðaskáp.“
Málverkið var í ramma, sem
Reynir hefur látið fjarlægja og setja
nýjan blindramma á bakvið. Myndin
var auk þess hreinsuð af óhrein-
indum sem safnast höfðu upp gegn-
um tíðina.
Að sögn Reynis hafa bæði Að-
alsteinn Ingólfsson listfræðingur og
Sigríður eiginkona Dieters skoðað
myndina, og kannast við hand-
bragðið.
Erfitt að segja um verð
„Ég er að losa mig við málverkið
vegna þess að það er fyrirferð-
armikið, og mig langar til að koma
fyrir nokkrum myndum eftir sjálfan
mig heima,“ segir Reynir, sem vinn-
ur sjálfur að myndlistarsköpun –
ljósmyndum af íslenskum nátt-
úruminnum sem prentaðar eru á
striga.
Hann segir erfitt að segja hvað
málverkið muni seljast á. Leita þurfi
tilboða og sættast á verð. Hann telur
að margir muni sýna því áhuga.
„Það eru mjög margir að safna lista-
verkum og tækifæri til að fá góða
mynd eftir Dieter Roth, sem hægt
er að hengja upp heima hjá sér, eru
afar sjaldgæf. Auðvitað hafa ekki
allir smekk fyrir þessari geometr-
ísku stefnu sem hann málar þetta
verk í, en hún var mjög virt á sínum
tíma. Þetta er eina málverkið sem ég
veit um eftir Dieter Roth, sem er til
sölu á frjálsum markaði.“
Myndlist | Málverk eftir Dieter Roth til sölu í Reykjavík
Morgunblaðið/Þorkell
Reynir Þorgrímsson fyrirtækjasali við verk Dieters Roth sem hann er að selja.
Sjaldgæft tækifæri
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is