Morgunblaðið - 16.08.2005, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Þ
að er fullkomlega
óljóst hvernig best
færi á því að þýða á
íslensku það ágæta
enska orð „bullshit“.
Þá verður heldur ekki séð að
komin sé hefð á að nota eina þýð-
ingu fremur en aðra. Úr þessu
þarf að bæta því að fyrirbærið
sem enska orðið vísar til þrífst svo
sannarlega í íslensku samfélagi,
ekki síður en ensku. Að ekki skuli
vera til orð á íslensku um þetta
fyrirbæri er í raun óheppilegt,
vegna þess að fyrir vikið verður
erfiðara að festa hendur á þessu
fyrirbæri og jafnvel losna við það
ef svo ber undir. En það er með
þetta eins og svo margt, fátækt ís-
lenskunnar eykur fátækt hugs-
unarinnar.
En þetta er nú kannski ekki al-
veg svona bölvað. Líklega er
óhætt að nota bara það ágæta orð
„bull“ til að þýða „bullshit“
(„kjaftæði“ kæmi líka til greina),
og verður það því notað hér í
þessu viðhorfi.
En hvað nákvæmlega er „bull“
(„bullshit“) og af hverju skyldi
maður vilja losna við það? Fyrr á
þessu ári kom út í Bandaríkjunum
mjög athyglisverð en líka mjög
lítil bók sem heitir einmitt Um
bull, eða á frummálinu On Bull-
shit, eftir bandaríska heimspek-
inginn Harry G. Frankfurt. Í
þessari agnarlitlu bók (hún er
ekki nema tæpar 70 síður í litlu
broti á stærð við Lærdómsrit
Bókmenntafélagsins og lítið á
hverri síðu) skilgreinir Frankfurt
bull í fáum en einkar hnitmið-
uðum orðum.
Bull, samkvæmt skilgreiningu
Frankfurts, er ekki lygi. Og það
sem meira er, bull er í rauninni
verra en lygi, og sá sem bullar
(bullarinn) er hættulegri en lyg-
arinn. Lygi felur nefnilega í sér
ákveðna afstöðu til sannleikans og
í rauninni viðurkenningu á tilvist
sannleikans – með því að það er
vísvitandi gengið gegn honum. En
bull er hvorki satt né logið, og
bullarinn setur „sannleikann“
jafnan í gæsalappir vegna þess að
bullarinn veltir því í rauninni ekki
fyrir sér hvort það sem hann segir
– bullið – hefur einhverja skír-
skotun til raunveruleika (þ.e. já-
kvæða ef um er að ræða sannleika
en neikvæða ef um er að ræða
lygi).
„Það er einmitt þetta fullkomna
sinnuleysi um sannleikann – að
hafa engan áhuga á því hvernig
málum er í raun háttað – sem ég
tel vera kjarnann í bulli,“ segir
Frankfurt (bls. 33–34). Lygar
gera mann ekki óhæfan til að
segja satt, vegna þess að lygari
veit jafnan hver sannleikur máls-
ins er þótt hann hafni honum. En
hætt er við að bullarinn verði
smám saman ófær um að greina á
milli þess hvað er satt og hvað er
lygi. Að bulla, segir Frankfurt,
felur í sér að fullyrða eitthvað al-
veg án tillits til annars en þess
hvað hentar manni að segja. Því
er hætt við, að bullarinn missi
smám saman alveg tengsl við
áþreifanlegan veruleika, og endi á
akkerislausu sveimi í einhverjum
orðaháloftum.
Af því að hér að ofan var kvart-
að undan skorti á góðu íslensku
orði yfir „bullshit“ er gaman að
nefna að bull, eins og Frankfurt
skilgreinir það, er náskylt fyrir-
bæri sem gott og gilt íslenskt orð
nær yfir, þ.e. uppskafning, sem
Þórbergur Þórðarson gerði eft-
irminnileg skil. Uppskafning felur
í sér tildur og tilgerð, eða eins-
konar flottræfilshátt í orðalagi.
Það sem vakir fyrir uppskafning-
unum er ekki að ljúga beinlínis að
lesendum sínum eða áheyrendum
heldur er hann fyrst og fremst að
hugsa um og hafa áhrif á hvað
áheyrendur eða lesendur halda
um hann, segir Frankfurt. Upp-
skafningurinn er að reyna, með
orðum sínum og/eða framkomu,
að láta áheyrendur eða viðmæl-
anda sinn fá jákvæðar hugmyndir
um sig.
Uppskafningurinn og bullarinn
eiga það því sameiginlegt að vera
ekki beinlínis að ljúga. En þeir
eru samt báðir að villa á sér heim-
ildir. Munurinn á þeim er þó
kannski sá, að uppskafningurinn
er alltaf að reyna að varpa á sig
jákvæðu ljósi, upphefja sjálfan sig
í hugum annarra. Hann hugsar
því um það, og þarf að hafa ein-
hverja tilfinningu fyrir því, hvern-
ig málum er í raun háttað. Hann
er því ekki algerlega sinnulaus
um sannleikann, eins og Frank-
furt segir bullarann vera. Upp-
skafningurinn er bara að reyna að
berja í brestina sem hann veit
vera í sér. (Og hver gerir það ekki
öðru hvoru?)
Kannski sýnir ævintýrið Nýju
fötin keisarans ágætlega hvernig
bull virkar: Einungis skradd-
ararnir voru eiginlegir lygarar,
því að þeir vissu sannleikann í
málinu. Segja má, að allir hinir í
sögunni, fyrir utan barnið í lokin,
hafi orðið bulli að bráð. Fólkið var
ekki að ljúga þegar það dáðist að
fötunum sem í raun voru engin,
vegna þess að ótti fólksins við að
vera heimskingjar blindaði það
fyrir sannleikanum. Það sá hann
þess vegna ekki og var því ekki að
ganga vísvitandi gegn honum,
eins og lygarar gera. Fólkið var
ekki heldur sekt um einfalda upp-
skafningu vegna þess að það var
ekki að hugsa um hvað aðrir
héldu um það. Það óttaðist ekki að
vera álitið heimskingjar. Fólkið
var fyrst og fremst að hugsa um
sínar eigin hugmyndir um sjálft
sig. Það óttaðist að vera heimsk-
ingjar.
Hugsun þess var eitthvað á
þessa leið: Ef ég held vera rétt
það sem mér sýnist vera rétt, þá
er ég heimskingi; en ég er ekki
heimskingi (eða öllu heldur, ég vil
ekki undir nokkrum kring-
umstæðum vera heimskingi);
ergó: það sem mér sýnist er ekki
rétt.
Til að forðast það hlutskipti að
vera heimskingjar leitaði fólkið
skjóls í almennu áliti, eða eins-
konar allsherjarbulli. Ástæða
þess að barn gat sagt sannleikann
var sú, að börn vita ekki hvað það
er að vera heimskur.
Bull
„Bullarinn […] hafnar ekki réttmæti
sannleikans og gengur gegn honum,
eins og lygarinn gerir. [Bullarinn] gef-
ur [sannleikanum] hreinlega engan
gaum. Af þessari ástæðu er bull hættu-
legri óvinur sannleikans en lygin.“
VIÐHORF
Kristján G. Arngrímsson
kga@mbl.is
Harry G. Frankfurt: Um bull.
FEÐGARNIR Jóhannes Jónsson
og Jón Ásgeir, aðaleigendur Baugs,
standa að atlögu að stjórnsýslunni
á Íslandi. Markmiðið er beygja
stjórnvöld undir sinn vilja líkt og
Baugur hefur brotið undir sig
stærsta hluta smásölumarkaðarins
og keypt eigendum sínum pólitísk
völd í gegnum yfirráð yfir dag-
blöðum, sjónvarpi og
útvarpi.
Aðdragandi atlög-
unnar er tilraun Baugs
til að múta þáverandi
forsætisráðherra
landsins, Davíð Odds-
syni, með 300 millj-
ónum króna. Davíð
hafði gagnrýnt háa
verðlagningu Baugs-
verslana, sem var úr
takti við gengisþróun.
Hreinn Loftsson
stjórnarformaður
Baugs fór á fund Dav-
íðs til að bera honum
þau skilaboð að Jón Ásgeir Jóhann-
esson forstjóri Baugs væri tilbúinn
að leggja 300 milljónir króna inn á
reikning Davíðs, hvar sem er í
heiminum, gegn því að forsætisráð-
herra léti af gagnrýni sinni á Baug.
Hreinn Loftsson hefur op-
inberlega viðurkennt að hafa boðið
forsætisráðherra mútur en sagt að
tilboðið hefði verið í „hálfkæringi“.
Forsætisráðherra beit ekki á agn
Baugsmafíunnar og var þá reynt að
koma pólitísku lífi hans fyrir katt-
arnef. Hinn 1. mars 2003 birti
Fréttablaðið forsíðufrétt þar sem
látið var að því liggja að Davíð
Oddsson stæði á bak við lög-
reglurannsókn á Baugi. Í fréttinni
voru birtar fundargerðir Baugs og
tölvupóstsamskipti yfirmanna fyr-
irtækisins. Á þessum tíma var því
haldið leyndu hverjir ættu Frétta-
blaðið. Eina munnlega heimild
fréttarinnar var Jón Ásgeir Jó-
hannesson sem síðar kom í ljós að
var aðaleigandi Fréttablaðsins. Jón
Ásgeir sór fyrir að hafa tekið þátt í
að búa til fréttina og leggja Frétta-
blaðinu til trúnaðargögn Baugs.
Tveir sómakærir stjórnarmenn
Baugs, sem ekki eiga allt sitt undir
feðgunum, sögðu sig
úr stjórninni vegna
trúnaðarbrests.
Vorið 2003 voru
þingkosningar og
tímasetning fréttar-
innar átti að valda for-
sætisráðherra mestum
mögulegum skaða. En
málatilbúnaður Baugs-
mafíunnar stóðst ekki
og umræðan um spillt
stjórnkerfi á Íslandi,
sem Fréttablaðið átti
að halda uppi, rann út
í sandinn.
Núna þegar ákærur
ríkislögreglustjóra hafa verið birtar
Baugsfólki reynir Fréttablað Baugs
á ný að hefja umræðu um spillingu
stjórnvalda. Í laugardagsútgáfu
blaðsins fylgir sérblað þar sem
ákærur eru birtar með at-
hugasemdum sakborninga og til-
heyrandi brigslum um samsæri.
Athyglisverð innsýn fæst í hug-
arheim feðganna í viðtölum Frétta-
blaðsins. „En það er svo dásamlegt
fyrir bæði okkur fjölskylduna og
fyrirtækin okkar að íslenska þjóðin,
fyrir utan eina 20 til 30 ein-
staklinga, stendur heils hugar með
okkur,“ segir Jóhannes Jónsson og
kveðst aldrei hafa haft „önnur eins
viðskipti.“ Að þeirri staðreynd
slepptri að Baugur á meiri en helm-
ing matvörumarkaðarins og blað
Baugs er borið inn á hvert heimili,
og þar af leiðir að fólk á ekki
marga valkosti, þá hljómar Jóhann-
es eins og suður-evrópskur guðfaðir
sem gjörþekkir hug og hjörtu und-
irsáta sinna og veit hvað þeim er
fyrir bestu. „Allir segja: Standið
ykkur! Þjóðin er með ykkur!“ er
haft eftir Jóhannesi. Upphróp-
unarmerkin gefa orðaflaumnum yf-
irbragð múgsefjunar liðins tíma þar
sem skrýtnir fuglar settust á stall
með hjörð áhangenda í kringum
sig.
Velgengni Baugsfeðga hefur stig-
ið þeim svo til höfuðs að þeir telja
sig hafna yfir lög og reglu. Þegar
málefni Baugs eru athuguð af
stjórnsýslunni, á líkan hátt og mál-
efni olíufélaganna voru könnuð, svo
dæmi sé tekið, þá sigar Baugs-
mafían fjölmiðlum sínum á op-
inbera starfsmenn sem eru að
vinna störf sín. Stjórnmálamaður
sem gagnrýnir hátt matarverð og
embættismenn sem rannsaka meint
lögbrot eru að vinna í almanna-
þágu.
Vonandi eiga Jóhannes og Jón
Ásgeir einhverja vini sem geta
komið feðgunum í skilning um að
þeir eru ekki guðfeður Íslands.
Baugsmafían
leggur til atlögu
Páll Vilhjálmsson fjallar
um málefni Baugs ’Núna þegar ákærurríkislögreglustjóra hafa
verið birtar Baugsfólki
reynir Fréttablað
Baugs á ný að hefja um-
ræðu um spillingu
stjórnvalda. ‘
Páll
Vilhjálmsson
Höfundur er blaðamaður.
Í FRÉTTUM á Stöð 2 var fyrir
nokkru vakin athygli á flötum skatti
sem skattgreiðendur borga að upp-
hæð kr. 5.738 á ári.
Skatturinn var ætl-
aður til að gera sér-
stakt átak í því að
leysa úr skorti á
hjúkrunarplássum
sem var orðinn mjög
mikill og á tíma var
áætlað að um 500
hjúkrunarpláss skorti í
landinu. Það sem Stöð
2 vakti hins vegar at-
hygli á var að meira
en helmingur af þeim
800 milljónum króna
sem innheimtast með
þessu móti væri not-
aður í rekstur. Ríkið er ekki að
brjóta lögin sem sett voru í þessu
skyni heldur var að kröfu fjár-
málaráðuneytisins bætt við heimild
til að nota þessa peninga til rekst-
urs í sérstökum tilfellum. Tilgangur
laganna þ.e. að leysa þau vandamál
sem skortur á hjúkrunarplássum
hefur í för með sér, hefur því ekki
náðst og enn skortir um 300 pláss
og litlar framkvæmdir í gangi.
Fyrir hverja eru
hjúkrunarheimili?
Þessari spurningu er auðvelt að
svara. Í flestum tilfellum er um að
ræða fólk sem hefur búið hér á
landi alla sína ævi og greitt skatta
sína og skyldur til ríkisins. Þetta
fólk er á síðasta skeiði ævi sinnar, á
mánuði eða örfá ár ólifað og getur
ekki dvalið lengur á heimilum sín-
um. Þetta fólk á tvímælalaust fullan
rétt á þessari þjónustu. Að ríkið
skuli búa til biðlista eftir hjúkr-
unarplássum er hreinlega svik við
þetta fólk og hreint ótrúlegt að rík-
isstjórnir undanfar-
inna áratuga hafi hag-
að sér á þennan hátt.
Fjölgun aldraðra
og kostnaður
Íslendingar eru með
einna lægst hlutfall
fólks yfir 65 ára innan
OECD. 11,8% þjóð-
arinnar eru á þessum
aldri en tölurnar munu
breytast verulega á
næstu árum. Þannig
verður hlutfallið orðið
13,6% árið 2015, 17,3%
árið 2025 og 20,2% ár-
ið 2035 samkvæmt spá Hagstof-
unnar.
Þeir sem eru á biðlista eftir
hjúkrunarplássi veikjast oft og eru
þá gjarnan lagðir inn á bráðadeildir
og þurfa að vera þar svo vikum
skiptir þar til þeir fá pláss á hjúkr-
unarheimili. Þegar birtar eru
myndir af sjúklingum á göngum
bráðadeildanna eru þar þeir öldr-
uðu þar sem þeir veikustu eru lagð-
ir inn á stofurnar. Kostnaður við að
hafa hjúkrunarsjúklinga á bráða-
deildum er 3–4 sinnum meiri en ef
þeir væru á hjúkrunarheimili. Talið
er að um 70–80 sjúklingar séu að
jafnaði á bráðadeildum og bíði
hjúkrunarpláss. Þegar um er að
ræða tugi þúsunda legudaga á ári
er ljóst að hægt væri að sinna öllum
þeim sem bíða eftir hjúkrunarplássi
fyrir þá upphæð sem nú fer í þessa
þjónustu.
Viðbrögð aldraðra
Af hálfu ríkisstjórnarinnar er því
ekki um sparnað að ræða í núver-
andi kerfi heldur frá rekstrarlegu
sjónarmiði hreina heimsku, sem
þekkist hvergi í nágrannalöndum
okkar. Frá mannlegu sjónarmiði er
nánast um mannvonsku að ræða að
neita öldruðum um sjálfsagðan rétt
sem þeir ótvírætt eiga. Samtök
aldraðra verða því að krefja stjórn-
málaflokka landsins um skýr svör
fyrir næstu kosningar um það
hvernig þeir ætla að leysa þessi mál
svo að aldraðir og fjölskyldur
þeirra geti ákveðið hverja þeir
styðji.
Skortur á
hjúkrunarheimilum
Ólafur Örn Arnarson
fjallar um skattheimtu
vegna hjúkrunarheimila ’Frá mannlegu sjón-armiði er nánast um
mannvonsku að ræða að
neita öldruðum um
sjálfsagðan rétt sem
þeir ótvírætt eiga. ‘
Ólafur Örn
Arnarson
Höfundur er læknir.
Síðumúla 34 - sími 568 6076
Ýmislegt áhugavert
fyrir safnara