Morgunblaðið - 16.08.2005, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Kristján Guðna-son Jónsson
fæddist í Hafnar-
firði 8. október 1922
og bjó þar alla ævi.
Hann lést á Sólvangi
4. ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Jón Jóhann-
esson sjómaður, f.
1884, d. 1965, og
Guðrún Kristjáns-
dóttir, f. 1892, d.
1974. Þau eignuðust
saman auk Kristjáns
sjö börn: Gyðu,
Kristínu, Kjartan Friðberg og Ey-
þór, öll látin, en á lífi eru: Jóhann-
es, f. 1925, Valgerður, f. 1927, og
Páll, f. 1930. Hálfsystkini Krist-
jáns eru: Jón, látinn, samfeðra,
Svandís Borg Ragnars, samfeðra,
og Laufey Karlsdóttir, f. 1912,
sammæðra, búsett á Akranesi.
Fyrri kona Kristjáns var Ragn-
heiður Þorvaldsdóttir, þau skildu.
Börn þeirra eru: Guðrún, f. 1954,
Hjörtur, f. 1956, og
Jón Ragnar, f. 1959.
Önnur börn Krist-
jáns eru: Sigurjón, f.
1946, Jóhanna
Kristín, f. 1947, Sig-
urður Arnar, f.
1948, og Hafsteinn,
f. 1948.
Seinni kona Krist-
jáns er Sóley Þor-
steinsdóttir, f. 3. júlí
1932. Þau hófu sam-
búð 1964 á Öldugötu
7, Hafnarfirði, en
áttu síðast heima á
Álfaskeiði 64b.
Kristján hlaut réttindi sem bif-
vélavirki. Hann starfaði lengi á
vélaverkstæði Hafnarfjarðarbæj-
ar, en áður við störf á Keflavík-
urflugvelli og víðar við akstur,
viðgerðir og bílamálun. Um tíma
var Kristján við störf á sjó.
Útförin fer fram frá Þjóðkirkj-
unni í Hafnarfirði í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Óðum fækkar þeim eldri Hafn-
firðingum sem sett hafa sérstæðan
svip á bæjarlífið og um margt eru
minnisstæðir. Í þeim hópi var vinur
minn, Kristján G. Jónsson, sem lok-
ið hefur jarðvíst eftir veikindi hin
síðari ár og eftir að hafa notið góðr-
ar umönnunar á Sólvangi hátt í tvö
ár.
Kristján eða Stjáni á Öldugöt-
unni, eins og hann var oft kallaður
á yngri árum, ólst upp við um-
hyggju góðra foreldra í húsinu á
Öldugötu 7 í Hafnarfirði, sem þau
höfðu látið byggja. Þar, við nálægð
Lækjarins og skjóli Hamarsins,
naut Kristján vel æskuáranna, en
þessar svæðisperlur okkar Hafn-
firðinga voru honum alltaf mjög
kærar. Og þegar Kristján hóf sam-
búð 1964 með Sóleyju sinni var
þeirra heimili í þessu sama húsi. En
lengst bjuggu þau hjónin í húsi
bæjarins á Austurgötu 26 og ann-
aðist Kristján þar jafnframt hús-
vörslu af samviskusemi.
Minnisstæð verður rík réttlæt-
iskennd Kristjáns. Hann var ófeim-
inn við að tjá sig um almenn mál-
efni og kom oft með ábendingar til
bóta í rekstri bæjarins. Hann var
einlægur og hvetjandi liðsmaður í
samtökum óháðra borgara, sem
áttu farsæla aðild að stjórn Hafn-
arfjarðarbæjar um tuttugu ára
skeið með góðum árangri.
Kristján var mjög áhugasamur
um veiðiskap. Þannig átti hann þátt
í því að bæta aðstöðu fyrir eldri
borgara til að stunda veiðar í Hval-
eyrarvatni, en hann var þar veiði-
vörður um árabil og einnig við
Kleifarvatn. Hann eignaðist trillu-
bát með Finnboga Bjarnasyni, sem
þeir gerðu út frá Hafnarfirði. Hafði
Kristján gert upp bátinn og end-
urbætt af mikilli snilld að sögn
Finnboga. Strax á unga aldri hafði
Kristján kynnst sjómennskunni,
þar sem faðir hans var sjómaður,
þekktur bræðslumaður á togurum,
og sjálfur var Stjáni til sjós um
tíma.
Kristján var kvikur á velli og
fimur íþróttamaður á yngri árum,
einkum á skautum, laghentur og
listfengur. Málaði myndir og smíð-
aði áhöld, sem voru eftirsótt. Hand-
lagni hans kom að góðum notum í
starfi hans sem bifvélavirki og öðr-
um verkefnum. – Alltaf var hann
snyrtilegur og stundum frumlegur í
klæðaburði. Og ekki gleymist hjálp-
fýsi hans, þægilegt viðmót, létta
lundin, gleðiríku samskiptin og holl-
ustan við þann málstað, sem Krist-
ján batt tryggð við.
Kær vinur er kvaddur með ein-
lægri þökk fyrir velvilja og trygga
vináttu og það góða sem af honum
mátti læra. Megi blessun fylgja
minningu hans.
Árni Gunnlaugsson.
KRISTJÁN G.
JÓNSSON
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning
Helluhrauni 10, 220 Hfj.
Sími 565 2566
www.englasteinar.is
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Englasteinar
Sendum
myndalista
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUÐBRANDUR SÆMUNDSSON
vélvirkjameistari,
til heimilis í Boðahlein 7,
Garðabæ,
lést laugardaginn 13. ágúst.
Útförin verður auglýst síðar.
Kristín María Hartmannsdóttir,
María Guðbrandsdóttir, Sveinbjörn Dýrmundsson,
Berglind Guðbrandsdóttir, Sigmundur Dýrfjörð,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengda-
faðir,
ERLINGUR VIGFÚSSON
óperusöngvari,
andaðist á sjúkrahúsi í Köln í Þýskalandi sunnu-
daginn 14. ágúst.
Irene Vigfússon,
Marta J. Erlingsdóttir Klein, Josef Klein,
Íris Erlingsdóttir, Ólafur E. Jóhannsson,
Guðný K. Erlingsdóttir, Oddur Gunnarsson,
Lára B. Erlingsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
INGA SIGRÍÐUR INGÓLFSDÓTTIR,
áður til heimilis að Rauðalæk 22,
Reykjavík,
lézt á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn
15. ágúst.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn
18. ágúst kl. 15.00.
Steinunn Þorvarðsdóttir, Rik de Visser,
Steinn Helgason,
Sif, Salka og Egill,
Ólöf Þorvarðsdóttir, Jón Valur Jensson,
Ísak og Sóley Kristín.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ODDNÝ AÐALBJÖRG JÓNSDÓTTIR
Rauðalæk 20,
Reykjavík,
áður Sunnuhvoli, Fáskrúðsfirði,
lést á Landakotsspítala föstudaginn 12. ágúst sl.
Útförin verður auglýst síðar.
Jóhanna Ásdís Þorvaldsdóttir, Víðir Sigurðsson,
Guðný Björg Þorvaldsdóttir, Sigurður Þorgeirsson,
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir,
Kristján Þorvaldsson,
Ómar Ásgeirsson,
Helga Jóna Óðinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona, móðir, systir, tengdamóðir og
amma,
GUÐRÚN S. MAGNÚSDÓTTIR,
Valhúsabraut 13,
Seltjarnarnesi,
lést sunnudaginn 14. ágúst.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Björn Jónsson,
Heiður Agnes Björnsdóttir, Hákon Óskarsson,
Magnús Jón Björnsson, Ragna Árnadóttir,
Helgi Magnússon,
Kjartan Hákonarson,
Brynhildur Magnúsdóttir,
Agnes Guðrún Magnúsdóttir.
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Sverrir
Einarsson
Bryndís
Valbjarnardóttir
Oddur
Bragason
Guðmundur
Þór Gíslason
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
KOLBRÚN SIGURÐARDÓTTIR,
Álftamýri 2,
Reykjavík,
andaðist á heimili sínu mánudaginn 15. ágúst.
Jarðarförin auglýst síðar.
Höskuldur Elíasson,
Sigrún Höskuldsdóttir, Antonio Cavaleiro,
Elías Höskuldsson, María Carolina Skackauskaite,
Sigurður Höskuldsson, Dagbjört Edda Barðadóttir,
Linda Rut, Telma Rós, Alexander Freyr, Ragnar Már,
Lilja Björk, Ragnhildur Sara og Vigdís Karólína.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR
frá Hlíð, Siglufirði,
Kópavogsbraut 1B,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð föstu-
daginn 12. ágúst.
Sólveig Helga Jónasdóttir, Einar Long Siguroddsson,
Ásgeir Jónasson, Ásdís Hinriksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.