Morgunblaðið - 16.08.2005, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2005 29
ÞEGAR fjórum umferðum er lok-
ið í landsliðsflokki Skákþings Ís-
lands 2005 eru stórmeistarinn
Hannes Hlífar Stefánsson (2579) og
alþjóðlegi meistarinn Stefán Krist-
jánsson (2459) jafnir og efstir með
3½ vinning. Næstir á eftir þeim
koma Jón Viktor Gunnarsson
(2388), Sigurður Daði Sigfússon
(2344) og Björn Þorfinnsson (2328)
með 2½ vinning. Gengi nýliðans og
stigalægsta keppandans, Heimis
Ásgeirsson (2118), hefur verið með
miklum ágætum en hann hefur tvo
vinninga ásamt Þorsteini Þorsteins-
syni (2277). Heimir beið lægri hlut
fyrir Hannesi í fjórðu umferð eftir
að Hannes saumaði að honum hægt
og sígandi.
Miðað við taflmennskuna í fyrstu
fjóru umferðunum mun baráttan
um sigurinn standa á milli Hann-
esar og Stefáns þó að Jón Viktor og
Sigurður Daði gætu vissulega
blandað sér í þá baráttu. Tafl-
mennska Stefáns hefur að mörgu
leyti verið mjög vönduð á mótinu
hingað til og hafa sigrar hans verið
áreynslulausari en hans Hannesar.
Þetta gæti skýrst af því að andstæð-
ingar Hannesar hafa allir, fyrir utan
Sigurð Daða í fyrstu umferð, teflt
upp á jafntefli. Hannes hefur þá
þurft að beita sinni annáluðu enda-
taflstækni til að innbyrða vinn-
ingana. Stefán hefur, að því er virð-
ist, yfirspilað andstæðinga sína
strax frá upphafi og fékk Ingvar Ás-
mundsson að kynnast því í annarri
umferð.
Hvítt: Stefán Kristjánsson (2459)
Svart: Ingvar Ásmundsson (2299)
1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4.
Rf3 Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Bd6 7. O-O
O-O 8. c4 c6 9. Dc2 Rf6 10. c5
Níundi leikur svarts var ekki sá
skarpasti í stöðunni þar eð hefð-
bundnara er að leika 9. …Ra6 eða 9.
…f5. Næsti leikur svarts er einnig
of óvirkur til að mæta þörfum stöð-
unnar.
Stöðumynd 1
1stm – Stefán – Ingvar Ásmunds-
son
10. …Be7 11. Rc3 b6 12. b4 a5 13.
Ra4!
Snjall leikur sem tryggir hvítum
frumkvæðið þar eð svartur afréð nú
að láta eftir b-línuna í stað þess að
leyfa hvíta riddaranum að koma sér
upp strax bækistöð á b6 eftir 13.
…b5 14. Rb6.
13. …bxc5 14. bxc5 Ba6 15. Hb1
Bxd3 16. Dxd3 Rbd7 17. Bf4! Ha7
18. h3 Re4
Það er ekki hægt að segja að
svartur hafi gert mörg mistök í
skákinni fram til þessa en þrátt fyr-
ir það er taflið orðið afar erfitt.
Hvítur ræður yfir mikilvægri opinni
línu og svartur hefur lítið sem ekk-
ert mótspil.
Stöðumynd 2
2stm – Stefán – Ingvar
19. Hb3! He8 20. Hfb1 Bf6 21.
Hb7 Da8 22. Db3! g5 23. Bc7 h6 24.
Hxa7 Dxa7 25. Db7
Hvítur hefur nú unnið tafl enda
einungis tímaspursmál hvenær peð
svarts á drottningarvæng fara að
falla. Svartur leyfði hvítum að taka
strax peð og þá hrundi staðan.
25. …Ha8 26. Dxc6 og svartur
gafst upp.
Í áskorendaflokki hefur Tómas
Björnsson (2227) tekið forystuna en
hann hefur unnið allar þrjár skákir
sínar. Sex skákmenn koma í humátt
á eftir með tvo og hálfan vinning og
er Jóhann H. Ragnarsson (2186) þar
á meðal. Hann mun hafa hvítt gegn
Tómasi í fjórðu umferð og mun
sjálfsagt leggja allt í sölurnar til að
stöðva sigurgöngu forystusauðsins.
Samhliða fjórðu umferð Skák-
þings Íslands fór fram afmælisfjöl-
tefli Skáksambands Íslands og
Friðriks Ólafssonar en Friðrik varð
sjötugur á árinu og 80 ár eru liðin
frá stofnun Skáksambandsins. Alls
tefldi Friðrik við 25 skákmenn og
tapaði hann engri skák en vann
nítján og gerði sex jafntefli. Stein-
grímur J. Sigfússon, alþingismaður
og formaður VG, var á meðal þeirra
sem gerðu jafntefli við meistarann.
Einnig gerðu fegðarnir Grétar og
Sigurður Áss jafntefli við hann sem
og Lárus Knútsson, Birgir Aðal-
steinsson og Bragi Kristjánsson.
Heimsmeistaramót skákforrita er
hafið í Háskólanum í Reykjavík og
hóf forritið Junior titilvörn sína með
sigri. Ólíkt hinum mennsku skák-
mönnum þreytast forritin ekki og
tefla þau 11 skákir á níu dögum á
meðan mennirnir fá einn dag á
hverja skák. Skákhátíðinni í Há-
skólanum í Reykjavík lýkur 21.
ágúst og á meðan hún stendur yfir
verður hægt að fylgjast með á vef-
síðunni www.skak.is sem og á
heimasíðu Íslandsmótsins, http://
www.skaksamband.com/ice05/.
Munu Hannes og Stef-
án bítast um sigurinn?
SKÁK
Skáksamband Íslands og HR
Skákhátíð í Háskólanum í Reykjavík
Hannes Hlífar og Stefán Kristjánsson eru efstir í landsliðsflokki.
Stöðumynd 2Stöðumynd 1
Helgi Áss Grétarsson
daggi@internet.is
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is
MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM
OG FYLGIHLUTUM
Sendum myndalista
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Bróðir okkar, mágur og frændi,
VALDIMAR JÓNSSON
húsgagnasmíðameistari
frá Kringlu í Miðdölum,
sem lést í Seljahlíð, Hjallaseli 55, í Reykjavík,
fimmtudaginn 4. ágúst, verður jarðsunginn frá
Háteigskirkju miðvikudaginn 17. ágúst kl. 13.00.
Stefán Jónsson,
Skarphéðinn Jónsson, Fanney Benediktsdóttir,
Elísa Jónsdóttir
og systkinabörn.
Sonur minn og bróðir okkar,
GUÐBJÖRN S. HJÁLMARSSON,
Hátúni 10,
Reykjavík,
lést á heimili sínu sunnudaginn 24. júlí.
Útför hefur farið fram.
Hjálmar Guðbjörnsson,
Sigurrós Halldórsdóttir,
Þóra Jenný Hjálmarsdóttir,
Stefán Hjálmarsson.
Okkar ástkæri
ANDRI ÍSAKSSON
fyrrverandi prófessor,
Hjallabrekku 14,
Kópavogi,
lést á heimili sínu laugardaginn 6. ágúst.
Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju fimmtu-
daginn 18. ágúst kl. 15.00.
Svava Sigurjónsdóttir,
Sigrún Andradóttir, Robin Thomas,
Þór Ísak Andrason, Sandy Hrovat,
Hrund Ólöf Andradóttir,
Hjalti S. Andrason
og barnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
KRISTÍNAR SIGURÐARDÓTTUR,
Álfaskeiði 100,
Hafnarfirði.
Sigríður V. Jóhannesdóttir,
Sigfús Jóhannesson, Guðbjörg Árnadóttir,
Sigurlaug J. Jóhannesdóttir, Sigurður Þ. Karlsson,
Sigþór Ö. Jóhannesson, Gíslína G. Hinriksdóttir,
Sigrún Ó. Jóhannesdóttir, Ólafur Kr. Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og bróðir,
EINAR ODDGEIRSSON,
Heiðvangi 16,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 17. ágúst kl. 13.00.
Valgerður Kristín Brand,
Hlín Einarsdóttir, Sigurður Þórðarson,
Malín Brand,
Alvin Sigurðsson
og systur.
Elsku faðir okkar,
BJÖRGVIN HELGI GUÐMUNDSSON,
lést að elliheimilinu Grund föstudaginn 12. ágúst.
Jarðarförin fer fram frá Krossinum í Kópavogi
fimmtudaginn 18. ágúst kl. 13.00
Guðmunda Guðrún,
Sigríður Ragna,
Ingimundur,
Guðmundur Þröstur.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Skilafrestur Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram
eða grein berst ekki innan tiltek-
ins skilafrests er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar sem
pláss er takmarkað getur birting
dregist, enda þótt grein berist áð-
ur en skilafrestur rennur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki
er unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Minningar-
greinar