Morgunblaðið - 16.08.2005, Side 32

Morgunblaðið - 16.08.2005, Side 32
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÉG ÞOLI EKKI RAKA ÞÚ SEGIR EKKI KENNAR- ARNIR ERU ENNÞÁ Í VERKFALLI GREYIN, ÞAU ERU BÚIN AÐ STANDA ÞARNA SVO LENGI ÞARNA FÉLL EIN EITT ÞEIRRA DATT, OG LÁRUS RAUK TIL AÐ HJÁLPA MIKIÐ ER HANN VITLAUS. ÞAÐ BORGAR SIG EKKI AÐ BLANDA SÉR Í SVONA DEILU HVAÐ ER AÐ? EDDI, ÞÚ ÁTT ALDREI EFTIR AÐ VERÐA ALVÖRU VÍKINGUR SANNIR KARL-MENN DREKKA EKKI BJÓRINN SINN MEÐ RÖRI!!! DJÚPFRYSTIR LÍKAMS- HLUTAR HANN VAR NÆSTUM BÚINN AÐ KEYRA ÞAU NIÐUR. SVO STOPPAÐI HANN EKKI EINU SINNI ÉG SKAL NEYÐA HANN TIL AÐ STOPPA ...SEM KÓNGULÓAR -MAÐURINN EF VIÐ VÆRUM AÐ FLÝJA ÞAÐAN NÚNA, HVAÐ VÆRI ERFIÐAST? HMM.. ... ÞAÐ VÆRI ERFIÐAST AÐ DRÖSLA STOFUBORÐINU Í GEGNUM EYÐIMÖRKINA ÞAÐ ER SIÐUR HJÁ OKKUR AÐ MINNAST FLÓTTA ÆTTFEÐRA OKKAR FRÁ EGYPTALANDI, Á ÞESSUM DEGI FÆRÐU ÞIG! ÞÚ ERT Á MÍNUM HELMING! KOMDU MEÐ TEPPIÐ! KALVIN, FARÐU AÐ SOFA! ÞÚ HEYRÐIR HVAÐ HANN SAGÐI. FÆRÐU ÞIG! ÞÚ TÓKST KODDANN MINN. ÞESSI ER HARÐARI EN MINN Dagbók Í dag er þriðjudagur 16. ágúst, 228. dagur ársins 2005 Víkverji er mikilláhugamaður um ensku knattspyrnuna og fagnaði fyrir vikið innilega um helgina þegar keppni hófst á ný í úrvalsdeildinni, skemmtilegustu deild í heimi. Fátt kom á óvart í fyrstu umferð en liðin sem flestir reikna með að bítist um bikarinn, Manchester United, Arsenal og Chelsea, unnu öll leiki sína. Víkverji var þokka- lega sáttur við sína menn, Arsenal, sem lögðu Newcastle eftir japl, jaml og fuður, en heldur er nú tómlegt um að litast á miðjunni, að Patrick Vieira förnum. Ungstirnið Cesc Fabregas er að vísu gríðarlegt efni en fáir leik- menn hafa á umliðnum árum verið svipmeiri í ensku knattspyrnunni en Vieira. Víkverji hefur samt tekið þá afstöðu að bera ekki kala til kappans. Það ber að virða að fáir útlendingar hafa leikið lengur með ensku úrvals- deildarliði, níu ár. Í fljótu bragði kemur aðeins Dennis Bergkamp upp í hugann en hann er að hefja sitt ell- efta tímabil með Arsenal. Ástæðan fyrir brotthvarfi Vieira er einföld. Hann telur meiri líkur á því að vinna Meist- aradeildina með Juv- entus en Arsenal en það er eini titillinn sem þennan metnaðarfulla leikmann vantar í safn- ið. Fróðlegt verður að sjá hvort hann hefur rétt fyrir sér. Það er skrýtin tilfinn- ing að lokaárið sé runn- ið upp á Highbury en þar hefur Arsenal háð sína heimahildi allar götur síðan 1913. Eft- irsjá er að þessum vina- lega velli en öllum er hins vegar ljóst að Ars- enal varð að koma sér upp stærra heimili ætlaði það að standa pen- ingaveldunum Manchester United og Chelsea á sporði á komandi árum. Helsta framlag Arsenal til góð- gerðarmála á þessum síðasta vetri á Highbury verður að setja á laggirnar sjóð í minningu Davids Rocastle. Fé- lagið sýnir þarna tilfinningalegan styrk sem alls ekki er sjálfgefinn á auraöld. Víkverji fagnar þessu enda hafði hann mikið dálæti á Rocastle á sínum tíma en hann lést úr krabba- meini árið 2001, aðeins 33 ára að aldri. Var hann mörgum harmdauði enda séntilmenni innan vallar sem utan. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is             Ballett | Yury Yanowsky og Julie Diana æfa saman atriði úr Svanavatninu. Ballettinn frægi við tónlist Tchaikovskys verður fluttur á Edinborgarhátíð- inni. Ballettinn var frumfluttur í Bolshoi leikhúsinu árið 1877 og er í dag tal- inn einn vinsælasti og fegursti ballett allra tíma. Segir sagan frá prinsinum Siegfried sem ástfanginn er af prinsessunni Odettu sem er undir álögum vonds galdrakarls og er því í svansmynd, utan á nóttunni að hún losnar und- an galdrinum. Edinborgarhátíðin, sem haldin er árlega, er helguð klassískri tónlist, leiklist, óperu og dansi. Reuters Sigfried og Odetta MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Því hvar sem fjársjóður yðar er þar mun og hjarta yðar vera. (Lúk. 12, 34.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.