Morgunblaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2005 35
MENNING
HM ungmenna.
Norður
♠973
♥K6 V/AV
♦K876
♣K1052
Vestur Austur
♠KD5 ♠8
♥G983 ♥D10752
♦54 ♦DG2
♣ÁDG3 ♣9764
Suður
♠ÁG10642
♥Á4
♦Á1093
♣8
Einhliða dobl upp á von og óvon
hafa gjarnan þá hliðarverkun að
kosta vörnina slag, því bæði er sagn-
hafi meira á varðbergi og betur upp-
lýstur um leguna. Hér er dæmi frá
HM ungmenna, þar sem Ungverjinn
Balasz Szegedi refsaði vestri fyrir
vafasamt viðskiptadobl.
Vestur Norður Austur Suður
1 grand Pass 2 tíglar * 2 spaðar
3 hjörtu 3 spaðar Pass 4 spaðar
Dobl Allir pass
Eftir veika grandopnun vesturs og
yfirfærslu, komast NS í réttan samn-
ing, sem vestur doblar af eintómri
græðgi. Hann horfir vissulega á þrjá
líklega slagi í vörn, en makker hans
hefur engu lofað með yfirfærslunni.
Austur á reyndar DGx í tígli og sá
varnarstyrkur dugði á hinu borðinu
til að taka fjóra spaða einn niður.
En Szegedi vissi af spaðahjón-
unum í bakið og hagaði spilamennsk-
unni í samræmi við það. Út kom
hjarta og Szegedi tók slaginn heima
til að spila laufi að kóngnum. Vestur
drap og skipti yfir í tígulfimmu, sem
var upplýsandi spil. Szegedi tók gosa
austurs heima með ás, spilaði tígli á
kóng, tók laufkóng (henti tígli) og
stakk lauf. Fór aftur inn í borð á
hjartakóng og trompaði síðasta lauf-
ið.
Nú var sviðið sett fyrir fallegan
lokahnykk. Szegedi spilaði litlum
spaða að níu blinds. Vestur varð að
fara upp með spaðadrottningu og gat
nú valið um tvo slæma kosti – að
spila spaða upp í gaffalinn, eða
hjarta í tvöfalda eyðu. Hann spilaði
hjarta, en það var trompað í borði og
tapspilinu í tígli hent heima.
Tíu slagir.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Hárgreiðslustofa
Guðnýjar s. 562 7200 og fótaaðgerð-
arstofa Hrannar s 552 6760 eru opn-
ar alla daga frá kl. 9–16. Frjáls spila-
menska alla daga. Allir velkomnir.
Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handa-
vinna kl. 9–16.30, leikfimi kl. 9, boccia
kl. 9.30, smíði/útskurður kl. 13–16.30,
gönguhópur kl. 13.30, púttvöllur kl.
10–16.30.
Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og
dagblöð, Kl. 9–16.45 hárgreiðslu-
stofan opin, kl. 11.15–12.15 matur, kl.
14–16 félagsvist, kl. 14.30–15.30 kaffi.
FEBÁ, Álftanesi | Púttæfingar fyrir
eldri borgara verða alla miðvikudaga í
ágúst, kl. 11–12 á púttvellinum hægra
megin við Haukshús. Kaffi og meðlæti
að loknum æfingum.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Mið-
vikudagur: Göngu–Hrólfar ganga frá
Hlemmi kl. 10. Dagsferð 20. ágúst:
Mýrar, Hítardalur, Hvanneyri. Ekið um
Mýrar, komið við í Álftanesi, í Straum-
firði. Dagsferð 25. ágúst: Reykjanes-
skagi. Uppl. og skráning í síma
588 2111.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar, frá hádegi spilasal-
ur opinn. Skráning á postulíns-
námskeið hafin. Unnið er að vetr-
ardagskrá, óskir og ábendingar vel
þegnar. Allar uppl. á staðnum og í
síma 575 7720.
Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dag-
blöðin, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10 boccia
og pútt, kl. 12 hádegismatur, kl. 12.15
ferð í Bónus, kl. 15 kaffi.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9.
Brids kl 13. Pútt á Hrafnistuvelli kl. 14–
16.
Hvassaleiti 56–58 | Boccia kl. 9.30–
10.30. Böðun virka daga fyrir hádegi.
Hádegisverður. Helgistund kl. 13.30 í
umsjón séra Ólafs Jóhannssonar.
Dagblöðin liggja frammi. Fótaaðgerðir
588 2320. Hársnyrting 517 3005.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öll-
um opið. Púttvöllur alltaf opinn. Lista-
smiðja og Betri stofa kl. 9–16. Morg-
unkaffi, hádegisverður og
síðdegiskaffi. Dagblöðin liggja frammi.
Gönguhópurinn Sniglarnir kl. 10–11.
Bónus kl. 12.40. Bókabíll kl. 14.15–
15.00. Snæfellsnesferð 18. ágúst.
Uppl. 568 3132.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla
og fótaaðgerðir. Kl. 9–15.30 handa-
vinna. Kl. 11.45–12.45 hádegisverður.
Kl. 13–16 frjáls spil. Kl. 14.30–15.45
kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
8.45, handavinnustofan opin, hár-
greiðsla og böðun félagsvist kl. 14.
Skráning stendur yfir í námskeið sími
411 9450.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl.
9. Stutt bænastund með ritning-
arlestri og sálmasöng.
Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjón-
usta alla þriðjudaga kl. 18.30.
Garðasókn | Opið hús í sumar í Kirkju-
hvoli, Vídalínskirkju, á þriðjudögum,
kl. 13 til 16. Við spilum lomber, vist og
brids. Röbbum saman og njótum
samverunar. Kaffi á könnunni. Vett-
vangsferðir mánaðarlega, auglýstar
hverju sinni. Akstur fyrir þá sem vilja,
upplýsingar í síma 895 0169. Allir vel-
komnir.
Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðs-
þjónusta alla þriðjudaga kl. 10.30.
Beðið fyrir sjúkum.
Hjallakirkja | Bæna– og kyrrðarstund
er í Hjallakirkju þriðjudaga kl. 18.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
ÉG sagði í fyrra að Kammersveitin
Ísafold flytti „tónlistarfjöll úr stað“
og sú mynd er óbreytt eftir að hlýða á
áðurnefnd tónverk á tónleikunum í
Safnaðarheimili Akureyrarkirkju
núna. Aftur varð ég vitni að glimrandi
fínum flutningi Ísafoldar undir
öruggu slagi stjórnanda síns, Daníels
Bjarnasonar, og að ógleymdum
glæsilegum söng og grípandi túlkun
Guðrúnar Jóhönnu.
Ég byrja á að agnúast út í atriði
sem mér finnst að mættu og ættu að
fara betur. Tónleikarnir byrjuðu 20
mínútum eftir auglýstan tíma, sem á
ekki að gerast nema tilgreindar
ástæður valdi. Samkvæmt minni
kennslufræði tók röðun verka ekki
nægilegt tillit til móttækileika áheyr-
enda. Þau verk sem gerðu meiri kröf-
ur um einbeitta hlustun eins og Keðj-
an hans Lutoslawskis og nýja verkið
hennar Þuríðar átti að mínu mati að
setja fyrir hlé og hafa bæði þjóðlög
Berios og Pribaoutki Stravinsky eftir
hlé.
Tónlistarfólki gleymist stundum að
það er áheyrandinn, sem fær oft að-
eins eitt tækifæri til að meðtaka verk-
ið, sem það sjálft er búið læra í þaula.
Efnisskráin spannaði yfir sl.
hundrað ár tónlistarsögunnar, það
elsta eftir Ravel frá 1903 og það
yngsta glænýtt, Ballaða frá Önund-
arfirði eftir Þuríði. Tónleikarnir hóf-
ust á Pribaoutki. Verkið er samið
1914 á Parísarárum og er tóntak Vor-
blótsins alltaf nærri. Fjögur ljóð, eins
konar rússnesk orðaleikjafjarstæðu-
runa, eru uppistaða verksins en
hljómsveitin samanstendur af
strengjum, hörpu, tréblæstri og slag-
verki. Guðrún Jóhanna túlkaði verkið
á áhrifamikinn og næman hátt, sér í
lagi fannst mér ljóð nr. 2 Natashka og
nr. 4, Starets grípandi. Guðrún Jó-
hanna hefur vel þjálfaða fallega rödd
og býr yfir miklum túlkunar- og
sannfæringarhæfileika.
Hin glæsilega hljóðfæ-
raumgjörð í Stravinsky
var á stundum of viða-
mikil og á stundum
hefði mátt dempa
hljóðfærin og styrkja
þannig áhrif söngsins.
Tigran Mansurian,
armenskt tónskáld,
samdi árið 1983 einkar
næmt og fallegt verk
fyrir kammersveit í
minningu Stravinsky.
Verkið flutti Ísafold
einkar vel. Falleg opn-
un píanósins í byrjun,
horn- og fagotteinleiks-
strófur voru hrífandi.
Liggjandi sónteppi
strengja og trés á móti
innskotum málmblást-
urshljóðfæra og
skemmtilegt slagverk
mögnuðu áhrif verks-
ins. Í þjóðlögunum 12,
sem reyndar eru sum
þjóðlagalíki, og Lu-
ciano Berio samdi fyrir
eiginkonu sína, söng-
konuna frægu Cathy
Berberian, fór hljóm-
sveit og söngkona á of-
urkostum. Glæsileiki í
söng og hljóðfæraleik
fór saman svo um mun-
aði og var þessi flutn-
ingur að mínu mati há-
punktur tónleikanna.
Eftir hléið hóf Hildigunnur Ein-
arsdóttir hörpuleikinn á loft í frá-
bærri frammistöðu og vönduðum
flutningi á verki Ravel, Introduction
et allegro. Chain nr. I, Keðja, samdi
pólska tónskáldið árið 1983 og er í
raun hörkumikil stúdía og etýða í
hljóðfærasetningu og leik nútíma-
tónlistar. Og ekki bregst honum
bogalistin þarna frekar en fyrri dag-
inn. En verkið er tyrfið og hefði að
mínu mati átt að flytjast snemma á
tónleikum til að vera numið sem
skyldi.
Nýja verkið hennar Þuríðar er
mikill galdur, þar sem
höfundur skrifar fyrir
söngrödd og hljóðfæri
af mikilli kunnáttu. Ég
saknaði þó sparsemi af
hennar hálfu og stund-
um týndust litlu skelj-
arnar Í fjöru Ásdísar
Ólafsdóttur, ljóðinu
sem verkið var samið
yfir. Ef við skoðum
vísuorðin: og við brjóst
sofa brotnar skeljar, þá
skil ég ekki hvað þessi
mikli styrkur í hljóð-
færum og þéttleiki átti
að þýða á kostnað
söngsins. Í lokahend-
ingunum voru þó áhrif-
in sterk og rödd Guð-
rúnar Jóhönnu
greindist vel frá á háu
raddsviði.
Frammistaða hljóð-
færaleikaranna ungu
og stjórnanda var í
hæsta gæðaflokki, og
ég vil í því sambandi
benda á frábæran selló-
leik sem gott dæmi fyr-
ir þá góðu frammi-
stöðu.
Í lok tónleikanna var
hljómsveit, söngkonu,
stjórnanda og tónskáldi
ákaft fagnað, sem svar-
að var með aukalagi.
Mér finnst sem fyrr
Ísafold vera einn falleg-
asti blómsproti sumarsins og hvet
hljómsveitina til að heimsækja Ak-
ureyri næsta sumar og þá sem fastur
liður á dagskrá Listasumars 2006.
Einn fallegasti
blómsproti sumarsins
TÓNLIST
Safnaðarheimili Akureyrarkirkju
Flytjendur: Kammersveitin Ísafold, Guð-
rún Jóhanna Ólafsdóttir messósópran.
Stjórnandi: Daníel Bjarnason.
Á efnisskrá: Pribaoutki eftir Igor Strav-
insky, Because I do not hope (Hommage
a Igor Stravinsky) eftir Tigran Mans-
urian, Folk Songs eftir Luciano Berio,
Introduction et allegro eftir Maurice Rav-
el, Chain I eftir Witold Lutoslawski og
Ballaða frá Önundarfirði eftir Þuríði Jóns-
dóttur (frumflutningur).
Fimmtudaginn 11. ágúst, kl. 20.00.
Kammertónleikar
Jón Hlöðver Áskelsson
Guðrún Jóhanna
Ólafsdóttir
Daníel Bjarnason
ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
SÖGUFÉLAG og Örnefnastofnun ís-
lands gefa út Sýslu- og sóknalýsingar
Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Það var
Jónas Hallgrímsson skáld og nátt-
úrufræðingur sem átti frumkvæði að
verkinu sem unnið var á árunum
1839 til 1873 en það átti að vera
hluti af Íslandslýsingu sem Hið ís-
lenska bókmenntafélag hugðist gefa
út. Af þeirri útgáfu varð þó aldrei.
Sagnfræðingarnir Guðrún Ása
Grímsdóttir og Björk Ingimundardóttir
annast þessa útgáfu og eru í ritinu
prentaðar í fyrsta sinn tvær sýslulýs-
ingar og þrettán sóknarlýsingar. Er
t.d. getið um jarðir, alfaravegi, ár,
vötn og jarðhita.
Bókin er 338 blaðsíður að lengd og
lýkur á nafnaskrá upp á tæpar 40
blaðsíður.
Útgáfan var styrkt af Menning-
arsjóði, Menningarmálanefnd Borg-
arfjarðar, Sparisjóði Mýrasýslu og
Sögufélagi Borgarfjarðar. Nánari upp-
lýsingar á www.sogufelag.is
Sýslulýsing
Út er komin á vegum Hornsins Árbók
Ólafsfjarðar 2004 en þetta er sjötti ár-
gangur ritsins.
Í tilkynningu segir að Árbókin hafi
verið að mestu í
föstum skorðum
frá upphafi en hún
endurspeglar
mannlíf og menn-
ingu á Ólafsfirði. Í
Árbókinni er að
þessu sinni efni
eftir 31 höfund:
greinar, viðtöl,
pistlar og ljós-
myndir. Ber þar að nefna ávarp Svein-
björns I. Baldvinssonar rithöfundar og
fastan pistil Hannesar Garðarssonar
ritstjóra. Þórir Jónsson á þrjú viðtöl í
bókinni: við Magnús Sigursteinsson
sveppabónda, Erlu Sigurðardóttur í
Ástralíu og Helga Sveinsson.
Einnig má nefna í ritinu Völvuspá
Tótu, sjö annála félaga í Ólafsfirði og
ljósmyndir úr safni Sigmundar Jóns-
sonar. Einnig eru myndir af nýburum,
brúðhjónum og fermingarbörnum og
loks minnast fimm prestar þeirra
Ólafsfirðinga sem létust árið 2003.
Hannes Garðarsson ritstýrir verkinu
en ásamt honum skipa ritnefnd þeir
Friðrik G. Olgeirsson og Þórir Jóns-
son. Prentun er í höndum Ásprents.
Árbók