Morgunblaðið - 16.08.2005, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2005 37
MENNING
Glæsileg 3ja herbergja íbúð á svæði 101 óskast til leigu í þrjá mánuði frá
1. sept. n.k (helst í lyftuhúsi). Æskilegt er að húsgögn séu í íbúðinni.
Um er að ræða fjársterkan erlendan aðila.
Nánari upplýsingar veitir Magnea Sverrisdóttir fasteignasali.
ÍBÚÐ Á SVÆÐI 101
ÓSKAST TIL LEIGU
BERJADAGAR, tónlistarhátíðin á
Ólafsfirði, teygðu sig vestur fyrir
sýslumörk á sunnudagsmorguninn
var með einleikstónleikum Ólafar
Sigursveinsdóttur í Knappstaða-
kirkju í Fljótum. Kirkjan er ein-
hver sú alminnsta sem ég hef
komið í. Hún rúmar í mesta lagi
um þrjátíu gesti, helzt grannholda
og sátta í senn, og var fullt út úr
dyrum. Stemmningin í þessu e.t.v.
elzta timburguðshúsi landsins var
einstök, bæði vegna snoturleika
innan stokks og návigisins við ein-
leikshljóðfærið, því þó vitaskuld
væri enginn endurómur, var á
hinn bóginn nánast eins og eyru
hlustandans væru stödd lengst
inni í sjálfum sellóbelgnum. Við
slíkar aðstæður, þar sem bók-
staflega allt niður í smæsta skrjáf
heyrist, skyldi mega ætla að flytj-
andinn þyrfti engu minna en stál-
taugar, enda bar hvergi á öðru í
100% afslappaðri framkomu sel-
listans. Að vísu kann eitthvað að
hafa bætt úr skák að stór partur
áheyrenda var vinir og vanda-
menn.
Ekki var samt ráðizt á lægsta
garðinn í upphafi, því sellósvítur
J. S. Bachs endast sem kunnugt
jafnvel stærstu virtúósum heims
alla ævi. Ólöf lék hraðari þættina
úr 5. svítu í c-moll (enda Prelúd-
ían og Sarabandan næsta vonlitlar
í algjöru endurómsleysi) og tókst
mjög vel upp í Gavottunum I-II
og einkum Gikknum, er náðu
ágætri danssveiflu. Kúrantan hefði
getað gert sig betur með aðeins
yfirvegaðri tímamótun, sem hefði
eflaust jafnað út ýmsar misfellur
af völdum asavottarins.
Næst var níþætt Serenaða eftir
þýzka nútímatónskáldið Hans
Werner Henze, krefjandi en oft
sjarmerandi safn stuttra
míníatúra sem Ólöf lék af hæfi-
legri festu og röggsemi, þó að
Tangóinn hefði kannski mátt vera
gæddur ísmeygjulegra daðri og
karlrembu. Annars vafðist helzt
fyrir mér hvernig höfundur gat
kallað lokaþáttinn „Menúett“, er
greinilega var skrifaður í fjór-
skiptri takttegund.
Loks voru leikin fjögur þjóðlög
upprunnin úr Fljótum eftir, ef
mér reiknast rétt, afabróður sel-
listans, Sigursvein D. Kristinsson,
við landskunnar stökur eftir Dúa
Grímsson og Jón Dúason, þ.e. Ösl-
aði gnoðin, Hver er sá veggur?,
Raunabætur og Komdu nú að
kveðast á. Reyndust þessi látlausu
smástykki að einu leyti gera meiri
kröfur til einleikarans en venja er
hjá iðkendum fiðlufjölskyldunnar,
því honum var gert að syngja lög-
in við eigin undirleik. Nema Sig-
ursveinn hafi upphaflega ætlað
þau dúói einsöngvara og sellóleik-
ara, eins og e.t.v. bar að skilja af
tónleikaskrá. Ólöf fór engu að síð-
ur snöfurlega með hvort tveggja,
söng og spil, líkt og væri hún al-
vön slíku – m.a.s. í sjálfstæðum
kontrapunkti síðasta lagsins – og
myndaði björt sópranröddin óvænt
fallega samstæðu við safaríkan
bassabarýtón knéfiðlunnar, jafnt í
viðkvæmari sem ágengari útsetn-
ingum tónskáldsins.
Í notalegu návígi
TÓNLIST
Knappstaðakirkja, Fljótum
Verk eftir Bach, Henze og Sigursvein D.
Kristinsson. Ólöf Sigursveinsdóttir selló.
Sunnudaginn 14. ágúst kl. 11.
Einleikstónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson J.S. Bach
Hlíðasmára 11, Kópavogi
sími 517 6460
www.belladonna.is
Réttu stærðirnar