Morgunblaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 2
Húsin rísa í Kerhrauni í Grímsnesi. Í þessum áfanga eru níu hús, sem eru 115 ferm. á einu gólfi, og fjögur hús, sem eru 78 ferm. og með 38 ferm. svefnlofti. Húsin koma með 17 cm einangrun, hurðum og gluggum í einingum. Þrefalt gler er í gluggum. Síðan eru innréttingar, sem fylgja eftir smekk og þörfum kaupenda. T h.E. ráðgjöf ehf. hefur í samstarfi við hóp framleið- enda á timbureiningahús- um í Svíþjóð hafið innflutn- ing á heilsárshúsum af ýmsum gerðum og stærðum, auk þess sem nokkur raðhús verða einnig reist hér á landi á næstu mánuðum. Sænsku framleiðendurnir fram- leiða ekki aðeins einbýlishús heldur einnig skólahúsnæði, sjúkrahús, flug- stöðvar, hótel og mótel, auk þess sem allnokkuð hefur verið framleitt af smáhýsum fyrir ferðaþjónustuaðila og húsum sérhönnuðum fyrir hjól- hýsasvæði sem seld hafa verið víða um heim. Unnið hefur verið að kynn- ingu þessarar framleiðslu í nokkur ár á Íslandi en fyrsta húsið var reist í Borgarfirði fyrir tveimur árum. Í Kerhrauni í Grímsnesi á Suður- landi hefur Ægisauður ehf., fjárfest- ingafélag á Akureyri, hafið uppsetn- ingu á 13 húsum sem er 1. áfangi í 29 húsa pöntun. Þarna á að rísa frí- stundabyggð heilsárshúsa sem fólk getur nýtt allt árið eftir því hvað hverjum og einum hentar. Húsin í þessum áfanga eru níu hús sem eru 115 ferm. á einu gólfi og fjög- ur hús, 78 ferm. með 34 ferm. svefn- lofti. Húsin eru boðin í fjórum mis- munandi gerðum en Vífill Magnússon arkitekt staðfærir teikningarnar að íslenskum kröfum. Þessum áfanga á að vera lokið um áramótin en annar áfangi hefst seinnipart vetrar og á að vera lokið næsta sumar. Húsin koma með 17 cm einangrun, hurðum og gluggum í ein- ingunum og er þrefalt gler í öllum gluggum. Síðan eru innréttingar sem fylgja eftir smekk og þörfum kaup- enda. Hér eru nú starfandi sex sænskir smiðir sérhæfðir í uppsetningu húsanna og vinna þeir í þriggja manna vaktaflokkum eftir ákveðnu kerfi og reisa þeir húsin með aðstoð krana og gera þau fokheld á 1 til 2 dögum ef aðstæður eru í lagi. Íslensk- ir verktakar sjá um að ganga frá grunnum auk þess sem aðrir iðnaðar- menn eru íslenskir, svo sem píparar og rafvirkjar. Að sögn Þorgeirs Arnar Elíasson- ar, innflytjanda húsanna, hefur fram- kvæmdin gengið að óskum hingað til og mikill áhugi skapast fyrir húsun- um og helmingur þeirra seldur þó enn sé ekki byrjað að auglýsa þau til sölu. Fjórtán raðhús á Selfossi Th.E. ráðgjöf ehf. hefur einnig gert samning um uppsetningu 14 raðhúsa úr timbri á Selfossi og er reiknað með að þau verði tilbúin til afhendingar á næstunni og rísi í lok þessa árs og byrjun næsta. Húsin, sem öll verða 163 ferm. að stærð, verða í tveimur raðhúsalengjum, 8 og 6 hús saman. „Sölusamningar þessir hafa vakið mikla athygli í Svíþjóð enda hleypt miklu lífi í byggingariðnaðinn í Döl- unum í Mið-Svíþjóð,“ segir Þorgeir Örn. „Þar eru margir smáir framleið- endur sem taka höndum saman þegar stór verkefni rekur á fjörurnar enda ekki óvanir að fá pantanir erlendis frá. Í bænum Mora, sem er stærsti bærinn á svæðinu, er gefið út dag- blað, Mora tidning, og hefur þegar verið fjallað um þennan smíðasamn- ing á heilsíðu undir fyrirsögninni: „Hektisk höst í husfabriken“. Það útleggst: „Rosalega mikið að gera í húsasmíðunum.“ Þar er sagt frá því að aldrei hafi verið svo mikið að gera í húsaframleiðslunni á staðn- um, en Svíar hafi ekki getað sagt nei við hinum ævintýralegu pöntunum frá Íslandi.“ Tveir smiðir að reisa eitt af húsunum. Þarna eru þeir að gera allt klárt til þess að taka á móti sperrunum. Einangrunin sést vel í veggeiningunum. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Veggir reistir að morgni, sperrur eftir hádegi og húsunum lokað daginn eftir. Þorp timb- urhúsa rís í Grímsnesi Þorgeir Örn Elíasson tæknifræðingur flytur inn þessi sænsku hús. Hér er hann á byggingarstað. Fyrsta húsið var fokhelt á tveimur dögum. 2 F MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 29 46 7 09 /2 00 54,15% Kynntu þér kostina við íbúðalán Landsbankans. Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar og veldu leiðina sem hentar þér best. Hafðu samband í síma 410 4000 eða á fasteignathjonusta@landsbanki.is Íbúðalán 410 4000 | landsbanki.is Efnisyfirlit 101 Reykjavík ...................... 36-37 Akkurat ................................ 22-23 Ás .................................................. 23 Ásbyrgi ......................................... 13 Berg ............................................... 31 Borgir ........................................... 40 Brynjólfur Jónsson ........... 58-59 DP fasteignir .............................. 38 Eignaborg .................................... 58 Eignamiðjan .................................. 11 Eignamiðlunin .......................... 6-7 Eignaval ....................................... 55 Fasteign.is ............................ 50-51 Fasteignamarkaðurinn ....... 14-15 Fasteignamiðstöðin ................. 45 Fasteignasala Íslands .............. 56 Fasteignasala Mosfellsbæjar . 52 Fasteignastofan ........................... 11 Fjárfesting .................................. 48 Fold ............................................. 4-5 Foss ............................................... 39 Garðatorg .................................... 49 Garður .......................................... 62 Gimli ........................................... 8-9 Heimili ........................................... 10 Híbýli ............................................ 30 Hof .................................................. 12 Hóll .................................................. 3 HP fasteignir .............................. 53 Hraunhamar ....................... 42-44 Húsakaup ............................... 16-17 Húsavík ........................................ 57 Húsin í bænum ........................... 54 Höfði ..................................... 25-27 Íslenskir aðalverktakar ........... 64 Klettur .................................. 28-29 Lundur ................................... 20-21 Miðborg ................................ 32-33 Skeifan ......................................... 24 Stakfell ......................................... 41 Valhöll ..................................... 18-19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.