Morgunblaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 48
48 F MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Opið
mán.-fim. frá kl. 9-18, fös. frá kl. 9-17
Hilmar Óskarsson, Guðjón Sigurjónsson, Rósa Guðmundsdóttir,
Benedikt G. Grímsson, Óskar Þór Hilmarsson
Löggiltur fasteignasali Pétur Þ. Sigurðsson hrl.
Sími 562 4250
Borgartún 31 105 Reykjavík Fax 562 4249 www.fjarfest.is fjarfest@fjarfest.is
VANTAR EIGNIR - MIKIL SALA
Seljendur hafið samband við sölumenn
fjarfest@fjarfest.is • www.fjarfest.is •
Einbýlishús
Tjaldanes - Garðabær Til sölu
stórt og gott einbýlishús/tvíbýlishús með tvö-
földum bílskúr, samtals um 370 fm. Um er
að ræða einbýlishús á tveimur hæðum með
stórri aukaíbúð á neðri hæð. Innangengt er
úr íbúðinni í bílskúrinn, sem er um 44 fm.
Húsið lítur mjög vel út að utan, var málað og
yfirfarið í fyrra. Búið er að skipta um þak.
Stór og gróinn garður er í kringum hús-
ið.
Bragagata - einbýli Til sölu gott
einbýlishús, klætt bárujárni, samtals 97,7 fm
á þremur hæðum, auk 9 fm geymsluskúrs,
sem ekki er skráður hjá FMR. Húsið skiptist í
eina 48,3 fm samþykkta íbúð og tvær ósam-
þykktar í kjallara og risi, með sér inngöng-
um. Vilyrði hefur fengist fyrir að byggja megi
við húsið að sunnan- og vestanverðu og
hækka portveggi þess.
Parhús - Raðhús
Bjarkarás - Garðabæ Til sölu
mjög glæsilegt parhús með innbyggðum bíl-
skúr, samtals 185,4 fm, auk sjónvarpsher-
bergis í risi, sem er með frábæru útsýni.
Gólfefni eru flísar og parket. Sérsmíðaðar inn-
réttingar eru í húsinu. Arinn er í stofu. Sérher-
bergi með svefnlofti inn af bílskúr. Lóðin er
fullfrágengin, hönnuð af landslagsarkitekt,
stór verönd með skjólveggjum. Mjög góð
staðsetning innarlega í botnlangagötu.
2ja-3ja herbergja íbúðir
Vesturberg - 2ja herb. Til sölu
mjög falleg 55,3 fm, 2ja hebergja íbúð á 4.
hæð í fjölbýlishúsi. Íbúðin er töluvert mikið
endurnýjuð, bæði eldhús og baðherbergi.
Tenging er fyrir þvottavél í baðherbergi. Úr
stofu er gengið út á stórar suðvestursvalir. Öll
sameignin lítur vel út og hefur verið í góðu
viðhaldi. Mikið útsýni er úr íbúðinni yfir borg-
ina. Verð 12,3 millj.
Ljósheimar - 2ja herb. Erum
með til sölu góða 2ja herbergja, 47,9 fm
íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi með lyftu. Ný-
legt parket er á allri íbúðinni. Baðherbergi
flísalagt og með sturtuklefa, nýlega endurnýj-
að. Eldhús með góðri innréttingu. Sér-
geymsla fylgir íbúðinni í kjallara. Einnig er
sameiginleg hjóla- og vagnageymsla, ásamt
þvottaaðstöðu. Húsið sjálft var klætt að utan
fyrir fáum árum og lítur vel út.
Hverfisgata - 2ja herb. Mjög
falleg 2ja herbergja risíbúð, 55,8 fm (gólf-
flötur um 65 fm), á 3. hæð í nýlega yfirförnu
fjölbýlishúsi í miðbæ Reykjavíkur. Íbúðin er
öll nýlega standsett og er því í mjög góðu
ástandi. Flísalagt anddyri með góðum fata-
skáp, baðherbergi flísalagt, en merbau-park-
et á öðrum gólfum íbúðarinnar. Glæsileg eld-
húsinnrétting úr kirsuberjaviði. Mikil lofthæð
er í stofu.
Austurströnd - 3ja herb. Til
sölu stór og rúmgóð 3ja herbergja íbúð,
137,6 fm, með sérinngangi og stæði í bíla-
geymslu. Íbúðin er mjög opin og með útsýni
til norðurs. Á gólfum í anddyri, stofu og her-
bergi er álímt merbau-parket. Rúmgott eldhús
með ágætri innréttingu. Vönduð tæki, gas-
eldavél, háfur og ofn, allt úr stáli. Stórt bað-
herbergi með flísum á gólfi og veggjum, bað-
kar og tengi fyrir þvottavél. Hjónaherbergi
með fataherbergi inn af. Verð 25,9 millj.
Engjasel - 3ja herb. Falleg og vel
skipulögð 3ja herb., 83,7 fm íbúð á 1. hæð í
fjölbýlishúsi, ásamt 30,7 fm stæði í lokaðri
bílageymslu. Um er að ræða mikið uppgerða
íbúð. Ný HTH-eldhúsinnrétting. Þvottahús
inn af eldhúsi, með hillum. Eikarperket á gólfi
í stofu, gengið úr stofu út á rúmgóðar suður-
svalir. Nýlega standsett baðherbergi með
innréttingu, flísum á gólfi og í kringum bað-
kar. Snyrtileg sameign. Verð 16,5 millj.
Laufengi - 3ja herb. Til sölu fall-
eg og vel skipulögð 3ja herb., 83,9 fm íbúð
á 3. hæð í fjölbýlishúsi, með sérinngangi.
Flísar eru á gólfi í anddyri, dúkur er á stofu,
svefnherbergjum og baðherb. Baðherbergi
með glugga og baðkari, tengi fyrir þvottavél.
Snyrtileg og góð sameign. Húsið lítur mjög
vel út.
Núpalind - 3ja herb. pent-
house Til sölu glæsileg 3ja herb.102 fm
penthouse-íbúð með mikilli lofthæð, á efstu
hæð í nýlegu lyftuhúsi, ásamt stæði í bíla-
geymslu. Allar innréttingar eru frá Brúnási. Á
gólfum er merbau-parket en í anddyri, á baði
og þvottaherbergi eru flísar á gólfum. Úr stofu
er gengið út á stórar, flísalagðar suðursvalir.
Sérgeymsla er í kjallara ásamt hjóla- og
vagnageymslu. Húsið er vandað að allri
gerð, klætt marmarasalla að utan, byggt af
byggingafélagi Gylfa og Gunnars.
4ra herbergja íbúðir
Laufvangur - 4ra herb. Til sölu
falleg og vel skipulögð 4ra herb., 113,2 fm
íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi. Á gólfum í
stofu, holi, gangi og herbergjum er fallegt
álímt merbau-parket. Korkflísar eru á eldhúsi.
Baðherbergi með glugga og baðkeri, flísar á
baðgólfi og upp á miðja veggi. Stórar suð-
vestursvalir. Sérgeymsla í kjallara. Húsið hef-
ur verið í reglulegu viðhaldi.
Norðurás - 4ra herb. Til sölu
mjög góð 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í fjöl-
býlishúsi sem hefur verið haldið vel við.
Íbúðin er 121,1 fm, að auki er 26,1 fm inn-
byggður bílskúr, sem er innangengt í úr hús-
inu. Baðherbergi með baðkari og sturtuklefa.
Stofa er með mikilli lofthæð. Stórt herbergi er
á efri hæð, sem er í dag notað sem vinnu-
stofa og bókaherbergi, geymslupláss er undir
súð. Húsið er nýmálað og allt í góðu
ástandi, hitalagnir eru í útitröppum og stétt-
um næst húsi. Frábært útsýni.
Rjúpnasalir - 4ra herb. Til sölu
stórglæsileg 130,2 fm, 4ra herbergja íbúð á
4. hæð með mjög glæsilegu útsýni í nýju,
álklæddu lyftuhúsi. Parket er á flestum gólf-
um. Innréttingar úr mahóní eru sérsmíðaðar
frá Brúnási. Stórar, yfirbyggðar suðvestur-
svalir, gengið úr stofu. Flísalagt baðherbergi
með nuddbaðkari og glæsilegri innréttingu.
Sérgeymsla og hjólageymsla eru í kjallara.
Húsið er byggt af Byggingarfélagi Gylfa og
Gunnars.
Lundarbrekka - 4ra herb.
Til sölu góð og vel skipulögð 4ra herbergja
endaíbúð á 4. hæð með sér inngangi af
svölum. Íbúðin er talsvert endurnýjuð, m.a.
nýtt gler. Flísalagður gangur og stofa, úr
stofu er útgangur á suðursvalir. Í baðherbergi
er flísalagt gólf og veggir og upphengt sal-
erni. Þvottaherbergi er í íbúðinni. Stór sér-
geymsla er á jarðhæð auk sameiginlegrar
hjóla- og vagnageymslu. Húsið verður mál-
að að utan í sumar.
Norðlingaholt - 4ra herb. Til
sölu er ný 114,5 fm, 4ra herbergja íbúð, full-
búin án gólfefna, með sérinngangi ásamt
stæði í bílageymslu. Vandaðar innréttingar
eru í eldhúsi, sem ná upp í loft, granít borð-
plata og vönduð eldhústæki. Baðherbergi er
flísalagt, með baðkeri og góðri innréttingu.
Mynddyrasími er í íbúðinni.
Atvinnuhúsnæði
Grandavegur - Vesturbæ Til
sölu í vesturbæ Reykjavíkur atvinnuhúsnæði
sem skipt er niður í tvær einingar. Húsnæðið
hefur verið notað fyrir verslun og vídeóleigu,
heilsurækt og snyrtistofu. Húsnæðið er full-
innréttað.
SJÁLAND - GBÆ - NÝTT - Strandvegur 21-23
Nýjar og glæsilegar íbúðir með frábæru útsýni í 3ja hæða fjölbýlishúsum með lyftu, sjávarmegin við
Strandveginn. Íbúðirnar verða 99,9-134,8 fm, flestar með suður- eða vestursvölum. Þær afhendast tilb.
án gólfefna nema á baðherb. og í þvottahúsi, en þar verða flísar. Þá verða þær búnar vönduðum, sér-
smíðuðum innrétt. frá Brúnási. Stæði í bílgeymslu, sem innangengt verður í úr húsinu, mun fylgja öllum
íbúðunum. Öll sameignin, lóð og bílastæði, fullfrágengin. Stutt í miðbæ Garðabæjar og í Smáralind. Afh.
er í janúar og apríl 2006. Byggingaraðili er Byggingarfélag Gylfa og Gunnars. Teikningar og nánari upp-
lýsingar hjá sölumönnum Fjárfestingar, Borgartúni 31, og á www.fjarfest.is.
SJÁLAND - GBÆ - NÝTT - Strandvegur 4-8
Nýjar og vandaðar 2ja-4ra herb. íbúðir í 3ja hæða fjölbýlishúsi. Íbúðirnar verða 71,4-120,2 fm, flest-
ar með suður- eða vestursvölum. Þær afhendast tilbúnar án gólfefna nema á baðherb. og þvottahúsi,
en þar verða flísar. Þá verða þær búnar vönduðum innréttingum og mun stæði í bílageymslu, sem inn-
angengt verður í úr húsinu, fylgja flestum íbúðum. Stutt í miðbæ Garðabæjar og í Smáralind. Afh. í
sept.-nóv. 2005. Byggingaraðili er Byggingarfélag Gylfa og Gunnars. Teikn. og nánari uppl. hjá sölu-
mönnum Fjárfestingar, Borgartúni 31, og á www.fjarfest.is.
Vogar - Vatnsleysuströnd - NÝTT
ÖRFÁAR ÍBÚÐIR ÓSELDAR Hafin er bygging á þremur fjölbýlishúsum við Heiðargerði í Vogum. Íbúð-
irnar verða 2ja, 3ja og 4ra herbergja, allar með sérinngangi. Um er að ræða 3ja hæða hæða stein-
steypt hús, einangrað og álklætt að utan. Íbúðirnar verða afhentar tilbúnar án gólfefna nema á bað-
herbergi og þvottahúsi þar sem verða flísar. Íbúðirnar verða með vönduðum innréttingum. Sérþvotta-
hús og geymsla í hverri íbúð. Öll sameign frágengin og einnig lóð. Fyrstu íbúðirnar hafa þegar verið
afhentar. Byggingaraðili er Trésmiðja Snorra Hjaltasonar ehf. Teikningar og nánari uppýsingar hjá
sölumönnum Fjárfestingar og á netinu, slóðin er www.fjarfesting.is/tsh/heidargerdi/.
Heiðvangur - Hafnarfirði
Til sölu einbýlishús á besta stað í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Um er að ræða timburhús á
einni hæð auk frístandandi bílskúrs, samtals um 150 fm. Í húsinu eru 4 svefnherbergi,
flísalagt baðherbergi, stórt þvottahús með útgangi, stofa, borðstofa og eldhús með útgangi
á pall. Húsið stendur við lokaða botnlangagötu, rétt við ósnortið hraun. Stutt er í skóla og
leikskóla.Verð 37,9 millj.
ÞAÐ háði allri íþróttaiðkun í
Reykjavík eftir aldamótin 1900 að
enginn boðlegur leikvöllur var enn
til. Árið 1910 var samþykkt á fundi
íþróttafélaganna í bænum að stofna
Íþróttasamband Reykjavíkur.
Verkefni stjórnarinnar var að sjá
um og reka íþróttavöll sem byggð-
ur skyldi á Melunum og skipuleggja
íþróttastarfið í bænum. Bæjar-
stjórn lagði fram 2.500 krónur til
framkvæmdarinnar. Áætlaður
kostnaður við völlinn var 10.900
krónur svo sækja þurfti 8.400 krón-
ur til einstaklinga. Það tókst að lok-
um en mestu munaði um framlag
dr. Valtýs Guðmundssonar prófess-
ors sem útvegaði 2.000 krónur.
Völlurinn kostaði um 13 þúsund
krónur og var stærsta íþróttamann-
virki landsins. Á þessum fyrsta
Melavelli voru fjórar hlaupabraut-
ir. Fyrir innan hlaupabrautirnar
var malarvöllur fyrir knattspyrnu
102x68 m. Fyrir aftan mörkin var
aðstaða fyrir frjálsíþróttamenn. Að
norðvestan var sandgryfja fyrir há-
stökk og stangarstökk. Í hinum
endanum var aðstaða fyrir spjót- og
kringlukast. Völlurinn var vígður
sunnudaginn 11. júní 1911 að við-
stöddum um 1.500 manns.
Saga Melavallarins
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Frjálsíþróttamót voru haldin á Melavellinum, þessi mynd er frá 1951.