Morgunblaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 35
Þetta verður frekar lágreist byggð, sérstaklega einbýlishúsin. Raðhúsin geta verið upp á tvær hæðir og fjöl- býlishúsin verða ekki mjög há eða fjórar til fimm hæðir. Byggðin í 5. og 6. áfanga verður því mun gisnari en í áföngunum fyrir norðan, þar sem hún er mun þéttari, en þar eru nær ein- göngu fjölbýlishús. Eftir því sem dregur lengra suður í hraunið þynnist byggðin og fer meira yfir í sérbýli. Eins og annars staðar í Vallahverfi verða opin svæði á milli hinna nýju áfanga. „Byggðin í Vallahverfi er skipulögð líkt og eyjar í hrauninu,“ segja þau Gunnhildur og Þórhallur. „Á milli hverfishlutanna eru alls stað- ar opin svæði, sem hríslast eins og grænar tungur í gegnum byggðina. Þar er hraunið látið ósnert en lagt með góðu göngustígakerfi. Þess hefur líka verið gætt að fylgja landslaginu í hrauninu og nýta það sem best.“ Austan við 6. áfanga eru hraunhól- ar í Áslandshlíðinni, sem eru vernd- aðir og verða látnir halda sér. Allt skapar þetta skemmtilegt og aðlað- andi mótvægi við byggðina í Valla- hverfi, sem er sums staðar allþétt. Fimmti og sjötti áfangi eru næst- síðustu áfangarnir í íbúðahluta Valla- hverfis. „Við erum sannfærð um, að þetta verður mjög heildstætt og gott hverfi,“ segja arkitektarnir. „Valla- hverfi er að ná þeirri stærð, að það stendur mjög vel undir allri grennd- arþjónustu eins og kallað er, það er skóla og öðru af því tagi og þegar það er fullbyggt með um 6.000 íbúum, verður það jafn fjölmennt og mynd- arlegur kaupstaður. Þetta verður mjög sjálfstætt bæj- arhverfi með allri þjónustu, því að í því verður grunnskóli, þrír leikskólar, sundlaug og ekki má gleyma Hauka- húsinu, einu besta íþróttahúsi lands- ins.“ Uppbygging á atvinnuhúsnæði hafin Austan 6. áfanga kemur síðar meir 7. áfangi, sem einnig verður skipu- lagður fyrir íbúðarbyggð. „Á suður- svæðinu er einnig gert ráð fyrir um- talsverðu atvinnuhúsnæði,“ segir dr. Bjarki Jóhannesson, skipulags- og byggingafulltrúi Hafnarfjarðar, sem nú hefur orðið. „Þessi uppbygging er nú að hefjast. Krýsuvíkurvegurinn verður færður vestur fyrir Valla- hverfi og mun þá liggja beint frá Reykjanesbraut. Á milli Krýsuvíkur- vegar og Ásbrautar kemur atvinnu- svæði, sem þegar hefur fengið heitið Selhraun og skiptist í norður- og suð- urhluta. Þar er gert ráð fyrir versl- unum, skrifstofuhúsnæði og léttum iðnaði, sem fellur vel að íbúðarbyggð- inni.“ Lóðaúthlutun er þegar hafin í norð- urhluta Selhrauns og á meðal lóðar- hafa eru stór fyrirtæki eins og BYKO og Brimborg. „Ásbraut aðskilur Sel- hraun frá íbúðarhluta Vallahverfis,“ segir Bjarki. „Ásbraut verður innan- hverfisgata. Það skýrir jafnframt öll hringtorgin á Ásbrautinni. Þau eru sett til þess að draga úr umferðar- hraða. Í framtíðinni verður aðkoma að Vallahverfi eftir Krýsuvíkurvegi, sem mun liggja nokkru vestar beint frá Reykjanesbraut og þá um mislæg gatnamót. Syðri hluti Krísuvíkurveg- ar frá Hraunhellu og suður úr verður tilbúinn næsta sumar og áætlað er að nyrðri hlutinn fari í útboð árið 2007 og verklok verði 2008. Að lokum tengist svo Krísuvíkurvegur Ofanbyggðavegi og þá verður einnig hægt að komast inn í Vallahverfi að sunnanverðu.“ Iðnaðarhverfið við Hellnahraun sunnan við Straumsvík er búið að vera um 20 ár í uppbyggingu. Hún hefur því gengið fremur hægt. „Vonir standa til, að uppbygging iðnaðar- svæðanna muni ganga mun hraðar með batnandi samgöngum, en tvö- földun Reykjansbrautar er þegar far- in að hafa jákvæð áhrif á hana,“ segir Bjarki. „Það er einnig verið að skipu- leggja nýtt iðnaðarhverfi fyrir sunnan gamla Hellnahraunssvæðið.“ Framundan er einnig mikil upp- bygging íbúðarhúsnæðis í kringum Ásfjall. „Það verður byrjað norðan megin við Ásfjall, það er Kaldársels- megin á móts við hesthúsin,“ segir dr. Bjarki Jóhannesson að lokum. „Síðan mun byggðin teygja sig suður fyrir Ásfjall og í vestur, þar til hún mætir Vallahverfi. Þar með verður komin samfelld byggð í kringum Ásfjall.“ Í 5. áfanga Vallahverfis er samkvæmt deiliskipulagi skipulagðar lóðir fyrir 88 einbýlishús, 54 íbúðir í raðhúsum, tvær íbúðir í parhúsum og 242 íbúðir í fjölbýli, samtals 386 íbúðir. Í 6. áfanga Valla felur deiliskipulagið m.a. í sér lóðir fyrir 24 einbýlishús, 83 íbúðir í rað- og par- húsum og 56—64 íbúðir í fjölbýli, samtals 145—153 íbúðir auk lóðar fyrir 4—6 deilda leikskóla. Uppdráttur af Hellnahrauni lengst til vinstri, þá Selhrauni og Vallahverfi og síðan Áslandi lengst til hægri. Rammaskipulag fyrir íbúðarsvæði á Völlum, Áslandi og síðar Hamranesi (ljós litur). Dekkri svæði eru athafnasvæðin Sel- hraun norður og suður og vestan Straumsvíkurraflínu er 2. áfangi Hellnahrauns og fleiri iðnaðarsvæði í framhaldi af því (dökkur litur). Sunnan Ofanbyggðavegar eru svo svæði til notkunar síðar meir. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 F 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.