Morgunblaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 F 47 ekki höfuðkirkja. Bessastaðir voru veraldlegt höfuðból, en ekki kirkju- legt og stundum stóð þar stríð milli hins veraldlega og andlega valds í af- stöðunni til kirkjunnar. Ekki verður rakið með vissu hve- nær kirkja var fyrst sett á Bessa- stöðum, en líklegt er að það hafi ver- ið nokkuð snemma í kristni hér á landi og eru elstu heimildir um kirkju þar frá árinu 1200. Bessa- staðakirkja hefur í upphafi verið bændakirkja, en í elsta máldaga hennar, frá 1352, segir að þar skuli vera „kvengildur ómagi úr kyni Sveinbjarnar“. Er þar líklega átt við Sveinbjörn Ólafsson, sem var fimmti ættliður frá landnámsmanninum Ás- birni Özurarsyni, sem bjó á þessum slóðum á 11. öld. Nokkrar tilraunir voru gerðar til að efla kirkjuna á Bessastöðum og hefja hana til vegs og virðingar, en það gekk illa eftir og gekk á ýmsu með viðhald hennar. Í byrjun 17. aldar var hún orðin hrörleg og var þá ný timburkirkja reist, allstór. Hún var þó vanviðuð og illa smíðuð og fauk í ofviðri 1619. Þá var reist þar torfkirkja, sem stóð alllengi með viðgerðum og var hún meðal annars timburþiljuð. Henrik Bjelke höfuðs- maður lét á sinni tíð gera við kirkj- una og gaf hann henni stóra klukku. Kristján konungur sjöundi ákvað svo að láta reisa steinkirkju á Bessa- stöðum og var leitað frjálsra sam- skota um allt land og einnig í Dan- mörku og Noregi, auk þess sem konungur lagði fram fé til kirkju- smíðinnar. Við byggingu kirkjunnar var hafður sá háttur á að hlaða múr- veggi nýju kirkjunnar utan um gömlu kirkjuna og voru múrvegg- irnir hafðir mjög þykkir, rúmur metri, úr hlöðnu, kölkuðu grjóti. Hin nýja steinkirkja var vígð 1796 og stendur enn og er með elstu stein- byggingum landsins. Smíði turnsins lauk þó ekki fyrr en 1823. Breyt- ingar voru gerðar á innviðum Bessa- staðakirkju á árunum 1945 til 47 og steint gler var sett í gluggana árið 1956. Þá fór gagnger viðgerð fram á Bessastaðakirkju árið 1998. Bessastaðastofa Húsnæðið á Bessastöðum þótti ekki alltaf upp á marga fiska og þótt ýmis hús hefðu verið reist þar í ald- anna rás hafði sjaldnast verið vand- að til verka og oft byggt af vanefn- um. Það var ekki fyrr en Magnús Gíslason, fyrsti íslenski amtmaður- inn á Bessastöðum, kom til sögunnar að rofa tók til í húsnæðismálum þessa forna höfuðbóls. Þegar hann átti að fara að setjast þar að, fyrst settur amtmaður 1752 og aftur þeg- ar hann var skipaður 1757, þótti hon- um í bæði skiptin að ekki væru íbúð- arhæf húsin á Bessastöðum. Danska stjórnin réðst þá í byggingu tveggja steinhúsa samtímis, það er embætt- isbústaðar Bjarna Pálssonar land- læknis á Nesi við Seltjörn og Bessa- staðastofu, embættisbústaðar Magnúsar Gíslasonar amtmanns. Bessastaðastofa var reist á árunum 1761 – 66 og þótti hið veglegasta hús, 33 álnir og 3 tommur að lengd, 16 álnir og 16 tommur á breidd og nálægt 5 álnum á hæð og veggir hlaðnir úr tilhöggnum kalklímdum grásteini. Verulegar breytingar voru gerðar á húsinu er ríkisstjóri fékk það til umráða 1941 og aftur þegar húsið var endurbyggt á ár- unum 1989–1990. Bygging Bessastaðastofu var að vissu leyti tákn um nýja tíma í land- inu. Furðulegt má teljast hversu lengi hafði dregist að koma upp vönduðu og varanlegu húsnæði á slíku höfuðbóli sem konungsgarðin- um á Bessastöðum. Þegar Bessa- staðastofa loks reis var hlutverk staðarins sem stjórnarseturs á enda runnið. En þá reis þar annað og ekki ómerkara setur, íslenskt menntaset- ur, sem mikill ljómi hefur stafað af í vitund íslensku þjóðarinnar allt fram á okkar dag. Sú saga verður ekki rakin hér enda efni í aðra og lærðari grein. Heimildir Bessastaðir – Þættir úr sögu höfuðbóls, eftir Vilhjálm Þ. Gíslason. Útg.: Bókaút- gáfan Norðri 1947. – Myndir úr sömu bók. Vefsíða embættis forseta Íslands, www. forseti.is Skrifstofa Sveins Björnssonar, fyrsta forseta lýðveldisins. Í móttökusal Bessastaða í forsetatíð Sveins Björnssonar. Í borðstofunni á Bessastöðum 1947. Í dagstofunni á fyrstu árum lýðveldisins. Bessastaðir í tíð Gríms Thomsen. Bessastaðastofa í tíð Sigurðar Jónassonar. Uppdráttur af Bessastaðastofu, gerður af Arne Finsen í tíð Björgúlfs Ólafssonar. Morgunblaðið/RAX Bessastaðir í vetrarham, séðir frá Ægissíðu í Reykjavík. svg@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.