Morgunblaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 62
62 F MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Blásalir í Kópavogi
Til endurúthlutunar er 4ra-5 herbergja íbúð um 123 fm ásamt
stæði í bílageymslu.
Til endurúthlutunar er rúm 2ja herbergja íbúð um 80 fm.
Íbúðirnar eru í 10 hæða fjölbýlishúsi og geta verið til
afhendingar fljótlega.
Ýmsir staðir
Eigum einnig íbúðir í Garði, Sandgerði og á
Kirkjubæjarklaustri.
Umsóknarfrestur er til 17. október n.k.
Réttur til kaupa miðast við 50 ára og eldri.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
félagsins á Suðurlandsbraut 54 og
í síma 552 5644 milli kl. 9 og 15.
www.hofdi.is
Runólfur Gunnlaugsson, viðskiptafr. og löggiltur fasteigna- og skipasali.
Suðurlandsbraut 20
Sími 533 6050
Bæjarhrauni 22
Sími 565 8000
Í dag býðst þér og þínum að skoða þessa sérlega fallegu og vel hönnuðu
90 fm 3ja herb. íbúð á 3. hæð, ásamt sérstæði í bílageymslu, á þessum
barnvæna stað í Seljahverfi.
Róbert tekur vel á móti ykkur. GSM 695 4248.
skráð eign er seld eign
Kristín Pétursdóttir löggiltur fasteignasali
Engjasel 87 - íb. á 3. hæð t.v.
Opið hús í dag á milli 20:00 og 21:00
Kári Fanndal Guðbrandsson,
Sigrún Sigurpálsdóttir,
lögg. fasteignasali.
S. 562 1200 F. 562 1251
TRAUST
ÞJÓNUSTA Í
ÁRATUGI
FLOTT EINBÝLI Á ÓTRÚLEGA FÍNUM STAÐ
Til sölu einbýlishús á einni hæð með
tvöföldum bílskúr, samt. 252,1 fm.
Skiptist í stofur, 4 svefnherbergi (hjóna-
herb. með sér baðh.), 2 baðherbergi,
þvottaherbergi og forstofu. Húsið selst
fokhelt og fullfrágengið utan og er allur
frágangur mjög vandaður. Lóð að
miklum hluta frágengin. Síðast en ekki
síst er húsið er staðsett á einstaklega
fallegum útsýnisstað í Mosfellsbæ! Til
afhendingar fljótlega.
MELGERÐI
Til sölu þetta fallega einbýlishús, sem er
188 fm steinhús, þ.e. hús 156,1 fm og
bílskúr 31,9 fm. Húsið hefur fengið mjög
gott viðhald, m.a. nýlegt eldhús o.fl. 5
svefnherbergi. Mjög góð eign á
eftirsóttum stað.
MIÐBORGIN
Höfum í sölu fallegt hús, jarðhæð, hæð
og ris, samt. 254 fm. Á hæðinni eru
stofur, eldhús, snyrting og forstofa. Í risi
eru 2 svefnherb. Á jarðhæð er stórt,
nýstandsett, glæsilegt rými sem er
kjörin vinnustofa, einnig rými fyrir stofu
og eldhús. Auk þess er nýtt og glæsilegt
baðherb., þvottaherb., geymsla og hol á
jarðhæðinni. Sérinngangur fyrir jarðhæð.
Þetta hús býður upp á margháttaða
nýtingu. Laust.
FORNHAGI
4ra herbergja, 90,3 fm endaíbúð í
þessu ágæta fjölbýlishúsi. Í íbúðinni er
stofa, 3 svefnherb., eldhús, baðherb.
með glugga, lítil geymsla og gangur.
Þetta er mjög góð íbúð á hreint
frábærum stað. Stutt í allt. Laus.
Verð 20,5 millj.
BÓLSTAÐARHLÍÐ
Gullfalleg, björt og vel skipulögð 4ra
herbergja íbúð á efstu hæð í þessu
ágæta húsi. Íbúðin er stofa, 3 svefnher-
bergi (eða stofa, falleg sjónvarpsstofa
og 2 herbergi), eldhús, baðherbergi og
hol. Suðursvalir. Mjög fallegt útsýni.
Mikið endurnýjuð íbúð á frábærum
stað. Verð 22,5 millj.
LUNDARBREKKA
3ja herbergja mjög góð íbúð á 1. hæð
(ekki jarðhæð) með sérinngangi af
svölum. Í íbúðinni er stofa, 2 góð
herbergi, eldhús, baðherbergi, geymsla
og forstofa. Góð geymsla í kjallara.
Mjög rólegur og góður staður. Verð
17,5 millj.
Þ
að er heldur dapurlegt að
allar blokkirnar í
Reykjavík, í Mos-
fellsbæ, Kópavogi eða
hvar sem er, blokkir
sem eru flestar þrjár hæðir, eru all-
ar eins. Það er með ólíkindum hve
einsleitur íslenskur arkitektúr er
orðinn, en það eru víst stálmótin
ómissandi sem meira ráða útliti húsa
af þessari gerð en arkitektinn sem
hannar þau. En
þessi inngangur
var reyndar út-
úrdúr frá efninu,
þetta kallast víst
að þjófstarta.
Þessi pistill er,
aldrei slíku vant,
skrifaður fyrir og
til stórbyggjenda
og lagnahönnuða
en þá einnig
óbeint fyrir hinn
almenna borgara sem kaupir íbúð í
nýju fjölbýlishúsi án þess að hafa
hugmynd um að í húsinu eru
skrímsli sem heita í daglegu tali
hitakerfi og neysluvatnskerfi. Fyrir
rétt mánuði síðan var hér í þessu
blaði pistill um sama efni.
Hvers vegna þá að fara að tyggja
það upp, varla eru lesendur svo
gleymnir að sá pistill sé fallinn í
gleymsku ef hann á annað borð var
læsilegur? Hér er meiningin að taka
þetta ákveðnari tökum og standa við
þau stóru orð sem hér eru látin fara
á þrykk að hitakerfin í þessum lágu
blokkum, sem nú er verið að byggja
svo víða, eru skrímsli sem ekki eiga
nokkurn tilverurétt eins og þau eru
hönnuð og lögð.
Í stuttu máli byggist gagnrýnin á
þessi kerfi á því að í hverri blokk er
eitt hitakerfi sem hefur enga aðra
möguleika til stillingar en ofnlokana
og það er ekki nóg, það þarf meira til
og hefur fleiri slæma vankanta.
Lærum af raflagnamönnum
Þeir sem hanna og leggja hita- og
neysluvatnskerfi hafa talsvert lært
af raflagnamönnum. Frá þeim er
komið rör-í-rör kerfið, í því kerfi er
rörið sem flytur vatnið dregið inn í
annað rör á sama hátt og rafvirkinn
dregur rafmagnsleiðslur í rör. Í báð-
um tilfellum er hægt að skipta um
síðar ef þörf krefur, bæði vatnsrörin
og rafmagnsvírana.
En stöldrum nú aðeins við.
Hvernig er raflögnum komið fyrir í
hverri íbúð í þessum einsleitu blokk-
um? Einfaldlega þannig að stofn er
lagður frá inntaki í hverja íbúð. Þar
er lítill töflukassi með vartöppum
fyrir hverja grein, hvort sem það er
til eldavélar eða til ljósa í her-
bergjum. Ef eitthvað þarf að end-
urbæta eða breyta þarf ekki að fara
út fyrir íbúðina, rafmagni má slá út
sérstaklega fyrir hverja íbúð án þess
að það hafi hin minnstu áhrif annars
staðar. Ekki nóg með það, hver íbúð
hefur sérstakan mæli, hver fjöl-
skylda borgar fyrir sig.
Að flestu leyti gæti þetta verið
eins með hita- og neysluvatnskerfin.
Það sem til þarf til að hverfa frá
skrímslunum er að stórbyggjendur
og lagnahönnuðir komi sér upp úr
hjólförunum og fari að hugsa um
nýjar lagnaleiðir og nýja útfærslu.
Það er engan veginn víst að sé þessi
hagkvæmnisleið farin fylgi því meiri
kostnaður, en kostirnir eru yfir-
gnæfandi.
Förum nú í stutta lýsingu hvernig
slík sérkerfi í hverja íbúð yrði lagt.
Segjum svo að þetta sé blokk með
tveimur stigahúsum en einu hita-
veituinntaki og einu kaldavatns-
inntaki. Frá inntaksklefa væru lagð-
ar stofnlagnir um blokkina með einu
inntaki inn í hverja íbúð, veljum
þessum inntökum í íbúðirnar stað
sem vel hentar. Frá þessu inntaki í
hverja íbúð er síðan hita- og neyslu-
vatnslögnum dreift um hverja íbúð,
til ofna, eða í gólfhita, til eldhúss og
baðherbergis.
Við inntak hverrar íbúðar er stilli-
búnaður þar sem hægt er að stilla
þrýsting og rennsli, hver íbúð fær
það vatn sem hún þarfnast til að
mæta þeim hita sem hún tapar. Það
kostar ekki mikið að setja á inntakið
rennslismæli sem mælir hvað hver
og einn notar. Ekki er líklegt að við-
komandi veitur yrðu hrifnar af því
að hver og einn íbúðareigandi verði
viðskiptavinur, vatnið frá veitunum
er hægt að mæla og kaupa í einu lagi
með einum mæli við inntak. Ef hús-
félög eru öflug geta þau hins vegar
innheimt fyrir heitt vatn frá hverri
íbúð.
Stórir kostir
Og svo koma stóru kostirnir tveir.
Sá fyrri er að hægt er að stilla hita-
kerfi hverrar íbúðar, það er ekki
lengur verið að stilla eitthvert fer-
legt lagnaskrímsli með kannski á
annað hundrað ofnum og engum
stillingartækjum öðrum en ofnlok-
unum, hér eru komnir stillilokar
sem hægt er að stilla rennsli inn í
hverja íbúð. Sá seinni eru hag-
kvæmnin og þægindin fyrir hvern
íbúðareiganda. Hægt að loka fyrir
heitt sem kalt vatn ef setja á upp
hreinlætistæki, ef einhverju á að
breyta, eða einhver bilun kemur á
tækjum, það truflar aðra ekki hið
minnsta. Nú er hér með skorað á
stórbyggjendur og lagnahönnuði að
taka þátt í umræðu um þessar hug-
myndir að bylta lagnaleiðum og
lagnahefðum. Komið nú fram á rit-
völlinn og mótmælið ef ykkur finnst
hér farið með bull og vitleysu eða
rökræðið af yfirvegun.
En þeir sem eiga síðasta orðið eru
þið sem kaupið íbúðirnar, þið eruð
sá þrýstihópur sem á verður hlustað,
látið í ykkur heyra. Spyrjið nær-
göngulla spurninga við íbúðarkaup,
spyrjið hvernig lagnakerfin séu. Eru
þau úthugsuð til að gera ykkur lífið
léttara eða eru þau skrímsli, eitt
stórt hitakerfi með á annað hundrað
ofnum þar sem verður að loka fyrir
allan hita í allar íbúðir þó eitthvað
smávægilegt komi fyrir á einum
stað.
Hikið ekki við að spyrja.
Áskorun til stórbyggj-
enda og hönnuða
Lagnafréttir
eftir Sigurð Grétar Guðmundsson
pípulagningameistara/
sigg@simnet.is
Sigurður Grétar
Guðmundsson
Síðumúla 34 - sími 568 6076
Ýmislegt áhugavert
fyrir safnara