Tíminn - 02.06.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.06.1970, Blaðsíða 8
8 TIMINN ÞRH)JUDAGUR 2. júní 197«. OG FLEIRfl Hvað gerist í námshring Mér þóttu það góS tíSindi, aS hafinn væri nýr námshring- ur, sem tekiS hefSi til meS- ferSar bréfaskólaverkefni Kven félagnjambands fslands, „Sið- ' venjur og háttprýSi“. ÞaS fylgdi fregninni, aS meSal ,»átt takenda væru húsmæSrakennar ar, fóstrur og konur úr fleiri atvinnustéttum, svo þaS var ekki árennilegt aS eiga aS standa frammi fyrir þeim hópi og vera kölluS „lei'Sbeinandi" bréfaskólans. Hyggin kona hefSi líklega dulizt sem bezt fyrir svo starfsreyndum kon- um, en forvitnin varS hyggind unun. yfirsterkc'i sem oftar. Bað ég SigríSi Haraldsdóttur, sem kosin var aSalstjórnandi námshringsins, leyfis til að mega hlusta á umræSur eitt kvöld. í nátnshringnum eru Anna Gísladóttir, Ása Jónsdóbtir, Ásta Ragnarsdóttir, Guðrún Hi'önn Hilmarsdóttir, Kristin Jónsdóttir, Ólöf Vernharðsdótt- ir, Sigríður Ólafsdóttir, Sigur- laug Eggertsdóttir, Sólveig Ás- geirsdóttir, Rannveig Björns- 1 dóttir og Þórey Þorbergsdóttir, au(k Sigríðar Haraldsdóttur. | Mættu allar nema ein þetta kivtild, sem ég iieicnsótti þær. Öllum kom þéim saman um, að ekki ættu að vera fíleiri en tíu til tólf í hverjum náms- hring og það eitt þótti þeim á skorta hjá sér, að þær slkyldu eikki hafa fengið svo sem tvo pilta með sér til þess að setja 1 fram þeirra sjónarmið á þeim * vandamálum, sem bréfaskóla- verkefnið gefur tilefni til að ; ræða. Fundurinn hófst á lestri ágætrar fundargerðar frá síð- asta fundi. Var þar gerð grein fyrir unwæðum um sambúð í ! fjölbýlishúsum. samskipti við- skiptavina og afgreiðslufólks í verzlunum o.fl. Áliiið var, að | oft gerðu húsfreyjur of litlar kröfur um vörugæði, t.d. í ) matvörum. svo að seljendur i leyfðu sér að hafa á boðstúlum ! annarsflokks varning á fullu ' verði. Út af athugasemdum við ' þeim svörum, sem síðasti fund ur hafði sent bréfaskólanum, i spunnusí nokkrar umræður um það, hvort nauðsyn væri á nán- ara samstarf: heimila og skóla, svo sem í samibandi við sam- I felldan skólatíma barna, en ; hann myndi auðvelda mæðrum að stunda störf utan heimilis, | ef það væri talið æskilegt. Drepið var á gagn af foreldra- félögum, hve æskilegt væri að ! foreldrar hefðu samstöðu um ýmis atriði varðandi skemmtan ir, vasapeninga o.fl. Einhver ! minntist á sameiginlega barna- gæzlu, bæði í sambandi við stórar sýningar, eins og nú ! standá yfir í Laugardalshöll- inni og þó einkum til að forða mœðrum ungra barna frá þeirri einanerun og eimmanakennd, sem virðist gera vart við sig víða. Heyrðist þá lika rödd um það, að ef fólk vildi eignast börn, þá yrði það lika að vera við því búið að hafa eitthvað fyrir þeim og stefna að því að þau yrðu ekki fleiri en svo, að það treysti sér til þes*s að annast þau á sómjasamlegan hátt. Ein spurningin, sem ræða skyldi frekar, var það, hvort erfðavenjur hefðu stundum nei kvæð áhrif og sveigðist talið að því, hvoi't þær kæmu eikki oft í veg fyrir að konur nytu sín sem skyldi utan heimilis, þar sem venjurnar sviftu þær sjálfstrausti til annarra starfa en þeirra, sem um langan ald- ur hefðu þótt hæfa þeim sem konum. Benti ein fundarkona á hve nauðsynlegt væri að æfa fólk í því að gera grein fyrir skoðunum sínum í mæltu máli og þyrfti það að gerast strax í barnaskólum. Álit flestra virt ist vera það, að þjóðfélagið gæti stutt konur meira en það nú gerir til þess að þær fái nofið hæfileika sinma. Komið var að því hvort að það mymdi þykja eðlilegt og æskilegt ef eigimkona hefði betri starfsmenntun en eigin- maðurimn, að hún ynni þá fyrir heimilinu en hann annaðist bú- sýsluna. Hin almenna aiður- staða var siú. að einihiver, sem hægt væri að treysta, þyrfti að vera heima til þess að annast börnin meðan þau væni ung, en eikki skipt: máli hvort hjón anna það væri, ef samkomulag væri um verkaskiptinguna þeirra á tnilli. Varpað var fram þeirri spurningu, hvort öruggt væri, að allar konur yrðu góð- ar mæður, þótt þa> eignuðust börn og hvor' ekiki gæti hugs- ast, að feður væru betri upp- alendur? Sumar þóttust verða þess varar, að sú krafa væri að vakna meðal karlmanna, að þeir ættu líka nokkurn rétt á að annast börn sín — og líka rétt á að læra matreiðslu i skóla. f svari sem lagt var fram við spurningu um framkomu og samvipnu viðskiptavina og aígreiðslufóBvs verzlana, kom í ljós, að gerð hafði verið skemmtileg athugun hjá mörg um verzlunum, rætt við verzl- unarstjóra og afgreiðslufólk og hlustað á rök beggja aðila. Einnig var lagt fram svar við spurningu um það hvers vegna það skipti menn miklu máli að búa í sátt og samlyndi við ná- granna sína. Að endingu var vikið að spurningu um það. hvernig ta'ka bæri á rnóti gestum og var að nokkru skipt verkum milli fundarkvenna um hugsanlegar móttökur erlendra gesta. Fyrst varð fyrir svörum sú, sem lýsa átti því hvernig morg unverð hún myndi bjóða gest- unum. Kvaðst hún fyrst myndi byrja á því að snyrta heimilið og leggja síðan aðaláherzluna á það, að gestirnir fyndu að hún hefði ánægju af að taka á móti þeim, — að þeir væru velkomnir. Hún ætlaði að hafa borðið að mestu fullbúið þegar gestirnir kæmu og hugsuðu sér að setja þjóðfána þeirra á það. Fyrst gestirnir eru útlending ar, þá er sjálísagt að hafa eitt hvað af íslenzkum sérréttum á borðinu, en tillögukonan lýsti því einniig sem sinni skoðun, að hyggilegt væri að hafa morg unarverð svo staðgóðan, að sleppa mætti hádegisverðinum. svo að dagurinn nýttist betur til ferðalaga og skoðunar á umhverfinu. Svo taldi hún upp það, sem hún vildi setja á borð ið: Nokkrar tegundir af brauði. þar á meðal flatbrauð, osta. oiðursneitt kjöt egg. síld, slát ur, hafragraut. súrmjólk, te, kaffi og öl. sem gestirnir gætu valið um. Þegar snæðingi væri lokið, ætlaði hún að bjóða gest unum að ganga í setustofu eða út í garð, ef veður væri gott on dvelja þar fyrir þeim þar til nœsti gestgjafi kæmi að sækja þá, eða tímabært væri að leggja af stað í ferðalag. Ein fundarkonan spurði hvernig ætti að skreyta svona rausnarborð og var það mál manna, að annað hvort ætti mat urinn sjálfur að vera svo fall- lega fram reiddur, að hann væri nægileg skreyting, eða fallegt. væri að nota villt blóm eðia garðblóm til frekara skrauts. Borðbúnaður — mislit- ir dúkar og skrautleg matar- ílát — gæti líka verið nægileg skreyting, því sízt væri nú dúkað með hvítu líni við þess- ar máltíðir. Allar voru sammála um að fyrir fullor'ðiið fólk væri ágætt að láta morgunverð nægja og sleppa hádeigisverði, en raddir heyrðust um það, að erfiðara væri að framfylgja því þar sem börn væru. Þau eru oft listar- laus á morgnana og sísvöng, þegar kemur fram á daginn. Ein nefndi þá skemmtilega til- breytni, einkum á sunnudö'gum, að slá saman morgunverði og hádegisverði og bjóða til sín kunningjum í þá máltíð. Næst var spurt hvert fara ætti með gestina þeim til sikemmtunar. Flestir stungu upp á því að fara með þá aust- ur að Heklu og útbúa góðan nestisbita til ferðarinnar. — Fleira var þó nefnt, svo .sem að sýna staði í Reykjavík — Þj óðminj asaf n, hitaveituigeym- ana á Öskjuhlíðinni, hásikólann, sundlauigarnar, þvottalaugarn- ar, Jistasöfn Einars Jónssonar og Ásgríms, og aðra staði, sem tengdir væru áhugasviðum hvers og eins. Svo var farið að nefna fjarlægari staði. eins og Mývatnssveit, Svarfaðardal og Hornafjörð, gróðurhús í Hvera gerði og fiskverkun á Suður- nesjum. Þá var aftur horfið að veit- ingunum — hvað átti að gefa erlendum gestum í kvöldmat’ Auðvitað átti það að vera eitthvað íslinzkt, en þó ekki svo óvenjulegur matur, að litl ar líkur væru til að gestunum félli hann í geð. Varð lamba kjötið. matreitt á ýmsan hátt. einna vinsælast Sigríður Har aldsdóttir va með heilan mat- seðil í huga Fyrst vildi hún bera fram eina hveiitibrauðs- sneið á mann og leggja reykta laxsneið á annan helming sneið arinnar og svartan kavíar á hinn helminginn, síðan lamba- kótelettur, steiktar í ofnj og bera með þeim gúrkusalat, og væri komið fram á haust, toá átti eftirmaturinn að vera blá- ber með sykri og rjómablandi. En hvað átti að taka til bragðs, ef gestgjafarnir höfðu nú verið á ferðalagi allan dag- inn og komu með gestina heim til sín í kvöldverð? Þá varð aiuðvitað að sýna fyririhyggju, hafa tilibúna hlaup rönd með laxi eða silungi og kalda lambasiteik með grœn- meti — eða hafa kjötsúpu af nýju lambakjöti tilbúna. svo ekki þyrfti amniað em a0 hita hana upp — eða kjöt í karry. Þá kom fram sú spuraing, hvort ekki væri ástæða til að taka það tillit til ferðamanna- straumisins að hefja sumarslátr un fyrr, svo að nýja fcjötið kæmi fyrr á markaðinn og hægt væri að kynna sem flestum þá vöru eins og hún getur bezt verið? Enn komu fram fleiri góðar tillögur um það, að hafa undir búna samansoðna pottrétti, eða rétti sem setja má í ofn í einu fati. Sumir eiga eldavélar, sem kveikja á sér sjáMar og slökkva á vissum ttíma og í jþeim getur matarinn sta'ðtð tilbúinn og heitar þegar heim er fcomið, ef menn halda nokfcuraveginn sína ferðaáætlun. Enn var eftir að ræða eina tegund gestamóttöku, sem sé kaffiboð. Allar voru sammála um, að efcfci miætiti ofhlaða borðin af sætum fcökum og tertum. Til þess að hafa eitt- hvað íslenzkt, væri upplagt að hafa flatbrauð með hangikjöti eða brauð með laxi og rækj- um, en alls efcfci fleiri en þrjár tegundir af áleggi. Því til við- bótar þútti hæfilegt að hafa rjómapönnuköfcur og eina form köbu, en heimilt að láta fclein ur og smákötour slæðast með, ef vel stæði á. Önnur tillaga var um það, að hafa heitt mótbrauð með humarjafningi og rifnum osti, sykraðar pönnuikökur og eina rjómatertu með frystum blá- berjum í eða vanilluís og nýj- um bláberjum. En nú hófust umræður um skort á vöruvöndun á dýram matvælum eins og rætojum og humar, sem spillast ef þau þiðna og frjósa á víxl, eða geymast lengur en þrjá mánuði í frosti. Kocn fram mitoil gagn- rýni á því, hve ótryggt er að alltaf sé örugglega hægt að fá góðan fisl: í þessa mikla fiskveiðalandi. Margt fleira bar á góma í námshringnum. Það, sem hér hefur verið dregið fram, er að- eins lítið sýnishorn af þvi, sem upp vekst af umræðuefnum, þegar efnt er til námshrings, sýnishorn af einu kvöldi af þeim átta, sem þessi hópur ætl- ar að verja til þess að fjalla um bréfaskólaverkefnið Það kom vel í ljós á þess- um fundi. að gildi námshringa er hvað mest fólgið í gagn- kvæmum skoðanaskiptum — og kannski var það „leiðbein- andi“ bréfaskólans, sem lærði mest! S. Th. Konurnar að störfum í námshríngnum (Tímamynd Gunnar)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.