Tíminn - 02.06.1970, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.06.1970, Blaðsíða 10
 TÍM1N1M FULLT TUNGL Eftir P. G. Wodehouse 3 var auðvitað bara að anda. Ég get sagt þér það að mér finnist ekki skemmtilegt að hugsa til þess að vera byrgður hér inn í Blandings kastala með þeim Clarence, Gala- had, Freddie o-g þessum náunga Plimsol, og það núna þegar tungl- ið er fullt, þetta verður eins og maður hefði orðið skipreika á eyði- eyju með Marx bræðrum. — Hver er þessi Plimsoll? — Það er náunginn sem Fredd- ie ætlar að koma með. — Heitir hann Plimsoll? — Já, en ég hef auðvitað bara orð Freddies fyrir því, sjálfur var maðurinn svo þreiifandi fullur að hann var mállaus, á meðan við Freddie töluðum saman þá studdi maðurinn sig við strætisvagnaskýli með annarri hendinni en með hinni var hann að veiða ósýnilegar flugur, á andliti hans var blíðlegt bros ég hef aldrei séð eins útúr- drukkinn mann. Frú Hermione hrukkaði ennið, eins og hún væri að reyna að muna eitthvað, hún spurði: — Hvernig var maðurinn í hátt? — Hár og grannur, iíkur Clar- ence á vöxt, ef þú getur ímyndað þér bróður þinn eins og hann leit út þegar hann var ungur að því viðbættu að hann væri blekfullur, með arnarnef og hornspangargler- augu, þá færðu góða mynd af þess- um Plimsoll, en bú þekkir hann þó ekki? — Það er einmitt það sem ég er að reyna að .inuna ég hef áreið- anlega heyrt’’ nafnið fyarj sagði Freddie þér nokkuð um haþn? — Hann fékk ekki tíma til þess, þú veizt hvernig það er þegar mað- ur hittir Freddie, maður reynir að flýta sér að komast frá honum, sem fyrst, ég gaf honum rétt tóm til að skýra frá að hann ætlaði að koma til Blandings með þennan flugnaveiðara með sér, sem hann 9agði að héti Tipton Plimsoll, og svo stökk ég inn í bílinn. — Tipton, auðvitað nú man ég. — Þekkirðu hann? — Við nöfum aldrei hitzr en mér var sýndur honn inni á hóteli rétt áður en við fórum frá London, hann er ungur Ameríkani, sem hef ur menntazt hér á Englandi að ég held, og afar ríkur — Ríkuir? — Óhemju ríkur — Guð minn góður Nú varð þögn, hjónin litu hvort á annað, svo litu þau bæði s vegg- inn sem skildi þeirra herbergi frá herbergi Veronieu Wedge, en þar lá hún og starði upp í loftið, ana- ardráttur frúa'rinnar var orðinn ör- ari og svipur hershöfðingjans var orðinn eins og á manni sem sér sýnir, hann sat þsgjandi og lék ser að tánum á maka sínum, svo hóst- aði hann og sagði: — Þetta verður góður félags- skapur fyrir Vee. — Já. — Hún hefur áreiðanelga feikna gott af þessu. — -Já. — Það er — er — ágætt fyrir ungt fólk — í svona stað - svor.a langt uppi í sveit og allt bað — að hafa ungt fólk tii að tala við það er svo upplífgandi — Já, fannst þér har.r. löguleg- ur? — Mér virtizt hann töfrandi maður auðvitað að því frádregnu að hann var alveg á floti. — Ég tek það nú ekki alvarlega hann þolir sjálfsagt ekki ínikið. — Sjálfsagt ekki, og maður sem eyðir kvöldinu með S'reddie verð- ur auðvitað að hressa sig, þar að auki vitum við að l að er ekki erf- ítt að gera Vee ár.ægða. — Hvað meinartu’ — Nú, fjárinn hafi það, þegar maður hugleiðir að hún var einu sinn trúlofuð Freddie. . . — Ó, hjáipi r.iéi, ég var alveg búin að gleyma því, ég verð að segja lienni að minnast ekki á það og það er bezt aö þú undirstingir Clarence um að tala ekki um það. — Já, ég fer strax og tala um það við hann, góða nótt væna mín. — Góða nótt góði. Svipurinn á nauðrökuðu and- liti hershöfðingjans var ánægjuleg- ur, þegar hann gekk út úi her- bergi konu sinnar. nann var ekki maður sem átti vanda til að dreyma dagdrauma, en það gerði hann á þessari stundu, honum far.nst að hann stæði inn í bóka- sai kastaians og styddi hendinni á öxlina á ungum, grönnu.m og há- vöxnum manni með hornspanga- gleraugu, sem var nýbúinn að biðja hann um að tala einslega við sig og að maðurinn segði: „Má ég biðja dóttur yðar“, hann mundi þá svara: það megið þér vissulega góði minn. Teletype Erla. I rauða herberginu var veron- jica enn að hugsa um héraðsdans- j leikinn. hún var ekki bjartsýn. j hún hefði vil jað geta skinið eins i og Ijósakróna á þessu balli, en j hún vissi að það gat hún ekki i gert sér vonir um, því þó hún yrði tuttugu og þriggja ára eftiir nokkra daga þá hafði reynslan kennt henni að hún gat ekki bú- izt við að fá gimsteinafesti af því tilefni, hið bezta sem hún gat vænzt var nælan sem Galahad móðurbróðir hennar hafði lofað henni og einhver ómerkilegur skartgripur sem Freddie hafði rninnzt á, þessar hugleiðin.gar hennar voru truflaðar með því að dyrnar voru opnaðar, faðir henn- ar hafði séð ljósglætu undir hurð- inni, þegar hann lagði af stað í sendiferðina til mágs síns. Veron- ica reis upp og renndi geysistór- um augum tii föður síns og sagði hunangssætum rómi: — Hallo pabbi. — Halló elskan, hvernig líður 'þér? — Ágætlega pabbi. — Wedge hershöfðingi settist til fóta hjá dóttur sinn' hann var alltaf jafn hissa, þegar han,n sá þessa stúiku, hvernig honum og konu hans hafði auðmast að eignast svona glæsilega dóttur. bvi þau voru bæði vægast sagt afar blátt áfram í útiiiti. Þó að Veronica Wedge væri ugglaust hin vitgrennsta þá var hún tvimælalaust hjn fríðasta stúlka. sem skráð var á blaðsíður aðalsmannatalsins hjá Debrett. Heilabú hennar var ekki stærra en í páhænu, sem þar að auki hafði dottið á höfaðið þegar hún I var nýkomin úr egginu, en stúlk- an var svo skíiand' fögur, að tízkuljósmyndarair slóguit urn að mynda hana. Ærí3 ef dagblöðin birtu fyrirsagnir sem hljóðuðu á þessa leið: „Uopþot i West End, j Ijósmyndarar fliúgast á, þúsundir æpa fagnaðaróp", þá gat fólk ver- ið nokkurn veginn öruggt um að Veronica Wedge var orsökin fyr- ir ólátunum og kapphlaupinu á milli þessara fagmanna. — Hvenær komstu aftur pabbi? — Rétt áðan, lestinni seinkaði. — Skemmtirðu þér vel í Lond- on? — Mjög Vei, marurinn var ágæt ur, Galahad móðnrbróðir þinn var barna. ÞRIÐJUDAGUR 2. júm 197«. — Gally frær.di ætlar að koma . hingað í afmælið imitt. — Já, hann sagði mér það, og Freddie kemur á morgun. — Já, — sagði Veronica, <>g það var ekki að heyra að hú.n væri í geðshrærixigu, hafi siitin á truiofun hennar og Freddies og það að hann var kvæntur ann- arri, valdið henni sársauka, þá var hún greinilega búin að jafna sig. — Freddie kemur með vin sinn með sér, náunga að nafni Tipton Plimsoll. — Ó, er það haran? — Þekkirðu hann? — Nei, en ég var með mömmu inni á Quaglino um daginn og! þá sýndi einhver okkur hann, hann er hræðilega ríkur, vill mamma að ég giftist honum? Það kom oft fyrir að hershöfð- inginn varð orðlaus vegna þess hve þetta barn var skemantilega einfalt og blátt áfrarn og svoleið- is fór nú, þegar hann var búinn að jafraa sig, sagði hann: — Guð minn góður, þetta er stórfurðuleg hugmynd, ég hýst ! ekki við að mömmu þinni hafi svo mikið sem dottið slíkt í hu-g. Veronica þagði og hugsaði, en! það var nokkuð sem hún gerði sjaldan, enda kostaði það hana mikið erfiði, en þetta var líka sérstakt ti'efni, hún sagði: — Mér þætti það ekki svo i slæmt, hann virtist ekki sem verst ur. Að vísu vax ekki mikill hiti í! þessum orðum, — ef Júlía hefði verið að tala um Rómeó, þá hefði hún sjálfsagt orðað ummæli sín. j hetur en orð Veronicu létu samt sem sætasta tónlist í cyrum hers- höfðingjans iionum var hlýtt um hjartaræturnar þegar hann bauð dóttur sinni góða nótt með kossi. Þegar har,n var kominn út að dyrunum mundi hann allt í ainu að hann hafði ætlað að spyrja dóttur sína um nokkuð næst þeg- ar hann sæi hana, hann staldraði því við og spurði: — Vee, meðal annarra orða, hefur nokkur nokkurn tíma ka-11- að þig draumakanínu? arr.rír-r'i^i er þriðjudagur 2. júní — Marcelinus Tungl í hásuðri kl. 11.59 Árdegisháflæði í Rvík kl. 5.58 HEILSUGÆZLÁ Slökkviliði? sjúkrabifre'ðir. Sjúkrabifreið í Hafnarfirði síma 51336- fyrii r vkjavfk og Kópavog sim) 11100 Slysavarðstofan i Borgarspítalanmn er opin allan sólarhringinn. Að eins móttaka slasaðra. Simi 81212. Kópavogs-Apótek og Keflavfkur Apðtek era opin virka daga kl 9—19 laugardaga kl. 9—14 helga daga kl. 13-15- Almennar upplýsingar um lækna bjónustu 1 borginní eru gefnar símsvara læknafélags Reykjavik ur, sími 18888. Ft garhc ':ð i Kópavogi, IHíðarvegi 40, slml 42644. Apótek Hafnarfjarðar er opið alla virka daga frá kl. 9—7 á laugar- dögum ki. 9—2 og á sunnudögum og öðrum helgidögum er opið irá kl. 2—4. Knpnvogs"’pótek og Keflavíkur- apótek eru opin virka daga kl. 9 —19 laugardaga kl. 9—14, helgi- daga fcl. 13—15. Tannlæknavakt er i Heilsuvernd arstöðinni (þar sem slysavarð- stofan var) og er opin laugardaga og sunnudaga kl. 5—6 e. h. Sími 22411 Kvöld og helgarvörzlu Apoteka i Reykjavík annast vikuna 30. maí til 5. iúní Apótek Austurbæjar og Holts-Apótek. Næturvörzlu í Keflavík 2. júní annast Arnbjörn Ólafsson. pSlágslíS1 Í.R-ingar. Aðalfundur verður haldinn þriðju daginn 2. júní í Þjóðleikhúskjall- aranum kl. 8.30. Tónabær. Tónabær Tónabær. Félagstarf eldri borgara. Mið- vikudaginn 3. júnd verður opið hús frá kl. 1,30 — kl. 5,30. Dagskrá: Leáð, telft, spilað, kaffiveitmgar, upplestur, bókaútlán, kvikmyndir. Munið skoðunarferðina í listasafn Ásmundar Sveinssonar 8. júní, tilk. þátttöku í síma 18800. FLUGÁÆTLANIR Loftleiðir h.f.: Eiríkur rauði er væntanlegur frá NY kl. 0730. Fer til Brussel kl. 0815. Er væntanlegur til baka frá Brussel kl. 1630. Fer til NY kl. 1715. Leifur Eiriksson er væntan- legur frá NY kl. 1030. Fer til Brussel kl. 1130. Er væntanlegur til baka frá Brussel kl. 0215. Fer til NY kl. 0310. Guðríður Þorbjarn- ardóttir er væntanleg frá NY kl. 0830. Fer til Glasgow og London kl. 0930. Er væntanleg til baka frá London og Glasgow kl. 0030. Fer til NY kl. 0130. SIGLINGAR Skipadeild S.Í.S.: Arnarfell fór frá Hull í gær til ís- lands. Jökulfell fór frá Fáskrúðs- firði 31. maí, til Faxaflóahafna. Dísarfell er í Uddevalla, fer þaðan til Gdynia og Valkom. Litlafell fór frá Liverpool 29. maí, til Svend- borgar. Helgafell er í Ventspils, fer þaðan á mnrgun til Svendborg- ar. Stapafell fór frá Rotterdam 31. maí, til Keflavíkur. Mælifell er í Valkom í Finnlandi. Falcon Reefer væntanlegt til New Bedford á morgun. Fálkur er á Akureyri. Nordic Proctor er á Akureyri. Snowman er í Gautaborg. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er í Rvík. Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum kl. 12.30 í dag til Þorláksh. þaðan aftur kl. 17.00 til Vestmannaeyija. Herðubreið er á Vestfjarðahöfnum á suðurleið. SÖFN OG SÝNINGAR Dýrasýning. Dýrasýning Andresar Valberg er opin öll kvöld kl. 8—11 og laug- ardaga kl. 12—10. Aðgöngumiðar er happdrætti, dregið er vikulega 1 vinningur sem er 2’/a milljón ára gamall steingerður kuðung- ur. íslcnzka dýrasafnið verður opið daglega í Breiðfirð- ingabúð, Skólavörðustig 6B kl. 10—22. Isl. dýrasafnið. ORÐSENDING Fr. Tæðrastyrksnefnd. Hvíldarvikur mæðrastyrksncfnd ar að Hlaðgerðakoti byrja 19- júni og verða tveir hópar ri r eldri konur Þá verða mæður með börn sín eins og undanfarin sumur og þeim skipt í v5pa. Konur, sem ætla að sumar- dvöl hjá nefndinni tali við skrif- stofuna sem fyrs* að N.iálsgötu 3. Þar eru gefnar nánari uppi. Önið daglega frá kl. 2—4 nema laugar- daga Sími 14349 IHinningarspjöld Kvenfélags Laugarnessóknar fást 1 Bókaverzl- uninni Hrísateigii 19, simi 37560 o: hjá Sigríði Hofteigi 19, slmi 3/ 544 Astu, Goðheimum 22 sírni 32060 og hjá Guðmundu Grænuhlíð 3. sími 32573. Minningarspjöld F!!i"i>iörgunar- sveitarinnar fásl á flirtöldum stöðum: Bókabi.ð Bra. Brynjólfssocnar, Hafnarstræti. , Siguxð M. Þorstelnssyni s 32060 Sigiurði Waage, s. 34527. Stefáni Bjarnasynl, s- 37392. Magnúsi Þórarinssym, s. 37407. GENGISSKRANING Nr. 58 — 28. maí 1970. 1 Bandar. dollar 87,90 88,10 1 Stenlingspund 211,00 211,50 1 Kanadadollar 81,85 82,05 100 Damsikar kir. 1.172,00 1.174,66 100 Norskar kr. 1.229,80 1.232,60 100 Sænsikar kr. 1.691,54 1,695,40 100 Frnnsk mörik 2.108,42 2.113,20 100 Franskir fr. 1.592,90 1.596,50 100 Belg. framikar 177,10 177,50 100 Sviissn. fr. 2.036,94 2.041,60 100 Gylini 2.424,94 2.429,90 100 V.-þýzk m. 2.417,45 2.422,87 100 Lírur 18,96 14,00 100 Austurr. sch. 339,60 340,38 100 Escudos 308,45 309,15 100 Pesetar 126,27 126,55 100 Reikningskrónur — Vöruskiptalöml 99,86 100,14 1 Reiikningsdollar — Vöruskiptalönd 87,90 88,10 1 Reiknimgspund — Vöruskiptadönd 210,95 211,45 Lárétt: 1 Losaði. 6 Kassi. 8 Bál. 9 Máttur. 10 Konu. 11 Maður. 12 Gímald. 13 Tala. 15 Dusta. Krossgáta Nr. 549 Lóðrétt: 2 Skemmdinni. 3 Leyfist. 4 Óvættur .5 Kýr. 7 Vör. 14 Iðja. Ráðning á gátu nr. 548. Lárétt: 1 Þjóna. 6 Ósa. 8 Ról. 9 Gil. 10 Afl. 11 Rót. 12 Iðn. 13 Rán. 15 Hérna. Lóðrétt: 2 Jólatré. 3 Ós. 4 Naglinn. 5 Aburð. 7 Fiink. 14l Ár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.