Tíminn - 28.06.1970, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.06.1970, Blaðsíða 6
SUNNUDAGUR 28. júní 197«. TÍMINN hinn dularfulli f nýrri kvikmynd í kvikmyndaupptökusal í París, situr Alain Delon mak- indalega í stól og starir dreym- andi augum út í loftið *.Iann er virðulega klæddur, í bláum klæðskerasaumuðum fötum með vesti, snjóhvítri skyrtu með stífum flibba og með breiðröndótt hálsbindi Hárinu er skipt í miðju og það liggur eins og límt við höfu'ðið Alain er nákvæm útgáfa af stjörnum áranna kringum 1930 og virð- ist eiga fátt sameiginlegt með hetjum síðari ára. Þótt í upptökusalpum sé mik- ill ys og þys, situr Alain graf- kyrr úti í horni. Skyldi hann vera þreyttur, eða ef til vill í slæmu skapi? Nei — hann vill bara vera í friði, meðan hann hugsar um upptökuna, sem i hönd fer. Alain Delon er nefnilega ekki bara leikari í kvikmyndinni, „Borsalino'* held ur líka framleiðandinn og slíkt skapar gjarnan vanda. Annan mann ber þarna að og sá er algjör andstæða Alains. Það er Jean-Paul Belmondo. — Hvernig líður forstjóranum? spyr hann brosandi. Hann er vel klæddur eins og Alain, en fötin eru drapplituð og bindið rósótt. Belmondo er með hend- ur i vösum, því þegar hann er ekki að leika, veit hann aldrei hvað hann á að gera af hönd- unum á sér. Þessir tveir menn eru afar ólíkir. Alain hylur allar tilfinn- ingar sínar bak við kalda grimu, allar hreyfingar hans eru mark- vissar og yfirvegaðar, og hann er mjög fátalaður, opnar sjald- an munninn, án þess að segja eitt hvað sem skiptir máli. Jean-Paul er glaðlegur og spaugsamur, en Alain er venjulega alvarlegur á svip. Hann á aðeins eitt sameig- inlega með Jean-Paul — starfið. Þeir hafa í mörg ár verið toppstjörnur í frönskum kvik- myndum og lengi hefur fólk óskað eftir að fá að sjá þá leika í einni og sömu myndinni. Þessi ósk fæst bráðlega uppfyllt, því þeir eru um þessar mundir að leika tvo glæpamenn í kvik- myndinni „Borsalino" sem ger- ist í Marseille fyrir um það bil 40 árum. Þarna lifa þeir félag- arnir á ránum, grunsamlegum fyrirtækjum og ólöglegum upp- átækjum, en slíkt setti mjög svip sinn á vissa hluta Marseille- borgar á þessum árum. Alain leikur Franqois nokk- urn Capella, glaumgosa, sem dýrkar hraðskreiða bíla og fall- egar stúlkur. Vinur hans, Roch Siffredi, er raunsýnni og kröfu- harðari og treystir aldrei nein- um, nema sjálfum sér Ha ’o er kaldrifjaður og eigingjarn, hef- ur gaman af nð reyna meira, en hann getur og dregur alltaf vin sisn Capella með út f ævintýr* in. I byrjun myndarinnar eru þeir tveir svamir óvinir út af stúlku, en verða að lokum óað- skiljanlegir vinir. Þeir standa utan við samfélagi® og báðir eru þeir litrikir fulltrúar tíma- bils, þegar ekkert skildi milli gleði og sorgar. Einstök æska f mörgum kvikmyndum sín- um nú seinni árin hefur Alain Delon gætt hvern glæpamann- inn á fætur öðrum, þvQiku lífi, að enginn efast um, að hann hafi ótviræða hæfileika og jafn vel þekkingu á slíku. Ekki llt- ur Alain út eins og glæpamað- ur er óhætt að segja, en skýr- inguna er eins svo oft, að finna í fortíðinni. Alain átti næstum æfintýra- lega barnæsku, sem skilið hcf- ur eftir spor. Barnungur tók hann þátt í styrjöldinni í Indó- Kína, sem fallhlifahermaður. Það kynntist hann hræðslu og hörku í bardögum í frumskógin- um. Alain fæddist í Soeaux, út- borg Parisar, 8. nóvember 1935. Hann var aðeins þriggja ára, þegar foreldrar hans skildu. Móðir hans giftist skömmu sið- ar slátrara og þau bjuggu sér rólegt Lítið heimili. En Alain kunni ekki við rólegheitin, hann vax hálfgert vandræðabarn, ó- þolinmóður og skapmikill. Hann var rekinn úr fjöldamörgum skólum um æfina vegna slæmr- ar hegðunar. Að lokum gáfust foreldrarnir upp við að reyna að mennta Alain, og hann var látinn læra kjötiðnað. Eftir hálft ár gafst hann upp á því og strauk a® heiman og ætlaði til Ameríku. En ekki komst hann þangað og skömmu seinna lenti honum illa saman við foreldra sína og fór sem sjálf- boðaliði í stríðið í Indó-Kina, aðeins 17 ára. Auður og heiður Ilann kunni ekki við sig i stríðinu, þar voru strangar regl K.R.R. ÞRÓTTUR K.S.Í. SPELDORF - ÞRÓTTUR leika á Laugardalsvellinum i kvöld kl. 20.30 KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ ÞRÓTTUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.