Tíminn - 28.06.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.06.1970, Blaðsíða 9
9UNNUDAGUR 28. júní 1970. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Frambvœmdastjóri: Kristjáin Banediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þónairinisson (áb), Anidrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karrlsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Ritstjórnar- skrifstofur í Edduhúsiniu, símar 18300—18306. Skrifstofur Banlkastræti 7 — AfgreiSslusimi 10323. Auglýsingasími 19523. Aðnar skrifstofur simi 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuði, innanlands — f lausasöiu kr. 10,00 eint. Prenitsm. Edda hf. Rannsóknir i þágu atvinnuveganna Meðal þeirra mála, sem ekki fékkst tekið til afgreiðslu á síðasta þingi, var tillaga Jóns Skaftasonar um aukið fjármagn til rannsókna í þágu íslenzks atvinnulífs. Sam- kvæmt henni skyldi ríkisstjórninni falið að gera áætlun um aukið fjármagn til slíkra rannsókna og tryggja, að á næstu 5 árum hækki fjárveitingar til rannsóknarmál- efnanna um a.m.k. 0,2% af þjóðartekjunum. í greinargerðinni var upplýst, að árið 1966 ráðstöf- uðu íslendingar um 0,4% af þjóðartekjum sínum til rann- sóknarstarfsemi, Norðmenn 1,1%, Svíar 1,5%, Bretar 2,3% og Bandaríkjamenn 3,3%. í framhaldi af þessu segir svo í greinargerðinni: „Af þessum upplýsingum er ljóst, hversu alvarlega horfir hjá okkur í þessum efnum og hversu stórt átak þarf að gera hér á landi, til þess að við sinnum þessum mikilvæga málaflokki í líkingu við það, er aðrar menn- ingarþjóðir gera. Sem betur fer virðist nú ört vaxandi skilningur hjá þjóðinni á mikilvægi rannsókna 1 þágu atvinnulífsins. Þrátt fyrir litlar fjárveitingar til rannsóknarmála, hafa vísindamenn okkar unnið ýmis afrek á sínu sviði, sem fært hafa þjóðinni mikinn arð. Nægir að minna á bólu- efni gegn garnaveiki í sauðfé, sem dr. Björn heitinn Sigurðsson fann upp fyrir nokkrum árum og fróðir menn telja að spari bændum árlega um 50—60 milljónir króna. Þá hef ég einnig lesið grein eftir einn af yngri vísinda- mönnum okkar, sem segir, að hefðu niðurstöður rann- sókna á þéttingu hrauna vegna framburðar jökulfljóta, legið fyrir, þegar hin mikla Búrfellsvirkjun var undir- búin, þá hefði mátt spara 40 milljónir króna í byggingar- kostnaði Búrfellsvirkjunar. Af þessu má ljóst vera, hversu mikilvægu hlutverki rannsóknarstarfsemin getur gegnt, Með tillöguflutningi þessum er stefnt að því að auka þann hluta þjóðartekna, sem til rannsóknarstarfsemi gengur, jafnt og þétt á hæstu 5 árum, þannig að þá verði a.m.k. 1,5% þeirra varið í þessu skyni. Stæðum við þá árið 1975 í sömu sporum og Svíar voru 1966. Sjálfsagt er, að atvinnuvegirnir, þeir sem njóta eiga ávaxtanna af rannsóknastarfseminni, leggi sitt af mörk- um til þess, að þessu marki verði náð, en veruleg ríkis- framlög þurfa þá líka til að koma.“ Eins og áður segir, fékkst þessi tillaga ekki afgreidd á þinginu. Hér er þó tvímælalaust um að ræða eitt allra mesta stórmál þjóðarinnar. Kiörorð Gylfa Alþýðublaðið læzt vera ákaflega hneykslað yfir því, að tekizt hefur samvinna milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Kópavogskaupstaðar. Það birtir í tilefni af því forsíðugrein í gær og notar stærsta letur sitt í fyrirsögnina: Ekkert nema íhaldið! Fyrir Alþýðublaðið er alveg óþarft að vera að klína bessu kjörorði Gylfa Þ. Gíslasonar á Framsóknarflokk- inn, þótt samstarf takist milli Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna í ákveðnu bæjarfélagi. Samvinna í bæjarmálum fer eftir aðstæðum á hverjum stað og er alveg óháð landsmálapólitíkinni. Forustumenn Alþýðu- flokksins þurfa því ekki að hafa slíkar andvökur. af samstarfinu í Kópavogi og skrif Alþýðublaðsins benda til. Þ.Þ. TÍMINN DAGENS NYHETER, Stokkhólmi: Svíar eiga tvo valkosti í við- ræðum við Efnahagsbaodalagið Hin svonefnda aukaaðild kemur sennilega ekki til greina. PALMH forsætisráöherra LJÓST er orðið hvenær við- ræður hefjast um stækkun Efnahagsbandalags Evrópu, hins evrópska efnahagsibanda- lags Frakklands, Vestur-Þýzka- lands. ítalíu, Belgíu, Hollands og Luxemburgar. Opinber fiund ur hefst 30. júní, en verður eflaust aðeins formlegur fund- ur. Til fundarins eru boðaðir fullltrúar þeirra ríkja, sem sótt hafa um beina aðild að banda- Ilaginu. eða fulltrúar Englands, Danmerkur, Noregs og írlands. Fulltrúar Englendinga verða kvaddir til raunverulegra samningafunda um 20. júlí, en fulltrúar hinna -tmsækjend- anna um það bil mánuði síðar. Gera má ráð fyrir, að nokkru síðar. eða í lok október í haust, geti komið til fyrstu viðræðna við fuiltrúa annarra EFTA- rikja, eða Finna, íslendinga, Portúgala. Svisslendinga. Svía og Austurríkismanna. Svíar eru ekki taldir meðal umsækjenda um beinn aðild, enda var ekki kveði á uim neina ákveðna aðild í tilmælum þeirra. Af hálfu Efnahags- bandalagsins hefur þeim EFTA rikjum, sem ekki fara fram á beina aðild, verið skipt í þrjá hópa. Svíar og Austurríkis- menn ákveða sjáifir hilutleysis- stefnu sína og er því unnt að hugsa sér hvers konar aðildar- form sem vera skal þeim til handa, þar á meðal fulla að- ild. Hlutleysi Finna og Austur ríkismanna er háð mililiríkja- samningum og hafa þeir bví ekki jafn frjálsar hendur um samninga. í þriðja iagi eru svo fslendingar og Portúgala’’, sem greinilega yrði að veita sér- stoðu af efnahagsástæðum. SVÍAR geta gert ráð fyrir þremur möguieikum: f fyrsta lagi er full aðild. Af henni leiða að sjálfsögðu fullar skyidur samkvæmt Róm arsáttmálanum, en einnig sæti og atkvæðisrétt'ur í ráðherra- nefndinni, en þar ta'ka fulltrú- ar ríikisstjórna aðildarríkj- anna bindandi ákvarðanir, — og einnig í nefndinni, sem undirbýr mál og gengur frá tlllögum og hefur umsjón með, að sameiginlegar stofnanir fylgi fram teknu.m ábvörðun- um. f öðru lagi er aukaaðild. Henni geta fylgt mismikil rétt- indj og mismikiar skyldur, en ekki réttur til íulltrúa í fyrr- nefndum stofnunum, aðeins að ild að sérstöku ráði, sem fjail- ar lum saimskipti Efnahags- bandalagsins og viðkomandi ríkis. f þriðja lagi er svo sérsamn- ingur. sem veitir rétt til sam- starfs á vissum sviðum, til dæmis tollfrjálsra verzlunarvið- skipta. en nær að öðru leyti miHu skemmra en aukaaðild. SÆNSKA ríkisstjórnin kaus að leggja annan möguleikann til grundvaillar við fyrstu um- sókn um aðild að Efnahags- bandalaginu árið 1961. Þá var einkum deilt um aukaaðild eða fulla aðild, en til voru þó þeir, sem á bvorugt vildu fálilast. CGóð grein er gerð fyrir þess- um umræðum- í- bæklingi Mats Bergquist, „Svíþjóð og Efnahags bandalagið", og er óhætt að mæla með honum við þá,. sem vilja kynna sér nánar um hivað er í raun og veru að ræða.) Aukaaðildin hefur smátt og smátt þokazt fjær síðan 1961. Hún er einkum ætluð þeim ríkjum, sem geta ekki af efna- hagsástæðum gerzt fiullgildir að en það á engan veginn við um ilar að Efnahagsbandalaginu, Sviiþjóð. Sænsku ríkisstjórninni hefur smátt og smátt orðið þetta Ijóst og af þeim ástæðum var umsóknin endurnýjuð árið 1967, án þess að nokkuð væri nánar tiltekið um aðildarform- ið í umsókninni. Ef draga má ályktun af þeim skoðunum, sem komið hafa fram af hálfu fuW trú a Efnah agsb a nd álagsins, eru það annað hivort fyrsti eða þriðji möguleikinn, sem eink- um koma til greina eins og sakir standa. ÞRÁTT fyrir hina óákveðnu urnsókn Svía þykir fram kom- ið, að þeir telji fulla aðild geta komið til greina. Ekki verður ráðið af þeim fregnum, sem bcrizt hafa af umræðum innan ráðherranefndar Efna- hagsbandalagsins að undan- förmi. að Svíar geti átt yon á beinum hindrunum vegna hiut leysisstefnu sinnar. Þeir verða að vera við jwi búnir að þurfa ef til vill að samþykkja Rómar- sáttmálann skWyrðislaust og stefnu Efnahagsbandalagsins eins o.g hún kann að verða ákveðin. Hafni þeir þeim kosti, verður þeim gefinn kostur á viðræðum um tollfrjáls verzl- unarviðskipti og breytingar á sænsku efnahagslífi til sam- ræmingar Efnahagsbanda- laginu. Þetta kann að þyikja að ein- hverju leyti óaðgengilegt. Mest ríður á að viðhafa fulila gát og minnast þess- fyrst og fremst, að það eru einungis frumumræður, sem fram eiga að fara. Af hálfu Efnahags- bandalagsins er vitaskuld M gengið út frá því, sem full- i trúar þess telja í beztu sam- | ræmi við hagsmuni þess. Sví- | ar eru æskilegir aðilar í ýmsu | tilliti. Þeir hafa upp á drjúg- | mikla markaðsmöguleika að i bjóða og hafa ýmislegt að mörkum að leggja hvað tækni og iðnvæðingu áhrærir. FRÁ sjónarmiði Efnahags- bandalagsríkjanna væri eflaust mjög hagkvæm lausn að tengja efnahagSlíf Svía bandaiaginu, án þess að þurfa að láta þeim í té aðild að stjórn bandalags- ins eða ákvörðunum. Þessi möguleiki þarf ekki að tákna, að 'hefðbundin andatnða Svía gegn hvers konar Ibindandi bandalögum sé í raun og veru álitin alvarleg hindrun. Ýmislegt, sem fram hefur komið af háflfu Efna- hagsbandalr.gsins, bendir til að svo sé ekki. En vitaskuld liggur í augum uppi, að því fleiri ríki, sem unnt er áð tengja bandalaginu án þess að þurfa að veita beim sæti og atkvæðis- rétt í ráðherranefndinni, því betur þykjast aðildarríkin hafa komið ár sinni fyrir borð. Það hlýtur ávallt að vera þ"í auð- veldara að komast að biður- stöðu og taka ákvörðun sem þeir aðilar eru færri, som um málin eiga eð fjalla. Sú afstaða, sem fulltrúar Efnahagsbandalagsins virðast hfa tekið til væntanlegra við- ræðna. er því ákaflega auð- skiljanleg frá beirra sjóaar- miði séð. Hitt er einnig jafn augljóst. að Svíum ber að miða sína afstöðu við eigin hagsmuni, — en beim hlýtur að vera bezt borgið ef sflcyld- unum, sem undir verður að gangast, fylgja þau réttindi, S sem full aðjld ein getur veitt. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.