Tíminn - 28.06.1970, Blaðsíða 12

Tíminn - 28.06.1970, Blaðsíða 12
12 TIMINN -----------1------------; Finnur Karlsson skrifar um íshockey: SUNNUDAGUR 38. jiísu 197«. ÞORSTEINN SKULASON, héraSsdóitislögmaður HJARÐARHAGA 26 Viðtalstíxni ki. 5—7. Sími 12204 Stanley-bikarinn Stanley-bikarinn. orðin eru vetna þar sem íshockey er sö,gð með 'virðingarhreixn, hvar leikið, hvar í heiminum sem Iðunnar skór er. Þrátt fyrir, að peningalegt verðmæti bikarsins sé í kring- um 1 milljón íslenzkra króna, er það ekki það, sem s-kapar virðingu hans, heldur hitt, að hvert það lið, sem vinnur þennan bikar, fær nafn sitt grafið á hann, og er um leið talið bezta íshoekey-lið í heimi. Stanley-bikarinn er elzti verðlaunagripur, sem keppt er um, í atvinnumannaíþróttum í Norður Ameríku. Árið 1893 gaf Frederic Arfchur, Lord Stanley af Preston, þáverandi landstjóri Kanada, þennan far andbikar og var fyrst keppt um hann af á'hugamönnum. Síð- an árið 1900, þegar atvinnu- menn yfirtóku bikarinn, hefur hann verið tákn þess bezta sem til er í íshockey. o,g síð- an 1926 hefur engum nema iiðum úr fyrstu deild (N.H.L). tekizt áð vinna hann. enda ekki á færi nema beztu liða, að hætta sér út í þann darraðar dans, sem þar á sér stað. Fyrir utan það, að mesta virðing sem íshockeyliði getur áskotn azt, er að vinna þennan bi'kar og hafa hann i sínum sölum í eitt ár, er til mikilia peninga að vinna, fyrir það lið sem vinnur hiverju sinni. Keppni um bikarinn er s'kipt í 4 riðla, með 2 liðuim í hverj- um riðli. 21 leikmaður er skráð ur 1 atvinnumannaliðið í Norð- ur Ameríku. 17 leikmenn, sem skiptast á um að spila inn á vellinum, (þar spla 6 menn ’ í ’einu !'úf hvord liði) og svo •> 4 varamenn. Það sigurlið úr fyrstu umferð, sem hefur bezta markahlutfall, færir að launum hverjum hinna 21 leik manna ,u,m 200 þús. ísi. kr. Það lið sem bezta marka- og stigahlutfall nær út úr undan- úrslitum. fær sömu upphæð, 200 þús. á hvern leikmtnn, og í því liði sem vinnur þikarinn, fær hver leikmaður 700 þús. ísl. kr. Þótt fjárhæðirnar sóu mikl- ar j þessari keppni, er það ekki allt, eins og ég áður gat, heldur hitt, að það 1 lið sem vinnur hverju sinni. fær nafn sitt grafið á bikar- inn, og er það að likindum æðsti draumur hvers íshockey- leikmanns, að verða þeirrar sæmdar aðnjótandi. Landslið Rússa hefur stund- um farið í j'firreið um Norð- ur Ameríku, og komið hefur fyrir að liðinu hafi tekizt að sigra lið úr íyrstu deild. en oftar hefur þó tapið verið þeirra fylginautur, þótt beir séu heims meistarar áhugam., og hafi ver ið það undanfarin 9 ár. Einnig hefur 'koanið til umræðu að þeir fái aðgang að Stanley-bik- arkeppninni. en ekki orðið úr vegna ósamkomulags um leik- reglur, en leikreglur eru aðai- lega tvenns konar, annars veg- ar atvinnumannareglur, sem leyifa mikil bolabrögð sé þeim beitt rétt, og hins vegar áhuga mannareglur, sem eru öllu fínni. Rússar treysta sér se;m sé, enn sem komið er, ekki til að leifca eftir hinum hörðu regl um atvinnumanna. SíðastMðinn vetur til dæmis, átti að halda heimsmeistarakeppni áhuga manna í Kanada, en þegar á hólminn kom, varð uppi óánægja meðal Evrópuþjóða er sáu fraim á, að með þessu mótj yrði Kanada að líkindum beimsmeistarar um tíma og ei- lífð. og varð endirinn sá. að heimsmeistara'keppnin fór fram í Svíþjóð, án þátttötou kanadíska liðsins. Af þessu má sjá, að lítil von ér til þess að Evrópulið kom- ist i tæri við Stanley-hikarinn í bráð. Vert er að taka fram, að þegar ég segi iheimsmeist- arakeppni áhugamanna, þá er óhætt að fullyrða, að það séu atvinnumenn frá öllum lönd- um heims meðal þátttakenda nema Kanada og U.S.A., því Svíþjóð, Rússland og önnur lönd, halda sínum beztu leik- mönnum uppi, og bera í þá fé, svo þeir geti ótrufflað stund að sína íþrótt. Uffe Sterner stjörnuleikmað ux Svíþjóðar í þessari íþrótta- grein, reyndi um sinn að ná fótfestu i fyrstu deildinni vest an hafs, en stóð þar stutt við, þótt með tveim liðum reyndi, Boston Bruins og New York Rangers, og fé'kk hann s'læan eftinmæli þrátt fyrir að hann er þektotur um Evrópu sem Hr. íshockey frá Svíþjóð. Eftirtalin lið hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi, að fá nafn grafið á Stanley-þifcarinn: Montreal Canadiens 16 sinnum Toronto Maple Leafs 11 sinn- um, Detroit Red Wings 7 sinn- um, Ottawa Senators 6 sinn'Mn Chicágo Black Hawks 3 smu- um, Boston Bruins 3 sinnum, New York Rangers 3 sinn'un. Toronto Arena 2 sinnum, Qu- beck Bulldogs 2 sinnum, Mont real Wanderers 2 sinnum, Mont- real Maroons 2 sinnum, Victor ia Cougars 1 sinni. Toronto St. Pats 1 sinni, Seattle Metro- politans 1 sinni, Vancouver Millioners 1 sinni, Kenora Thistles 1 sinni. JÖRÐ Viljum kaupa eyðijörð Veiðiréttindi æskileg, Vinsamlegast hringið í Reykjavík. , einhvers staðar á landinu. en ekki skilyrði. í síma 26527, eða 37732

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.