Tíminn - 28.06.1970, Blaðsíða 7
«OTTNUDAGUR 28. jfiní 1970.
TIMINN
7
Nathalíe byrjaSi leikferil sinn meS því að enda hjónabandið. Hér
sjást þau Alain saman á götu í París eftir skilnaðinn en á milli
þeirra er sonurínn, Anthony.
ur og það var ekki hans sterka
hlið a® virða reglur yfirleitt.
En það var enginn miskunn,
hann varð eins og hinir að fara
út í frumskóginn og taka þátt
í blóðugum bardögum við
skæruliða. Reynsla hans þarna
austur frá, hefur markað djúp,
óafmáanleg spor í sál hans.
Þegar Alain losnaði úr stríð-
inu, stóð hann aftur á götum
Parísar, eirðarlaus, heimilis-
laus, bitur og til í allt . . .
Sem betur fór, féll hann ekki
fyrir neinum slæmum freist-
ingum, sem þar leynast alls stað
ar, heldur fékk sér vinnu, á
kaffihúsi við Champs Elysées.
En jafnframt heillaðist hann af
kvikmyndaheiminum, þótt hann
hefði aldrei haft tækifæri til
að leika í skólaleikriti, hvað þá
meira.
Fyrr en varði, var hann búinn
að kynnast þessum heimi og
þar sem hann hafði fengið leik-
araútlit í vöggugjöf, leið ekki
á löngu, áður en framleiðend-
urnir komu auga á hann, sem
leikaraefni.
Síðan þetta var, hefur Alain
Delon leikið mikið í Frönskum
og ítölskutn myndum og auðg-
azt vel á því, auk þess að verða
frægur og dáður.
Hann ætlaði sér einrjg að
sigra Hollywood, en það mis-
tókst hrapalega og hann flaug
vonsvikinn heim til Parísar.
Þar lék hann í „Svarta túli-
pananum", en sú mynd var illa
sótt og einnig tvær þær næstu.
En svo fór að ganga betur og
hann varð aftur vinsælasti
franski leikarinn.
Auk þess, sem Alain átti við
erfiðleika að stríða í starfi,
gekk heilmikið á í einkalííi
hans. í fjögur ár bjó hann með
Romy Schneider, sem blöðin
kölluðu „eilífðárkærustuna"
hans. Þau voru sífellt að rífast
og sættast aftur og hin storma-
sama sambúð þeirra var slúður-
dálkunum kærkomið efni.. Loks
urðu þau ásátt um, að slíta sam
bandi sinu að fullu.
Byrjunin á endinum
Það var, þegar Alain var að
leika í „Svarta Tulípananum",
að hann kom auga á óvenju fall-
ega stúlku, sem var ritari leik-
stjórans. Þetta var engin önn-
ur en Nathalie Barthelemy. Hún
var nýlega skilin við Marokk-
anskan kaupmann og átti fjög-
urra ára gamla dóttur. Alain
féll kylliflatur fyrir þessari
fegurðardís og áður en töku
myndarinnar var lokið voru þau
gift.
Nú var Alain þrítugur að
aldri og stóð á hátindi lífs síns
,í öllum skilningi. Hann var topp
stjarna í kvikmyndunum, auð-
ugur, átti konu, sem hann var
yfir sig hrifinn af og svo fædd-
ist sonurinn, Anthony, og strax
voru gerðar miblar áæfclanir um
framtíð hans.
En þessi rósrauða sæla tók
enda. Hjónabandið losnaði í
reipunum, bæði voru þau þrá
og hvorugt” vildi láta undan.
Nafchalie hafði lengi dreymt
um að komast hinum megin við
kvikmyndavélina og var ekki á
því að gefast upp. Til að halda
heimiiisfriðinn, afróð Alain að
láta hana fá aðalhlutverkið í
næstu mynd sinni. En hann dró
ekki dul á, að honum fannst
nóg. að hafa eina „stjörnu“ í
fjölskyldunni.
Frumraun Nathalie sem leik-
konu varð endirinn á hjóna-
bandinu. Þau komu sér saman
um uppeldi sonarins og skildu
síðan að skiptum.
Tilkynningin um skilnað
þeirra, drukknaði næstum í
fjaðrafokinu út af Markovitch-
málinu.
Forsí^uefni
Á eyðilegum stað í nánd við
Versali, fannst myrtur maður
í plastpoka þann 1. október
1968. Hinn myrti reyndist vera
I niyndmni leikur Alain á móti Mircille Darc. Þau eru einnig
saman ufan vinnu og margir vilja halda að hún veröi næsfa frú
Deton.
Stefan Markovitch, glaumgosi
af júgóslavneskum uppruna.
Hann var áður einkaritari Alain
Delon og heimilisvinur þeirra
hjóna síðan. Vitni héldu því
fram, að hann hefði gefið
frúnni hýrt auga. Ekki bætti
þetta allt saman úr skák fyrir
Alain.
Málið var forsíðuefni dag-
blaðanna bæði heima og er-
lendis, og enginn endir virtist
á öllum þeim sögum sem sagð-
ar voru af villtum svallveizl-
um og eiturlyfjasamkomum,
sem Delon-hjónin og Marko-
vitch áttu að hafa tekið þátt í.
Alain var margsinnis yfirheyrð
ur og bréf fannst sem flækti
málin um allan helming og
beindi gruninum að Alain. Svo
langt gekk, að hann stefndi
þrem blöðum, sem opinberlega
höfðu ásakað hann um morð-
ið á Markovitch.
Erfitt hlutverk
Morðgátan er enn óleyst, en
Marcantoni, vinur Alains, er
sá eini, sem grunaður er og
hann situr enn bak við lás og
slá. 4000 þéttskrifaðar síður af
framburðum vitna liggja fyrir
og enn er ið úr þessu.
Alain Delon og Jean-Paul Belmondo leika í fyrsfa sinn saman f
myndinni „Borsalino"
Auðvelt væri að ímynda sér,
að Markovitch-málið hefði spillt
mjög frama Alains, eða jafnvel
bundið enda á frægðarferil
hans. En þvert á móti, er hann
vinsælli nú í heimalandi sínu,
en nokkru su.r,, fyrr.
Ilið leyndardómsfulla morð-
mál, sem Alain lék erfitt hlut-
verk í, ber ef til vill í skauti
sínu frekari velgengnj hans á
sviði kvikmyndanna.
„Dularfulli maðurinn" er
Alain Delon sfcundum kaMaður.
- Nú er hann dularfyllri, en oft
áður og gæti áreiðanlega leikið
„Hinn grunaða“ af innlifun og
mjög eðlitega, eftir reynslu
sína.
Verðlaun fyrir rétt svar
10.000 KR.
Seðlar með fleiri en einum krossi eru ógildir.
Dregið verður úr réttum lausnum hjá borgarfógeta mánudaginn 13. júlí
Rétta svarið ásamt nafni vinningshafa verður birt hér í blaðinu.
Skilafrestur: Klippið út augiýsinguna, og sendið í lokuðu umslagi til auglýs-
ingadeildar (afgreiðslu) blaðsins fyrir 10. júlí merkt JMRS,
VERÐLAUNAGETRAUN
Hvað af eftirtöldum verkum
vinnur þessi nýja vél?
□ Hún fyllir á ölfölskur með nýrri áður
óþekktri aðferð.
□ Hún framleiðir smjörlíki, sem varla
þekkist frá smjöri.
□ Hún pillar rækjur á við tvö hundruð
manns.
□ Hún fínmalar kaffi svo það verður jafn-
ara og drýgra en áður hefur þekkzt.
□ Hún bindur heyköggla og pakkar.þeim
um leið í plastpoka til að fyrirbyggja
rýrnun á fóöurgildi.
□ Hún blandar og framfeiöir nýjar teg-
undir af þurrkuðum súpum.
□ Hún sólar hjólbarða meö nýju vinyl
teygjuefni, er eykur notagildi þeirra
um 200%.
□ Hún hrærir og hnoðar deig í nýja teg-
und af kexi.
□ Hún pakkar mjólk f hentuga stserð af
pappakössum.
□ Hún framleiðir slitlag á vegi, úr offumol
og malbiki, er má leggja beint á malar-
vegi.
Eitt af þessum 10 atriðum er rétt.
Setjið kross í reitinn við rélta svarið.