Tíminn - 28.06.1970, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.06.1970, Blaðsíða 5
í sam'bandi við athugun o'kkar á skákinni Friðrik—Benkö í síð- asta þætti, urðum við vitni að því hvernig 12. leikur hvíts, Rh4, setti „strategískt" mark sitt á Skákina og varð upphaf þeirrar áætlunar, sem hvítur síðan fram- fylgdi. í kjölfar leiksins fylgdi frsmrás hvítu peðanna á kóngs- vnngnum (17. f4 og 22. g4, ásamt 25 f5), og svartur fékk að lok- um við ekkerf ráðið. Þessa áætlun, sem nefna mætti Rh4-áætlunina, sjáum við framkvæmda á ný í skákinni, sem hér fer á eftir, að vísu með örlítið breyttum kenni leitum. Það er að sjálfsögðu eðli upphyggingarinnar í þessum tveimur skákum, sem gerir áætl- unina framkvæmanlega. Lugano 1970. Hv.: Friðrik. Sv.: Lazlo Szabo Sikileyjarvörn (?) 1. Rf3 — gG 2. d4 — Bg7 3. e4 — c5 (Með breyttri leikröð er komin upp sama staðan og í skákinni Friðrik — Benkö). 4. c3 — cxd4 5. cxd4 — d6 (Szobo tekur byrjunina nokkuð öðruni tökum en Benkö, en ekki líður á löngu, þar til ská'kin bein- ist inn á svipaða braut). 6. h3, (Gagnlegur leikur í þessari stöðu. Iíann kemur í veg fyrir, að svart- ur nái að þrýsta á d4-peðið með þ\Tí að leppa riddarann á f3. Auk þess hefur leikurinn aðra gagn- lega eiginleika, eins og síðar kem ur í Ijós). 6. _, _ Rf6 7. Rc3 — 0—0 8. Bg5, (Þessi leikur er kunnur úr öðrum byrjunum, en hlutverk hans er m.a. það að fá svart til að leiká —, h6, sem gæti reynzt veiking á svörtu stöðunni. Þetta leiðir hugann að fyrri skákinni, þar sem hvíti riddarinn var sendur út af örkinni til að veikja svörtu kóngsstöðuna (10. Rgð!) 8. —, — Rc6 (í slíkri stöðu hlýtur ávallt að vakna spurning um markmið og leiðir. Ýmsir mundu taka af skar- ið hér og leika 9. d5, aðrir mundu kjósa að bíða átefcta og viðhalda spennunni á miðborðinu. Ákvörð- un þessa eðlis getur kostað mifcil heilaforot, en hún hlýtur í öllu verulegu að markazt af persónu- legum viðhorfum skákmannsins, reynslu hans og skapgerð). 9. Be2, _ h6 (Svörtum finnst staðan þröng og ákveður að grípa til gagnaðgerða á miðborðinu. Áður þarf hann þó að reka biskupinn á g5 af höndum sér, en við það skapast veikleiki á kóngsvængnum, sem hvítur reynir að færa sér í nyt á svipaoan hátt og í fyrri skák- inni). 10. Be3 — (Hér kemur í ijós einn kosturinn við 6. leifc hvíts. Svartur getur nú ekki leikið —,N Rg4). 10. —, — d5 (Skákin beinist nú inn á svipaða braut og fyrri skákin) 11. e5, —“Rel 12. Hcl (Hvítur vill firra sig öllum áhyggj um af bakstæðu peði á c-línunni, en jafnframt er leiknum ætlað-að koma í veg fyrir, að svartur geti með góðu móti losað um stöðu sína með —, f6) 12. _, — Be6 (Svörtum líkaði ekki áframhaldið 12. —, f6, 13. Rxd5, sem virðist leiða til betri stöðu fyrir hvítan í ölluni afbrigðum (13. —, Dxd5, 14. Bc4). Einnig 12. r-, Rxc3, 13. Hxc3, f6 hefur sína > annmarka vegna veikleika svörtu peðanna á kóngsvængnum). 13. Bd3 (Miðar enn að því að torvelda framrás svarta f-peðsins. T.d. strandar 13. —, f5 á 14. exf6 frhj. og svartur tapar peði). 13. _, — Bf5 14. 0—0, — Rxc3 15. Hxc3, — Bxd3 16. Dxd3, — (Staðan hefur nú einfaldazt nokk uð, vegna upps'kipta, en í „strate- giskum“ skilningi hlítir hún söimu lögmálum og áður). 16. _, — Dd7 (Undirbýr —, Df5, sem hvítur hindrar með Rfo4-áætluninni marg nefndu. Með 16. —, e6 gat svart- ur komið í veg fyrir þessa áætl- un, en hvítur lumar þá á öðrum sterkum leik, sem sé 17. Rh2! — Hugmyndin með leiknum er í stuttu máli sú, að leika 18. Dd2 ásamt 19. Rg4. Reyni svartur að hindra þ'etta með 17. —, h5 leikur hvítur 18. Rf3, og hefur þá myndazt uggvænlegur veik- leiki á g5). 17. Rh4! (Teningunum er kastað!) 17. _, — e6 18. f4, — Re7 19. g4, — (Allt samkvæant „formúlunni") 19. _, — Hfc8 (Hér er komið að vandasamasta augnablikinu í skákinni. Hvítur er staðráðinn í því að leiða skák- ina til lykta með kóngssókn, ea hann gerir sér grein fyrir því, að hann þarf á báðum hrókun- um að halda, ef sóknin á að bera árangur. Af þessari ástæðu leiðir hann hjá sér mannakaup og vík- ur hróknum af c-línunni í þeirri von, að hann komi síðar að gagni á kóngsvængnum. Þetta hefur að sjálfsögðu í för með sér þá áhættu, að svartur nái gagnsókn á c-línunni). 20. Hb3!?, — Hc6? (Eitt af þessum undarlegu tilvik- um, þar sem leikur getur verið rökréttur, en samt sem áður rang- ur Svartur leitar uppskipta á hrókunum (—, Iíb6) til að draga úr sóknarmætti hvítu stöðunnar, en gætir þess ekki. að hvítur á „taktískar" örvar í mæli sínum. 20. —, Hc4 hefði torveldað mjög sóknaráform hvíts). 21. Db5! — (Þessi óvænti leikur gerir mögu- lega þá tilfærslu hvíta liðsins, sem sóknin á kóngsvængnum krefst. Svartur verður að snúast til varnar um sinn, og við það vinnst tími til að koma hróknum á b3 í gagnið á kóngsvængnum. Þar með er orustan unnin. — Þarna er fengin enn ein sönnun þess, að „strategía" og „taktík" hljóta ávallt að haldast í hendur). 21. _, — b6 22. Bd2, — Hd8 23. De2! — Hc4 (Eða 23. —, Hc2, 24. Ddl, Hdc8 25. Bc3 og hvít-ur vinnur) 24. Hd3 — Hc2 (Hvítur er nú búinn að fá því framgengt, sem hann vildi og gerir sér ekki grillur út af einu peði). 25. f5! — exf5 (Eða 25. —, g5, 26. f6, gxh4, 27. fxg7, Rg6, 28. De3 og vinnur). 26. gxf5, — Rxf5 27. Rxf5, — gxf5 28. Hg3, — (Nú er svartur algjörlega glat- aður) 28. _, _ De6 29. Khl, — Kh8 30. Dg2, — (Ekki 30. Hfgl vegna _ f4) 30. _, — h5 (Örvænting). 31. Hxg7, — Hxd2 32. Dxd2. — Svartur gefst upp vegna þess að hann tapar hrók eftir 32. —, Kxg7 33. Dg5t Skýringar við þessa skáfc hafa verið ítarlegar, en hjá því verður ekki komizt, þegar skýra skal áætlanagerð í skák. F.Ó. Já9 gjörid þið svo vel* Heyuið viðsMptm Síiiiinii er (96> 31400 Verksmiðjuafgreiðsla K E A annast heildsöluafgreiðslu á vörum frá framleiðsludeild- um félagsins. Með einu sím- tali getið þér pantað allt það, sem þér óskið, af fjöl- breytilegri framleiðsluþeirra, landsþekktar úrvalsvörur, — allt á einum stað: Málningarvörur og hreinlæt- isvörur frá Sjöfn, kjö.t- og niðursuðuvörur frá Kjötiðn- aðarstöð KEA og hangikjöt frá Reykhúsi KEA. Gula- bandið og Flóru-smjörlíki, Braga-kaffi og Santos-kaffi, Flóru-sultur og safar, brauð- vörur frá Brauðgerð KEA, ostar og smjör frá Mjólkur- samlagi KEA, allt eru þetta þjóðkunnar og mjög eftir- sóttar vörur, öruggar sölu- vörur, marg-auglýstar í út- varpi, sjónvarpi og blöðum. Innkaupastjórar. Eitt símtal. Fljót og örugg afgreiðsla. Kynnið yður kjörin og reyn- ið viðskiptin. Síminn er (96) 21400. SMJÖRLÍKIS öERÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.