Tíminn - 28.06.1970, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.06.1970, Blaðsíða 16
Sunnudagur 28. |úní 1970. Danska lan idsliði ið kemur - Sjá fa 'ls. 13 SIGLINGA- KEPPNI í FOSSVOGI FB—Reykjavík, laugardag. Siglingaklúbburinn Siglunes efn ir til keppni í siglingum og róðr um á Fossvogi miðvikudaginn 8. ijuJi naetsíkomandi og er þetta liður í væntanlegri íhróttahátíð, sem standa mun dagana 5. til 11. 'júlí. Verður keppt í tveimur ald mrsflokkum í kajakróðri og sigl ingu á minni gerð seglbáta. Siglingaklúbburinn Siglunes var stofnaður árið 1962, en Æskulýðs ráð Reykjavíkur og Kópavogs hafa frá upphafi haft samvinnu u,m rekstur hans. Eftir að Borgarstjórn Reykja víkur veitti klúbbnum aðstöðu í Fossvogi við Nauthólsvík sumarið 1967 hefur hann eflzt mjög veru iega ár frá ári. og voru skráðir félagar s. 1. sumar alls 700. Kópavogsbær hefur nú einnig byggt bátaskýli við Fossvog, en deildirnar haífa áfram saimiyinnu um eftirlit, reglur o. fl. Markmið klúbbsins er að kenna ungu fólki '?lingar og róðra, simiði og með ferð báta og koma upp góðri að- stöðu fyrir þessa skemmtilegu ilþrótt. Klúbþurinn leggur mikla áherzlu á, að fyllsta öryggis sé gætt af félögum við sjóferðir. Helztu verkefni klúbbsins við Nauthólsvík að undanförnu hafa verið endurbætur á húsakynnum og umhverfi, bryggjusmíði og smíSi seglibáta (Seascout, 9 fet) en i sumar var hafin smíði stærri seglbáta (Enterprise, 14 fet), en báðar þessar tegundir seglbáta hafa hlotið aiþjóðlega viðurkenn ingu. Að þessum framkvæmdum hafa unnið jöfnum höndurn félag ar í klúbbnum og fastir starfs menn æskulýðsráðs. Umsjón með bátasmíðinni 'hef ur Ingi Guðmundsson skipasmíða meistari annazt. Klúbburinn hefur undirbúið að senda nokkra félaga til Gflasgow Framhaid á bls. 14. Starfsmenn ÆskulýSsráSs og nokkrir gestir horfa á siglingar klúbbfélaga á Fossvogi í gaer. Gunnar) Þátttaka í Landsmóti hesta- manna helmingi meiri en áður FB—Reykjavík, laugardag. Allt bendir nú til þess að Lands mót h^ .tamanna, sem haldið verð ur að Skógarhólum i Þingvalla sveit dagana 10. til 12. júlí, verði stærra og myndarlegra á allan hátt, heldur en önnur landsmót, sem haldin hafa verið til þessa. Til dæmis má nefna, að þátttaka í kappreiðum verður að þessu sinni lielmingi meiri heldur en á síðasta móti, og hafa þegar ver- ið skráðir milli 110 og 120 hest ar í kappreiðarnar. Kristján Guðmundsson hjá Bún aðanféQagi íslands skýrði okkur í dag stuttfiega frá undinbúningi Sagðj hann m. a. að þegar væri búið að skrá 44 hross til þátt töku í skeiði og væri það met- þátttaka. Sagði hann, áð nokkrir hestamenn ættu meira að segja tvo hesta, sem þátt tækju í þess um lið keppninnar. í 300 m eru skráðir 33, 25 í 800 metra og 11 í brokk, en skráningu átti að ijúka í dag. Eins og frá var skýrt fyrir nokkru, verður sérstök Evi’ópu- keppni í Skógarhólum. í þá k^ppni er skráð sérstaklega, og þeir hest ar sem ná tilskildum árangri verða sendir til keppni á meginlandi Evrópu. Þar verða þeir síðan seld ir, að keppni lokinni, þar sem ekki er heimilt að flytja þá hingað ERFITT ATVINNUASTAND HJÁ MENNTASKÓLANEMUM Háskólastúdentar hafna sjómennskunni SB—Reykjavik, laugardag. Ástandið í atvinnumálum skóla fólks er ekki gott nú. frekar en í fýrra, en þó mun það vera held ur skárra núna. Vinnumiðlanir eru starfandi á vegum þriggja skóla í Reykjavík, og hefur þeim gengið misjafnlega að útvega skólafólkinu vinnu. Verst er hljóð jð í forráðamönnum vinnurniðlun ar Hamrahlíðarskólans, en þeir vilja alls ekki meina, að ástandið sé betra en í fyrra. Þegar vinnumiðlun Hamrahlíð arskólans tók til starfa, strax og skólanum lauk, voru 80 atvinnu lausir nemendur þar á skrá. Vinnumiðlunin hefur útvegað 13 þeirra vinnu, þar af 11 erlendis, við skipasmíðar í Danmörku og hjá Loftleiðum í Luxemburg. Nokkrir hafa fengið vinnu eftir öðrum leiðum, en þó eru enn 45 manns abvinnulausir og bafa ekki von um ncina vinnu. Vinnumiðl un MH hefur auglýst símanúmer sitt, 31111, en segja, að atvinnu rekendur hafi get allt of lítið að því að hringja. Forráðamenn vinnumiðlunarinn ar hafa taiiað við marga atvinnu rekendur og verktaka og segja. að allir taki urmleitunum þeirra vin- samlega — en síðan ekki söguna meir. Þá hafa þeir leitað til Rvík- urborgar og þar hafa 20 manns verið á atvinnuleysislistanum all langan tjma, en enginn þeirra feng ið vjnnu enn. Þessir 20 eru svo illa staddir, að þeir munrj senni- lega verða að hætta námi. ef ekki rætist úr. Að sögn þeirra hjá vinnumiðlun MH, tók borgin mun betur við í fyrra og beir sögðust vera mjög óánægðir og eiginlega hissa á framkomu borgaryfirvalda í málinu. Sama var uppi á teningnum hjá Framhaid a bls. 14 aftur til landsins. Þátttaka í Evr- ópukeppninni er ekki orðin sér- lega mikil, og 'kann að stafa af því, að hestaeigendur geta ekki hugsað sér að sjá af gæðingum sínium fyrir fullt og allt. Landsmófsnefndin leggur allt kapp á, að mótið fari sem bezt fram. Hefur aðstaða verið bætt varðandi snyrtingu og vatn, og auík þess er ætlunin að hafa á mótsstaðnum sérstakar fjölskyildu búðir, þar sem ætlunin er að ró og friður ríki að næturlagi, svo fólk þurfi ekki að óttast að það fái ekki svefnfrið. Þá hefur verið ákveðið að bæta fyrirkomulag hagagirðinga. Verð ur girðingin hólfuð sundur í fernt, og síðan er ætlunin að gefa hest um töðu, svo ekki þarf að reikna með að hrossin fái ekki nægiilega næringu á meðan á mótinu stend ur, en á stórmótum vill oft fara svo, að lítíð verður um haga í girðingunum. Landsmótsnefndin hefur skrifað öllum hestaeigendum um búnað manna og hesta. Er þess farið á ieit við menn. að þeir klæðisf fé- lagsbúningum, þegar þeir koma fram fyrir félög sín, ef búningar eru fyrir hendi. Sagði Kristján, að víða væri verið að koma féllög um upp búningi, en annars myndu menr. hafa um sig borða, með nafni félags síns. Á föstudags- og laugardags- kvöld verða kvöldvö'kur á móts stað, og einnig hefur verið ákveð ið að efna til dansleikja fyrir ungl inga á tveimur stöðum þarna f nágrenninu. 8.6 MILLJ. í STOFNSJÓÐ KAUPFÉLAGA KJ—Reykjavík, Iaugardag. Á aðalfundi Sambands fsl sam vinnufélaga, sem haldinn var í vikunni, var samþykkt tillaga frá Sambandsstjórn um að greiða tekjuafgang til kaupfélaganna af viðskiptum ársins 1968. samtals 8,6 milljónir króna, og færist þessi upphæð í stofnsjóð f'iaganna. Þá var samþykkt tillaga frá Ragnari Ólafssyni svohljóðandi: Aðalfundur Samþands ísl sam- vinnuféQaga, haildinn að Bifröst 24. — 25. júní 1970, felur Sam bandsstjórn að rannsaka leiðir til að auka stofnfé og annað eigið fé samvinnusamtakanna og gefa skýrslu um ni'ðustöður á næsta að- alfundi. Hér fer svo á eftir tillaga sú um samstarf venkalýðshreyfingar og samvinnuhreyfingar frá Böðv ari Péturssyni með breytingu frá Hirti Hjartar, sem samþyffckt var á aiðalfundinum: „Aðalfundur Samþands ísl. samvinnufélaga, haldinn að Bif- röst 24. — 25. júní 1970. telur það brýna nauðsyn að auka mjög tengsl og samstarf samvinnuhreyf ingar og verkalýðshreyfingar og koma á auknu gagnkvæmu trausti milli þessara tveggja fjöldasam- taka íslenzkrar alþýðu. Skorar a'ð- alfundurinn á Sa'mbandsstjórn og forustu verkalýðssamtakanna að taka upp viðræður um, hvernig auika megi og styrkja samstöðu og samstanf þessara almenningssam taka, sérstaklega með þð fyrir augum að bæta lífskjör félags- manna.“ Sinfóníutónleikar Tónleikar Sinfóniuhljómsveitar fslands á mánudagskvöldið kl. 20.30 verða haldnir í Háskólabdói en ekki í Laugardalshöll eins og auglýst hefur verið til þessa. Sunnlendingar! Formaður Fram- sóknarflokksins, Ólafur Jóhannes son, talar á al- mennum fundi í Árnesi, Gnúp- verja'hreppi, föstudaginn 3. júlí, kl. 9 síðdeg is. Framsóknar- flokkurinn. SELUR VEIDILEYFII ÁR Á NORDUR- OG AUSTURLANDI EB—Rcvkjavík, laugardag. Nýstofnað er félagið „Veiði- val“, sem sér um sölu á veiði- leyfuni í laxvciðiár or* silungs vötn á Norðausturlamli og Austurlandi og útvegar við- skiptamönnum sjnum um leið mat og gistingu á viðkoniandi stöðum. Kostar vciðileyfið kr. 2000 fyrir hverti dag í laxvciði á og kr. 500 fyrir daginn við silungsveiðina. Þær ár. sem félagið hefur tekið á leigu eru: Deildará við Raufarhöfn, Hafralónsá við Þórs hötfn og Höl'kná, Selfljót Jökúls á og Gi'lsá á Fljótsdalshéraði, þar sem hægt er að útvega veiði mönn'Um mat og -dstingu á sumarh lelinu að Eiðum. Þá hefur félagið einnig teki'ð ár á leigu í Breiðdal og sér um að útvega veiðimönnum mat og gistingu í Staðarborg. Framkvæmd-otjóri „Veiði- vals“ er Svavar Kristjánssor, veitingamaður i Reykjavík, op geta þeir sem áhuga hafa. hringt í síma 20485 í Reykja vík eða 51233 á Raufarhöfn þar sem frekari upplýsingar eru veittar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.