Tíminn - 28.06.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.06.1970, Blaðsíða 8
TIMINN SUNNUDAGUR 28. júní 1970. Met íslendinga í gengisfeliingum Stöðugt gengi Því ihefur iöngum verið hald- ið fraim, að fátrt væri örugg- ara merki um heilbrigða og trausta fjármálastjórn en stöð- ugt verðgiidi gjaidmiðils iþess, sem við'komandi þjóð notar. Stöð'Uigur gjaldmiðill væri nauð- synleg undirstaða allra raun- hæfra áætlana um atvinnurekst- ur og fraimkvæmdir. Stöðugt gengi væri 'hivatning til þess sparnaðar, sem væri nauðsynleg undirstaða blómlegs atvinnulífs. Þannig mætti halda áfram að telja upp rökin, sem hafa verið færð fyrir því, að verðgildi gjal'dmiðilsins þyrfti að vera stöðugt. Að vísu verður aldrei hægt að tryggja ailveg stöðugt verð- gildi gjaldmiðils í þjóðfélögum, þar sem samkeppnislögmálið ríkir. Þar hljóta jafnan að verða einhverjar verðhækkanir eða kaupha:kkanir, sem smámsaman rýra verðgildi gjaldmiðilsins. Vöxtum af sparifé er ætlað að mœta þessari verðrýrnun og helzt ríflega það. Takist að halda þessari óhjákvæmilegu verð bólgu hæfilega í skefjum, á hún ekki að þurfa að draga úr spari fjárhvötinni eða torvélda raun- hæfa áætlanagerð. Ótvíræðar sannanir Ef reynt er að hafa 'hliðsjón af reynslu einstakra þjóða. faest hin ótvíræðasta sönnun um mik- ilvægi þess. að reynt sé að halda genginu sem stöðugustu. Þau lönd skera sig yfirleitt úr, þar sem tekizt hefur að halda verð gildi gjaldmiði'lsins sem stöð- ugustu. í þeim efnum er einna nærtækast að minna 6 Banda- ríkin og Sviss. Þessi lönd hafa húið við stöðugra gengi en flest lönd önnur. Þar hefur sparnaður líka orðið mestur og almennast ur Oig hann skapað skilyrði fyrir sívax„ndi atvinnulif og stór- felldar framkvæmdir. Svíþjóð er þriðja dæmið, en þar hefur ver ið kapDkostað að forðast gengis fellingar og viðhalda sem stöð ugustU gengi. Liönd, sem 'hafa búið við o- stöðugt gengi og tíðar gengis fellin?'’- hnfa allt aðra sögu að segja. Þvj tieiri og meiri isem gengisfelilingv-TV’r n verið, því meiri n..0..l.u3 og upplausn hefur skapazt í atvinnu lífi og efnahagsmálum þeirra. Það hefur reynzt meira en erfitt að stöðva sig á þessari braut, þegar einu sinni hefur verið kor.-ið út á hana. íslenzk reynsla Pram á síðasta áratug hafa íslendingar af veikum mætti reynt að tryg°ja sem stöðugast an gjaldeyri. Það hefur hins vegar reynzt miklum erfiðleik um bundið, sökum þess, hve ísland ei miklu meira háð út- flutningi en filest eða öil önn ur lönd. Reynslan sýnir þó ó- tvírætt, að þá hefur uáðst hér mestur og beztur árangur, þegar gengið hefur verið stöðugast. Gengið var stöðugt á tímabil inu 1925—39. þegar frá er talið. að krónan fylgdi sjálfkrafa sterlingspundinu 1931. Hinar miklu framfarir, sem urðu hér é in<t7—31, mátti ekki slzt þauka stoóugrl gengdsskrán- ingu. Á sama hátt tókst að sigr Séð upp Leirársveit ast á áhrifum heimskreppunnar miklu vegna þess, að ekki var farið að hringla með gengið á þeim tíma. Það verður seint fu'll metið, að Tryggvi Þóirhallsson afstýrði gengisfellingu veturinn 1929, þeg ar útgerðarmenn stöðvuðu tog- arana. Tryggvi Þórhallsson fékk sjómenn' ta til ab falíasí á' nokkra kauplækkun og kom þannig í veg fyrir að gripið yrði til gengisfelílingar. Gengisfellingarnar 1939 og 1950 Árið 1939 var gengi íslenzku krónunnar feilt, en h#ð var skilyrði Sjálfstæðisflokksins fyr ir þátttöku í þjóðstjórninni. Framsóknarmenn gengu ófúsir til þess leiks. eins og sést á því, að í 'þingflokknum greiddu aðeins sjö menn atkvæði með gengisfellingunni, 3 voru á móti, 4 sátu hjá og 4 voru fjar- verandi. Þessi gc.gisfelling reyndist ekki heppileg, heldur ýtti undir auknar kaupkröfur, þegar verðlae breyttist af vöid um stríðsins og átti bannig þátt í því. að þjóðin missti tök á dýrtíðarmálunum á stríðsárun um og hefur aldrei náð fullum tökum á þeim eftir það. Vegna þess, hve dýrtíðarmálin fóru úr skorðum á stríðsárunum, taldi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins nauðsyn legt að felila gengið í ársbyrjun 1950, en ríkisstjórn Sjálfstæðis flokksins, sem fór méð völd sein ustu mánuði ársins 1949, hafði áður lagt það til. Árangur þess arar gengisfellingar reyndist ekki meiri en svo, áð tæplega ár var liðið frá henni, jsegar grípa þurfti til verulegra út- flutningsuppbóta. 55% hækkun Þótt Sjálfstæðismenn ættu frum kvæði að gengisfellingunum 1939 og 1950. skal því alls ekki haldið fram. að þeir hafi verið sérstakir gengisfellingarmenn á þessum tíma. Þvert á móti, voru þeir áreiðanlega langflestir beirr ar skoðunar að keppa bæri að sem stöðugustu gengi og forð ast ætti gengisféllingar. Þess vegna var um það fullt sam komulag mffli þeirra og Fram sóknarananna á árunum 1951— 56. þegar þessir flokkar unnu saman, að frekar bæri að fara leið útflutningsuppbóta en geng isfellinga, því að þannig yrði verðgdJldi krónunnar minna skert. Þessari stefnu var því fylgt á áratugnum 1950—59 eða þangað til viðreisnarstjórnin felldi geng ið í ársbyrjoin 1960. Fróðlegt er að athuga, hvaða áhrif þessar efnahagsaðgerðir höfðu á verðgildi ^ krónunnar, miðað við dollar. í ársbyrjun 1950 var gengi dollars skráð á 16,10. Tekna til útflutningsupp bóta var aðallega afllað með sér- stö<kuim yfirfærslu.gjöldum. >eg ar þau voru tekin með í reikn inginn, urðu beir, sem keyptu gjaldeyri í bönkunum að greiða fynir dollarann kr. 25,30 í árs byrjun 1960. f nokkrum ti'lfell- um var þetta þó lægra. Sam kvæmt þessu má segja, áð á áratugunum 1950—59 hafi doll arinn hækkað i verði úr kr. 16,10 í kr. 25,30 eða um 55%. Þess ber að gæta. að áratug urinn 1950—59 var erfiður sjáv- arútveginum, verðlagsþróunin var óihagstæð og aflaibrögð mis- iöfn. 248% hækkun Ef gerður er Miðstæður sarnan burður á hækkun dollars á óra tugnum 1960—69 verður tals- vert annað upp á teningnum. í ársbyrjun 1960 var raunverulegt söluverð iollai's í bönkuin kr. 25,30. eins og áður segir. en er nú kr. -8,10. Dollarinn hefur b'»kkað í verði um hvorki meira né minna en 248% á þessum fratug. Rauniverul'egt verðgildi krónunnar hefur lækkað að sama skapi, og er nú litið meira en 1A af því, sem það var, er við- reisnarstjórnin kom til valda. ef miðað er við dolilar. Ástæðan til þessa miikla verð- falls á krónunni. miðað vjð doll ar, er fyrst og fremst sú. að með tilkomu viðreisnarstjórnar innar var alveg horfið frá beirri sfefnu að reyna að viðhalda verðgildi krónunnar. heldur var verðfelling hennar gerð að höf- uðúrræði í efnahagsmálum. Verð ur þetta nónar rakið hér á eft- ir. Fjórar gengisfellingar Það var eitt fyrsta verk við reisnarstjórnarinnar svonefndu að fela gengið í árshyrjun 1980. Ráðunautum hennar þótti ékki nóg að fella krqnuna sem svar aði yfirfærslugjaídinu. Stefnan var sögð sú, að nú • ætti < ■ > að hverfa frá ölum útflutningsbót um og ‘því varð að miða gengis skráninguna við lélegustu út- fHutningsgreinarnar. Því var ákveðið að skrá doUarinn á kr. 38,10 í stað 25,30, eins og raun verulegt gengi hans hafði verið, og svaraði þetta til 34% gengis lsékkunar. (Sjá Viðredsn bls. 15) Ári síðar eða sumarið 1961, var gengi krónunnar enn fellt um 11,2%. Þriðja gengisfelUngin kom svo haustið 1967 og var 24,6%. Fjórða gengisféllingin var svo gerð haustið 1968, þá 32,2%. Dolarinn kostar því orðið nú kr. 88,10 í stað kr. 25,30, þegar Viðreisnin hófst. Einsdæmi Ekkert Evrópuríki eí hœgt að nefna. þar sem gjaldmiðffl þjóð arinnar hefur verið jafn grá- lega ileikinn og á íslandi á ára tugnum 1960—69. Hér 'hefur liann verið felldur fjórum sinn um á þessum tíma, fyrst um 34%, síðan un, 11,2%, þá um 24,6% og loks um 32,2,% Bret ar munu víst komast næst okk ur með eina gengisfellingu. sem nam um 14%, þá Frakkar með eina gengisfellingu, sem nam 11,2%, og Danir með eina geng isfellingu, sem nam 8%. Því iui'ðulc ,ri eru þessar mörgu og mifclu gengisfélling ar hér, að áratugurinn 1960—69 hefur verið langsamlega jafn- hagstæðasti áratugurinn í sögu bjóðarinnar. bæði hvað snertir útflutninesverð og aflabrögð. Árin 1967—68, sem voru lök ust, voru betri eða a.m.k. eins góð og hagstæðustu árin á ára tugnum 1950—59! Samt hefur ’jaldmiðill þjóðarinnar verið mörgum sinnum grólegar leik- inn á þessum áratug en nokkru sinni óður og miklu gráiegar leikinn en hægt er að finna daemi um í nokkru öðru vestrænu landi á þessum tima. Hagst jórna rtæki Gylfa og Jóhannesar Ástæðan til þessarar hörmulegu meðferðar á, krónunni er sú furðulega hugmynd, sem hefur orðið til í 'koll'jm Nirra Gyifa Þ. Gíslasonar og Jóhannesar Nordals, að nota eigi krónuna sem helzta hagstjórnartækið og gengisfeflingar eigi því að verða aðal úrræðið í efnahags imáílum. Ef verðlag fellur eriendis, þótt ekki sé nema í stutta stund, eða eitthvað dregur úr afla á einni vertíð, eigi tafar laust að mæta þvi með gengis fellingu. Það sé aðalatriðið til þess að ló'ta efnahagskerfið vera í lagi. Forsætisráðherrann, sem he.f ur ekki 'hvítvoðungsiyit í efna- hagsmálum, hefur trúað þessu, og því hafa þeir Gyitfi og Jóhannes fengið að ráða. Þetta er skýringin á því ein- stæða íslenzka fyniribrigði, að hór hefur gengið verið felt fjórum sinnuim á þeim áratug, sem thefur verið lang hagstæð astur í sögu þjóðarinnar, og verðgldi hennar er því rúmur fjórðungur þess, sem hann var fyrir 10 áium, miðað við doll- ar. Ekki nýja gengis- fellingu Hér þartf ekki að refcja þær höranuiegu afleiðingar, sem hafa farið í kjölfar gengisfelling- anna. Allir kannast við hina hóf- lausu dýrtíð, sem þær hafa or- sakað. Allir kannast- á einlhvem hátt við þá gífurlegu rýrnun, sem orðið hefur á sparifénu. Þannig mætti rekja þetta áfram. Eftir síðustu atburði í þess- um málum. spyrja margir, hvort þetta muni nokkurn tíma taka enda. Ein gengisféfflngin bjóði annarri heim og nú sé fimmta gengisfeUingin á næsta leiti. Vafaiaust er fimmta gengis- felffingin skammt undan, etf sömu menn fá að ráða og að undanförnu. En jafnvíst er það, að fimmta gengisfelingin mun engan vanda leysa fremur en þær fyrri. Nú verður því að grípa til nýrra rá'ða. Það verður að reyna að sporna við því, að hinar nýju kauphækkadir hækki verðlagið að ráði, m. a. með því að styrkja atvinnuvegina á annan hátt. Nú mega ríkið eða opin ber fyrirtæki eins og póstur, sími og rafveitur, ekki ganga á undan og hækka verðlagið, eins og oft áður. Öll þjóðhol öfl verða að sameinast um alt það, sem í þeirra valdi stendur, til að afstýra fimmtu gengisffel- ingunni. Það er áreiðanlega hægt, ef rétt er á málum haldið. Það glæðir þá trú. að mikiar kaup- hækkanir eru fýrirsjáanlegar í nágrannalöndum okkar á þessu ári. Það styrkir óbeint sam- keppnisaðstöðu okkar Nú verður af hefja markvissa sóikn, sem er fólgin í þvi að treysta verðgldi krónunnar einá og frekast er unnt. Það tr frumskilyrði þess. að hér verði komið fótum undir traust. o2 batnandi efnahagslff.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.