Tíminn - 03.07.1970, Side 12

Tíminn - 03.07.1970, Side 12
12 ÍÞRÓTTIR TIMINN BSIHMM FÖSTUDAGUR 3. júlí im ÍÞRÓTTA AhATÍÐ 1970 SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ Hús Slysavarnafélags íslands við Grandagarð: IQ. 09,30 50. íþróttaþing — setning, ávörp, þingstörf. Hópganga íþróttafólks: Kl. 13,15 Þátttakendur safnast saman við gatna- mót Miklubrautar og Kringlumýrar- krautar. Kl. 14,15 Gangan hefst- Gönguleið: Kringlu- mýrarbraut — Suðurlandsbraut — Múlavegur — Engjavegur — Laugar- dalsvöllur. Laugardalsvöllur: Kl. 14,45 Íþróttahátíðin hefst. Kynning: Sveinn Björnsson, fonnaður Íþróttahátíðarnefndar ÍSÍ. Setning hátíðarinnar: Gísli Halldórs- son, forseti ÍSÍ. Hátíðarfáni dreginn að húni. Ávarp menntamálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason. Ávarp borgarstjóra Reykjavíkur: Geir Hallgrímsson. Lúðrasveitir leika. Kl. 15,30 Fimleikasýning telpna 10—12 ára. — Stjórnendur Hlín Torfadóttir og Hlín Árnadóttir. Kl- 16,00 Keppni frjálsíþróttamanna um Evrópu bikar Bruno Zauli. Undanrás: Belgía, Danmörk, Finnland, írland, ísland. — Fyrri hluti. — (Aðgangseyrir: Stúka 150 kr. Stæði 100 kr. — 25 kr.). Kl. 20,00 Glímusýning. Stjórnandi: Ágúst Krist- jánsson. — Judo-sýning. Stjórnandi: Yamamoto frá Japan. Fimleikasýning karla 15 ára og eldri. Stjórnendur: Valdimar Örnólfsson og Viðar Símonar son. Knattspyrnuleikur: Úrval knatt- spyrnumanna 18 ára og yngri: Reykja vík — Landið. — (Aðgangur ókeypis) Sundlaugarnar í Laugardal: Kl- 18,00 Sundknattleiksmeistaramót íslands (Aðgangur ókeypis). Við Laugarnesskóla: Kl. 18,00 íslandsmeistaramót í handknattleik ntanhúss. (Aðg. kr. 50,00 og kr. 25,00) Við íþrottamiðstöðina: KI. 18,00 íslandsmeistaramót í handknattleik utanhúss. (Aðg. kr. 50,00 og kr. 25,00) Við Laugarlækjarskóla: KI. 18,00 Íslandsmeistaramót 1 handknattlei'k utanhúss. (Aðgangur ókeypis). Knattspyrnuvellir í Laugardal og víðar í Reykjavík Kl. 17,00 Hátíðarmót yngri flokkanna í knatt- spymu. (Aðgangur ókeypis). Golfvöllur við Grafarholt: Kl. 16,30 Hátíðarmót Golfsambands íslands (Aðgangur ókeypis). íþróttahöllin í Laugardai: Kl. 21,00 Dansleikur. — Dansleiknum lýkur M. 01,00. (Aðgangseyrir kr. 150,00). Forsala aðgöngumiða að setningarathöfn og dans- leik er að Café Höll, Austurstræti 3, í dag og á morgun. Rabbað við Þór Ottesen um iandsmót iðn- nema, sem haldið verður um helgina vekur athygli Um næstu helgi fer fram lands- mót Inðnemasambands íslands að Féíagslundi í Gaulverjarbæjar- hreppi. í tilefni þessa móts liafði Tíminn samband við Þór Ottesen mótsstjóra. — Hvað verður um að vera á þessu landsmóti Þór? — Mótið verður sett á laugar- dag kl. 2. Síðan hefst keppni í handbolta, fótbolta, 100 m, 800 m, 1500 m hlaupi, 4x100 m boðhlaupi, kúluvarpi, langstökki, hástökki og þrístökki. Um kvöldið verður haldinn dansleikur í húsinu til kl. 2 eftir niiðnætti við undirleik hljómsveitar Þorsteins Guðmunds- sonar. Eftir dansleikinn verður flugeldasýning. Á sunnudag verður keppt til úrsíita í hinum ýmsu greinum frá laugardeginum, einnig fer þá fram reiðhjólakeppni en í þeirri grein var keppt í fyrsta kipti í fyrra og vakti hún þá verðskuld- aða athygli og kátínu. Þá munu stjórnir INSÍ og UMF Samhygð ar leiða saman hesta sína í poka- hlaupi, en UMF Samhygð keppir sem gestur á þessu móti. Vegleg verðlaun eru í öllum greinum mótsins m a. bikar ti’ eignar í handbolta og fótbolta, lítið silfur- reiðhjól í reiðhjóiakeppninni sem 'er flarandigripur og verður að vinnast tvisvar til að eignast það. — Hvernig er aðstaðan fyrir austan, /ellir og annað? — Keppnin fer öll fram á grasi og eru til daimis bæði handbolta og fótboltavellir góðir. Tjald- stæði eru góð á stáðnum og við munum verða með sölu á öli, gosi, sælgæti, samlokum og pylsum á staðnum. Á þessu móti verður eins og í fyrra „diskotek" sem mun flytja okkur musik báða dag- ana yfir mótssvæðið. — Hvernig er með ferðir fram og til baka á mótið? — Sætaferðir verða frá BSÍ á laugardag kl. 10 f. h. og 3 e. h. og til baka að loknu móti á sunnu- dag. — Kemur Iþróttahátíðin ekki til með að draga úr aösókninni þai sem hún hefst á sunnudag? — Nei hún á ekki að gera það. Við verðum búnir að Ijúka mót- inu h.já okkur það tímanlega á sunnudag, að þeir, sem eiga að keppa á íþróttahábíðinni á sunnu dagskvöldið í handfenattleik verða fcomnir í bæinn fyrir þartn tíma, en handboltinn er það eina sem eitthvað hefði spillt fyrir okkur ef hann hefði verið fyrr um daginn. — Búizt þið við mikilli þátt- töku í mótinu? — Já við reikmum með, að mjög margir leggi leið sína í Fé- lagslund um helgina, þar sem þetta er stutt 'rá bænum, að- eins rétt fyrir utan Selfoss. Átta iðnnemafélög hafa þegar tilkynnt þátttöku í mótinu. — Og eitthvað að lokum Þór? | — Ég vona að sem flestir iðn- hemar sjái sér fært að koma á þetta. landsmót og einnig vona ég, að margt fólfc leggi leið sína á ;þetta landsmót okkar og að þáð fari vel fram í alla staði. Og einu má ekki gleyma, og það er, ‘að þeir sem hug hafa á að vera 'með í reiðhjólakeppninni hafi 'með sér hjól, ef þeir geta, þvi að hjól getum við ekki útvegað nema takmarkað. — klp.— Feröafólk - Ferðafolk Heitur matur 1 hádeginu og á kvöldin. Grill-réttir — kaffi og smurt brauð allan daginn. Staðarskáli, Hrútafiröi. Hafnfirðingar Á morgun 4. júlí hefur nýtt fyrirtæki starfsemi sína í Hafnarfirði: Teiknistofa Hafnarfjarðar s.f. Fyrirtækið býður alhliða verkfræðiþjónustu, til dæmis hönnun verka, gerð kostnaðaráætlana og útboðsgagna, og annast eftirlit með framkvæmd- um, ennfremur verður hjá fyrirtækinu tæki til ljósprentunar á teikningum og skjölum fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Teiknistofa Hafnarf jarðar s.f; er að Strandgötu 11, m. hæð- Skfifstofutími er frá kl. 9—18 virka daga, laugardaga frá kl. 9—12. Sími 51466. útboðH Tilboð óskast í gatnagerð, holræsalagnir, hita- veitulagnir o fl. í hluta af nýju íbúðarhverfi við Vesturberg, hér í borg. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri gegn 5000,00 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 15. júlí 1970, kl. 11,00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR ■ ■■ -. i* Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Jörð óskast tiS kaups eða leigu, helzt í nágrenni Reykjavíkur eða austan- fjalls. Tilboð sendist afgr. blaðsins fyrir 17. júlí, merkt: „Jörð 1069“. SKIPADEILD M.s. „Helgafefr lestar 1 Valkom 1 Finnlandi um 16. julí; í Ventspiis í Rússlandi um 21. júK, og Svendborg í Danmörku um 25. júlí. Flutningur óskast skráður sem fyrst. SKIPADEILD TIL SOLU Á góðum stað í nágrenni Reykjavíkur er til sölu 100 ferm. einlyft steinhús, ásamt hænsnahúsi. 1 hekt ari eignarlands fylgir. — Laust 1. ágúst n.k. Uppl. í síma 16766 kl. 10—12 og 1—5.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.