Tíminn - 03.07.1970, Page 13

Tíminn - 03.07.1970, Page 13
FÖSTUDAGUR 3. júlí 1970. ÞRÓTTIR TIMINN *t ■■ 13 Hvað verður um á Íþróttaháííð Alf.-Reykjavík. — Á fþróttasíð nnni i gær birtum við dagskrá Íþróttahátíðar ÍSÍ þrjá fyrstu dag ana, þ.e. laugardag, suimudag og mánudag. Mun síöari hluti dag- skrárinnar birtast í bla'ðinu eftir helgina. En hér á eftir verða veittar almennar upplýsingar um þa'ð helzta, sem fþróttahátíðin hef nr upp á að bjóða: Hópganga íþróttafólks í upphafi íþróttahátiðarinnar vexður efnt tii hópgöngu að fþróttaleikvanginum í Laugardal. í heimi muau taka þátt forustra- menn íþróttahreyfingarinoar af tfllu landinu, fþróttafóik úr GReykja vík og frá héraðssamiböndum svo og tneðlrmir ungmenna og fþrótta félaga. Flestir munu ganga í fþróttabúningum. Gangan mun hefjast á gatnamótum Miklubraut ar og KringlumjTarbrautar og ,verð*or gönguleiðin um 2600 m. að LaugardaL Fánaborg og lúðra- sveitir verða í fararbroddi, en íþróttafélög og héraðssambönd munu ganga undir sínum fánum í stafrófsröð. AHt íþróttafólk á öllum aldri, konur og karlar, er hvatt til að taka þátt í göngunnl Gisting utanbæjarfólks Útvegað verður gistirými í skól um í nágrenni Laugardáís fyrir fþróttafólk utan af landi. Hér er þó aðeins um svefnpokapláss að raeða og verða viðkomandi að hafa með sér nauðsynlegan viðlegu- útbúnað. Húsvarzla verður í skól- unum. Tjaldbúðir f Laugardal er sérstakt tjald- stæði fyrir ferðafólk, en auk þess mun verða komið upp sérstökum tjaldbúðum fyrir þátttakendur í fþróttahátíðinni. Munu héraðssam böndin geta fengið afmarkað svæði fyrir sig. Veifingar Ýmsar tegundir veitinga munu verða á boðstólum á hátíðarsvæð inu, og í Laugardalshöllinni er gert ráð fyrir matsölu, þannig að íþróttafó!Ik og gestir geti notið sem flestra þæginda, meðan á dröl þeirra í Laugardal stendur. Skrifstofa hátíðanefndar Skrifstofa hátíðarnefndar er í fþróttamiðstöðinni í Laugardal. Hún veitir allar nauðsynlegar upp lýsingar um undirbúning og fram kvæmd hátíðarinaar. Sala á aðgöngumiðum, minja- gripum og fl. mun þó jafnframt fara fram í miðborginni hátíðar- dagana og verður nánar auglýst um það. Vinsamlega hafið sam- band við skrifstofuna, ef yður vanhagar um eitthvað varðandi framkvætnd hátíðarinnar. Síminn er 30955. Unglingabúðir Íþróttahátíðamefnd hefur ákveð ið að starfrækja sumarbúðir fyrir unglinga á aldrinum 12—16 ára, á sama túma og hátíðin stendur yfir. Sfcóli verður fenginn sem aðsetur og verður þar bæði gist- ing og matur. Héraðssamböndum og fþróttabandalögum hefur ver- ið gefinn kostur á að senda þátt- takendur í sumarbúðirnar og ber einstaklingum að snúa sér til þeirra um frekari upplýsingar. Sögusýning í anddyri Laugardalsballarinn- ar verður komið fyrir nokkrum sögulegum atriðum um uppbygg- ingu og sögu íþróttasambands ís- lands og sérsambanda þess. Rakin vcrður þróun hinna ýmsu fþrótta- greina og sýnt í tölum og myndum hið mikla starf íþróttaféláganna. Þátttökubók fþróttahátíðarnefnd hefur látið útbúa sérstaka lausblaðaibók vegna hátíðarinnar, og ætlazt er til að allir forastumenn íþrótta- hreyfingarinnar, þátttakendur í íþróttahátíðinni, dómarar, nefnd- ir, starfsmenn og gestir, skrifi nöfn sín í hana. Mun bókin síðan verða bundin inn og geymd sem söguleg heimild. Mun verða aug- lýst, hvar bókin verður staðsett meðan á hátíðinni stendur. IÞRÓTTA HÁTÍÐ1970 Heiðursskjöl Þeir aðilar, sem rita nöfn sín í þátttökubókina munu síðan fá afhent sérstök skjöl, sem stað- festa þátt þeirra í hátíðinni. Pósthús Opnað verður pósthús í Laugar dal vegna íþróttahátíðarinnar. Mun þar verða notaður sérstakur stimpill hvern dag fyrir sig og seld verða umslög hátíðarinnar. Knattspyrna Á íþróttahátíðinni er gert ráð fyrir að fram fari úrslitaleikir í kjördæmamóti í yngri flokkum knattspyrnunnar svo og eftirtald ir þrír leikir: Landsleikur: ísland — Danmörk Kappleikur: Úrval Reykjavík — Landið. Kappleikur: Reykjavík — Landið (leikmenn 18 ára og yngri). Frjálsar íþróttir Gert er ráð fyrir keppni í öll- um greinum frjálsra fþrótta, bæði í aldursflokkum kvenna og karla. Þá fer fram undankeppni um Evrópubikarinn og taka þátt í henni fimm þjóðir: Belgíumenn, Danir, Finnar, írar og íslend- ingar. Sund Sundknattleiksmót fslands mun fara fram. Stigakeppni ungiinga 16 ára og yngri milli Reykjavíkur og landsins. Sundmót 14 ára og yngri. Náttfataboðsund og Lands- keppni: ísland — írland. Handknattleikur Á hátíðinni mun fara fram ís- landsmeistaramót í útihandknatt- leik í meistaraflokki karla og kvenna og 2. fl. kvenna. Ennfrem ur landsleikur: fsland — Færeyj- ar. Körfubolti Úrslit í Bikarkeppni KKÍ munu fara fram, svo og leífcur milli unglingalandslið og unglinga úrvals. — Kynntur verður Mini- bolti fyrir börn 7—13 ára og að lokum er gert ráð fyrir landsleik: fsland — Skotland. Glíma Úrvalsflokkar glímumanna munu sýna, svo og hópsýning. Þá mun Íslandsglíman fara fram í Laug- ardalshöllinni. Fimleikar Hópsýningar drengja og stúlkna á aldrinum 16—12 ára munu setja svip á fþróttahátíðina. Þá munu ýmsir flokkar karla og kvenna sýna fimleika og úrvals- flokkar áhaldaleikfimi. Judo f judo munu fara fram bæði sýningar og keppni í ýmsum flofckum. Ef veður leyfir munu þær bæði fara fram á Laugardals vellinum og í Laugardalshöllinni. Lyftingar Keppt verður í 5—7 þyngdar- flokkum í lyftingum og mun keppnin fara fram í Laugardals- höllinni. Hejmsmeistarinn í milli þungavigt, Finninn K. Kangasni- emi, mun taka þátt í keppninni. Badminton Keppt mun verða í öllum flokk um karla og kvenna i bádminton. Lögð verður áherzla á kynningu íþróttarinnar og haldin sýni- kennsla. Skotfimi Keppni í skotfimi með rifflum mun fara fram í kjallara Laugar dalshallarinnar, en því miður er ekkert áhorfendasvæði þar. Hins vegar um keppni með haglaibyss um fara fram í Leirdal í landi Grafarholts. Golf Keppni í golfi mun fara fram við Golfskálann við Grafarholt, alla daga íþróttahátíðarinnar. — Keppt verður í öUum aldursflokk um karla og kvenna, Ojr nokkrir útlendingar munu taka þátt i mót inu. Sérstök kynning verður á golfíþróttinni. Framhald á bls. 14. Ove Flint Bjerg, frá AaE, einn hhma þriggja nýiiSa, sem leika meS danska iandsiiðinu gegn íslandi, n. k. þriðjudag. DANIR KOMA MEÐ NÆR SITT STERKASTA LIÐ Þrír nýliðar í landsliði þeirra - íslenzki hópunnn vaftnn í dag Klp-Reykjavík. Það verður ekkert b-landslið, sem Danirnir stilla upp í leiknum við ísland hér á Laugardalsvellin- um n.k. þriðjudag, eins og sumir voru farnir að óttast. — Danska landsliðið var tilkynnt á miðviku daginn, og kemur í Ijós, að 8 leik menn, sem léku með Danmörku Ármenningar! Ármenningar, ungir sem ir, mætið við félagsheimilið á sunnu daginn kl. 12,45 og takið þátt í hópgöngu íþróttamanna, við setn ingu fþróttahátíðarinnar. AMar nánari upplýsingar gefa stjórnir deildanna. Ármann. á móti Svíþjóð í síðustu viku, eru í liðinu. Liðið er þannig skipað, miðað við 4-3-3 leikaðferðina: Kaj Poulsen, AaB — Jan Larsen, AB — Erik Nilsen, B-1901 (fyrir liði) — Jens Jörgen Hansen, EfB — Jörgen Christiansen, AaB — Birger Petersen, Hvidovre — Jörn Rasmussen, Horseas — Per Röntved, Bronshöj — Jörgen Marcussen, Vejle — Jonny Peter sen, AB — og Ove Flint Bjerg, AaB. Af þessum mönnum eru þrír nýliðar, Jörgen Christiansen og Ove Flint Bjerg, báðir frá AaB, og svo Birger Petersen frá Hvid ovre. Ib Skotnborg, formaður lands- liðsnefndarinnar dönsku, segir í viðtali við Ekstrabladet, að þess ir þrír hafi fcomið sterklega til -greina í liðið á móti Svíþjóð, og séu þeir sízt lafcari en þeir sem ekki fcomast með, þ.e.a.s. Torben Nilsen, og Keld Petersen, sem báðir eru á ferðalagi með B-1903, og Henning Munk Jensen og Finn Wiberg, sem báðir era að gerast atvinnumenn þessa dagana. „Við litum heldur ekki á þetta sem b-lið“, segir Skotnhorg. Varamenn liðsins eru: Bent Hansen, B-1009 — Nil-s Möller, KB — Kresten Nygaard, Fugle- hakken — Per Miadsetn, Vefle — og Henrik Bernburg, AaB. fslenzka landsliðið verður efcki tilkynnt endanlega fyrr en um helg ina, en í dag verður 17 manna hópurinn tilkynntur, og mun hann mæta til æfinga á morgun.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.