Tíminn - 23.07.1970, Blaðsíða 6
TIMINN
FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1970
6
REYKJA-
VÍKUR
LÍFÆÐ
Ég er einn þeirra manna,
sem verða að skreppa á stund-
rnm úr bænum. Ég gerði það
með það takmarik fyrir augum
að plata frænda minn. sem ei
að byggja sér sumarbústað suð
ur á Vatnsleysuströnd, um við-
tal, sem raunar aldrei varð til.
En ég var fljétur ] ferðum
eins og fleiri og kom
hálftima á undan áætlun-
arbílnum til Umferðarmið-
stöðvarínnar. Það gekk allt
eins og bezt varð á kosið. Mér
til hressingar huggaði ég mig
við fólkið. Ég vildi spjaila við
það, um leið og ég hlýddi á
klið lifsins, eins og hann verð-
ur örastur hjá því fólki, sem
leggur upp í ferðalag til ým-
issa landshorna. Menn era
mismunandi útbúnir, en þó
eru flestir með tilhlökkunar-
glampa í augum. Einstaka eru
óreyndir ferðalangai! með leið
an svip og kvíða. Nokkurra
þjóða menn voru þangað komn
ir með bakpoka sina og ein-
hvers konar fjallaútbúnað.
Þeir voru óvissir um áfanga-
stað. en fengu greiðar upplýs-
ingar hjá afgreiðslufólki sfcöðv
arinnar. Þarna ægði saman lit-
um og fólki, en þó ,bar mest
á grámyglulegu litum bakpok-
um fólksins og skærlitum peys-
um afgreiðslustúfknanna.
Þetta var sannkölluð um-
ferðamiðstöð alheimsins.
Spurningarnar dundu á af-
greiðslufólkinu.
‘— Hvért'ætlarðú? ' I
■■"Wll V>l TX-lir. I t1' ■.•.!> i ■ .
Margir þurfa a3 bíða í Umferðarmiðstöðinni, þótt bílar fari með stuttu millibili.
— Já, eftir kortér.
— Það kostar fimm hundr-
uð og tuttugu og fimm krón-
ur.
— Til Hólmavíkur.
Hávaðinn er svo gífurlegui,
að hann minnir mig mest á um
ferðarmiðstöðvar erlendis, þar
sem flugvélarnar koma og fara
allan sólarhringinn. Það er
ekki að undra, þótt sumir áætl
unarbílar séu á eftir áæblun,
VÉLASÝNING
Sýning á Fella sjálfhleSsluvagni, færibandi og sláttuþyrlu, ~~
verður haldin á Blikastöðum í Mosfellssveit, föstudaginn 24.
júlí kl. 8,30 síðdegis.
Bændur í Kjósarsýslu eru hvattir til að fjölmenna á sýninguna
til að sjá þessi athyglisverðu tæki.
fö/nJhr /c"
\J/UUUOf
LÁGMÚLI 5, SlMI 81555
eða flugvélar, ef þar er um
rætt.
Sumir ræða erlendar tung-
ur, aðrir innlenda. Sumir eru
bakpokalýður, aðrir í pelsum.
Afgreiðslustúlkurnar voru
oftast nær elskulegar, en þær
eru mannlegar eins og annað
fódk. Ég var þarna að læðu-
pokast með voðalegt apparat
undir frakkalafinu mínu. Þetta
dulftla apparat sem kallað er
míkrafónn og kemur á stund-
um illilega upp um náungami.
Ég reyndi að lauma því nálægt
manneskjunum með laklegam
árangri.
— Hvað kostar farið til
Keflavíkur? spurði óg.
— 80 krónur. Vilduð þér
gera svo vei að fara frá. Var
átt við mig eða áhaldið?
Kannski aðallega áhaldið. Ég
skammaðist mín og lufsað-
ist út j horn, en þar sá ég
konu á óákveðnum aldrj og
með bros í augum og fagran
svip. Ég skammaðist mín dálít-
ið fyrir áð tylla mér hjá henni.
en tók þó áhættuna og við tók
um tal saman. Þar eð við vor-
um bæði komin á óákveðna
aldurinn fór spjall okkar fiam
á svo hákurteisan hátt, að tæp-
lega yrði lestrarefni.
Svo varð mér á hið voða-
iega. Ég dró ljóta tækið af-
langa upp úr vasanum og b.vrj-
aði að fitla við það Svipur
konunnar breyttist skyndilega
og ég horfði á fagurt göngu-
lag hennar um leið og hfrn
sigldi hraðbyri frá mér — eða
tækinu ljóta. Hvílík ógæfa.
Svona getur allt gengið manni
í óhag fyrir tóman klaufaskap.
Sorgin er mín.
Eftir þetta áfall lá við, að
ég áræddi ekki að taka fleiri
tali, en svo kom ég auga á
mann sem mér leizt þannig á,
að hægt væri að draga fáein
orð upp úr. Ég lagði í kauða
og talið lá á lausu.
— Hvernig ljzt yður á
mannlífið?
— Það fer nú eftir, hvernig
á það er litið.
—Rétt var jrðið.
— Það er ekkert sáluhjálp-
aratriði hveriai skoðanir ann
arra eru, ef við höfun aðeins
okkar eigin skoðanir og látum
engan kenna ikkur.
— Er ekki rétt að lesa nt
Lenins’
— Nei, skoðanir o.tkar
verða að þróast án fræðikenn-
inga.
— Fróðlegt að heyra. Á
hvaða ferðalagi eruð þér?
— Ég er á alfaraleið. Gott
svar frá ungum manni.
Ég þakkaði fyrir rabbið,
enda var ageins minúta
þangað til að áætlunarbíllinn
átti að fara.
— 50 krónur takk.
Mér var ekki seinna vænna
að koma mér í sæti, og var
svo heppinn að lenda við hlið-
ina á rosknum Akureyring,
sem var engin iaunung á nafni
sínu. Hann hét Þorvaldur
Björnsson. Grár í vöngum,
með þetta virðulega yfirbragð
Norðlendings, sem alls staðar
vekur athygJi. hvar sem mað-
ur er á ferð.
Það tókust fljótt samræður
með okkur Þorvaldi Björns-
syni og beindust þær aðallega
að Akureyringum og Eyfirð-
ingum. og þótt ég sé ekki það-
an ættaður, kunni ég nokkur
skil á flestum þeim, sem á var
minnzt. Við hermdum eftir
sumum og reyndum okkur,
hvor betur hefði. Ég verð að
viðurkenna, að ég fór halloka
fyrir Þorvaldi, vegna vanþekk
ingar minnar, sem alkunn er.
Því fiskaði ég eftir i spurn-
ingum mínum um gamla bæ.j-
arfélaga og sveitunga. hvernig
þeim hefði farnazt. Hann
kunni að gera grín að flestum,
en lagði gott eitt tii allra. Af
skömm minni prófaði ég,
hvort honum lægi ekki illt orð
til pólitískra andstæðinga. þar
til ég komst a raun um bað,
að maðurinn var enginn of-
stækismaður í pólitík. Enda
hafði ég ekki veg sem vanda.
Ég fór í geítarhús að Jeita
ullar, því aS honum virt-
ist liggja ’afngott orð til rót-
gróinna íhaldsmanna é Akur-
eyri og gömlu kommúnist-
anna. Maðurinn var svo varfær
inn í orðum. að ómögulegt var
að komast að því á svo
skömmu ferðalagi. hvorum
honum lægi betur ojtR tsL
Innan hálftima var áætlunar
bíllinn kominn á bann áfanga
stað sem ég hafði ætlað mér
Þar með iauk samtah ikkaj
Þorvaldar. bessa aldraða tré
smiðs frá Akureyri. Við kvödd
umst með virktum og vonuð-
umst ti'. þess. að við myndum
hittast síðar 1 lífinu. Enginn
UMFERÐARMIÐSTÖÐ LÍFSINS