Tíminn - 25.07.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.07.1970, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1970 TIMINN HINDRA VERÐUR AÐ HEILSU- OG SJÚKRAGÆZLA VERSNI MEÐ LÉLEGRI HJÚKRUNARMENNTUN FB_—Reykjavík, föstudag. Á nýafstöðnu þingi norrænna hjúkrunarkvenna var m. a. ein- róma samþykkt ályktun, þar sem bent er á vandamál þau, sem upp kunna að komawið myndun sam- eiginlegs norræns vinnumarkaðs fyrir hiúkrunarkonur 15. ágúst næst komandi, svo og þær afleið lngar, sem aðild Norðunlanda að Efnahagsbandalaginu geta haft á sjúkra- og heilsugæzlu á Norður londum. Fer ályktunin hér á eft- ir: „Fulltrúafiundur „Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlönd- um", sem haldinn var í Reykja vík 10.—11. þessa mánaðar sam- .þykkti einróma eftirfarandi álykt un: Miklar breytingar eru nú og verða á sviði heilsu- og sjúkra-J gæzlu á Norðurlöndum. I því sambandi hafa hiúkrunarkonur veigamiklu hlutverki að gegna, bæði gagnvart samfélaginu í heild og gagnvart hverjum einstaklingi, við almenna hiúkrun, kennslu og stjórnsýslu. Er bví miög mikil vægt, að starfs- og ábyrgðarsvið hjúkrunarkvenna verði skýrt mörkuð, svo og afstaðan til hiúkr unarstarfseminnar í heild. Eru onörg atriði mjög óljós í þessum efnum, ekki aðeins fyrir starfshóp ena sjálfia heldur og yfirvöld, j vinauveitendur og stiórnmála- ménn. í ályktun fulltrúafundarins 1966 var þegar bent á nauðsyn þess, að rannsóknir færu fram á bessum vettvangi. Ein forsenda slíkra rannsókna er m. a. sú, að unnt sé að leita til háskólamenntaðra hjúkrunar kvenna. Er bví áríðandi, að gefinn verði kostur á slíkri menntun á Norðurlöndum. Þegar haft er í huga, hve mikl ar kröfur heilsu- og s.iúkragæzla á vorum tímum gerir til þeirra, er þau störf stunda, og sé einnig minnzt þarfarinnar á rannsóknum og þróun á starfssviði hiúkrunar kvenna, er það undirstöðuatriði, að Norðurlönd geri auknar kröf ur við innritun nemenda í hiúkr unarskóla. Fulitrúafundur SSN skorar ein- dregið á hlutaðeigandi yfirvöld og stofnanir á Norðurlöndum, að styðia og veita fé til framkvæmda á framangreindu rannsóknar- og þróunarstarfi, þar eð það er miög mikilvægt að við áætlun og end urbætur á heilbrigðisþiónustunni í heild, eins og hún er nú og verður í náinni framtíð. Við umræður á fundinum um sameiginlegan, norrænan vinnu- markað hiúkrunarkvenna var lögð áherzla á mikilvægi þess, að hinar sömu kröfur og eru í gildi á Norðurlöndum verði lagðar til grundvaHar, þegar um það er að ræða að löggilda hiúkrunarkonur, sem hlotið hafa menntun utan Norðurlanda, eða veita þeim við- urkenninigu. Heilþrigðisstjórn og hiúkrunar- samtök hvers lands hafi samstarf' um eftirlit með því, að kröfum þessum sé fullnægt. Fulltrúafundurinn vill einnig vekja athygli á, hve óheppilegt það er að ráða h.iúkrunarikonur frá öðrum löndum með hverium þeim hætti, er sniðgengur gild andi reglur. Ef svo skyldi fara, að Norður löndin gerist aðilar að Efnahags- bandalagi Evrópu (EEC) og hinn evrópski vinnumarkaður standi norrænum hiúkrunarkonum opinn, er það mjög aðkalJandi, að starfs- og ábyrgðarsvið hiúkrunarkvenna, svo og sjálf hiúkrunarstörfin, verði nánar skilgreind í heild með rannsóknum. Þar sem kunnugt er um tillög ur Efnahagsbandalagslandanna um lágmarkskröfur á sviði mennt unar hiúkrunarkvenna, beinir full trúafundur SSN þeim eindregnu tilmælum til ríkisstiórna viðkom andi ]anda og annarra yfirvalda, svo og til Efnahagsbandalagsins og Alþióðasambands h.iúkrunar- kvenna (International Council of Nurses), að þessir aðilar taki sam an höndum um að hindra, að stað all heiteu- og siúkragæzlu fari lækkandi með lélegri hjúikrunar menntun." Á hinum reglulega fulltrúafun(íi samvinnu hiúkrunarkvenna á Norðurlöndum í Reykjavík 10. — 11. voru samþykktar ítarlegar laga breytingar, sem miðast fyrst og fremst vi "5 að gera sem flestar hjúkrunarkonur — og að vissu leýti^innig- h.iúkruTiarnema* prn- sem virkastar i norrænu samstarfi. I: framtíðinhi verða eAki haldin þing einso g tíðkazt hafa f.iórða hvert ár að undanförnu. Þess í stað verður efnt til reglulegra fulltrúafunda á ári hverju, en þeir hafa verið haldnir annað hvert ár að undanförnu. Á full trúafundunum verður starfað í hópum að þeim verkefnum, sem borin hafa verið upp við stiórn ina og undirbúin fyrirfram af nefnd í hverju einstöku aðildar- landi. Þessir nýju starfshættir munu auka möguieika á, að ein stakar hiúkrunarkonur geti tekið þátt í hinu norræna samstarfi á ýmsum sviðum. Starfstilhögun þeirri, sem nú hefur verið ákveðin, svipar á margan hátt til skipulegs Norðurlandaráðs,. Þá var og samþykkt, að stefnu skrá — er miðist bæði við lengra og skemmra tímabil — verði sam in hið bráðasta. Nýr bátur SP-Vogam, fímtntudag. í gærkvöldi, á miðvikudagskv., bættist nýr hátur í flota Voga- manna, þegar Einar Hálfdáns lagðist hér að bryggju. HratSfrysti húsið Vogar h.f. keypti bátinn frá Bolungavík. Einar Hálfdáns er 102 lesta stálbáturrFer báturinn á haiíiar¦¦¦ veiðar héðan um helgina. Skipstj. verður Jóhann Alfreðsson, en 1. vélstjóri Jóhann Þórisson. Héðan hafa gengið 3 bátar á humar í sumar, og hefur afli verið mjög rýr miðað við undanfarin ár. URVAL EFNIR TIL TVEGGJA MALLORCAFERÐA í SEPTEMBER KJ—Reykjavík, föstudag. Hin" nýstof naða Ferðaskrif - stofa ÚRVAL, efnir til tveggja Mallorcaferða í septeniber, og verður flogið með Gullfaxa, þotu Flugfélags íslands bcint til Palma á Mallorca, frá Keflavík. Ferðir þessar vara í 15 daga, og kosta frá 13,800 krónum og upp í tæp 24 þúsund krónur, og er þá innifalið fullt f æði í báSum tilf ellum. í fréttatilkynningu frá Ferða skrifstofunni ÚRVAL, segir að ferðir þessar verði farnar 8. og 21. september, og aðeins not uð beztu hótel og íbúðir með baði, svölum og sundlaug á hverium stað. Verð ferðanna er betra en áður hefur þekkzt í slíkum ferðum, enda eftirspurn in þegar orðin mikil. Kostakiðr þessi eru aðéins miðuð við þessar tvær ferðir og gistingunni skipt milli feg urstu og frægustu baðstranda Mallorca, ásamt gistingu í borginni Palma. Playa de Palma og El Arenal 8—12 km frá Palma er óslitin sandströnd austanmegin bor-'ar innar. Þar dvelur meira af yngri kynslóðinni, enda er skemmtanalíf staðanna miög í þess anda. Magaluf: er 14 km vestan við Palma, mjög rómaður stað ur fyrir fegurð og 'kyrrð, strönd in er klettaströnd með sand- víkum. Calama.ior: er sandströnd er liggur að borginni að vestan og vegalendin ca. 4 km frá' miðborginni. Paima: Höfuðborg Balernsku eyianna með ca. 160.000 íbúa. Ibúar eyjarinnar eru ca. 400. 000. Gamlar miniar og ferða- mannauppbygging seinni ára eru á skemmtilegan hátt sam an sett í þessari frægu borg eilífðar sólar. Segja má að strandlengja borgarinnar sé að mestum hluta röð hótela. Skemmtanaiíf borgarinnar er fiölbreytt jafnt að nóttu sem degi. Reyndir ísl. fararstiórar verða í ferðum þessum. Skipu lagðar verða ferðir fyrir far- þega til allra helztu staða á eyjunni og einnig til, Madrid, Barcelona, Ibiza og Afríku (Algiers). Frá baðströndinni á Mallorca. VegagerS og náttúruspjöll Nú standa yfir miklar vega- framkvæmdir víða um land. Víða hefur vegagerð skilið eft ir ljót og stundum ógræðandi sár í íslenzkri náttúru. í þátt- um þeim um náttúruvernd, sem Helgi Hallgrimsson ritaði fyr- ir Tímann fyrr á þessu ári f jallaði hann meðal annars um þátt vegagerðar á landspjöll- um og komst m. a. svo að orði: „Þegar rætt er um náttúru- vernd á íslandi verður ekki hjá því komizt, að minnast á þátt vegagerðarinnar í land- skemmdum, enda eru það skemmdir, sem flestir sjá, og augljósar eru hverjum vegfar- anda. Hér verður þó að viður- kenna, að við ramman reip er að draga, og víst er að mikið má fyrirgefa Vegagerðinni vegna þess að um þarfar fram- kvæmdir er að ræða. Hér sem oftar verður þó að gera ráð fyrir að valkostirnir vegur-landskémmdir, veg- leysa-óskemmt land, séu að verulegu leyti tilbúnir og ó- raunverulegir, og sjálfsagt skáka vegagerðarmenn of oft í því skjólinu, að um þarft verk sé að'ræða; bg skemmd- ir því heimilar. Þetta er þó hinn mesti misskilningur, því annað er að heimila skemmd- ir eða að þær séu óhjákvæmi- legar. Auðvitað fylgja vegar- lagningu alltaf einhver spjöll, en þau eru mjög misjöfn eft- ir því hversu á er haldið. Gamlir vegir og nýir Gömlu, krókóttu vegirnir fóru yfirleitt vel í Iandslaginu, og gáfu því jafnvel rismeiri svip, ef það var sviplaust fyr- ir. Það sama veiður því miður ekki sagt um nýju vegina- Þótt þeir séu ef tU vill fallegri sem vegir, fylgir lagningu þeirra yfirleitt mikið jarðrask og þeir falla oftast afar alla saman við landslagið, sem þeir liggja um. Þeim hefur oft réttilega verið líkt við sár, sem síðar verður að ljótu öri í ásjónu landsins. Ljótust verður þessi nútíma vegarlagning þar sem landið er þakið samfelldum gróðri, einkum þó lynggróðri eða kjarri. Sést það bezt á hinum nýja vegi frá Reykjahlíð ofan í Reykjahverfi, Kísilvegin- um svonefnda. Sú tízka, sem nú virðist ráðandi í vegalagn- ingu hér, að leggja vegina þráðbeint yfir holt og hæðir, þ. e. að taka ekkert tillit til landslagsins, verður að teljast i hæpin og nánast sagt hlægi- leg, þegar miðað er við að- stæður hér, og þá stefnu, sem víðast er fylgt erlendis, að hafa beygjur á vegunum, jafn- vel á stórum sléttum, tU að auka fjölbreytni þeirra og þá skemmtilegri fyrir öku- manninn. Að krukka í hvern hól Þá er það ofanfburðurinn. } Sú tilhneiging vegagerðar- ) manna, að krukku í hvern hól ' við veginn, sem þá grunar að Framhald á bls. 14. *-M*-^-^-*^^*^^-—*-^--^-»-^-*-^-^-^^-^--*-^^^^^-^^-^^^^^^ is^t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.