Tíminn - 19.08.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.08.1970, Blaðsíða 1
Laxárvirkjunarmálið: !!i Bæjarráðið I vísar málinu tíl iðnaðar- ráðuneytisins | SB—Reykjavík, þriðjudag. Stjórn Landeigendafélags Laxái' og Mývatns hélt fund að Laugum í S-Þing. á föstudag- inn var. A8 fundinum loknum var send út yfirlýsing, sem fer hér á eftir. Sama dag hélt bæj arráð Akureyrar fund og sam- þykkti þá að senda Landeig- endafélaginu og Iðnaðarmála- ráðuneytinu bréf, sem einnig fer hér á eftir. Yfirlýsing stjórnar Landeig- endafélagsins: „Sökum þess að oss hefur enn ekki borizt svar frá Bæj- arstjórn Akureyrar við erindi því er bæjarstjóranum var af- hent af hinni fjölmennu mót- mælaför Þingeyinga gegn Gljúf urversvirkjun 18. júlí s.l„ vill stjórn Landeigendafélags Lax ársvæðisins taka fram eftirfar andi: 1. Eins o.g fram kom í téðu bréfi og margendurteknum yf- irlýsingum vorum um Laxár- virkjunarmálið, höfum vér lýst ráðgerðar virkjunarframkvæmd ir við Laxá ólögmætar og beint brot á bréfi iðbaðarmálaráðu neytisins frá 13. 5. s.l. 2. Vér viljum endurtaka þá i fcröf u er vér lögðum fram á! fundi í iðnaðarráðuneytinu 1.; júlí s.l., að' öllum virkjunar-, framkvæmdum við Laxá verði \ frestað þar til að rannsóknar-1 niðurstöður á Laxársvæðinu' iiggja fyrir og gengið hefur verið frá samningum við full- ■ trúa landeigenda á Laxársvæð inu um fyrirkomulag skaðlausra 1 framkvæmda við Laxá. Þessari kröfu munum vér \ Framhald á bls 14. Kílóið af heyi hækkar um tæp 30% - mikil eftirspurn KJ—Reykjavík, þriðjudag. Mikil eftirspum er nú eftir heyi víða á landinu, og leita menn helzt eftir þvi í Rangárvallasýslu, en þar hefur mikið verið selt af EB—Reykjavík, þriðjudag. Allt bendir nú til þess að all- miklu af fíkniefnum og fíknilyfjum hafi verið smyglað inn í landið að undanförnu, enda fer neyzla þeirra stöðugt vaxandi hér á landi, eins og skýrt var frá í blaðinu í s.l. viku. Hafði Tíminn í dag samband við Kristján Pétursson dcildar- stjóra hjá tollgæzlunni á Kefla- víkurflugvelli. Leggur Kristján áherzlu á, að það sem fil þarf, ef framkvæma á raunhæft eftirlit með notkun fíkniefna og fíknilyfja hér á landi, sé eftirfarandi: 1. Komið verði upp fullkominni rannsóknarstofu, ec sjái um efna- greiningu fíkniefna og fíknilyfja, og að slík stofnun hafi sérfróða menn til að annast slíkar rannsókn- ir. 2. Sérmenntun rögreglu- og tollgæzlumanna. 3. Sett verði á stofn sérstök fíkniefnadeild, sem vinni í nánu sambandi við embætti landlæknis. 4. Almenn fræðsla um fíkniefni og fíknilyf, sé reglulega flutt í fjölmiðlunartækjum, af sérfróð- um aðilum, sem Æskulýðssamband íslands, dómsmálaráðuneytið og heyi á undanfömum árum, og nokk uð er orðið um það þar, að menn stundi heyskap með sölu fyrir augum, sem aukastörf. Verð á heyi er nú nokkru hærra en í fyrra, Læknafélag ís.’ands standi að. 5. Komið verði upp sérstakri sjúkradeild fyrir fíkniefna- og fíknilyfjasjúklinga. 6. Stofnuð verði sérstök rann- sóknardeild innan löggæzlu og toll- gæzlu, sem rannsaki óleyfilega dreifingu, smyg.’, meðferð og neyzlu fíkniefna og fíknilyfja. Kristján áleit, a'ð af fíkniéfnum og fíknilyfjum væru mest í um- ferð hér á landi, kannabis-efni þ.e. hash og marijuhana svo og speed þ. e. preludine sem er mjög sterkt lyf. Þá kvað hann óhugnanlega mikla notkun á róandi lyfjum hér eins og valíum og librium, svo og svefn.’yfum. Eins og málin standa nú, kvað Kristján tollgæzlumönnum vera í flestum tilfellum erfitt um vik, að forða því að fíkniefni og fíkni lyf komist inn í landið. Það er m.a. vegna vankunnáttu tollgæz.’u- manna á fíkniefnum almennt. Góð aðstaða er ekki enn þá fyrir hendi sem áður er komið fram. Þegar torkennileg lyf finnast t.d. í toll- gæzlunni á Keflavíkurflugvel.’i, er vegna vöntunar á fu.’lkominni efna rannsóknarstofu, ekki hægt að full yrða neitt, hvort um fíkniefni sé að ræða. eða kr. 4.50 á kg. miðað við kr. 3.50 — 4.00 í fyrrasumar Kristinn Jónsson tilraunastjóri á Sámsstöðum sagði fréttamanni Tímans í dag, að eftirspum eftir heyi væri mikil, og bærust óskir um heykaup ekfci aðeins frá bænd um í Rangárþingi, heldur einnig frá hestamönnum í Reykjavík, nórðan af Ströndum oa fná Norð urlandi. Kristinn, sagði, að í ár myndu verða seldir um 1800 hest ar á Sámsstöðum, en það er svip að magn og í fyrra. Hinsvegar sagði hann að þeir á Sámsstöðum heyjuðu mun meira land núna, en fengju samt sem áður efciki meira heymagn. Kristinn sagði að verð á heyi væri hærra nú en í fyrra, eða kr. 4.50 á kílóið miðað við vél bundið hey, sem tekið væri strax. Eftirspurn og vinnulaunahækkan- ir yllu hækkun á heyinu. Búið er að heyja 1200 hesta á Sámsstöð- um, og hefur mestu af heyinu verið ekið beint til kaupenda. Stærsti einstafci kaupandinn mun vera Fákur í Reykjavík, sem fær 600 hesta frá Sámsstöðum í sum- ar. Annars kvað Kristinn nokkuð algengt að bændur keyptu 100 hesta, en það er eitt og hálft kýrfóður. Kostar kýrfóðrið í að- keyptu heyi því um tíu þúsund krórtur. Þá hefur Tíminn haft fregnir af því að mikið sé spurt um hey undir Eyjafjöllum, sérstafclega hjá þeim ' bændum sem síkákir eiga á Skógasandi. Af öðrum að- ilum sem selja hey í einhverjum mæli má nefna Hróarslæk á Rang árvöllum., Gunnarsholtsbúið og Stórólfshvolsbúið. Þá er nokkuð um það, að jarðir f Fljótshlíð og Hvolhreppi séu heyjaðar af mönnum á Hvolsvelli, sem stunda heysölu sem aufcastarf. Mun orð- ið töluvert um þetta, þar sem svo stendur á, að búskap hefur verið hætt. Fíknilyfjaleitin á Keflavíkurflugvelli: Þarf sérfróða menn og rannsoknarstofu Rafmagnsveita Reykjavíkur um tjón á jarðstrengjum: Rekja má skemmdir tíl óná- kvæmni á kortum Rafmagnsveitu Nauðsyn góðrar samvlnnu við verktaka til að koma í veg fyrir skemmdir EJ—Reykjavík, þriðjudag. Blaðinu hefur borizt yfirlýsing frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur >'“gna fréttar í blaðinu i dag. Kem ur þar fram, að t. d. skemmdir á lágspennustreng vegna fram- íwæroda á framlóð Hótel Esju, sem rætt var um i fréttinni, má rekja til ónákvæmni á korti Raf- magnsveitunnar um jarðstrengja- lagnir. Er bent á, að það sé sam- eiginlegt hagsmunamál verktaka, Rafmagnsveitu Reykjavikur og rafmagnsnotenda að ekki verði skemmdir á jarðstrengjalögnum, og þurfi gott samstarf Rafmagns- veitunnar og verktaka í bessu sambandi að haldast. Yfirlýsing Rafmagnsveitunnar er svohljóðandi: „í tilefni af forsíðufrétt um teikningar síma og rafveitu af jarðstrengjum í blaði yðar í gær óskar Rafmagnsveita Roykjavík" að taka eftirfarandi fram. Eins og fram kemur í greininni er oft erfitt að komast hjá bví, að tjón verði á jarðstrengjum, þag ar unnið er að jarðvegsvinnu með vinnuvélum, þrátt fyrir viðloitni verktaka og starfsmanna Rafmagns veitu til að koma í veg fyrir skemmdir á strengjum. Auk þess verða rafmagnsnotendur fvrir óþægindum og tjóni vegna raf- magnsleysis, sem af þessu hlýzt. Þeim, sem standa fyrir jarðvegs I mkvæmdum í götum og gangstétt um í borgarlandinu, er skylt að afla leyfis borgarverkfræðings áð- ur en framkvæmdir hefjast og fylgja leyfinu kort af lögnum borg arstofnana og síma í jörðu. Ekki þarf sérstakt leyfi til graftrar inni á lóðum, en lóðahafar og. verk- takar fylgja yfirleitt þeirri ágætu reglu að afla sér upplýsinga hjá borgarstofnunum um lagnir bcirra innan lóðamarka áður en ráðizt er í framkvæmdir Þannig fá þeir, sem fyrir framkvæmdum standa, kort af jarðstrengjalöanum Raf- magnsveitunnar, en auk þess ve^- ir Rafmagnsveitan aðstoð við lett að strengjum mpð sérstökum hlust Framhaid á bls 14. Olof Palme Áformuð aukin afskipti ríkis af einkafyrir- fækjum Svía EJ-Reykjavík, laugardag. Stjórn sósíaldemókrata í Sví- þjóð hefur í hyggju að auka opin- ber afskipti af fyrirtækjum og sjálfseignarstofnunum. Mun ríkis- stj'rnin reyna að koma þessum. breytingúm í framkvæmd strax næsta vor, haldi hún meirihluta í þingkosningunum síðar á þessu ári. Mun lagafrumvarp þá lagt fram og það grundvallað á nefnd- aráliti, sem sent var iðnaðarmála- ráðherra Svíþjóðar, Kister Wick- man, í vikunni. Nefnd þessi hefur starfað í tvö ár og er það talinn skammur timi vegna þess hversu viðamiki® þetta roál er. Hins vegar þykir ljóst, að nefndarálitið er ,’agt fram nú vegna þess, að eftir um mánuð verða þingkosniigar í Svíþjóð og kjörið til hins nýja eicnar-deildar þings. Nefndarálitið er einnig að ýmsu leyti óvenjulegt. Þannig tók nefnd in fyrir helztu leiðtoga landsins í atvinnulífi, stjórnmálum og efna- hagsmálum og yfirheyrði þá, en rúmtega helmingur nefndarálitsins er skýrsla um þessar yfirheyrslur. Ekki var nefndin sammála í öll- um atriðum. Þannig voru samtpk atvinnurekenda t. d. á móti aukn- um opinberum afskiptum af fyrir- tækjum, en verkalýðssamtökin töldu sumar tillögurnar ekki ganga nógu langt í þá átt. Meginptriði í tillögu nefndarinn ar eru. að sögn danska þ.'aðsins Politiken, þessi: 1) Ríkisstjórnin skipi stjórnari menn í 20 stórfyrirtæki i ýmsum atvinnugreinum. Þessir stjórnar Framhalc! á bis 14. RÆTT VIÐ PRENTARA EJ-Reykjavík þriðjudag. Eins og kunnugt er hafa prent arar fyrir nokkru sent kröfu* sínar til atvinmirekenda. í gæt ræddu þeir síðan gagntilboð fr| atvinnurekenduin ,og á morgun, miðvikudag. verður fyrsti samni ingafundurinn haldinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.