Tíminn - 19.08.1970, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.08.1970, Blaðsíða 5
TÍMINN 'MIÐVIKUDAGUR 19. ágúst 1970. MEÐ MOHGU KAFFINU k Eiginkona við bónda sinn: — Mér finnst að þú ættir að fana tíl læíknis. Aðrir eigin- menn eru ekki svo þreyttir, þegar þeir !koma heim úr vinn unni, að þeir nenni ekki einu sinni að rífast við konuna sína. Frá Boehum í Vestur-Þýzka- landi fcemur enn ein sönnun þess, bvort ‘kynið á að kallast hið vejfcara: Þar var í tvö skipti sýnd fræðslukvikmynd um barnsfæðingar. Alls leið yfir 54 bíógesti — allt karl- nrenn. — Eg spurði ekki, hvað þú hefðir verið Iengi • hjá fyrir- tækinu, lieldur, hve lengi þú hefðir UNNIÐ hérna. — Gat læknirinn virkilega framleitt hár á skallanum á þér, spurði einn sköllóttur annan. ' — Já, en þegar ég fékk reikn inginn, reif ég það af aftur. — Þorkell, komdu og sjáðu. Meira að segja mölurinn fer í mótmælagöngu, því ég á svo Iítið af fötum. Það væri mjög ábatasamt fyrirtæki að kaupa fóik á því verði, sem bað í rauninni er vert, og selja það síðan á því •verði, sem það metur sjálft sig. Tannlæknirinn boraði og bor- aði í neðri kjálka sjúklingsins. — Skrýtið, sagði tannlæknir inn allt í einu. — Þér segið, að aldrei hafi verið gert við þessa tönn, en samt fcemur gull á borinn. — Já, það hlýtur að vera úr bindisnálinni. — Væri ekki auðveldara ef þú bæðir mig afsökunar. Þá skal ég festa töluna í. Nonni litli átti bágt með að þegja í skólanum. Einn daginn •gekk fram af kennaranum og hann sendi Nonna heim með miða, sem á stóð: — Nonni kann lexíurnar sínar vel, en hann talar of mikið. Daginn eftir kom Nonni í skólann með miða frá pabba sínum til kennarans. Á miðan- um stóð: — Þér ættuð bara að heyra í mömmu hans. 8-t \ DENNI DÆMALAUSI — Ekki fá sömu barnapíuna og síðast. Ilún getur alls ekki skilið, livcr það er, sem ræður hér! . Fyrr í sumar minntumst við litillega á bandarísku negra- söngkonuna Earthu Kitt, sem þá var önnum kafin við að skemmta Bretum með söng sín- um. Nú er hún komin til Kaup- mannahafnar, þar sem hún' lét verða sitt fyrsta verk að syngja fyrir rösklega þrjú hundruð fanga í Nyborg. Myndin var einmitt tekin við fangelsisli'ið ið, þar sem Eartha átti nokkur orðaskipti vi® blaðamenn. Ein- hverjum varð það á að spyrja, hvernig henni geðjaðist að því að skemmta afbrotamönnum, og ekki stóð á svarinu. — Viljið þér veðja við mig um hvoru megin rimlanna séu fleiri glæpamenn? Getið þér Flugvélar verða stöðugt stærri oa stærrí. Nú stendur fyrir dyrum að Frakkar byggi sjóflugvél, sem ætluð verður til vöruflutninga eingöngu, og verður sú flugvél stærri en nokkur flugvél sem enn hefur verið byggð á jörðinni. Stærsta flugvél í heimi er nú banda- rísk að gerð og kallast C-5 Galaxy og ber hún 100 tonn af flutningi og vegur sjálf, fyllt eldsneyti, 358 t. Franska sjó- flugvélin, sem fyrirhugað er að byggja, mun vega 1000 tonn. Vænghaf hennar verður 390 fet en Galaxy hefur 221 feta vænghaf. Þessi sjóflugvél verð- ur hljóðfrá, mun geta þotið með 500 mílna hraða á klst. — drifin áfram af 8 þotuhreyfl- um. Og á að geta borið 300 tonna farm. Nú er verið að teikna vélar til að knýja ferlíkið áfrasn, og munu þær alls vega 35 t. komn- ar í gagnið, en hönnuðir flugvél arinnar segja að fram til þessa hafi það verið eina vandamálið sag-t mér, hver hefur efni á að kasta fyrsta steininum? Fangarnir voru vfir sig hrifn ir af söngkonunni. Þeir stöpp- uðu í gólfið og sungu með af hjartans lyst. Hún var ekk: síð ur ánægð með þessar góðu við- tökur, og hét því að koma aft- ur áður en hún færi frá Dan- mörku. Fangelsisstjórinn var meira en fús til að ieyfa það, því að sjálfur skemmti hann sér kon- ungfega, og kva® föngunum ekki veita af upplyftingu annað slagið. — Það gerir þá ánægð- ari og samvinnuþýðari, sagði hann- við að byggja svo stóra flutn- ingavél. að ekki hefur verið hægt að hafa vélarnar nægi- lega krafmiklar. Búizt er við, að sérstakar flughafnir á sæ verði gerðar fyrir þessa vél eða systurvélar hennar, og er fyr- irhugað að þeim verði gert að lenda í Brest, Bordeaux og Fos. Einnig kemur til mála að gera sérstakt stöðuvatn fyrir vélina að lenda á, og verður það þá við Sologne, 50 mílum fyrir sunnan París. Fyrirtæki hefur verið hleypt af stokkunum til að athuga möguleikana á notagildi slíkrar vélar. Kallast fyrirtækið „Com- pagnie General Hydraviation“ og heimilisfangið er 3 rue de Clery, Paris, ef íslenzkir út- gerðarmenn hefðu áhuga. Með al þeirra, sem styðja þetta fyr- irtæki, eru 2 helztu farmskipa- félög Frakklands. Messageries Martisne og Compagne Schiaf- fino. ítalir os Þjóðverjar eru sagðir hafa mikinn áhuga á fyr irtækinu. Meðfylgjandi mynd verður að teljast nokkuð merkileg áð því leyti, að hún, er ein af örfáum, sem teknar hafa veri‘5 á undan- förnum árum af uppgjafakóngi ítalíu og konu hans saman. Um- berto og Marie José búa ekki lengur saman, og sjást ekki nema með höppum og glöpp- um. Og nú gengur það fjöllunum hærra, að drotfningin fyrrver- andi hafi ákveðið að ganga í kfaustur, sé þegar byrjuð að búa sig undir að kveðja um- heiminn. Astæðan er sögð sú, að með þessu vilji hún bæta fyrfr slæma lifnaðarháttu barma sinna, en þau eru fræg að end- emum fyrir ails kyns óviðeig- andi uppátæki og jafnvel af- brot. Einkum er það þó Marie Beatrice, prinsessa, sem gert hefur móður sinni lífið leitt. Hún hefur ekki gert annað síð- an hún komst til vits og ára en skjóta sig í ævintýramönnuan og glaumgosum, og þegar þeir hafa orðið leiðir á henni, hefur endirinn yfirleitt verið sjáffs- morðstilraun prinsessunnar, með tilheyrandi beinbrotum og forsíðufréttum hlaðanna. Fyrir nokkrum mánuðum giftist svo prinsessan einhveri- um óþekktum leikara og fæddi skömmu síðar barn, sem næsti elskhugi á undan var víst faðir að, og nú er hún skilin,‘engum til furðu. . Maria Pia, sem er elzt þess- ara systkina, er líka nýskilin við mann sinn, Alexander af Júgósfavíu, eftir stormasama sambúð, og bróðirinn, Victor Emanuel, er þekktur fyrir út- sláttarsemi og ævintýra- mennsku. Þykir víst engum mikið, þótt Marie José sé orðin mædd og vilji njóta friðar í klaustudifn- aði það sem eftir er.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.