Tíminn - 19.08.1970, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.08.1970, Blaðsíða 16
i i I / il Hvað tefur haf narf r amkvæmdir ? MiSvikudagur T9. ágúst 1970.' Fundur í Fulltrúaráðinu Fundur verður haldinn í Full- trúaráði Framsóknarfélaganna í Reykjavík rf.k. fimmtudag 20. þ.m. í Framsóknarhúsinu við Fríkirkjuveg, uppi, kl. 20.30. Fundarefni: Undirhúningur kosninganna. Áríðandi að full- trúaráðsmenn mæti. — Stjórnin BÆNDAHÁTÍÐ I HÚNAVERI BúnafSarsamband Austur-Hún- ^etninga gengst fyrir bændahátíð í iHúnaveri á laugardaginn og hefst fiún kl. 3 með sameiginlegri kaffi- tírykkju. Til skemmtunar verða, íkórsöngur og upplestur, og flutt [verður erindi. Gautar leika síðan fyrir dansi og lýkur hátíðinni kl. 8 um kvöldið. Örin til vinstri bendir á .KeriS, en örin tít hægri bendir á hótinn þar sem braut hefur veriS rodd upp, og vestan í þessum hól hefur farjS fram gjalltaka í sumar. Hinsvegar mun ekki hafa fariS fram gjalltaka uppi á hólnom í sumar, eins og áður hefur átt sér stað. (Tfmamynd Kári) Framleiðslan í Kísiliðjunni er 1700 lestir á mánuði •Samkeppninnar vegna eru pokarnir ekki merktir verksmiðjunni SB-Reykjavík, þriðjudag. FramleiSsla Kísilgúrverk- smiðjunnar við Mývatn gengur fyUilega eftir áætlun. f haust bætast við ný tæki og kemst þá verksmiðjan upp í fuUnaðar afköst. Tékkóslóvakía hefur bætzt í hóp þeirra ríkja, sem kaupa íslenzkan kísilgúr. Sam- keppninnar vegna eru kísilgúr- pokarnir ekki merktir fslandi, síðan farmur skemmdist í flutn ingum í fyrra. í viðtali við blaðið, sagði Vésteinn Guðnrandsson, forstj. verksmiðjunnar, að nú væri framleiðslan um 1700 lestir á mánuði, sem svaraði til 21000 lesta á ári. í október éða núv- ember verða sett upp viðbótar tæki í verksmiðjuaa. þannig að afiköstin aukast enn cneir, upp í 24000 lestir. Öllum bygg- ingutn er nú lokið og í haust verður verksmiðjan því full- nýtt. Alls starfa 46 manns hjá Kís- iliðjunni allt árið, en á sumrin er bætt við 13—15 manns, sem vinna við dælingu kísilsins upp úr Mývatni. Tveir stórir bílar aka kísilgúrnum til Húsavíkur og eru þeir stanzlaust í ferðum. Framleiðslan selst yfirleitt eft- ir hendinni og stendur ekki við, nema þegar tafir eins og verk- föll koma upp á. Kísilgúrinn er síðan fluttur frá Húsavík með skipum Eimskipafélagsins og Hafskips og helztu kaupendunn ir eru Þýzkaland, Frakkland og Bretland. Einnig kaupa Hol- land, Beligía, Norðurlöndin, Austurríki og Ungverjaland kísilgúrinn og nýlega bættist Tékkóslóvakía við. Síðan óhappið varð og farmur skemmdist, hafa pokarnir ekki verið merktir íslandi og sagði Vésteinn að það væri vegna þess, að samkeppni væri hörð og keppinautarnir reyndu, ef þeir vissu, að þetta væri ísfenzk ur kísilgúr, að koma því 'inn hjá kaupendunum, að hann sé lakari vara. Vésteinn kvað kvartanir ekki berast umfram það sem eðlilegt megi teljast, og engar, sem hafi kostað Kísiliðjuna fjárútlát. Skógræktin leyfir gjalltökuna við Kerið í Grímsnesi EB-Reykjavík, þriðjudag. — Þess hefur ekki verið farið á leit við okkur, af náttúruvernd arsamtökunum, að við tökum fyrir gjalltöku í landi okkar vi'ð Kerið í Grímsnesi, en í sumar hefur Vegagerðin eins og undanfarin ár, tekið' gjall í landi okkar þar, og verður því lialdið áfram, sagði Ólafur Jónsson, formaður Skóg- ræktarfélags Árnessýslu Tímanum í kvöld. En í sumar hefur Vega- gerðin tekið gjall úr þrem litlum hólum vestan við Kerið, og hefur það verið mörgum náttúruunn- endum þyrnir í augum, þar sem Kerið er einn af gimsteinum ís- lenzkrar náttúru. Er þess skemmst að minmast, að ferðamaður, sem átti leið þar um Nær hver fjölskylda í ísrael orðið fyrir áföllum af völdum stríðsins Rætt við aðalræðismann íslands í Tel Aviv Fritz Naschitz — Ég vil ekki tala um stjórn mál. f fyrsta lagi er ég ekki stjórnmálamaður, og í öðru lagi stendur nú yfir vopnahlé og friðarsamningar milli ísra- elsmanna og Egypta, og ég hef ekki heimild til a@ spá um ár- angur þeirra. En ég fullvissa fslendinga um, að ísraelsmenn eru mjög friðsöm þjóð. Em við viljum aðeins frið með þeim skilyrðum, að hann verði sam- inn þannig, að örugg og verjan leg landamæri verði ákve'ðin, og þau verði ekki áfram orsök nýrra árása og vopnaviðskipta. Það verður þjóð minni ánægja að semja um varanlegan frið með ofangreindum hætti. Þetta var svar Fritz Nasehitz, aðalræðismanns íslands’ í Tel Aviv, við einni af fyrstia spurn- ingum blaðamanns Tímans í við tali í dag. Naschitz hefur verið ræðismaður ok'kar í ísrael í 21 ár og hefur komið hingað 26 sinnum. Soaur hans, Pétur, er nú einnig ræðismaður íslands í ísrael. Náschitz er hér að þessu sinni fyrst og fremst vegna verzlunarsamninga milli landanna, en viðskipti okkar og ísraelsmanna eru nú að auk ast á ný og munu aema um V2 milljón Bandaríkjadala á þessu ári. Þangað verða væntan Iega seld um 300—500 tn. af frosnum fiskflökum á árinu og góður markaður er einnig fyrir saltsíld. þegar hún er fáanleg héðan. Naschitz fluttist til Palestínu frá Vín í Austurríki 1040 og hefur tekið þátt í uppbyggingu hins nýja Ísraelsríkis. Hana segir landa sína vera glaðvært fólk og bjartsýnt, einkum yngstu kynslóðina, sem fædd er í landinu, og er ekki háð gömlum og ólíkum venjum eins og foreldrar hennar, sem komn ir eru frá um 70 þjóðlönd-jm. Um 45.000—50.000 manns flytja nú til ísraels á ári hverju, eiakum frá Vestur-Ev rópu, Ameríku og Afríku. Tala útflytjenda er hins vegar óveru leg, aðeins nokkur hundruð ár- lega. Naschitz kvað marga Gyð inga í Rússlandi og víðar hafa áhuga á að flytja til ísrael, en þeir fengju ekki útflytjenda- leyfi. PYamhalri * bls 14 á dögunum, vakti athygli á þeirri ' hættu, sem Kerinu stafar af gjall- tökrj þessari, í Landfaradálkum - Tímans. _ ' Sagði Ólafur Jónsson f viðtalinu ! við blaðið. að gjalltakan væri tekjuöflun, sem skógræktarfélagið ■ mætti ekki missa. Væri Vega- gerðin búin að taka gjall þarna vestan við Kerið frá því vegur var lagður um Grímsnesið fyrir 30—40 árum, og eins og áður hef- ur komið fram er svæðið þar sem gjalltakan fer fram í landi Skóg- ræktarfélags Ásnesinga. — Við viljum fá eitthvað fyrir okkar snúð. Skógræktarfélagið kaupir mikið af plöntum til niður setningár ár hvert. Við getucn ekki án þessarar tekjuöflunar ver ið, sagði Ólafur og lagði á það sérstaka áherzlu. Þá taldi Ólafur að Kerinu staf- aði ekki hætta af gjalltökunni sem er andstætt áliti margra, er telja heildarsvipinn umhverfis Kerið skaddast mikið vegna gjall- tökunnar, og benda í því sambandi á afdrifaríkar afleiðingar slíkrar töku Vegagerðarinnar, t.d. eins: og þegar litli gíghóllinn við Grá-. brók í Norðurárdal var eyðilagð- ur. Fulltrúaráðs- menn F.U.F.: Fundur í kvöld Stjórn FUF í Reykjavík boðar Fulltrúaráðsmenn sína, aðalmenn ng varamenn. tfi um l ræðufundar í kvöld kl. 26,30 í Framsóknarhúsinu við Frí- kirkjuveg, uppi. Rætt verður um skipulagsmál og fleira. Aðrir Fulltrúaráðsmenn, sem áhuga hafa. eru velkomnir á fundinn. FUF.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.