Tíminn - 19.08.1970, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.08.1970, Blaðsíða 6
TIMINN MIÐVIKUDAGUR 19. ágúst 1970. VETTVAIMGUR RITSTJÓRAR: BJÖRN PÁLSSON og SVAVAR BJÖRNSSON ; , \ Þing SUF verður haidið að Hallormsstað 28.-30. ágúst Á ánnað hundrað fulltrúar eiga rétt til setu á þinginu, sem verður opið fyrir gesti Þing Sambands ungra Framsóknarmanna veröur sem kunnugt er haldiS aS HallormsstaS föstudaginn 28., laugardaginn 29. og sunnudaginn 30. ágúst næstkomandi. Er búizt viS, aS á annaS hundraS þing- fulltrúar sæki þingiS frá um 40 félögum ungra Framsóknarmanna úr öll- um kjördæmum landsins. VerSur þingiS haldiS í barnaskólanum og kvenna- skólanum á HallormsstaS. Þingið mirn hefjast á föstu- daginn 28. ágúst kl. 20 með þingsetningu, skýrslu stjórnar Sambands ungra Framsóknar- manna og umræðum um hana. Á laugardaginn, 29. ágúst, hefjast nefndastörf strax kl. 9 fyrir hádegi, en eftir hádegi, kl. 13, halda nefndastörf áfram og umræður eftir því sem tími gefst til. Um kvöldið, eða kl. 20, verð- ur farið í stutta kynnisferð um Hallormsstað og nágrenni í fylgd með kunnugum leiðsögu- mönnum. Býður Félag ungra Framsóknarmanna á Fljóts- dalshéraði til kvöldverðar þetta kvöld og mim Sigurður Blöndal þar segja frá Hall- ormsstað. Á sunnudaginn, 30. ágúst, hefst fundur kl. 9 fyrir há- degi með afgreiðslu nefnda- álita, og mun hann standa til hádegis. Eftir hádegi, kl. 13 hefst kosning í trúnaðarstöður Sambands ungra Framsóknar- Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna, sem kjörin var á Þingi SUF á Laugarvatni 1968. manna, en stefnt er að þingslit- um um kl. 16 á sunnudag. Undirbúningur gengur vel Undirbúningur vegna þings- ins er í fullum gangi. Mörg sambandsfélög hafa þegar hald ið fucidi 03 kjörið fulltrúa sína á SUF-þingið. en önnur hafa boðað fundi eða munu gera það einhvem næstu daga. Fortnönn am allra FUF-félaganna hefur fyrir allnokikru verið sem. þingboð og geta félagsmenn snúið sér til þeirra til að fá nánari upplýsingar um þingið og fulltrúakjör í sínu félagi. Reglur um fulltrúakjör eru þannig ,að hvert félag kýs einn fulltrúa á þingið óg síðan einn fulltrúa fyrir hvefja tuttugu félagsmenn. Þá eiga allir mið- stjórnarmernn SUF, sem eru fimm úr hverju kjördæmi, og f ramkvaamdast j órnarmenn, sama rétt á þingseta og kjörn- ir fulltrúar. Aðildarfélög SUF era nú um 40 talsins. og munu nokkuð á annað hundrað fulltrúar eiga rétt til setu á þinginu. Gestir þingsins Eitwj og kunnugt er, tóku Framsóknarmenn upp á því ný- mæli á síðasta þingi sínu, að hafa það opið öllum sem vildu, og verður sami háttar -hafður á nú. Má þannig búast við ýms- um gestum á þingið á Hallorms stað. Auk þess hefur Sambaad ungra Framsóknarmanna ákveð ið að bjóða þingmönnum kjör- dæmisins og ýmsum forystu- mönnum Framsóknarflokksins til þingsins, auk heiðursfélaga samtakanna. Undirbúningurinn fyrir austan Undirbúningur er einnig í fullum gangi fyrir austan. Atli Freyr Guðmundsson, erindreki, hefur undanfarið verið á ferða- lagi um Austurland og m. a. ' verið á fundum hjá fjölmörg- um FUF-félögum þar, auk þess sem hann hefur aðstoðað við annan undirbúning þingsins. Atli Freyr sagði Vettvanginum í stattu viðtali, að fjögurra manria nefnd ynni að undir- búningi þingsins af hálfu Aust- firðinga, en það væru þau Sig- urður Björgvinsson, Jón Krist- jánsson, Sveinn Þorsteinsson og Guðríður Ólafsdóttir. Málefnaundirbúning- urinn, Eias og flestum mun kunn- ugt, hefur málefciaundirbúning ur þingsins farið fram með nokkuð nýstárlegum hætti og er hann enn eitt dæmið um það aukna lýðræði. sem ríkir í samtökum ungra Framsóknar- manna á öllum sviðum. Til þess að skapa sem flest- um möguleika á þátttöku í stefnumótun samtakanna og veitk öllum jafnan rétt í því sambandi, eru drög að ályktun- um unnin á opnum fundum, sem haldnir eru að Hringbraut 30. Hafa sjö slíkir fundir þeg- ar verið haldnir, og verið vel sóttir og umræður miklar. Er yfirleitt tekinn fyrir einn meg- inmálaflotokur á hverjum fundi. Stefnt verður að þvi að senda álytotanardrögin til FUF- félaga fyrlr þingið og verða þau síðan höfð sem vinnugögn á sjálfu þinginu. Leiguflugvéí úr Reykjavík Þar sem mikill hluti fulltrúa á SUF-þingi er frá Suður- og Vesturlandi, hefur verið ákveðið að taka sérstaka leigu flugvél til þess að flytja þá í einum hópi á þingið og af þingi. Mun flugvélin fara frá Reykjavík upp úr hádegi föstu daginn 28. ágúst. Er nauðsynlegt, að þau FUF- félög, sem hyggjast notfæra sér þetta leiguflug, tilkynni um það á skrifstofu samtakanna að Hringbraut 30 sem annast mun stoipulagningu ferða á þingið. einnig úr öðrum lands- hlutum. Ungir Framsóknarmenn í Austur-Húnavatnssýslu álykta: „FRAMSÚKNARFLOKKURiNN BEITI SÉR FYRIR MYNDUN VINSTRI STJÓRNAR" að loknum næstu Alþingiskosningum Baldur Óskarsson, tVwmaður ungra Framsóknarmanna, hefur undanfarið farið um Norðurland þg flntt erindi um málefnaundir- búning SUF-þingsins á fundum í SUF-félögunum á Blönduósi, Ak- ureyri og Húsavík. Á þessum fundum hafa verið kjörnir fulltrúar á SUF-þingið á Hallormsstað, eu síðan rætt um málefnaundirbúning þingsins og um stjórnmálin almennt. Á einum fundinum. þeim á Blönduósi. vora gerðar tvær sam- þykbtrr urn stjórnmálin, og fara þær hér á eftir: „Fundur i Félagi ungra Fram- sóknarmanna í Austur-IIúnavatns- sýslu, haldinn á Blönduósi 6. ágúst 1970, samþykkir eftirfarandi: 1. Fundurinn lýsir yfir þeirri ein dregnu skoðun sinni. að Framsókn arflokknum beri að beita sér fyr- ir myndun vinstri stjórnar að af- loknum næstu Alþingiskosningum, og jafnframt að stjómarsamvinna við Sjálfstæðisflokkinn geti aldrei samrýmzt þeim þjóðfélagsmark miðum, sem Framsóknarmenn keppa að. 2. Að Framsóknarflokkurinp eigi að beíta sér fyrir sjálfstæ'ðrí íslpi.zkri utanríkisstefnu, sem m. a. feli í sér brottför hersins og af- nám hernaðarbandalaga“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.