Tíminn - 19.08.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.08.1970, Blaðsíða 7
MffWIKffTVsVfítm ». ágðst 190«. TÍMHMN Hvað tefur hafn- arframkvæmdir við Dyrhólaey? •Þa6 'er ISBn nsær haJf öW síSan jisfeaftfeTfingar hófu baráttu fyrir Bafnarframfcvæmdum við Dyrhóla ey. Þó eru þessi mál ekki komin iertgra en svo, að ekki er til al- mennilegt sjófeort yfir svæðið suð tir af Dyrhólaey. Fyrir um tuttuga áram fékk (J5n heitinn Kjartaesson álþingismaðnr samiþykkita fjárveit ingu til rannsókna á bafnarstæði pg sandburði við Dyrfaólaey. Þá Vann hér þýzkur prófessor að rano sóknum, en um niðurstöður þeirra tvefur lítið frétzt. Síðan þetta var hefar mikið Vatn til sjávar rrnmið. Kjördæmin hafa stækkað og við ^Skaftfeílingar eigum nú 6 þing- rnenn í stað eins áður. Þrátt fyrir fagurgala þmgmanma okkar á svo- • költaðum framsókoar- og sjálfstæð ismótrum virðist nú unnið sex sinn um minna að þessum óskadraumi Skaftfellinga heldur ea var þegar við áttum aðeins einn fufltrúa á Aiþingi. Þó keyrir fyrst um þver- ■bak, þegar einn þingmanna okkar, sem hæst hefur talað um hafnar- ImáBn, og þar af ieiðandi verið kosrnn í Dyarhólaeyjarhafnarnefnd, er aiit í einu farinn að skrifa fyrir baínarframkvæmdum við Þjórsár- ósa, Hver meiaingin er með þessu ■veii ég ekki, nema þá að skapa sundrung og deilur um hafnarstæð in og draga málin á langinn. Eða •þá hitt að farið er að styttast í kosningar og gott að hafa vaöið fyrir neðan sig og reka áróður fyr ir nógu mörgum höfnum, enda eft ir fleiri atkv. að slægjast í Ár- nes- og Ranigárvallasýsiu heldur en í V.-Skaftafessýsu. Hafnarskilyrði við Dyrhólaey eru mótmælalítið þau beztu sem völ er á við suðurströnd landsins. • Með þeim teikningum og frumdrög 'um sem til eru af höfninni fylgja , lauslegar kostnaðarásetlanir frá kr. 400—700 mílj. Þetta eru ekki háar apphaeðir, jafnvel þótt þær væru tvöfaldaðar til öryggis, þeg- ,ar þess er gætt að ríkíð kaupir eða greiðir að mestu þau fiskiskip og togara sem gerðir eru út frá htifnum landsins, til þess að við- halda jafnvægi í byggð og stuðla að atvinnuöryggi landsmanna. En er þá til of mikils mælzt að við Sunnl. fengjum sem svar- aði andvirði 2—3 verksmiðjutog- ara til þess að byggja upp aðstöðu | til aukinnar atvinnu og þjóðar-j tekna og þá um leið möguleika á! fólksfjölgun 1 þessum landshluta. j Eins og nú horfir eru V.-Skaftfell: ingar, og reyndar Rangæingar líka,: aðeias útungunartæki fyrir höfuð-j borgarsvæðið og það engum til góðs, þvi að ofvöxturinii á Reykja- víkursvæðinu er nógu mikill inn- an frá, þótt sveitir Suðurlands séu ekki mergsognar með því að draga frá þeim æskuna um leið og hún verður atvinnufær. Sú kynslóð sem nú er að vaxa upp á Mið-Suðurlandi hefur enga atvinnumöguleika þar, nema með Iramkvæmdum eías og hafnargeið við Dyrhólaey, sem gæti orðið vís irinn að Akureyri Suðurlands. Að veita 100—200 þús. kr. lán úr at,- ■vinnujöfnunarsjóði til eins eða annars fyrirtækis, sem síðan veit- ir einum eða tveimur mönnum at- vinnu, er tómt kukl og kák og leys- ir ekki þann vanda sem við er að etja. En myadi höfn við Dyrhólaey leysa þennan vanda? Við skulum aðeins athuga þá möguleika 1 sem þessi höfn hefði upp á að bjóða. 1. Dyrhólaey, eða Portland, er snertipunktur skipaleiðar frá Evrópu til landsins. Skip sem koma frá Evrópu stefna venjulega stytztu leið 'ii landsins og taka landsýn Dyrhóla- eyjar, en sigla síðaa með land- inu til Reykjavíkur. Sigling frá Dyrhólaey og til Reykjavíkur er um %—Ye af allri siglingaleiðinni frá Evrópu. Hvaða vit er í því að sigla með vörur sem eiga að fara um Suðurland, fjórðungi lengri leið ov aka þeim síðan til baka? Höfnin yrði því aðal uppskip- unarhöfn fyrir Suðurland og jafn- vel umskipunar höfn fyrir fjar- lægari landshjuta. 2. Farþegaskip seW„s.iglS lands geta stytt siglingatíma sinn um sólarhring í hverri ferð með því að hafa Dyrhólaey sem ákvörð unarstað. Ekki ætti það heldur að spilla fyrir komu erlendra skemmtiferðaskipa, að Dyrhólaey og nágrenni hennar er einn feg- ursti staður landsins hvort sem litið er frá sjó eða landi. Með því að aka ferðamönnum frá Dyrhólaey austur í Öræfi og Hornafjörð eða til Reykjavíkur um uppsveitir Suðurlands og Þing velli, fengi ferðamaðurinn að sjá margt það fegursta sem land okk- ar býður upp á. Höfn við Ðyrhóla ey gæfi því mikla möguleika til aukinnar ferðamannaþjónustu og gjaldeyristekna. 3. Út af Dyrhólaey og Vík eru ein beztu fiskimið landgrunnsins. Árið um kring má sjá bátaröð- ina þarna út af, bæði innlenda og erlenda. Höfnin gæfi því mögu- leika á fiskveiðum og fiskiðnaði á borð við Vestmannaeyjar, en auð- veldara yrði að grípa til aukins mannafla í aflahrotum og á ver- tíðum heldur en í Eyjurn. 4. Dyrhólaey og nágrenni er ós'kert land af mannavöldum. Það ætti því að vera arkitektum, verk- fræðingum og listamönnum hvatn ing og takmark til þess að skilja eftir sig fagurt og hagnýtt minnis- merki. bæ o? höfn sem ekki ætti sinn líka hérlendis. Bæ, þar sem fyllsta hagræðing og tækni væri notuð við uppskip- un og fiskiðnað. Mætti þar gjarn- an nota Reykjavík sem víti tii varn aðar. en þar eru bílar á þöhurr. með fisk og fiskúrgang frá einum staðnum á annan. út am allan bæ. en fiskverkunarstöðvar eru flestar alls staðar annars staðar en við höfnina Bæ þar sem tekið væri tillit til ferðamannsins og séð fyrir þörfum hans og síðast en ekki sízt bæ' sem fclli inn i fag- urt landslag og væri í samræmi við það t>að er stundum sagt um stjór-.imálamenn og aðra áhrifa- menn þjóðfélagsins, að þeir séu að reisa sér minnisvarða er þeir Uppdráttur að höfninni við Dyrhóiaey. berjast ötullega fyrir eiahverju sýnilegu fremur en málefnalegu. Höfn við Dyrhólaey yrði meira en minnisvarði þeirra sem að henni stæðu, hún yrði jafnvægis- ás í byggð landsins, driffjöður iðn aðar, fiskveiða og atv., burðarás komandi kynslóðar og styrktarás landbúnaðar. Það er komina tími til að þingmenn okkar Sunnlend- inga hætti fagurgalanum og at- kvæðasnuddinu hér í Skaftafells- sýsta og láti verkin tala. Til þess að meta gildi hafnar við Dyrhólaey getum við spurt sjálfa okkur nokkurra spurninga. Ef komin væri' höfo og bær við Ðyrhólaey,'hvar væri þá hagkvæm ara að gera út báta til togveiða, eða farþega- og farmskip til Evrópusiglinga? Hvar væri hent- ugra að starfrækja útflutnings- Bifreiðaeigendur Getum aftur tekið bifreið- ar yðar tii viðgerða með stuttum fyrirvara. Réttingar. ryðbætingar, grindaviðgerðir. yfir- byggingar og almennar bílaviðgerðir. Höfum sflsa i flestar gerð- ir bifreiða. Fljót og góð afgreiðsla. — Vönduð vinna. B1LASMIÐJAN KYNDILL Súðavogi 34. Sinu 32778. FASTEIGNAVAL Skólavörðustie 3A. II. hæð. Sölusimt 22911. SELJEMDUB Látið okkui annasi sólv a t'ast eignunr, vðai Aherzla ibgð á góða fyrirgreiðslu Vinsam legas’ hafi'o samband við skrií- stofu vora ei þér ætlif að selja eða kaupa fasteignir sem avallt erj fvriT hendi i miklu ■rvab oi” »ltónr JON arason hdl. ‘ isteignasaia Marflutningiu iðnað, eða stóriðju sem byggðist á útflutningi til Evrópu? Hvar væri hagkvæmast að byggja korntuma og fóðurbirgðastöð? Hvar væri arðbærara að byggja olíubirgða- eða olíuhreinsunai'- stöð? Hvaða höfn eða hafnir yrðu helzt íslausar utan Reykjavíkur- svæðisins ef um veruleg hafísár yrði að ræða? Það er aðeins eitt sem ég ótt- ast að geti tafið hafnarfram- kvæmdir. við Dyrhólaey og það er að ekki skuli vera nein höfn nær en í 150 km. fjarlægð. Eins og nú er málum háttað virðist það vera stefna forráðamanna þjóðar- innar að gera einhvers konar sel- skapshafnir við hliðina á aðalhöfn um, enda ólfkt vænlegra tii at- kvæðasmölunar að byggja þar sem byggð er fyrir, heldur en kasta fjármagni í atkvæðalaust land. Við þessu hef ég aðeins eitt ráð: Látið fyrst gera höfn. Byggið síðan aóga mikið við hana til þess að má* í atkvæðin. Að lokum væri ágætt að fá að vita hjá einhverjum háttvirtum þingmanni Sunnlendinga, hvað gert hafi verið, hvað verið sé að gera og hvað muni verða gert í hafnarmálum okkar Skaftfellinga og Sunnlendinga af þeirra hálfu. Mér er alveg sama til hvaða flokks þingmaðurinn telst, þeir cru allir þjónar mínir og herrar og ber að vinna saman ,að hag okkar Skaft- fellinga sem og kjördaemisins í heild. Með beztu þökkum, Reynir Ragnarsson. ASAHI PENTAX myndavélar auðvelda fleirum að faka betri myndir ASAHI PENTAX -JÖL, SSj s>*or««ic | Pi£NTivX V;-. $3 ASAHI PENTAX FOTOHUSfÐ B ANK ASTRÆTI SÍMI 2-15-56 SOLUN-HJÓLBARÐA- VmiRBIR 1 Sólum flestar stærðir hjólbarða á fólks- og vörubíla. Kaupum notaða sólning- arhæfa Nylon hjólbarða. önnumst ailar viðgerðir hjólbarða með fullkomnum tækjum. Góð þjónusta. Vanir menn. BARÐINN H.F. Ármúla 7, Reykjavík, sími 30501

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.