Tíminn - 19.08.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.08.1970, Blaðsíða 9
iWTÐVTKUDAGUIi 19. ágúst 1970. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvasmdastjóri: KristjáD Beoediktsson RitstJórar: Þórarinn i Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas i Karlsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Rltstjómar- skrifstofur t Edduhúsinu. simar 18300—18306 Skrifstofur Barakastræti 7 — Afgreiðslusimi 12323. Auglýsingasimi 19523. Aðnar skrifstofur simi 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuOi, innanlands — f lausasölu kr. 10,00 eirat Prentsm. Edda hf. Rannsókn skólamála , Það er efalítið, að íslendingar hafa á fáum sviðum dregizt meira aftur úr síðasta áratuginn en á sviði skóla- málanna. í öðrum löndum gerast nú byltingarkenndar . breytingar í þeim efnum. Ef vel á að vera, þarf stöðugt að fylgjast vandlega með því, sem þar gerist, og vera : fljótir að notfæra sér það, sem vel samlagast íslenzkum aðstæðum. Þess vegna fluttu þrír þingmenn Framsókn- arflokksins, Einar Ágústsson, Páll Þorsteinsson og Ólaf- . ur Jóhannesson, frumvarp um það á síðásta þingi að koma yrði á ráðgjafar- og rannsóknastofnun skólamála. Samkv. frumvarpinu skyldi verkefni slíkrar stofnunar ; vera: , a) að vera ráðgjafi kennara, fræðsluyfirvalda, fdreldra ■ og nemenda í skólum barna- og gagnfræðastigsins um tilhögun náms og námsmat, náms- og starfsval nemenda, einstaklingsrannsóknir á afbrigðilegum nemendum ásamt | ráðgjöf við val nemenda til sérkennslu, svo og sálfræði- i leg meðferð nemenda með skerta geðheilsu; b) að framkvæma stöðugar rannsóknir á þvi, hversu . námsefni skólanna, kennsluaðferðir, próftilhögun, náms- bækur, skólaskyldualdur nemenda, skólabyggingar o. fl. samrýmist aðkallandi þörf þjóðlífsins og á hvern hátt því 1 verði við komið, að allir fái sem jafnasta aðstöðu til ' náms, hvar sem þeir búa á landinu. Á grundvelli þessara rannsókna skal stofnunin gera tillögur um nauðsynleg-. ar breytingar. í greinargerð frumvarpsins er verkefni stofnunarinnar nánar rakið og sýnt fram á, hve mikil nauðsyn sé að auka leiðbeiningar um tilhögun náms og námsmat, jafn- hliða stöðugum rannsóknum á starfsháttum skólanna. Þá er lögð áherzla á, að aðilar hafi sem jafnasta aðstöðu til náms, án tillits til búsetu. Um kostnaðarhlið málsins segir svo í greinargerðinni: „Um kostnað þann, sem af frumvarpi þessu leiðir, ef að lögum verður, er það að segja, að það er álit margra skólamanna, sem flutningsmenn hafa rætt við um þetta mál, að hann muni að verulegu leyti fást uppi borinn af bættu fyrirkomulagi kennslumálanna. Það er líka dýrt að þurfa að láta nemendur sitja eftir, læra sama námsefnið tvisvar eða jafnvel enn oftar. Dýrast af öllu er þó kennsla, sem ekki kemur þjóðfélaginu og nemendum að fullum notum. Ýmsir hafa gengið svo langt að segja, að betra væri að fella niður sumar þær greinar, sem nú eru kenndar, fremur en vanta þann hlekk í nútíma skóla- kerfi, sem stofnun sú, sem hér um ræðir, þarf að vera.“ Þetta mál náði ekki samþykki á síðasta þingi, þótt . því væri sæmilega tekið af menntamálaráðherra. Doð- inn og deyfðin mun halda áfram að ríkja í þessum mál- um, nama breytt verði um stjórn og stjórnarstefnu. Ósvífin hækkun Sú ákvörðun meirihluta Landsvirkjunarstjórnar að hækka verð á raforku frá orkuverum hennar um 12.5% er ósvífnasta dæmið um, hvernig opinberar stofnanir misnota kauphækkunina í vor til að hækka verðlagið margfalt meira en ástæða er til vegna hennar. Kaup- gjaldið er ekki nema lítill þáttur í rekstrarkostnaði orku- vera. Vextir og afborganir eru langstærstu kostnaðar- liðirnir. Á þeim hefur ekki orðið nein hækkun að und- anförnu. Það er glöggt dæmi um, hve algerlega ríkisstjómin hefur misst stjórn á efnahagsmálunum, að hún skuli leyfa ríkisstofnun að framkvæma slíka okurhækkun og hér um að ræða. Það er sanarlega tími til kominn, að slík ríkisstjórn gefist upp og láti kjósa sem fyrst. Þ.Þ. fÍMÍNN C. L. SULZBERGER: Kínverjar ætla að koma sér upp herskipa- og kaupskipaflota Ekki er rétt að gera of lítið úr þessum áformum Kínverja þegar haft er í huga, að Rússum tókst á tuttugu og fimm ár- um að ryðja sér til rúms á heimshöfunum MAO FYRIR um það bil 25 árum ákváðu Sovétmenn að gera ríki sitt að miklu flotaveldi. Um það leyti, eða nokkrum mánuð- um fyrir lok yíðari heimsstyrj- aldarinnar, skrifaði Halda yfir- hershöfðingi, sem hafði flota- málin á sinni könnu: „Föðurland okkar hefur rétt til að vera eitt af stærstu f.'ota veldum í heimi" Rússland l.afði haf; yfir um- talsverðum flota að ráða á nítjándu öld, er. eftir orrustuna við Tsushima árið 1905, þegar Japanir sökktu meginhluta af flota Zarsins, hurfu rússnesk skip að mestu af heimshöfun- um. Þegar Hitler hóf árás sína árið 1941, var floti Sovétríkj- anna bæði lítilf og dreifður Sjóliðar voru oft kvaddir til þjónustu í landhernum og látn- ir berjast með fótgönguliðinu. Einu stóru skipin, sem rússneski fíotinn hafði á að skipa, voru brezkt orrustuskip og banda- rískt beitiskip, sem Stalín höfðu veríðgéfin. i jjjft Æ 8 & ÞEGAR Rússar voru búnir að taka sína ákvörðun, urðu framfarirnar afar miklar á skömmum tíma og þeir eign- uðust bæði mikinn herskipa- flota og kaupskipaflota. Skipa- smíði fyrir þá í er 'endum skipa smíðastöðvum var alveg gífur- leg. Þegar kom fram um 1960, blakti sovézki fáninn heim- skauta milli á flugvélamóður- skipum, ísbrjótum, tankskipum, botnvörpungum, beitiskipum, kafbátum og tundurspillum, auk smærri skipa. Sá hluti af kaupvöru heimsins, sem rúss- nesk skip fluttu milli hafna, jókst jafnt og þétt, og þar kom fljótlega, að valdhafarnir í Moskvu gátu stært sig af næst öflugasta herskipaflota heims og skákuðu jafnvel vesturveld- unum á Miðjarðarhafinu, sem hafði þó um langt skeið verið þeirra hcfuðvígi. ÞAÐ tók minna en fjórðung aldar að staðfesta ofurveldisað- stöðu Sovétmanna á hafinu. Sé þetta haft í huga, hrýtur að vekja sérstaka athygli, þegar Kínverjar gefa ótvírætf í skyn, að þeir ætli að etja kappi á þessu sviði við fyrrverandi bandaríki sitt í heimshluta kommúnis'a og núverand: keppi naut. I Dagblaði alþýðunnar í Peking gat að líta: „Hvort við eigum að keppa að því af fren.sta megni eðn ekki að efla skipasmíðar og koma upp oflugum herskipa- flota og voldugum kaupskipa- flota, er næsra mikilvæg spurn- ing. Svarið við henni veltur á því, hvort við viljum efia og treysta varnir þjóðar okkar. styrkja einveldi alþýðunnar. frelsa Taiwan (Formósu) og sameina föðurland okkar að nýju, auka vöruflutningana og framleiðslu sjávargagna, efla sósíalismann og ljá heimsby.t- ingunni lið“. SVAHlí) við þessum spurning. tlm getur auðvitað ekki orðið nema eitt, enda stóð þarna enn/ fremur: „Eins og nú standa sakir hafa heimsvildasinnar í Banriaríkj- rnum og endurskoðunarsinnar i Sovéíríkjunnm leynilega sam- vinnu sin ó milli, en keppa þó ?nnbyrðis um flotaforusmna Þeir fylgja „fallbyssubáta- stefnu", sem ógnar öryggi Kína“. Ennfremur er lýst þörf inni á að „leggja járnbraut" á hafinu og gera strandlengju Kína að miklum og voldugum stálvegg." VANDINN, sem við Kínverj- um blasir, er ef til vill enn erfiðari viðfangs en erfiðleik- arnir, sem Sovétmenn áttu við að glima á sinni tíð. Hvorugur á neinn flota að gagni, þegar endurbyggingin hefst, en Sovét menn höfðu á umta.’sverðri flotahefð að byggja, áttu skipa- smíðastöðvar, öflugan þungaiðn að og höfðu eignazt mikilvirk- ar vélaverksmiðjur og við- gerðastöðvar frá Þýzkalandi. Þrátt fyrir þetta var ákvörðun Rússa um að gerast flotaveldi yfirleitt talin fráleit í upphafi. En Rússar pöntuðu skip er- lendis frá. Kaupskipafloti Kínverja nú er naumast annað en skútur aftan úr forneskju, og herskipaf.'oti þeirra má sín ákaflega Mtils. Kjarni hans eru innan við fjöru- tíu diesel-knúnir kafbátar, fá- einir tundurspillar og freigátur Sovétmenn afhentu Kínverjum meginhluta þessa flota meðan þeir voru í bandalagi. Skipa smíðastöðvarnar í Dairen, Cant- on og Hutang (Shanghai) eru naumast umtals verðar. ÞRATT fyrir þetta er ekki réttmætt að telja áform Kín- verja fjarstæðu, einkum þegar haft er í huga, hve óhemju miklu Rússar komu í verk á þessu sviði. Pekingmenn hafa hvað eftir annaS ifsannað kenn ingar hinna efasö.nu á mörgum sviðum tækni og iðnvæðingar. — ií/ > ■ / ■, , MAOISTAR fudyrða: „Við verðum að koma upp herskipaflota, sem er fær um að verja landhelgi okkar og veita landi okkar fullnægjandi vernd gegn innrás heimsvalda- sinna“. Auk þessa eiga Kínverjar sí- auknum skyldum að gegna í fjarlægð, til dæfnis á Ceylon og 1 Tanzaníu, og valdhafarnir í Peking verða því að hafa á a@ skipa bæði kaupskipa- og herskipaflota til þess að geta staðið við skuldbindingar sín- ar. Við blasir sú leið að hefjast handa með erlendri aðstoð (eins og Rússar»gerðu) og þá fyrst og fremst frá Japönum, en skipasmíðastöðvar þeirra eru meðal hinna beztu í heimi. En skynsemin hefur orðið að lúta í lægra haldi fyrir stjórn- málakenningum. Þessari leið hefur verið hafnað að sinni á þeim forsendum, að hún sé í samræmi við sjónarmið Liu Shao-chi fyrrverandi forsætis- ráðherra, en honum hefur nú verið útskúfað. Liu á a@ hafa sagt: „Skipabyggingar eru ekki eins hagfelldar og skipakaup". ÞETTA er í beinni andstöðu við kenninguna um að hjá.’pa sér sjálfur sem Kínverjar hafa fylgt að Mndar/örnu oe fylgja enn. Þeir kjósj því að takast á við hið ghiurlega verkefni sjálfir, ef þeir ætla á annað borð að koma eér upp riútíma skipum : staði'.n fyrir t.ið forn- eskiu'ega skútusafn sitt, fall- byssubáta og úrelta kafbáta. Kiaverjar eru nú þegar mikl’J öflugri en pokkrum gat dottið í hug fyrir ivamur árarugum, og þeir eru ktnnir að því að 5já óf ú.'ega langt fra.í í tím- ann- Hitt er annað mái, 1» hvort „hugsun :V1aos“ hrekkur | til að smíða skip i stórum stil. 8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.