Tíminn - 19.08.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.08.1970, Blaðsíða 2
2 TIMINN MIÐVIKUDAGUR 19. ágúst 1970. I i AUGLÝSING UM SKOÐANAKÖNNUN Framsóknarfélaganna í Reykjavík um skipan framboðslista Framsóknarflokksins við næstu Alþingiskosningar. Vegna ákvörðunar Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík um ofangreinda skoðanakönnun tilkynnist eftirfar- andi: 1. Skoðanakönnunin fer fram dagana 11., 12. og 13. september 1970. Kjörstaður er skrifstofa Framsóknarfélaganna í Reykjavík, Hringbraut 30. 2. Rétt til þátttöku í skoðanakönnuninni hafa allir félagsmenn í Fram- sóknarfélögunum í Reykjavík, sem lögheimili eiga í Reykjavík og náð hafa 18 ára aldri þegar skoðanakönnunin fer fram. 3. Kosið verður um þá menn, sem boðnir eru fram til skoðanakönnunar- innar með skriflegum stuðningi 25 félagsbundinna manna, eða settir á listann af uppstillingarnefnd, enda liggi fyrir skriflegt samþykki allra frambjóðenda um framboð þeirra. 4. Frestur til að skila slíkum framboðum rennur út kl. 17, föstudaginn 28. ágúst næstkomandi. Skal þeim framvísað til neðangreindra manna, sem skipa uppstillingarnefnd og kjörstjórn. 5. Að framboðsfresti liðnum verða nöfn frambjóðenda auglýst í Tímanum og efnt til sérstaks kynningafundar, þar sem þeir koma fram. Reykjavík, 17. ágúst 1970. . .n ^ 'Ki>;i'*1 j'út ■■ 1n 1 : | í uppstillingamofncl og kjörstjórn: *- Stefán Jónsson, Melhaga 1, sími 11448. Einar Eysteinsson, Efstasundi 61, sími 37668. Elías Jónsson, Rofabæ 31, sími 18300 og 82354. Jón Abraham Ólafsson, Háaleitisbraut 17, sími 35800. Jónatan Þórmundsson, Bræðra- borgarstíg 15, sími 17842. Svéinn Herjólfsson,. Nóatúni 25, sími 14602. Þóra Þorleifsdóttir, Fellsmúla 8, sími 82949. Héraðsmót Framsóknar- manna í Skagafirði Héraðsmót Framsóknarmanna t Skagafirði verður haidið f Mið- garði laugardaginn 22. ágúst og hefst kl. 9 stundvíslega- Ávörp flytja Helgi Bergs, ritari Framsóknarflokksins og Steingrím- ur Hermannsson, framkvæmda- stjóri. Karlakórinn Vísir á Siglu- firði syngur. Söngstjóri Geirharð- ur Valtýsson. Gautar leika fyrir dansi. Borðapantanir frá kl. 9—10 fyrir hádegi sama dag. Helgi. Steingrímur. Kjördæmissamband Framsóknarmanna í Héraðsmót í Barðastranda> sýslu Héraðsmót Framsóknarmanna í Barðastrandarsýslu, verður haldið í Tálknafirði. föstúdaginn 21. ágúst og hefst kL 9 síðdegis. Ræður' og ávörp flytja: Stein- grímur Her- mannss., Halldór Kristjánsson og Ólafur Þ. Þórð- arson. Ómar Ragnarson skemmtir. — Hljómsveitin BG og Ingibjörg Steingrímur Ieika fyrir dansi. Ilalldór Ólafur Reykjaneskjördæmi Héraðsmót Framsókn- armanna í Dalasýslu Formannafundur Kjördæmis- sambands Framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi verður hald- inn þriðjudagimí <25. ágúst kl. 20,30 að Neðstutröð 4, Kópavogi. Fundarefni: Skoðanakönnun vegna framboðs til næstu alþingiskosn- inga. — Stjórnin. Ársfundur n.orrærma bifreiða- eftiriitsmanna hefst í dag KJ-Reykjavík. þriðjudag. Á morgun, miðvikudag, halda norrænir bifreiðaeftirlitsmena árs fund sinn í Norræna húsinu í Reykjavík, og er þetta í annað sinn sem slíkur fundur er hald- inn hér. Lars Skjöld, er bar hita og þunga af umferðarbreytingunni í Svíþjóð í september 19(57, kem ur himgað á fund þeanan, og heldur erindi um mikilvægi starfa bifreiðaskoðunarmanna, en hitt aðalerindið á fundinum heldur Snæbjörn Jónasson, yfirverkfræð ingur Vegagerðarinnar, og fjallar það uim þróun vega og bíla á íslandi. Gestur Ólafsson forstöðumaður Bifreiðaeftirlits rikisins á sæti í stjóra hinna norrænu samtaka, ásamt Geir Baekmann bifreiðaeft irlitsmanni í Borgarnesi, og sagði Gestur fréttamanni Tímans, að fundinn myndu sækja um 50 er- lendir fulltrúar að meðtöldum eiginkonum fulltrúanna. Erlendu fuiltrúarnir koma til laadsins í kvöld, en síðan hefst stjórnarfund ur klukkan hálf níu í fyrramálið, en almennur fundur klukkan tíu. Á þessum ársfundum er rætt um nýjungar á sviði bifreiðaskoðun- ar, launa- og kjaramál bifreiða- eftirlitsmaaoa o? almenn umferð- armál. Þess má geta í þessu sambandi að Lars Skjöld er nú yfirmaður þeirrar stofnunar í .Svíþjóð, sem hefur með umferðaröryggismál að gera, og stofnuð var eftir að H- nefndin þar lauk störfum. rin Inl ZJ Aldrei meiri sala á flugu — Ég man ekki annað eins, var það fyrsta, sem Jón Aðalsteinn í Sportval sagði í viðtali við Veiðiihoraið í gær, er spurzt var, fyrir um sölu á flugu hjá honum í sumar. — Og hvaða flugur eru vinsæl- astar hjá þér? — Mest hefur salan verið í rækjunni. Þá hefur Sportval- sweep verið afar vinsæl, enda hæsta flugan í Norðurá. ■ ELnnig kvað Jón Aðalsteinn mjög góða sölu á „bleikju-bjöll- unni“ og Share Bell, og Grímunni íslenzku, sem ku vera mikið búið að veiða á í Norðurá. Þá höfðum við samband við Veiðimanninn og fengum þær fréttir þaðan að í fyrsta sinn í þrjátiu ár, eða frá því verzlunin var sett á stofn, eru nú allar flugur búnar þar. Munu síðustu flugurnar hafa selzt um helgina. Ánamaðkurinn kominn aftur Sem kunnugt er, hefur mörgum, sem eru svo lítiilátir, að þeir veiða á maðk, gengið í flestum tilfellum mjög illa að verða sér úti um hann fyrir veiðitúrinn. Jón Aðalsteinn í Sportval tjáði Veiðihorninu að nú væri nokkuð um maðk þar í verzluninni. Gætu þeir nokkurn veginn fullnægt eftir spurninni eftir honum. En Sport- val tekur eins og flestir vita, að sér að selja maðk fyrir ýmsa að- ila þeim síðarnefudu að kostnaðar lausu, og er þetta því góð þjónusta fyrir viðskiptamenn Sportvals. — EB. Sumarhátíð FUF í Árnessýslu’ Hin árlega sumarhátíð Féiags ungra Framsóknarmanna í Árnes- sýslu verður í Árnesi, hinu nýja og glæsilega félagsheimili Gnúp- verja, laugardaginn 22. ágúst og hefst kl. 21. Ávörp flytja Ágúst Þorvaldsson, alþingismaður og Tómas Karlsson, ritstjóri. Hljóm- sveit Ólafs Gauks, Svanhildur og Ómar Ragnarsson skemmta. — FUF í Árnessýslu. Ágúst Tómas Framsóknarmenn í Dalasýslu halda héraðsmót að Tjarnarlundi laugardaginn 22. ágúst og hefst það kl. 21. Ræður og ávörp flytja Ásgeir Bjamason alþm. og Atli Freyr Guðmundsson erindreki. Jörundur Guðmundsson fer með gamanþætti. Fljóðatríóið leikur fyrir dansi. Ásgeir Atli Vestur-Hún. Aðalfundur Framsóknarfélagi Vestur-Húnavatnssýslu, verðui haldinn í Félagsheimilinu Hvammstaga, föstudaginn 21 ágúst kl. 21. Á fundinum verða almennat umræður um stjórnmá] og hérað: mál og kosið verður á kjördæmií þing. Félagsstjórnin. Framleiðsluaukning á inn- lendum tollvörutegundum EJ—Reykjavík, þriðjudag. í nýútkomnum Hagtíðindum er birt yfirlit yfir framleiðslu á inn- lendum tollvörutegundum árin 1965—1969. Hefur verið um fram- leiðsluaukningu að ræða í f’estum greinum. Yfirlitið fer hér á eftir. og eru tölur frá 1965, innan sviga. Maltöl 1.051.138 lítrar (1034.218) annað óáfengt öl 1.046.828 (816.799). áfengt öl 5.448 (22.581), ávaxtasafi 145.202 (59.529). gos- drykkir 7.909.805 (6.871.928). Kaffibætir 32.957 kíló (66.397), suðusúkkulaði 128.131 (108.249). átsúkkulaði 125.386 (95.426). brjóstsykur 122.946 (111,208), kon fekt 201.540 (150.486), karamell- ur 103.339 (95.229), lakkrís 191.92a (106.608). Framleiðsla á tyggigúmi lagðist niðu: 1968 og var engin 1969, en 1965 voru framleidd hér 2.768 .kíló af tyggigúmi. VERÐLAUN APENING AR Magnus E. Baldvinsson _______laugaveglflj - Slml 22804

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.