Tíminn - 22.08.1970, Qupperneq 2

Tíminn - 22.08.1970, Qupperneq 2
I TIMINN LAUGARDAGUR 22. ágúst 197«. COTT MEÐALÁR í NETA- VEIÐINNI / HVÍTÁ — en meðalþyngd laxanna er 2 pundum minni en í fyrra EB—Reykjavík, fimmtudag. f gærkvðldi lauk netaveiðinni í Hvítá, en hún hófst 20. maí s.l. Saffði Kristján Fjeldsted bóndi í Ferjukoti Tímanum, að gott meðalár hefði verið í netaveiðinni þar ? sumar. Hann kvaðst hafa fengið um eitt þúsund laxa í sín net, en í fyrra 8—9 hundruð. Þá sagði hann að meðalþyngd laxanna væri um 6 pund, sem er 2 pund- VíSidalsá hæsta laxeiSiáin í Húnavatnssýslu Hvað ,'axveiðitölu áhærir er Víðidalsá sem stendur gjöfulasta laxveiðiáin í Húnavatnssýslu. í fyrrakvöld var búið að veiða 675 laxa í henni. Miðfjarðará er í ölru sæti með 583 fiska, Vatnsdalsá með 481, Blanda 396, Svartá 277 og lestina rekur Brútafjarðará með Í40 laxa í fyrrakvöld. um lægri en meðalviktin í fyrra, og fyndist honum sem meðalþyngd in færi stöðugt lækkandi undan- farin sumur. Netaveiðin í ánni byrjaði held- ur illa. Var varla hægt að hafa netin í ánni fyrstu þrjár vikur veiðitímabilsins, vegna flóða í henni. Eftir miðjan júnímánuð fór veiðin að ganiga betur, en Jöfn veiSi á öllum svæSum Laxár í Hreppum Halldór Þórðarson vélstjóri og félagar voru við veiðar í Laxá í Hreppum í fyrradag. Veiddu þeir á efsta svæðinu og fengu 6 fiska yfir daginn á stangirnar þrjár- Fengust þeir aOlir á bláar, voriegar flugur og stærð laxanna 5—11 pund. mest mun hún hafa verið fyrri helming júlimánaðar, þegar laxa- gengdin í ána var hvað mest. Hins vegar var lítið um veiði í net þennan mánuðinn. Kristján bóndi kvað góða södu hafa verið í laxinum hjá sér, en þó ætti hann nú talsvert magn í frosti, og þá einfeum stærri lax- inn. Verður það magn að öllum Voru laxarnir veiddir í Spegli, Fosshyl, Klapparstreng, og eyr- unum fyrir neðan. Sagði Halldór Veiðihorninu, að veiðin væri yfirleitt mjög jöfn á ölhim svæðum árinnar. M.a. mun sæmileg veiði vera á neðsta svæð- inu, en þar var Halldór að veiða fyrir hálfri annarri viku. Var hann aðeins háifan dag og fékk 5 fisika. —EB. Heyrnarhjálp á Norðurlandi AK, Rvík, föstudag. — Eins og undanfarin ár hefur Félagið Heyrn arhjálp sent starfsmann sinn, Hallgrím Sæmundsson, kannara út á land í sumar til aðstoðar við heyimarskert fólk. Síðustu vifcu ágústmánaðar ferðast Hall- grírnur um Norðurland og hefst ferðin á Afeureyri og endar á Hvammstanga. Kemur hann víða við og verður til viðtals, en það er mánar auglýst í útvarpi. Leiðbeint verður um val og notkun heyrnartækja, gerð hlust- föng fyrir fólk og heyrm mæld. Þessi þjónusta er jafnt veitt umg- um sem öldnum, en foreldrar, sem hafa grun um heymarskerðingu hjá bömum sinum, eru sérstak- lega hvattir til að láta heyrnar- mæla bömin. 20-25% keyfengur KrjnSL—Bofkmgavik, föstudag. Undanfarma daga hefur verið mjög gott verður hér, emda þörf á sllku eftír leiðindatíðina sem áður var. Mó með sanni segja að við Bolvíkingar fáum sumarið seint. Eins og áður hefur komið fram, er sprettan hér í sveitinmi mjög slæm. Gera bændur ráð fyrlr, að fá yfirleitt 20—25% af heyfeng í meðalári. Almennur fálagsfundur Framsóknarmanna í Ögur-, Reykjafjarðar-, Nauteyrar- og Snæfjallahreppum verður að Reykjanesi kl. 3 sunnudaginn 23. þessa mánaðar. Auk almennra aðalfundarstarfa verða umræður um stjómmálaviðhorfið. Á fund- inum mæta Steingrímur Hermanns son, Bjarni Guðbjörnsson, Halldór Kristjánsson og Ólafur Þórðar- son. Framsóknarmenn við innan- vert fsafjarðardjúp. fjölmennið. Stjórnin. Kjördæmissamband Framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi Formannafundur Kjördæmis- sambands Framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi verður hald- inn þriðjudaginn 25. ágúst kl. 20,30 að Neðstutröð 4, Kópavogi. Fundarefni: Skoðanakönnun vegna framboðs til næstu alþingiskosn- inga. — Stjórnin. Fundur í FUF á laugardag Fundur verður í Félagi ungra Framsóknarmanna næstkomandi laugardag, 22. ágúst, I Framsókn- arhúsinu vilð Fríkirkjuveg, uppi, og hefst kl. 2 e.h. Fundarefni: Kjör fulltrúa á Þing SUF á Hallorms- stað. — Stjómin. Skoðanakönnun í A-Skaftafellssýslu Skoðanakönnun Framsóknar- manna í Austur-Skaftaíellssýslu vegna uppstillingar á lista til . næstu kosninga, fer fram sunnu- daginn 23. ágúst n k. kl. 3 til 8 á eftirtöldum stöðum: í Nesja- hreppi í Mánagarði, í Mýrarhreppi ^ í Hólti, í Hafnarhreppi j Sindra- , bæ. , __ t Sumarhátíð FUF í Árnes- sýslu t Hin árlega sumarhátíð Félags f ungra Framsóknarmanna í Arnes-J sýslu verður í Arnesi, hinu nýja ' og glæsilega félagsheimili Gnúp-, verja, laugardaginn 22. ágúst og > hefst kl. 21. Avörp flytja Agúst ' Þorvaldsson, alþingismaður og j Tómas Karlsson, ritstjóri. Hljóm- , sveit Ólafs Gauks, Svanhildur og » Ómar Ragnarsson skemmta. — FUF í Árnessýslu. Ágúst Tómas Héraðsmót Framsóknar- manna í Skagafirði Héraðsmót Framsóknarmanna f, Skagafirði verður haldið í Mið- * garðl laugardaginn 22. ágúst og! hefst kL 9 stundvíslega- • Ávörp flytja Helgi Bergs, ritari; Framsóknarflokksins og Steingrím-. ur Hermannsson, framkvæmda- • stjóri. Karlakórinn Vísir á Siglu-' firði syngur. Söngstjóri Geirharð- ’ ur Valtýsson. Gautar leika fyrir ’ dansi. Borðapantanir frá kL 9—10 fyrir hádegi sama dag. Helgl. Steingrímur. Héraðsmót Framsókn- armanna í Dalasýslu Framsóknarmenn í Dalasýsln halda héraðsmót að Tjarnarlundi laugardaginn 22. ágúst og hefst það kl. 21. Ræður og ávörp flytja Ásgeir Bjarnason alþm. og Atli Freyr Guðmundsson erindreki. Jörundur Guðmundsson fer með gamanþætti. Fljóðatríóið leikur' fyrir dansi. , Ásgeir A1II líkindum flutt út. AUGLÝSING UM SKOÐANAKÖNNUN Framsóknarfélaganna í Reykjavík um skipan framboðslista Framsóknarflokksins við næstu Alþingiskosningar. Vegna ákvörðunar Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík um ofangreinda skoðanakönnun tilkynnist eftirfar- andi: 1. Skoðanakönnunin fer fram dagana 11., 12. og 13. september 1970. Kjörstaður er skrifstofa Framsóknarfélaganna í Reykjavík, Hringbraut 30. 2. Rétt til þátttöku í skoðanakönnuninni hafa allir félagsmenn í Fram- sóknarfélögunum í Reykjavík, sem lögheimili eiga í Reykjavík og náð hafa 18 ára aldri þegar skoðanakönnunin fer fram. 3. Kosið verður um þá menn, sem boðnir eru fram til skoðanakönnunar- innar með skriflegum stuðningi 25 félagsbundinna manna, eða settir á listann af uppstillingarnefnd, enda liggi fyrir skriflegt samþykki allra frambjóðenda um framboð þeirra. 4. Frestur til að skila slíkum framboðum rennur út kl. 17, föstudagmn 28. ágúst næstkomandi. Skal þeim framvísað til neðangreindra manna, sem skipa uppstillingarnefnd og kjörstjóm. 5. Að framboðsfresti liðnum verða nöfn frambjóðenda auglýst í Tímanum og efnt til sérstaks kynningafundar, þar sem þeir koma fram. Reykjavík, 17. ágúst 1970. í uppstillingarnefnd og kjörsfjórn: Stefán Jónsson, Melhaga 1, sími 11448. Einar Eysteinsson, Efstasundi 61, sími 37668. Elías Jónsson, Rofabæ 31, sími 18300 og 82354. Jón Abraham Ólafsson, Háaleitisbraut 17, sími 35800. Jónatan Þórmundsson, Bræðra- borgarstíg 15, sími 17842. Sveinn Herjólfsson, Nóatúni 25, sími 14602. Þóra Þorleifsdóttir, Fellsmúla 8, sími 82949. rpn [111 I

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.