Tíminn - 08.09.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.09.1970, Blaðsíða 3
iHEtlBJUD&GUR ?. sept. M70. TÍM1NN ’sLmMm 3 Lézt eftir líkams- aras OÓ-Reykjavík, mánudag. 75 ára gamall maSur, Gunnar Gunnarsson, Ránargötu 9, lért eftir að hafa lent í átökum við drukk- inn mann s.l. laugardag. Engir áverkar eru á líkinu, en krufning fer fram á morgun, þriðjudag, og mun þá dánarorsökin koma í ljós. Maðurinn sem réðst á Gunnar var handtekinn nokkru síðar og var hann í gær úrskurðaður í 30 daga gæzluvarðhald. Á annarri hæð hússins Ránar- gfitu 9, býr kona ásamt tveimur börnum sínum 7 og 8 ára. Mað- ur hennar er sjómaður og var ekki 'heima. Ölvaður maður kom á heimili konunnar á laugardag og vildi hún losna við hann, en mað- urinn neitaði að fara. Nokkurt hark varð af þessum orsökum. Gunnar, sem bjó á hæðinni fyrir ofan, heyrði hávaðann og fór nið- ur. Bað hann manninn að fara út, en hann sinnti því ekki og þá var honum sagt að lögreglan yrði kölluð til og hann yrði tekinn með valdi út. Þá greip mikil reiði ölvaða manninn og réðst hann á konuna og Gunnar, og urðu þarna sviptingar. Meðan 6 þessu stóð hringdi kona, sem býr á neðstu hæð hússins á .'ög- reglu. Þegar lögreglumenn komu á staðinn var ölvaði maðurinn horfinn, en Gunnar lá meðvitund- arlaus á gólfinu- Var hann þegar fluttur á Slysavarðstofuna, en var látinn þegar þangað kom. Konan var með talsverða áverka eftir högg og var hún einnig flutt á Slysavarðstofuna og var þar yfir nóttina Var hún með glóðarauga og marbletti. Maðurinn, sem þarna var að verki var handtekinn heima hjá séu nokkru eftir að þetta gerðist, og fluttur í fangageymslu. Frá opnun sýningarinnar á iaugardag. Jón Jónsson er fremst á myndinni. (Tímamynd—GE) Aöeins ein mynd er óseld á sýningu Jóns Jónssonar! SJ—Reykjavík, mánudag. Á laugardaginn opnaði Jón Jóns son sýningu á 12 olíumyndum og 24 vatnslitamyndum í Ásmundar- sal, Mímisvegi 15. Við opnunina seldust þegar 23 myndir, og þeg- ar við litum inn á sýninguna í dag voru 12 til viðbótar gengnar út og aðeins eitt olíumálverk óselt. Nefnist það úr Mosfellsdal. og er meðal þriggja dýrustu málverk- anna á sýninguhni,"en verð hvers þeirra um sig er þó aðeins 14.000,- 00 krónur. Ég er alveg harðánægður með þessar viðtökur, sagði Jón í við- tali við Tímann í dag. — Það væri skrýtið ef maður væri það ekki. Ég ber hag kaupandans fyrir brjósti alveg eins og minn hag. í húsamáluninni hafði ég sömu viðskiptavinina áratugum saman, og þeir sem hafa farið að kaupa af mér myndir, fá aftur og aftur myndir hjá mér. Mín mesta ánægja er, ef fólk getur glatt sig við þessar myndir mínar og notið þeirra. — Náttúran hún gefur okfcur allt. Það ' er dýrlegt að anda að sér fersku loftinu hér og skoða fjalladýrðina. Hvergi er eins fal- legt og á okkar blessaða landi, segir Jón ennfremur, en eftiriæt- 'iáViðfangsefnl'"haus er að mála landslagsmyndir. Jón hætti áð stárfa sem málara- meistari 1960, segist í gamni vera „steinhættur að vinna ærlega vinnu“. Þetta er þriðja einkasýn- ing Jóns, þær fyrri voru 1962 og 1968, en áður fyrr, aðallega á árun um 1920—’30, tók hann stundum þátt í samsýningum, en áður var liann við' myndlistarnám í Kaup- mannahöfn. — Þá var Listvinafélagið starf- andi, en þar voru Þórarinn B. Þor láksson og Sigríður Zoega áhuga- samir leiðtogar, segir Jón. — Á þessum árum var Markús ívars- son í Héðni að kaupa myndir, m. a. nokkrar af mér. Hann var mjög áhugasamur bæði í starfi sínu og því tómstundagamni að safna mál verkum, í borðunartímanum var hann oft á liarðahlaupum upp Laugaveginn með myndir í inn- römmun. Markús var ýmsum ung um listimálurum stórmikil hjálp- arhella, en þeir bjuggu flestir við þröngan fjárhag. Mér gekk illa að selja og treysti heldur ekkert á það. Þegar óg sýndi 1968 kom til mín kona, dóttir Ögmundar Sig- urðssonar. og sýndi mér mynd, sem Markús hafði keypt af mér á þessum tíma, og ég verð að segja, að hún var alveg furðanlega góð. Þessi kona keypti svo af mér tvær myndir til viðbótar. — Hún fer víst aldrei, segir Jón um einu óseldu myndina_ á sýningunni, — og þó fannst Ás- grími hú góð. Jón Jónsson er bróðir Ásgríms heitins Jónssonar listmálara og 14 árum yngri. Stundum hrósaði Ásgrímur Jóni fyrir myndir sínar og stundum ekki, en einu sinni fékk Jón þó betri dóma fyrir mynd á sýningu en Ásgrímur fyrir sína, sem hékk við hliðina. — Ég ver montinn af þessu, sagði Jón, — og lét það í ijós við Ásgrim. — Ertu nú viss um að þeim sé alvara, sagði hann þá, og varð það til þess að fór að slj ákka í mér ofsirin. Þetta málverk var af Hvanna- dalsmótífi. sem Jón nefnir svo, en hann var fyrstur manna til að uppgötva það. Þeir Jón Þorleifs- son, listmálari, höfðu verfð að fylgja Ásgrími frá Þingvöllum á'leiðis norður að Húsafelli um Kaldadal og fóru þá í Hvannadali í blíðskaparveðri, þegar allt sindr aði í sólskini, en þar njóta Súlur sín einfcar vel séðar úr austri. — Það varð úr að ég fór í bæinn að sækja það nauðsynlegasta og kom aftur, sagði Jón, — og við lágum þarna við í viku, en feng- um ekki einn þurran dag. En þarna málaði Jón samt myndina, sem hann fékk þann dóm fyrir, að hann hefði vinninginn yfir Ás- grím bróður sinn. Síðar fóru þeir bræður saman I Hvannadali og Jón máiaði aðra mynd, — en hún tókst illa segir hann. — var eitt- hvað kuldaleg. 1926 voru þeir bræður einnig saman á Þingvöllum _ að mála og lágu við í tjaldi. — Ásgrimur fór oft á fætur kl. 3 og málaði meðan ég svaf, — en ég var óvenju þreyttur eftir mikla vinnu um vor- ið. Bóndinn í Skógarkoti færði okkur mjólk og silung, og Ás- grímur sá um eldamennskuna. Hann trúði mér efcki einu sinni fyrir að elda hafragraut, þetta varð allt að vera eftir kúnstarinn- ar reglum, enda var það anzi •gott. Tveir menn slösuðust mikið er bíll valt OÓ-Reykjavík, mánudag. Tveir fullorðnir menn slösuð- ust mjög alvarlega er bíll, sem þeir voru í, valt á mótum gamla og nýja vegarins við Sandskeið. Billinn var á leið að austan. Lenti hann út af veginum og fór margar veltur. Mennirnir voru tveir í bílnum og voru þeir fluttir á sjúkrahús og í kvöld voru meiðsli þeirra ekki fullkönnuð, en þeir voru báð ir mikið slasaðir. Bíllinn er talinn ónýtur eftir velturnar. ísráðstefna hefst í dag SB—Reykjavík, mánudag. Alþjóða ráðstefna um ís og áhrif ísmyndana á mannvirki hefst f Hagaskóla í Reykjavík á morgun. Ráðstefnuna sitja um 100 manns, þar af um 65 erlend ir. fulitrúar. Alls verða fluttir 55 fyrirlestrar á ráðstcfnunni. Erlendu fulltrúarnir, sem sitja ísráðstefnuna, eru frá flest um íöndium á norðurhluta heims, ö!tan Norðurlöndunum, Rússlandi, Kanada, Afaska, Japan, Hollandi, Engliandi, Frakklandi og fleiri löndu-m. Ráðstefnan verður sett klukban 9 í fyrramálið. Ráðstefnan stend ur til fimmitudags, en á föstu- daginn sköða fudtrúar Búrfells virkjun, en það mun vera mik- ils virði fydr þ; að sj'á hvernig þar hefur verið leystur vandinn með ísmyndun, nokkuð, sem hvergi annars staðar hefur ver- ið gert þannig. Eftir aö yfir- heyra 30 menn SB—Reykjavík, mánudag. Yfirheyrslur í Miðkvkíslarmálinu ganga greiðlega og sagði Steinigrím ur Gautur Kristjánssón í dag, að nú ætti eftir að yfirheyra um 30 manns. Um heigina fannst á einum bæ í Mývatnssveit, kassi undan dýnamiti, en hann var tómur, að öðru leyti en því að í honum voru umbúðir utan af 8 dýnamitspökk- um af 10, sem verið hafa í kassan- um til skamms tíma, að því er bezt verður séð. Allt bendir tiJ þess, að þessi kassi sé kominn utan úr Helgey, en þar fundust tvö dýna- mitbyrgi um fyrri helgi. Steingrim- ur Gautur sagði að yfirheyrslum í Mývatnssveit yrði væntanilega lok- ið á fiimmtudaginn, en þá fer hann til Akureyrar tii skrafs og ráða- gerða við menn þar. ísrael hættir þátttöku í viöræðunum NTB—Tel Aviv, mánudag. Josef Tekoah, fulltrúi ísraels í samningaviðræðunum um Mið- Austurlönd, fór frá Tel Aviv f morgun og búizt er við, að hann muni tilkynna Gunnari Jarring, sáttasemjara, að ísrael muni ekki taka þátt í frekari samningaviðræð um fyrst um sinn, vegna brota Egypta á vopnahléssáttmálanuro Israel ákærði Egypta í dag í 11. sinn fyrir að halda áfram að byggja eldflaugastöðvar á vopna- h'éssvæðinu við Súezskurðinn. Heimildir innan ísraelska hers- in fuilyrtu í dag, að áður en síð- asta ákæra ísraeismanna var lögð fram, hefðu Egyptar þegar komið sér upp að minnsta kosti 60 eld- flaugaskotpölluim innan vopnahfés- svæðisins. Þessar framkvæmdir virðast sýna glöggiega, að samþykkt Egypta á bandarísku friðartillögun um var ekki annað en ráð tii að s'.eppa við árásir ísraelsmanna, meðan skotpaJarnir væru reistir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.