Tíminn - 08.09.1970, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.09.1970, Blaðsíða 6
TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 8. sept. 1970 Islendingar eru tengdir Norður- landabúum órjúfanlegum böndum Myndin er frá hátiðasamkomuninni í ráðhúsinu á Friðriksbergi á sunnudagskvöldið, þar sem forsetinn hélt aðalræðuna. Forsetahjónin sitja í fremstu röð, en rúmlega þúsund manns voru í salnum. (Tímamynd ___ Kári). Heiðruðu satnikomugestir. Fyrir hönd konu minnar og sjálfs mín, þakka ég Dansk-is- lenzka samstarfssjóðnum, Nor- rœna félaginu á Friðriksbergi og Dansk-íslenzka-félaginu fyrir að efna til þessa mannfagnaðar. Ég flyt þó öðru fremur þekkir íslenzku þjóðarinnar, því ég lít á þessa vinsemd sem fram- rétta hönd þjóð mlnni og landi. f ræðu minni hér í kvöld langar mig til þess að rekja dreifðar hugsanir um ísland, stöðu þess og sérstöðu meðal Norðurlanda, en það umræðu- efni er ætíð tímabært. En á því eru svo margar hliðar, að örðugt getur reynzt að setja sér eðlileg takmörk. Freistandi væri að dveljast við sögulegar huganir, en ég mun láta mér nægja að bregða upp einni mynd. Þegar ísland byggðist, höfðu norrænar þjóðir búið í löndum sínum þúsundir ára. Byggð hefur aðeins staðið í landi voru um ellefu aldir, og það er meðal þeirra landa jarð arinnar, þar sem menn tóku sér síðast bólfestu. Mönnum sést oft yfir, jiessa mikilvægu staðreypd. Hún ein segir þó mikla sögu um legu landsins og náttúrufar, fjarlægð þess úti í Atlantshafinu og síðan einangrun þeirrar þjóðar, sem festi þar byggð sína. Þessar staðreyndir hafa haft úrslita- áhrif á örlög íslenzku þjóðar- innar. fsland fannst og byggðist á víkingaöld, þegar norrænar þjóðir birtust allt í einu á sviði sögunnar með svo mikl- um þrótti, að uppnám varð f stórum hlutum Evrópu. Norrænir víkingar lögðu undir sig lönd. svo sem Færeyjar, ísland og Grænland og reyndu jafnvel að festa byggð á megin landi Ameríku. Þessir miklu landvinningar eru í sjálfum sér stórmerki, en afturkippurinn fylgdi á eftir í rás tímans. Hvað stendur svo eftir af öllu þessu? Hvaða landvinningar STÚLKA óskar eftir ráðskonustöðu í sveit. Er með tveggja ára barn. Upplýsingar í síma 33170. KÝR tiB sölu Ungar og góðar kýr til sölu. Upplýsingar gefnar Bjargi Borgarnesi. víikingaaldar urðu varanlegir? Þau dæmi eru ekki mörg. Nor- rænir herkonungar og landnem ar i austri, suðri og vestri, ann- aðhvort sameinuðust þjóðum og menningarhverfum, sem fyrir voru í hernumdum lönd- um, eða þeim var steypt af stóii og reknir aftur til heima- lands Þegar víkingaöldin fjar- aði út á elleftu öld, voru allir mestu landvinningarnir aftur’ gengnir úr greipum. Og enn sneiddist um á næstu tímum. Skozku eyjarnar töpuðust, Grænland einnig, þótt með öðrum hætti væri. Auk Fær- eyja var aðeins eitt land eftir — ísland. — Einu norðlægu og strjálbýlu landi langt úti í hafi, hafði verið bætt varan- lega við hið norræna menning arhverfi. Það var allt og sumt. Það var lítil uppskera, þegar litið er á stórlætisdraumana um norræn yfirráð í auðugum og frjósömum löndum. Eigi að síður er það staðreynd, að víkingalandnámið á íslandi stækkaði Norðurlönd með var anlegum hætti. Merkilegt er að sjá, hve fljótt það fólk, sem settist að á fslandi á víkingaöld, fór að lita á sig sem sérstaka þjóð og telja landið, sem það hafði kosið sér til búsetu, séreign sína. Það flutti að sjálfsögðu með sér menningu, sem var andleg og efnisleg heild — menningu norræna járnaldar bóndans, sem í megindráttum var ein og hin sama um öll Norðurlönd Landnámskynslóð- in hlýtur að hafa talið sig vera' í sterkum tengslum við það fólk, sem hún var af. runnin. En þó leið undraskammur tími, unz landnemarnir tóku að líta á sig sem nýja þjóð — íslendinga. Þeir höfðu flutzt til nýja landsins að eigin frum kvæði og á eigin ábyrgð, og örlög þeirra vora eftir það tengd þessu landi í blíðu og stríðu. Þeir urðu að standa á eigin fótum og fundu, að þeir gátu það. Þeir stofnuðu fom- íslenzka þjóðveldið, og þar með höfðu þjóðin og landið tengst að fullu. Með því voru lagðir hornsteinar að þeirri grein nor rænnar menningar, sem með réttu má kalla íslenzka, lífs- háttum, sem uxu af norrænni rót sinni, en felldust að þeim kjörum, sem allharðbýlt og af- skefckt land bauð. Þegar ég tala um íslenzka menningu, á ég alls ekki ein- vörðungu við hin æðstru menn- ingarafrek þjóðar vorrar, svo sem miðaldabókmenntirnar, sem náð hafa_ til áhrifa langt í önnur lönd. Ég á líka og ekki síður við þjóðmenninguna í öll um sínum myndum, daglega iðju alþýðumannsins, lífsvið- horf hans og hugarfar. Menn- ing þjóðar er slungin svo mörg um grönnum og gildum þátt- um, sem mynda heildina. fs- lendingar öðluðust slíka menn- ingu mjög snemma, og af henni óx þjóðernisvitundin. Þegar tímar liðu reyndist þetta þjóðinni þó ekki nóg'til varð- veizlu stjórnarfarslegs sjálf- stæðis, en það studdi hana til gæzlu séreiginda sinna allar þær aldir, sem ísland laut öðr- um, og það gaf henni fótfestu aftur sem sjálfstæðri þjóð, þeg ar sjálfstætt lýðveldi var loks stofnað að nýju undir lok síð- ari heimsstyrjaldarinnar með sama hætti og aðrar norrænar þjóðir höfðu áður heyjað sér frelsi. Ég bendi ekki á allt þetta að ástæðulausu. Ég geri það af því, að skilningur á þessu er forsenda þess, að bræðraþjóðir okkar og nágramnar, svo og aðr- ir, sem láta sig það einhverju varða. sem gerzt hefur á ís- landi á samtíð okkar, og það, sem er í þann veginn að gerast, skilji okkur og viðleitni okkar. AL’ar norrænu þjóðirnar eru tiltölulega litlar, ef maður á að halda si-g við þá venjulegu merk ingu að kalla fámennar þjóðir ,’itlar, en íslenzka þjóðin er svo fámenn, að það nálgast fjar- stæðu í augum margra útlend- inga. Ég er hins vegar viss um, að í þessum hópi vita langflest- ir svo mikið um Island, að þeim er ljóst, að venjulegur íslenzkur borgari telur það á engan hátt kynlegt, hvað þú fjarstæðu, að við séum sjálfstætt ríki þrátt fyrir fámennið, höfsim alliar nauðsynlegar stofnanir og tök- um á herðar okkar þær skyldur, sem sjálfstæði fylgja. Hann lít- ur á það sem sjálfsagðan hlut, er sé hafinn yfir efasemdir og umræðu, að við séum þjóð með sama hætti og aðrar þjóðir, sér- stök þjóðerniseining, Við telj- um ekki herdur þörf á neinni afsökun á því, sem við erum. Við gerum okkur greim fyrir eðlilegum rétti okkar og tak- marki, sögulegum bakhjarli og erfðavenjum, og við erum hreyknir af því a? hafa varð- veitt betur en aðrir hluta af samaorrænum menningararfi. En þess er ekki að vænta, að fólk í fjarlægð þekki þetta og skilji. Margir ykkar tilheyrenda minna, sem eruö góðir vinir Is- lendinga og þefckið þá, eruð vafa raust oft spurðir um land vort og þjóð, um viöleitni vora og tilverukosti, jafnve! einnig um tilverurétt vorn sem sjálfstæðr- ar þjóðar. Þá er nauðsynlegt að þekkja sögulegan bakhjarl íslenzku þjóðarinnar, sérstöðu hennar i því norræna — og í víðtækari skilningi vestur- evrópska — men-ningarhverfi, sem við erum í. Ég nefni enn og aftur ís- 'enzka þjóðve’.distímann, þegar myndað var samfélagskerfi, sem varð jarðvegar hámennimgar- innar, s®m va?i.taði fegurst blóm í bókmenntunum. Þessi gullöld varð síðari kynslóðum hvatning Ræ&a dr. Kristjáns Eldjárns, forseta íslands, í dansk-íslenzkum mannfagnaði á Friðriksbergi á sunnudaginn var

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.