Tíminn - 08.09.1970, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.09.1970, Blaðsíða 10
10 TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 8- sept. 1970 Linden Grierson: UNGFRÚ SMITH 23 menn studdu þann þriðja og við hlið þeirra gkjögraði ung stúlka. Það var ekki laust við að Pat kimdi, þegar hann sá hana, því hún var á hælaháum skóm, silki- sokkarnir voru útataðir í aur og þunnur rykfrakkinn hennar var löngu gegnblautur og klesstist við líkama hennar. Þegar hún kom auga á vagninn og mennina fimm rak hún upp hljóð, en pilturinn, sem með henni var, sagði henni að halda sér saman. Pat stökk af vagninum og gekk til fótksins og Rusty og Jan komu á eftir hon- um. — Guði sé lof, að við hittum fólk, stundi stúlkan upp. — Við böfum gengið maragr mílur. . . Hún þa'gnaði og leit tortryggn- Islega á þennan hávaxna mann, sem stóð fyrir framan hana. Pat hafði ekki rakað sig í tvo daga, jakkinn hans var tættur eftir gaddavír og hann leit út eins o-g umrenningur, og hinir reyndar lika. Henni ieizt einna bezt á and- litið á Dick. — Er þetta Gum Valley? spurði nú maðurinn, sem hinir tveir studdu. Greinilegt var, að hann var meiddur á fæti. — Passar, svaraði Pat — en þiðe ruð líklega ekki að koma í heimsókn í þessu veðri? — Ég veit ekki, hvað við erum að gera hingað, stundi stúlkan upp. — Ég hefði ekki Ikomið með ef ég hefði vitað. . . iA... — Hættu þgssu Év.ejíni, hreytti pilturinn út úr sér til hennar. — Þú hefur ekki gert annað en barma þér, síðan við festum bíl- inn. Það eru líklega fimm kíló- metrar. Er Anne hérna? spurði ungi maðurinn Pat. Pat leit á hann. —Meinið þér ungfrú Carring- ton-Smythe? spurði hann og varð þess var, að Rusty og Jan kippt- ust við. — Já, hún er hér. HaUi maðurinn, sem auðsjáan- lega Ajórnaði leiðangrinum, kink aði ’kolli. —Nafn mitt er Ma.vnard lög- fræðingur, sagði hann. '—Ég hef átt von á yður, svar- aði Pat rólega.,— Ég er Kennedy. Frú Carrington-Smythe hlust- aði þolinmóð á dóttur sína, sem stamaði út úr sér allri sögunni, meðan hún lá grátandi við hné hennar. Að lokum kyssti hún Anne og brosti. — Það er gott að ég kom. sagði hún. — Það er greinilegt að þið tvö eruð búin að gera allt þetta of flókið. — Allt saman mér að kenna, hvíslaði Anne. — Ég átti að hafa meiri áhuga á arfinum mínum og aldrei að leyna Pat, hver ég var. Þegar ég kom hingað var hann svo óforskammaður við rriig og það er ekki nema von, að mig hafi grunað hann um græsku. Nú er mér alveg sama um þetta allt og ég vildi óska, að ég ætti ekki krónu. Ifann hefur fulla ástæðu til að vera reiður við mig, en þú hefðir átt að heyra til hans. Hann skammaði mig svo hræði- lega. . . 1« - > — Hann sér eftir því, þegar hann fer að hugsa sig um. — Hann biður að minnsta kosti ekki afsökunar, nema þá kannski óbeint. — Svona eru nú karlmenn, Anne. Þegar hann er búinn að ná sér, skaltu gefa honum skýr- ingu, sem kemur honum til að halda, að hann hafi beðið þig af- sökunar og hann fyrirgefur þér, af því hann skammaði þig. Þú verður bara að vera þolinmóð, þú hefur sært stolt hans. Hug's- aðu þér, hvað honum hefur orð- ið mifcið um, að vita, að einmitt þú værir manneskjan, sem hann er búinn að hata svo lengi. Hann hélt, að hann gæti gefið þér all- an heiminn, en svo kemst hann að því, að þú átt allt, svo hann getur efcki. . . — Þér skjátlast mamma, hann er sá eirii, sem getur gefið mér heiminn. Peningar og_ svoleiðis eru mér einskis virði. Ég vil vera hér hjá honum. Skilurðu það ekki? — Jú, ég skil það, ég var lika svona hrifin af pabba þínum. En nú lítur út fyrir.a ð við verðum samgöngulaus við umheiminn um tíma og það getur orðið til þess, að við sýnum okkur í réttu ljósi. Áður en flóðið er sjatnað, verðið þið Pat Kennedy líklega sátt á ný. —En hann sagðist ætla áð fara. . . — Hvað segir maður /ekki i reiði sinni? Nú verður hann að vera og skiptir áreiðanlega um skoðun. Skyndilega stökk Anne á fæt- ur. — Ég var alveg búin að gleyma að ég þarf að elda mat handa vinnumönnunum. Og barnið. . . — Barnið? Hvaða barn? En Anne var þegar komin út. og frú Carrington-Smythe fór út í bílinn eftir töskunni sinni og gekk síðan um húsið, sem vakti hjá henni minningar um þá tíð er hún var þar oft í sumarleyf- um með manni sinum. Hún var enn að velta fyrir sér þessu barni, .sem Anne minntist á, begar mjó- róina rödd við hlið hennar sagði: — Ert þú mamma Anne? —- Já, svaraði hún, — en hver ert þu? — Ég heiti Joy, og Pat frændi er frændi minn. Anne bað mig að segja þér, að maturinn væri til. Hinir eru búnir að borða, því þeir byrftu að halda áfram að vinna. Ég þarf að fara og þvo mér fyrst. — Jaá, svo sannarlega, sagði frú Carrington-Smythe og brosti. — Hvernig í ósköpunum fórstu að því að verða svona óhrein? -— Eg var að hjálpa Alan úti í garðinum. Ætlar þú líka að þvo þér? Þær fóru frarn á baðið og lög- uðu sig til og svo fóru þær inn í borðsalinn. Þar leit frúin í kring um sig með áhuga, því hún gat ómögulega skitið, að dóltir henn- ar hefði af fúsum vilja valið sér þennan vinnustað. Anna hafði nóg að gera allan seinnipartinn, eins og venjulega, en þegar fór að dimma, án þess að nokkur af vinnumönnunum léti sjá sig, fór hún að gerast óróleg. — Frændi er seinn í kvköld, sagði Joy. — Það verður bráðum dimrnt. — — Þeir hljóta að fara að korna, svaraði Anne hughreystandi og lagði handlegginn utan um hana. — Já, þarna koma þeir. . . Bíllinn kom heim túnið og Anne hrúkkaði ennið. — Ósköp eru margir í honum, sagði hún undrandi. — Það eru að minnsta kosti sjö eða átta. Og kvenmaður lí'ka, held ég. Þetta hljöta að vera einhverjir sem hafa fest bílinn sinn. Joy hljóp út og Anne leit hugs- andi til móður sinnar, sem hristi höfuðið, eins og til að lýsa því yfir, að ekki vissi hún, hverjir væru að koma. Úti hjálpuðu Jan og Pat fólkinu út úr bílnum og allir gengu upp á veröndina. Karl- rnaður gekk beint til Anne, faðm aði hana að sér og kyssti hana innilega. — Halló, elskan. Ef þú ert ekki hissa núna, þá skil ég hvorki upp né niður. — Roddie. Anne náfölnaði og varð að styðja sig við dyrastaíinn. Hann hló og kyssti hana aftur, án þess að skeyta um, að hin störðu á þau. Yfir öxlina á Roddie mætti hún augnaráði Ptas, og henni rann kalt vatri milli skinns og hörunds. — Ég skal hugsa um hestana í kvöld, sagði Pat við Rusty. — Þú mátt fara og skipta um föt. — Guði sé lof, rumdi í Rusty. — Heyrðu Pat, hver ©r eiginlega ungfrú Carrington-Smyth? —Eldabuskan. Hinir blísti-uðu lágt, og í því heyrðist gjallandi rödd. — Barbara. Anne saup hverlj- ur. — Herra Maynard. Herra Jeen. Hvers vegna voruð þið að koma? Svo sleit hún sig frá Roddie og hljóp grátandi inn i herbergið sitt. 13. kafli. — Varla verður þetta til að g'era málið auðveldara hugsaði frú Carrington-Smythe með sjálfri sér. — Góða kvöldið Maynard, ég bjóst ekki við að sjá yður hér. —Ég verð að segja það sama, frú, svaraði hann. — Þetta ' er starfsmaður minn, herra Jeen, og iíklega þekkið þér ungfrú Hains- worth. Það var auðheyrt, að lögfræð- ingurinn var Mtt hrifinn af Bar- böru. — Ég þebki bæði Barböru og Roddie, en hvers vegna eruð þér kominn hingað? — Það er skylda mín, frú Ég hef miklar áhyggjur, bæði af dótt ur yðar og rekstri búsins hér. Það var meiningin að kippa mál- unum i lag, en við reiknuðum er þriðjudagur 8. sept. — Maríumessa h.s. Tungl í hásuðri kl. 19.12 Árdegisháflæði í Rvík kl. 10.26 HEILSUGÆZLA Slökkviliðið og sjúkrabifreiðir. Sjúkrabifreið í Hafnarfirði. sími 51336. fyrir Reykjavík og Kópavog sími 11100. Slysavarðstofan í Borgarspíta.anum er opin allan sólarhringinn. Að eins mótt: -a slasaðra. Sími 81212. Kópavogs-Apótek og Keflavíkur- Apótek ern opin virka daga kl. 9—19 laugardaga kl. 9—14. helga daga kl. 13—15. Aimennar usplýsingar um tækna þjónustu 1 borginni eru gefnar > símsvara Læknafélags Reykjavík ur, simi 18888. Fæðingarlieimilið j Kópavogi. Hlíðarvegi 40, sími 42644 Apótek Hafnarfjarðax er opið alla virka daga frá M 9—7 á iangar- dögum kl. 9—2 og á sunnudögum og öðrum helgidögum er opið frá UbI. 2—4. Tannlæknavakt er í Heilsvemd arstöðinni (bar sem .. ot- em var) og er opin laugardaga og sunnudaga kl. 5—6 e. h Sími 22411 Kvöld og helgidagavarzla apóteka i Reykjavík 5—11. sept. er í Ingólfs- apóteki og Laugarnesapóteki. Næturvörzlu lækna í Keflavík 8. sept til 9. sept. annast Kjartan Ófafsson. ÁRNAÐ HEILLA Sextugur var í gær sr. Árelíus Níelsson sóknarprestur í Langholts- prestakalli. Hann er staddur hjá dóttur sinni, Maríu Björnsson, 24 W 177 White Plairns Road, Perry Town, New York 10591. FLUGÁÆTLANIR Loftleiðir h.f. Eiríkur rauði er væntanlegur frá New York kl. 07,30. Fer t.il Luxem- borgar kl. 08.15 Er væntanlegur ti ’ baka frá Luxemborg kl 16,30. Fer til New York kl. 19.00. Snorri Þorfinmsson er væntanlegur frá New York kl. 09,00. Fer til Luxemborgar kl. 09,45. Er væntan- legur til baka frá Luxemborg kl 18,00. Fer til New York kf. 19.00. Guðríður Þorbjarnardóttir er vænt anleg frá New York kl 08,30. Fer til Glasgow og London ki. 09,30. Er væntanieg til baka kl 00,30. Fer til New York kf. 01,30. Flugfélag íslands. Millilandaflug. Gul’lfaxi fór til Palnia og Lundúna ki. 02,00 í mótt. Vélin er væntanleg aftur til' Kef.'avíkur kl 12,50 frá Lundúnum. Vélin fer til Kaup- mannahafnar kl. 15,15 í dag og er væntanleg í kvöld. Gullfaxi fer til Glasgow og Kaup- mannahafnar k?. 08,30 í fyrramál- ið. Innanlaiidsflug. í dag er áætlað að fljúga til Ak- ureyrar (3 ferðir), til Vestmanna- eyja (2 ferðir), til Hornafjarðar, ísafjauðar, Egilsstaða og til Húsa- víkur Á morgun er áætlað að f.'júga til Akureyrai' (3 ferðir), til Vest- mannaeyja (2 ferðir), til ísafjarð ar, Sauðárkróks, Egilsstaða og Patreksfjarðar. SIGLINGAR Skipaútgerð ríkisins. Hekla er á Akureyri. Herjólfur fer frá Vestmanneyjum k,\ 12.00 á há degi til Þorlákshafnar, þaðan aft- ur kl. 17.00 til Vestmannaeyja. Frá Vestmannaeyjum kl. 21.00 um kvöld ið tii Reykjavíkur Ilerðubreið fer fi*á Reykjavfk kvöld austur um ,'and í hring-ferð. Baldur fer frá Reykjavík á morgun til Snæfells- ness- og Breiðaf jarðarhafna. FÉLAGSLÍF Tónbær, félagsstarf eldri borgara. Vetrarstarfið hefst á morgun, þá verður „opið hús“ kl. 1,30—5,30 e.h. eins og venjulega á miðviku- dögum. Dagskrá: Spilað, teflt, les- i«, upplýsingaþjónusta, bókaút- lán, kvikmyndasýning og kaffiveit- ingar. Einnig verður rætt um vænt anlegt ferðalag. ORÐSENDING Langholtsprestakall. Vegna fjarveru séra Arelíusar Níelssonai' mun undirritaður gegna störfum í hans stað, næstu vikur. Viðtalstími fimmtudag og föstu- dag að Só.lieimum 17 kl. 5—7. Sími 33580, heimasími 21667. Guðmundur Óskar Olafsson. gengisskráning Nr. 101 — 31. ágúst 1970 1 Bandar. dollar 87,90 88.10 1 Sterlingspund 209,65 210,15 1 Kanadadollar 86,35 86,55 100 Danskar kr. 1.171,80 1J74.46 100 Norskar fcr. 1.230,60 1.233,40 100 Sænskarkr. 1.695,00 1.698,86 100 Finnsk börk 2.109,42 2.114,20 100 F’ransktr fr. 1.592,90 1.596,50 100 Belg. frankar 17740 177,50 100 Svissn. fr. 2.044,90 2.049,56 100 Gyllini 2.442,10 2.447,60 100 V.-þýzk mörk 2.421 "2 2.426.50 100 Lírur 14,08 14,12 1O0 Austurr. seb. 840,57 84145 100 Eseudos 307,00 307,70 100 Pesetar 126,27 12645 100 Refknlmgskrönur — VörusklptaJönd 99,86 10044 1 Reiknlngsdollar Vörusðdptalðnd 87,90 8840 1 Relknlngspund — Vörusklptaiönd 210,93 2U.45 / z 3 y y WL b 7 n m 7 /c h' áHl ■m m /g o nt /r Lárétt: 1 Klemma 6 Aria 7 Þröng 9 Röð 10 Hættu.'eg. 11 Guð. 12 Trall. 13 Æða. 15 Óréttiát. Krossgáta Nr. 623 Lóðrétt: 1 Fugl. 2 Þófi. 3 Kúgun. 4 Eins. 5 Núast. 8 Tása. 9 Hyl. 13 Útt. 14 Bor. Ráðning á gátu nr. 622: Lárétt: 1 Svangur. 6 Raf. 7 Au. 9 GF. 10 Kiettur. 11 Kl. 12 Mö. 13 Eim. 15 Rennvot. Lóðrétt: 1 Skakkur. 2 Ar. 3 Nautnin. 4 GF. 5 Rafröst. 8 Ull. 9 Gum. 13 En. 14 MV.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.