Tíminn - 08.09.1970, Blaðsíða 16

Tíminn - 08.09.1970, Blaðsíða 16
ÞrtSjudagui* 8. september' T9TW; Ræða forseta íslantls á Friðriksbergi - Sjá bls. 6 og 7 Prentarar hafa samið EJ—Reykjavík, mánudag. Samkomulag prcntara og prent- smiðjueigenda var í dag samþykkt á félagsfundi í HÍP. Samkvæmt hinum nýja kjarasamningi, hækk- ar kaup prentara um ca. 18,2— 21,4%, auk þess sem þeir fengu ýmsar aðrar þýðingarmiklar leið- réttingar á fyrri samningi. Frá fundi Hins isi. prentarafélags í Iðnó siðdegis í gær. (Tímamynd — G6) Verða að d Ivel ija 14 dae a i katiDH taii na íorn - Rætt við íslending í sóttkví í Kaupmannahöfn 77 Islendingar í sóttkví vegna bólusóttarínnar KJ—Kaupmannahöfn, mánudag. Páll Sigurðsson rakarameistari í Reykjavík, sagði fréttamanni Tímans í Kaupmannahöfn, að hann og kona hans yrðu að vera í Kaup- mannahöfn í fjórtán daga, eða þar til engin smithætta væri lengur. Páll sagði, að norski námsmaðurinn, Stein pettersen hefði komið til Skodsborg, en unnusta hans vinn- ur þar og er sjúkraþjálfari. Gisti Pettersen þarna eina nótt, en dag itm eftir var hann órðinp sjúkur g 7ar sóttur læknir, sem fann út *S hann var með a,Varlegan sjúk- dóim. Þess vegna var pilturinn fluttur á sjúkrahús. Kom síðar í ljós að hann var með bólusótt. 4 í sóttkví á Vífilsstöðum: „Verðum einangraðar til 13. sept.“ OÓ-Reykjavík, mánudag. Tíminn talaði í dag við eina af stúlkunum, sem eru í sótt- kví á Vífilsstöðum,- Höllu Guð- jónsdóttur. Sagði hún að þær væru í ágætu íbúðarhúsi, og hefðu ekki yfir neinu að kvarta, nema helzt því áð kom ast ekki út, en stúlkurnar verða að dvelja í einangrun til 13. sept. Einu aðilarnir sem heimsækja stúlkumar eru yfir læknir Vífilsstaðahælisins og hjúkrunarkona. Er fylgzt vel i. r ' ^ ^ " r ' - -- -- ------- 120 manns af starfsliði Skods- borg hefur verið einangrað þangað til 14. þ. m., en búið er að bólu- setja fólk sem dvaldi í Skodsborg. — Þess skal getið, sagði Pá.’l, að norski námsmaðurinn kom aldrei í hús þar sem dvalargestir eru, heldur var í allt öðru húsi og umgekkst dvalargestina alls ekki. Pál; sagði að sendiráðið hér í Kaupmannahöfn og Flugfélagið hefði brugðizt skjótt og vel við, þegar fréttist um það að íslend- ingarnir fengju ekki að koma heim nema að vera í sóttkví og bað hann blaðið að færa ■ sendiráðinu og Flugfélaginu alúðarþakkir fyrir skjót og góð viðbrögð. mcð heilsu stúlknanna. Auk Höllu eru í sóttkvínni, Jóhanna Þórðardóttir, Margrét Beck og Sigrún Sigurðardóttir. — Ég og Jóhanna komum til landsins á laugardaginn og vor- um „húkkaðar" á flugvellinum og fluttar hingað. Margrét Beck kom 2. sept. og var hún komin heim til sín, austur í Hornafjörð og var náð í hana þangað. Sigrún kom 31. júlí. Við unnum allar á Skodsborg- í sumar. Þrjár okkar eru í sfeóla. — Við höfum hér ágæta íbúð. Fyrst í stað kom stund- um fólk á gluggann hjá okk- ur ,en nú er búið að banna það, svo að eina sambandið sem við höfum við ættingja er gegnum síma. Annars höf- um við kannski ekkert við heim sóknir að gera. Við erum búnar að taka inn svo mikið af mót- eitri, að við erum all-ar hálf lasnar. Þetta era mjög stórar Framhald á 14. síðu. Engin ástæða til að óttast bólusóttarfaraldur hér, segir landlæknir OÓ—Reykjavík, mánudag. Fjórar íslenzkar stúlkur eru nú í sóttkví á Vífilsstöðum, vegna bólusóttartilfellisins, sem upp kom í Danmörku fyrir nokkru. Sjö ís- lendingar aðrir eru í sóttkví í Kaupmannahöfn. Stúlkurnar unnu allar á Skodsborgarhælinu við Kaupmannahöfn, en þar liggur bólusóttarsjúklingur, sem er 22 ára gamall Norðmaður. lljnlr ís- lendingarnir, sem eru í sóttkví í Danmörku unnu einnig á liælinu, en alls unnu þar 23 jslenzkar stúlk ur í sumar. Fylgzt verður með öllum íslendingum sem koma til landsins frá Danmörku á næst- unni og verða þeir sem ástæða þykir til settir j sóttkví. Land- læknir sagði á fundi með blaða- mönnum í dag, að lítil ástæða værj til að óttast að veikin breidd ist út, cn sjálfsagt þykir að við- hafa allar nauðsynlegar varúðar- ráðstafanir. Landlæknir sagði: Síðast liðið föstudagskvöld kom frá dönskum heilbrigðisyfirvöldum tilkynning um staðfest bólusóttar- tilfélli í Kaupmannahöfn. Aðkomu maður hafði setzt að á heilsuhæl- inu Skodsborg seinni hluta dags 26. ágúst í sérst'ökum starfsmanna bústað, veikfist að kvöldi hins 27. og var fluttur af hælinu í sjúkra- hús í Kaupmannahöfn 31. ágúst. Hann kom ekki í sjálft heilsuhæl ið. Á Skodsborg unnu þá allmarg- ir íslendipgar, og bjuggu 7 þeirra í sama bústað og sjúklingurinn. Þessir 7 íslendingar eru nú í ein angrun i Káupmannahöfn. Það er orðinn árlegur viðburð- ur, að bólusótt berist til F.vrópu vegna sífelldra samgangna við iönd, þar sem veikin er landlæg. Sjaldnast er tilefni til víðtækra ráðstafana af þessum sökum utan þess lands eða staðar, sem veikin hefur borizt til, en með því að íslendingar voru nú við störf á staðnum, þar sem sjúklingur veikt ist. þykir rétt tit öryggis að gera frekari ráðstafanir að þessu sinni. Eftir fund, sem haldinn var á skrif stofu landlæknis s.l. laugardag, voru tektiar eftirfarandl ákvarð- anir: 1. Rétt þykir að einangra þá íslenzka starfsmenn, sem unnu á heilsuhælinu Skodsborg í Dan- mörku frá og með 26. ágúst til og með 31. ágúst og kynnu að koma til landsins fyrir 15. septem ber, þó að litlar líkur séju til, að þeir hafi smitazt. Einangrað verð ur í sérstöku húsi á Vífilsstöðum. Þangað eru nú komnar 4 stúlkur. Ef koma þarf til þeirra sending- um, verða þær að afhendast yfir- lækni Vífilsstaðahælis eða öðrum í umboði hans. 2. íslenzkir sjúklingar, sem dval izt hafa á Skodsborg áðurnefndan tíma, verða hafðir undir sérstöku eftirliti, ef þeir koma til landsins fyrir 15. september. 3. Notað verður sérstakt hús á lóð Kópavogshælis fyrir sjúklinga ef einhver kynni að veikjast af bólusótt. 4. Fylgzt verður með farþegum, sem koma frá Danmörku í sam- ræmi við sóttvarnarlöggjöf. 5. Ef í ljós kemur. að bólusótt- arsjúklingurinn í Kaupmannahöfn hefur smitað frá sér,- verður hert á eftirliti, einnig í samræmi við sóttvarnarlöggjöf. 6. Ef einangra þarf fleiri en fyrir komast á Vífilsstöðum, verð- ur húsnæði tiltækt, þegar á þarf að hald a. 7. Ekki þykir ástæða til almennr ar bólusetningar hér að svo stöddu. Norðmaðurinn sem er með bólu sóttina er þungt haldinn. Er hann nýkominn frá Afganistan, en þar er bólusótt landlæg og hefur hann tekið veikina þar. Kom hann til Skodsborgar 26. ágúst s.l. Var maðurinn lasinn og kom brátt í ljós hvað að honum gekk. Voru þá þegar gerðar miklar varúðar- Framhald á 14. síðu. Framboðslisti í Norðurlandskjör- dæmi vestra GÓ—Sauðárkróki, mánudag. Á kjörþingi Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi vestra, sem haldið var á Hvammstanga í gær, sunnudag, var endanlega gengið frá framboðslista flokksins í kiör- dæminu við næstu alþingiskosning- ar. Listinn er þannig skipaður: Ólafur Jóhannesson, prófessor, Reykjavík, Björn Pálsson, bóndi, Löngumýri, Magnús H. Gíslason, bóndi, Frostastöðum, Stefán Guð- mundsson, byggingameistari, Sauð- árkróki, Sigurður Líndal, bóndi, Lækjarhvammi, Bogi Sigurbjörns son, skattendurskoðandi, Sigíu- fiitði, Guðmundur Jónasson, bóndi, Ási, Ólafur H. Kristjánsson, skóla- stjóri, Reykjum,. Helga fcistjáns- dóttir, frú Silfrastöðum og Bjarni Þorsteinsson, verkstjóri, Siglufirði. Björn Pálsson Magnús H. Gíslason Ólafur Jóhannesson Stefán Guðmundsson Bogi Sigurbjörnsson Siguröur Lindal

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.