Tíminn - 08.09.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.09.1970, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 8. sept. 1970. TIMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarimsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlssoin. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gísiason. Ritstjórnar- skrifstofur í Edduhúsinu, súnar 18300—18306. Skrifstofur Bankastræti 7 — Afgreiðshisími 12323. Auglýsingasimi 19523. Aðrar sikrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuði, innanlands — í lausasölu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf. Dæmi frá Noregi Neytendum þykir að vonum mjög tilfinnanleg sú hækkun sem verður á landbúnaðarvörum í haust, en raunar er þar aðeins um að ræða hliðstæða hækkun við svo margvíslegar hækkanir aðrar, sem ríkisstjórnin virð- ist nú staðráðin í að hleypa beint út í neyzluverðlagið og kallar afleiðingar kjarasamninganna á s.l. vori. Þessar hækkanir eru sumar komnar fram, en aðrar á næstu grösum, og í ýmsum tilvikum hefur ríkisstjórnin notað tækifærið til aukahækkana, sem hún hefur verið að mumast með fyrir aftan bakið síðustu missirin. Því er þó ekki til að dreifa um búvöruverðið. Sú hækkun, sem þar verður í haust og rennur til bænda, er aðeins samræmishækkun, reiknuð út og samþykkt bæði af fulltrúum neytenda og bænda Hitt verður að skrifast beint á reikning ríkisstjórnarinnar, ef þessari verðhækkun á að hleypa beint út í neyzluverðlagið eins og þegar hefur verið gert að nokkru. Með því að hleypa öllum kauphækkunum, þar með töldu búvöruverði, hiklaust út í verðlagið, meira að segja stundum með ábót, dregur ríkisstjórnin hiklaust lokur frá flóði víxlhækkunar verðlags og kaupgjalds í stað þess að neyta allra ráða gegn dýrtíðinni eins og skylda hennar er. Öllum, sem kynni hafa af verðlagningu búvara, er það ljóst, að það skiptir oft verulegu máli um þróun dýrtíðar, hvort innlendar neyzluvörur eru greiddar niður á markaði eða á framleiðslustigi, og í mörgum tilvikum þarf minna fé á framleiðslustiginu til þess að niður- greiðslan hafi jafngóð áhrif. Að hleypa miklum hækk- unum innlendra neyzluvara beint út í verðlagið er óðs manns æði, sem hvergi er tíðkað þar sem ríkisstjóm reynir að hafa hemil á verðbólgu. Framsóknarflokkurinn hefur iafnan haldið því fram, að eitthvert mikilvægasta ráð gegn dýrtíð og verðbólgu sé að lækka framleiðslukostnað eftir megni, og um þetta hefur hann flutt fjölda tillagna á síðustu þingum. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur ætíð verið að hleypa hækkunum beint út í verðlagið. Bændur hafa margsinnis, meðal annars á síðasta stéttarsambandsþingi, lagt á það ríka áherzlu, að niðurgreiðslur færu ekki síður fram á fram- leiðslustigi en á markaði, og leitað væri ráða til þess að rétta hlut bænda með öðrum ráðum en beinum verð- hækkunum búvara. Þeir hafa einnig bent á. hve frá- leit ráðstöfun það sé af ríkisstjórninni að nota búvöru- söluna til skattheimtu af neytendum, leggja skattinn þannig við verðið og láta hann búa til ótalin vísitölu- stig. Nú greiða neytendur hátt á 3. hundrað milljónir í söluskatt, er þeir kaupa innlendar búvörur. í þessu efni er fróðlegt að líta til Norðmanna. Norska ríkisstjórnin hefur nýlega gert tveggja ára samning við bændur þar 1 landi um verðlag búvara og opinberan stuðning við landbúnaðinn. Er þar samið um allt í einu, eðlilega tekjuaukningu bænda og hækkun fyrir hvert stig framfærsluvísitölu, og hækkuninni síðan skipt eftir því sem- hagkvæmt þykir milli verðhækkana á búvöru og aukins stuðnings við landbúnaðinn í margvíslegu formi á framleiðslustigi, og nemur sá aukni stuðningur meginhluta kostnaðarhækkunarinnar. svo að aðeins lítill hluti hennar fer út í verðlagið og dýrtíðina á þessum árum. íslenzk stjórnvöld ættu að gefa þessu norska sam- komulagi meiri gaum og leita þar fyrirmynda, sem við eiga hjá okkur. Forsvarsmenn íslenzkra bænda hafa þegar athugað þetta samkomulag gaumgæfilega. — AK. SPIRO AGNEW, varaforseti Bandaríkjanna: Bandaríkin gela ekki H her sinn frá Vietnam fyrst um sinn Kommúnisminn myndi þá flæða yfir alla Suð-austur Asíu. Undanfarna mánuði hafa orðið miklar umræður í Bandaríkjunum um þá tillögu öldungadeildarþingmannanna Hatfield frá Oregon og Mc Govern frá Suður-Dakota, að Bandaríkjaþing lýsti yfir því, að lokið yrði heimflutningi Bandaríkjahers frá Suður- Vietnam ekki síðar en á árs- lok 1971. Tillaga þessi kom til atkvæða i öldungadeild- inni fyrir nokkrum dögum og var felld með 55:39 at- kvæðum. Þar sem umræður um það, hvort gera skuli fasta áætlun um heimflutning' hersins, halda samt áfram, þykir rétt að birta hér í biað- inu útdrátt úr ræðum, þar sem lýst er mismunandi við- horfum til þessa atriðis. — Fyrst verður birtur útdrátt- ur úr ræðu, sem Agnew, vara- forseti flutti í Miami og þykir jafnframt gott dæmi um áróðurstækni hans. Á morgun verður svo birtur útdráttur úr svarræðu, sem Hatfield flutti í öldungadeildinni dag- inn eftir. í DAG ætla ég að ræða við ýður um vaxandi ógnun 'gégh' öllu því, sem henmenn okkar hafa verið að reyna að koma til leiðar í Suðaustur-Aslu — ógnun, sem felst í tillögu Hat- fields og McGoverns. Yrði þetta frumvarp að lög- um, yrði forsetinn neyddur til að hætta allri hernaðaraðstoð við Laos og stöðva allar hern aðaraðgerðir i Suður-Vietnam. að tuttugu vikum liðnum, nema því aðeins að Bandaríkjastjórn lýsti yfir styrjöld. Hver einasti bandarískur hermaður, sjómað ur og flugmaður, yrði að vera farinn frá Vietnam 30. júní að ári, eða að tíu mánuðum liðn- um. Tillaga Hatfields og McGov- erns er uppdráttur að fýrsta hernaðarósigrinum í sögu Bandaríkjanna og upplausn og kommúnisma í Suður-Vietnam í framtíðinni. í blaðinu Was- hington Post var tekið vægilega til orða, þegar tillagan var köll uð „ógætileg". Hún er annað og verra. Hljóti tillagan sam- þytoki í þinginu, verður þessa „frumvarps til laga um lok styrjaldarinnar" í Vietnam minnzt síðar í sögunni, sem frumvarps að ósigri í Vietnam- styrjöldinni og eyðileggingu allra möguleika á frelsi og friði i suð-austur Asíu síðari hluta þessarar aldar. Þetta er í húfi, hvorki meira né minna. En verði þetta frumvarp, — og aðrar ábyrgðarlausar tillðg- ur, sem fram kynnu að verða bomar, — kolfeilt til álits- hnekkis fyrir flytjendur sína i öldungadeildinni, bíður þjóðin ekki auðmýkjandi ósigur á orrustuvöllunum i Suð-austur Asíu. Því heiti ég ykkur. MIG langar til að bera fram einfalda spurningu. Mig langar að spyrja ykkur sem samborg- ara og félaga, hvort forseti Bandaríkjanna geti treyst á fulltingi ykkar? Ég hef hér borið fram þyngri ásakanir en ég hefi áður gert, síðan ég tók við stöðu vara- forseta, enda hefur ekki verið borið fram háskalegra frum- varp hér \ þinginu þessa nítján mánuði, — eða nítján ár, ef út í það er farið. Ég efa ekki ættjarðarátt flytjenda frum- varpsins, en ég dreg viturleik þeirra, dómgreind og rök- hyggju mjög svo í efa. Þeir hafa hræðilega rangt fyrir sér, og verði skyssa þeirra gerð að lögum, hljóta margar kynslóð- ir Asíubúa og Bandaríkjamanna að gjalda hinnar hryggilegu glópsku þeirra. Við skulum að- eins í svip virða fyrir okkur óhjákvæmilegar afleiðingar af samþykkt frumvarps þeirra Hatfields og McGoverns. í fyrsta lagi yrði frumvarpið dauðadómur yfir friðarviðræð- unum i Paris. Minnsti vonar- neisti um, að óvinirnir semji við Bruce ambassador i París hlyti að slokkna á einni nóttu. Þá væri síðasta hvatning óvin- anna til að semja rekin út i veður og vind. Þeim væri þá rétt það, sem þeir komu eftir til Parísar, eða tímabundin áætlun um burtför Bandarikja manna frá Suður-Vietnam. Hví skyldu óvinirnir hliðra til við Bandarikjamenn vegna þess, sem Hatfield og McGov- ern og samherjar þeirra vilja láta þeim í té endurgjaldslaust á þremur mánuðum? VERÐI umrætt frumvarp að iögum og öllum hernaðarathöfn um Bandaríkjamanna hætt < lok þessa árs, hlýtur allur ofur- þungi styrjaldarinnar þégar í stað að lenda á herðum Suður- Vietnama einna. Ríkisstjórn landsins og þjóð- in yrðu tafarlaust og án allrar aðstoðar að taka að sér það erfiða hlutverk að koma á styrku lýðræðisþjóðfélagi, efla framfarir í efnahags- og félags málum, heyja styrjöld innan lands gegn skæruliðum og verja þjóðina fyrir innrás frá landamærum þriggja ná- grannaríkja. Suður-Vietnamar geta ekki tekið þetta að sér einir, enda þótt þar hafi orðið gífurlegar framfarir á siðustu árum Það gæti engin vanþróuð þjóð, Af þessu er augljóst, að af al- gerðri og skjótri brottför Bandaríkjamanna frá Suður- Vietnam, hlyti að leiða fall ríkisstjórnar landsins, öng- þveiti meðal þjóðarinnar og að lokum þess háttar kommún- ismi sem stráfelldi að heita mætti óbreytta íbúa Hue á sinni tíð. ÞEIR Hatfield og McGovern tala um „ráðstöfun" flótta- manna í frumvarpi sínu og hafa því hugleitt, að hrun Suð- ur-Vietnam leiddi af samþykkt frumvarpt þeirra. En hafa þeir þá hugleitt afleiðingar þess hruns? Sú hugsun sækir á, að ef til vill kæri þeir sig koll- ótta. Verði hrun í Suður-Vietnam, kemur sigurinn og velgengnin í hlut harðlínumannanna í Hanoi og Peking, sem mæltu með erjum og jtyrjöld í stað samninga og friðar. Verði hrun í Suður-Vietnam hafa 285 þús. Bandaríkjamanna þjáðst og 43 púsund þeirra fallið til einskis. Bandarískur hér, sem ekki hef Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.