Tíminn - 21.10.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.10.1970, Blaðsíða 1
 Cross — enn á lífi, en í lífshættu. Laporte — fannst myrtur. Cross enn ófundinn NTB—Montreal, þri'ðjudag. Lögreglan j Quebec gerði í dag leit í á annað þúsund hús um í Quebec-héraði,, en samt tókst þeim ekki að finna þá tvo menn, sem aug- lýst hefur verið eftir í sam- bandi við morðið á ráðherran um Pierre Laport og ránin á verzlunarfulltrúa Breta, James Cross. Þessir tveir menn eru Marc Carbonneau, 37 ára gam- all leigubílstjóri, og Paule Rose, 27 kennari. í kvöld var enn óvíst hvort Cross væri á lífi, en þó vonað að svo væri og skorað á ræningja hans að sleppa honum á svæði því, þar sem heimssýningin í Montreal var haldin. Yrði ræningjunum þá tryggð ferð til Kúbu, þar sem þeir fengju hæli sem pólitískir flóttamenn. Samkvæmt sérstökum samn ingi við ríkisstjórn Kúbu, verð ur ræningjunum komið áleiðis Framhald á bls. 14 Marc Carbonneau, 37 ára. 238. tbl. — Miðvikudagur 21. október 1970. — 54. árg. ■ _ rHTJSTlKISTUR * FKYSTISKÁPAR * * * * * * * * * * * * * Z)Acc£ía/u^aA' ÁJf RAFTÆKJADEILÐ, HAFNARSTRÆTI 23, SfM 16305 Halldór E. Sigurðsson í útvarpsumræðunum í gærkvöldi: Dregið úr f járframlögum til brýnustu framkvæmdanna EB—Reykjavík, þriðjudag. it Útvarpsumræðurnar við 1. um- ræðu um íjárlagafrumvarpið fyrir árið 1971, fóru fram í kvöld. Ræðu maður Framsóknarflokksins var Halldór E. Sigurðsson og deildi hann hart á ríkisstjórnina fyrir stefnu hennar í efnahagsmálum og fjármálum ríkisins. — Gerði Halldór samanburð á hækkun fjár laga á tveim átta ára tímabilum. Það fyrra frá 1950—58, en það síðara frá 1963—71. Niðurstöður af þessum samanburði voru þær, að á árunum 1950—1958 hækkuðu fjárlög um 500 millj. kr. eða 168,3%, en á árunum 1963—1971 um 8400 millj. kr. eða 380%. if Til þess að sanna sambandið milli verðbólgunnar annars vegar og hækkunar fjárlaga hins vegar minnti Halldór á, að vöxtur veið- bólgunnar var 123% á áratugnum 1950—1960, en 250% frá 1960 til ágústmánaðar í sumar. Sönnuðu þessar tilvitnanir svo ekki yrði á móti mælt, hve holl stefna rík- isstjórnarinnar hafi reynzt verð- bóígunni, og hve sambandið á milli hækkandi fjárlaga og verð- bólgu hafi verið sterkt. if Meðal fjölmargra atriða sem Kalldór minntist á í sambandi við óstjórnina á fjármálum ríkisins voru atliugasemdir Ríkisendur- skoðunarinnar í fyrra við reikn- inga húsameistaraembættisins, þar sem nokkrum starfsmönnum var gert að greiða verulega fjár- hæð aftur til embættisins vegna rangrar færslu að dómi endurskoð- unárinnar. — Fer svo hér á eftir útdráttur úr ræðu Halldórs E. Sigurðssonar: ,,Enda þótt það sem ég hef sagt um há fjárlög, segi mikið til um þróun í fjármálum ríkisins, segir Framh.aid á bls. 8. SAMSTARFINU Á ÍSAFIRÐI LOKIÐ Stjórn og fulltrúaráð Framsóknarfélags ísfirð- inga átelur gróft brot Barða Ólafssonar á trúnaði hans við félagið og á samkomulagi við samstarfs- flokkana GS—ísafirði, þriðjudag. Samstarfi meirihlutaflokkanna í bæjarstjórn ísafjarðar er nú lokið. Eins og kunnugt er greiddi annar af fulltrúum Framsóknar- flokksins bæjarstjórn ísafjarð ar, Barði Ólafsson, atkvæði með Sjálfstæðismönnum, sem eru í minnihluta, fyrir nokkru, þvcrt ofan í samþykktir og vilja Fram sóknarfélagsins. S. 1. sunnudag var haldinn fund ur stjórnar og fulltrúaráðs Fram sóknarfélags ísafjarðar og var þar gerð eftirfarandi samþykkt ein- róma: „Stjórn og fulltrúaráð Fram- sóknarfélags ísfirðinga harmar mjög og átelur harðlega þá máls meðferð Barða Ólafssonar, bæjar fulltrúa, að greiða atkvæði á bæj arstjórnarfundi 14. okt. 1970, gegn yfirlýstum vilja og einróma sam þykkt stjórnar og fulltrúaráðs Framsóknarfélagsins, og lítur á þetta sem gróft brot á trúnaði hans við félagið, og brot á sam- komulagi við samstarfsflokka Framsóknarflokksins um bæjar- mál ísafjarðar. Auk þess sem þessi málsmeðferð er ekki í sam ræmi við lýðræðislegar venjur og reglur.“ í gærmorgun fjölmenntu háskólamenntaðir kennarar í Arnarhvol, og af- hentu þar Jóni Sigurðssyni, ráðuneytisstjóra, opið bréf frá Félagi háskóla- menntaðra kennara, og vildu með því „mótmæla þeim samningum, sem nú fara fram á bak við tjöldin" um kjör sín. Myndin var tekin er hópurinn gekk í röð yfir Arnarhólinn með formann sinn, Ingólf A. Þorkelsson, í fararbroddi. Sjá nánar á baksíðu. (Tímamynd G.E.) Þrír fimmtán ára piltar nauðguöu 12 ára stúlku Náðst hafði OÓ—Reykjavík, þriðjudag. Þrír fimmtán ára gamlir piltar nauðguSu í gær tólf ára gamalli stúlku í Reykjavík. Stórsér á barn- inu eftir meðferðina, og leikur enginn vafi á að stúlkunni var nauðgað. Talið er að piltarnir hafi verið undir áhrifum áfeng- í gær í tvo piltanna is er þeir frömdu þennan verknað. Lögreglan hafði í gærkvöldi upp á tveim þeirra sem þarna voru að verki, en hins þriðja er leitað. Var hann enn ófund inn í kvöld, þriðjudags- kvöld. Atburðurinn átti sér stað síðari hluta dags i gær t>eg- en þess þriðja var ar upp komst um verknaðinn var stúlkan flutt til læknis, en hún var mjög jlla farin og er greinilegt, að piltarnir hafa komið fram vilja sínum. Auk líkamlega áverka fékk telp- an taugaáfall, og er undir lækn ishendi. Lögreglunni var að sjálf- sögðu gert viðvart, og hefur rannsóknarlögreglan málið með höndum. Hófst þegar leit áð þeim ungu mönnum sem eru enn leitað við málið riðnir. Tveir þeirra eru fundnir og eru í vörzlu lögreglunnar, en hins þriðja er leitað, og hefur ekki fund- izt enn, þrátt fyrir mikla eftir grennslan. Rannsóknarlögreglan vill að svo komnu máli engar upplýs- ingar gefa um mál þetta, og verst allra frétta, enda er ebki búið að hafa hendutr í hári allra sökudólganna og er rann- sóknin á frumstigi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.