Tíminn - 21.10.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.10.1970, Blaðsíða 7
flIÐVIKUDAGUR Zl. október 1&70 TIMINN 7 sfcöfSug barátte við einhvers konar s,iúkdóma. Seitma varð méir lióst, að állt heíur sínar orsakir og hið undursamlega spakmæli „eins og maðurinn sáir, svo mun hann og uppskera“, spannar yfir ala daglega baráttu okk- ar og brey tni. Nótt eina leið mér svo ila, að ég, svefnlaus af áhyggium, treysti mér ekki í vinnu næsta dag, en Iá í rúminu. Þann dag urðu straumhvörf í lífi mínu. Mér barzt í hendur bók Are Warlands „Máttur og smegin“ og ég ábvað að kynna mér þær leiðir, sem þar var þent á til heiðbrigði og einnig ná mér í fleiri rit um sama efni. Ég sá þó, að lestur einn var ekki nægilegur til árangurs. Ekki mundi ég öðlast heil- brigði með þvi einu að sitja við vegarmerkin og segja að vegurinn væri réttur. Nú varð að reyna að ganga hann og sjá hvert hann bæri mig. Næstu sex mánuðj fetaði ég svo þessa fyrirsögðu slóð svo vel sem mér var unnt. Þessir mánuðii- lögðu Ifka í lófa mér meira reynslugull og gáfu mér meiri fyrirheit um heilbrigði, en ég hafði áður hiotið þau 45 ár, sem liðin voru af ævi minni. Þó ég viðurkenni að hafa slakað á kröfunutn, að liðnum þessum sex mánuðum, hef ég alltaf reynt að halda í aðal- atriðum þær lffsvenjur, sem ég þá setti mér. Méð hverju ári hefur veik- indadögum mínum fækkað og oiörg ár liðið svo, að ég hef engan fjarverudag átt frá vinnustað þeirira vegna. Ég get ekki annað en glaðzt yfir því að vita nú, hvað heil- brigði og eðlílegur svefn er, hvorugt þefckti ég áður en þessi þáttesíkii urðu í lífi mínu. Ég hef orðið þess áskynja, að margir halda, að náttúru- lækningastefnan sé eingöngu fólgin í umbótum á mataræði. Því fer víðs f-jarri. Hún er „heimspeki hins daglega lífs“. Hún leggur að vísu mikla áherzlu á áð líka-minn fái í dag legu fæði þau næringarefni, sem honum eru nauðsynleg til að öðlast þá heilbrigði, sem honum er áskapað að ná. fafc- mark hennar er sannarlega að Þung hafaldan brotnar. viS bergið. að mér til að hjara þrátt fyr- berjast gegn sjúkdótnum og sigrast á þeim. Það er, að fá fólk til að breyta lífsvenjum sínum í heilbrigðara horf. Ef til vill eigum við ekki fyrst og fremst í höggi við sjúkdóma, heldur lífsvenjurn- ar, sem orsaka sjúkdómana. Leiðin upp úr íeni vanheilsu og eymdar verður aðeins fund in með því að hlýða hinum vísdómsfullu lögmálum ti'lver- unnar. — Hætta að eitra loft- ið. sem við öndum að okkur og þann jarðveg sem er gróð- urreitur þess lifsviðurværis, ©r bezt hentar líkama okk-ar. Við þurfum að læra að lifa lífinu á eðlilegan og einfaldan hátt. Maðurinn er aðeins hlekk-ur eða hluti af hinu mikia sam- félagi alls þess sem lífsanda dregur, reyni hann að rjúfa sig út úr þeirri heild er sú beinust leið til hans eigin tor- tímingar. Mér verður stundum hugsað til þess nú, þegar blessuð sól- in reis hæst yfir heimskauts- baug og græddi kirtlasárin og útbrotin, sem þjakað höfðu mig langa vetradaga. Og enn- þá er mér i minni atvik sem kom fyrir eitt vorið, þá mun ég hafa verið mjög ung, lík- lega 3—4 ára gömul. Bornir höfðu verið á borð nýir þo-rks hausar og lifur handa heimilis fólkinu, en ég hafðj prílað upp á borðið, komizt i lifrina og víst fengið mér vænan skammt. Það varð uppi fótur og fit hjá fólkinu, allir héldu, að ég myndi veikjast, en svo varð ekki, ég varð baira ekki eins sólgin í lifur fyrst á eftir, en þörfin fyrir þau efni, sem lifr- in innihélt, hefur þarna sagt til sín, þótt skam:nturinn hefði mátt vera minni og jafnari. Ein var sú fæðuegund, sem mig mátti aldrei skorte, það voru kartöflur. Ef hörgull varð á þeim, varð ílöngunin stund- um svo sterk, að mig dreymdi full föt af kartöflum á nótt- unni. Blessunin hún móðir mín skildi þessa þörf mína og reyndi í lengstu lög að eiga eitthvað handa mér. Ég er ekki frá því, að þessi ágæta fæðutegund hafi einmitt hjálp- ir það, að þær voni þá ekki matbúnar á fullkominn hátt. Það fellst mikil speki og lífs sannindj í eftii’farandi Ijóðlín- um: „Baða þinn líkama í blæ og sól, bergvatns og hafsins lindum. Legg í göngur um laut og hól frá legi að fjallatindum. Er nótt hefur v-eitt þér blíðan blund, sem bczt kann að endurnæra, þá teygðu arma um árdagss-tund mót ársólarljósinu skæra. Neyttu þess eins, sém er hollt og hreint og horfir bér mest til gæða. Veldu það bezta, sem getuir þú greint. —ÞaS er gróandi, lifandi fæða. —“ Þannig farast henni orð. konunni sem situr andspænis mér geisilandj af lífsorku og heilbrigði, við borð á mat- stofu Náltúrulækningafé- lags Reykjaví'kur við Kirkju- stræti. Og ég veit að hún segir hér frá dýrmætrj lífsreynslu og lætur í engu ofmælt. Ég man hana fyrst sem föla og hljóðláta unga stúlku, sem. gekk hægt um gleðinnar dyr í göfugu húsi við Laufásveg. Þótt hún væri komin norð- an frá Dumbshafi stóð engin stormur af fasi hennar né fram komu. I dag guster meira um starf hennai- og stefnu, enda þótt eðlisleg hógværð muni aldrei frá henni víkja. Þá heitbrigði og orku, sem hún nú býr yfir telur hún sig hafa Motið frá næringu þeirra lífsgrasa sem vaxa við brjóst móður jarðar og draga ínaga frá rísandi sól. „Við erum ekki likamir sem hýsa sálir. Við erum sálir með fcraft og hæfileika til að byggja ofckur eigin bústaði — líkam- ann“. ÞJM, Hellugjögur í Grimsoy. FRYSTIKISTUR IGINS-djúptrystirinn gerir yöur kleif hagkvæmari matar- innkaup og sparar yður snúninga vegna matarkaupa. Tvöfaldur þéttilisti í loki — hlífðarkantar á hornum — Ijós i loki — færanlegur á hjólum — Ijósaborð með rofa fyrir djúpfrystingu. kuldastilli og 3 leiðbeiningar- Ijósum, „gult djúpfrysting" — „grænt venjuleg frysting" — „rautt ot lág frysting". — Stærðir Staðgr.verð Afborg.verð 145 Itr. kr. 16.138.— kr. 17.555.— i út + 5 mán. 190 Itr. kr. 19.938,— kr. 21.530.— i út + 5 mán. 285 Itr. kr. 24.900— kr. 26.934.— -V út -I- 6 mán. 385 Itr kr. 29.427— kr. 31800— j út + 6 mán. HAFiÐJAN vEsruRCöru ti reykjavík sími 19294

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.