Tíminn - 21.10.1970, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.10.1970, Blaðsíða 10
ÍO TIMINN MIÐVIKUDAGUR 21. október 1»70 Sebastien Japrisot: Kona, bíll, gleraugu og byssa 21 gist á Renaissance. Varstu kannski að skrökva? —Nei, ég var ekki að skrökva. — Halda þeir herberginu fyrir þig? — Nei, bað held ég ekki. — Þú heldur ekki. Hann horfði fast á hana, en hún hristi höfuðið og sneri sér undan. Hún sat grafkynr og lét reifaða höndina hvíla á stýrinu. Hún hafði ekki óþreyjufullan hrokasvið þeirra bílst.ióra, sem hugsa í sífeliu: Haltáfram édeyúr- hrifningu getvonandifarið þeg- arðertbúinn aðleigaðér. Hún var einfaldlega ringluð og ráðvillt og vissi ekki, hvað hún átti af sér að gera. Hún hafði e infaldiega gefizt upp, eins og þegar hún tók ofan gleraugun. Ef hann hefði beðið hana að koma á lögreglu- stöðina, hefði hún ekki einu sinni spurt, hvað fyrir honum vakti. Að líkindum hefði hún ekki hreyft neinum mótmælum. Hann kveikti á kastljósinu og varpaði geislanum inn í bílinn. — Lofaðu mér að sjá í hanzka- hólfið. Ilún opnaði hólfið. Þar voru einungis skilríki og bækiingar. Hún lagði hægri höndina oná bunkann til að sýna honum, að þar væri ekkert frekar að finna. — Og í töskuna. Hún opnaði tuðruna. — Er eitthvað aftur í? — Nei. Ferðataska. Hann gáði í ferðatöskuna, sem var úr svörtu leðri og hafði að geyma fatnað ýmis konar, hand- klæði og tannbursta. Hann var hálfur innum bíldyrnar og teygði sig yfir framsætið. Óbeðin hafði hún hliðrað til fyrir honum. Var þetla bláber heimska að abbast svona uppá stúlkuna? Hagaði hann sér eins og kjáni. Nardi leið ekki sem bezt. Eða var hérna eitthvað dularfullt á seyði? Var þetta eitthvert alvörumál, sem hann átti að skilja? Hann lokaði hurðinni og stundi. —Fröken Longo, mér finnst eins og eitthvað sé öðru vísi en það á að vera. —Ég er bara þreytt. Bílarnir þutu hjá fyrir aftan Nardi, og ljósglamparnir dönsuðu yfir andlit stúlkunnar, svo að það breytti í sífellu um svip. —Veiztu, hvað við skulum gera? Þú lofar mér að gista í Chalon. Ég hringi á Renaissance og panta herbergi fyri-r þig. Þannig gæti hann gengið úr skugga um, að hún hefði verið þar síðastliðna nótt. Hvað annað átti hann að gera? Hún kinkaði kolii til samþykK- is. Hann sagði henni að aka var- lega, þessa helgi væri umferðin óvenju mikil. Hann vék frá bíln- um nokkur skref og drap vísi- fingri við hjálminum. Láttu liana ekki sleppa, hugsaði hann, áður en þú veizt af, hefurðu gert ein- hverja skyssu, sem aldrei verður bætt. Hún kvaddi ekki. Hann stóð gleiðfættur á brautinni og bægði frá bílnum, nieðan hún ók af stað. Síðan rölti hann að bifhjól- inu og hafði þá ekki augun af Thunderbirdinum, sem fjarlægð- ist útí nótina. I-Iann var jú ekki skyfdugur að gæta systur sinnar. Hann hafði gert allt, sem honum bar. Ef hún var einráð að fá mynd af sér í blöðin, biði hennar vafa- laust annar lögregluþjónn við braut 6 eða 7, og hann væri ákveð inn og léti hana ekki sleppa. Eft ir fimmtán ára kynni hafði Nari enga tröllatrú á vinnufélögum sínum, en þó var helguð sannfær ing hans, að alltaf mætti reiða sig á staðfestu annarra lögreglu- þ.ióna. Hún var i draumi, glaðvakandi í draumi. Þetta var hvorki góður draumur né illur draumur, held- ur ósköp venjulegur draumur. draumur, sem gleymdist í svefn- rofum. En núna nrundi hún ekki Vakna í herberginu heima. Hún var vakandi. Hún var í draumi annars nranns. Getur það verið? Hún stígur áfram eitt skref, líkt og hún hef ur áður stigið áfram eitt skref, og án þess Sð henni sé það Ijóst er hún kornin út yfir takmörk raunveruleikans. Hún hefur ekki skipt um ham. Hún er á lífi og glaðvakandi í náttveröld stúlk- unnar til dæmis, se.m sefur j næsta rúmi á hælinu. Og henni þykir einsýnt, að hún muni aldrei hverfa úr þessum heimi. hún sé fangin í veröld, sem hefur líki raunveruleikans og samhengi fjar stæðunnar, veröld, sem vekur ugg og skelfingu, veröld, sem getur fjarað út í hugskoti dreymand- ans og sogið hana með sér. Get- ur það verið? í draumi verða athafnir manna ekki réttlættar, og hún vissi ekki lengur, hvers vegna hún var á ferli í þessari nótt. Hún gekk inni herbergi, þar sem — kling — hafnarmynd úr sjávarplássi, og þarna er Umsjónarmamma. Ég ætlaði að segja henni, að ég hefði svikið Anitu, en ég get ekki út- skýrt það. Það er klúrt, og mig vantar orð, og ég ræðst á Um- sjónarmömmu og lúskra á henni, en þá hafði hún breytzt í gamla konu, sem tönnlaðist á hvítri kápu. Hún skildi einna bezt, að hún átti að komast á hótel, þar sem hún hafði gist síðastliðtta nótt, áður en stúlkan í möttök- unni gæti tilkynnt einhverjum iögregluþjóni, að hún hefði aldrei gist þar. Eða var það öfugt. Mað ur er jú galin, þegar aðrir ljta út fyrir að vera það. Jæja, það var þá svona. Hún var galin. Hjá Arnay-le-Duc varð fyrir henni lest af flutningabílum, sv-» drógust fetið, og hún neyddist að aka á eftir þeim stundarkorn. En loks er hún komst fram úr lest- inni, var eins og létti af henni þungu fargi. Það var ekki sökum þess, að hún sá aftur blakka braut ina og tómt myrkur fyrir 'framan sig, heldur varð henni til létta, þó að seint væri, að hún hefði ekki verið handtekin, ákæi'ð um bílþjófnað. Lögreglan var ekki á höttunum eftir Thunderbird, og hún var frjáls. Hún hafði sloppið. Henni fannst hún hafa einmitt nú gripið um stýrið og kvatt lög- regluþjón á bifhjóli. Hún hafði ekið tuttugu kílómetra, vingluð Glæný línuýsa Fiskbúðin, Starmýri 2 ©AUGLÝSINCAS70FAM TraUMl Yokohama snjóhjólbaröar Með eða án nagla Fljót og góð þjónusta HJÓLBARÐAVIÐGERÐIN GARÐAHREPPI er miðvikudagur 21. okt. — Kolnismeyjamessa Tungl í hásuðri kl. 6.51 Árdegisháflæði í Rvík kl. 10.49 HEILSUGÆZLA Slysavarðstofan i Borgarspítalan- um er opin allan sólarhringinn. Aðeins móttaka slasaðra. Simi 81212. Kópavogs Apótek ðg Keflavíkui Apótck eru opin virka daga kl 9—19, laugardaga kl 9—14 helgidaga kl 13—15. Slökkviiiðið og sjúkrabifreiðir fyr ir Reykjavík og Kópavog. simi UlðO. Sjúkrabifreið í Hafnarfirði. sími 51336. Almemiar upplýsingar um lækna þjónustu í borginni eru gefnar símsvara Læknafélgs Reykjavík tn\ sími 18888 Fæðingarkfeimilið i Kópavogi Hlíðarvegi 40 simi 42644. Tannlæknavakt er i Heilsuverndar stöðinni, þar sem Slysavarðs: an var, og ei opin laugardrga og sunnudaga kl 5—6 e h Sími 22411. Apótek Hafnarfjarðar er opið alla virba daga frá k.\ 9—7, á laug- ardögum kl. 9—2 og á sunnu- dögum og öðrum helgidögum er opið frá kl 2—-4. Kvöld- og helgarvörzlu apóteka í Reykjavík vikuna 17. — 23. okt. annast Ingólfs-Apótek og Laugar- nes-Apótek. Næturvörzlu í Keflavík 21. okt. annast Kjartan Ólafssoní SIGLINGAR Skipadeild SÍS. Arnarfell fer í dag frá Rotterdaf til HuL’ og Reykjavíkur. Jökul- fell lestar á Norðurlanc höfnum. Dísarfell er á ísafirði, fer þaðan til Faxaflóahafna. Litlafell er á Akureýri. Helgafell fer í dag frá Bi’önduósi til Reykjavíkur. Stapa- fell fer í dag frá Hafnarfirði til Vestfjarðahafna. Mælifell fór í gær frá Hollandi til Glomjord. Keppo er í Grimsby. Skipaútgerð ríkisins: Ilekla er á Austfjarðahöfnum á norðurleið. Herjólfur fer frá Rvík kl. 21:00 í kvöld til Vestmanna- eyja og Lornafjarðar Herðubreið fór frá Reykjavík k\ 21:00 í gær- kvöld vestur um land í hringferð. FÉLAGSLÍF Kvenfélag Háteigssóknar heldur bazar mánudaginn 2. nóv. í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Þeir sem ætla að gefa muni i bazarinn vinsamlegast komi þeim til: ' u. Barmahlíð 36 sími 16070: Vilhem- ínu, Stigahlíð 4, sími 34114: Pál . Nóatúni 26, sími 16952; Kristínar. Flókagötu 27, sími 23626: Sigurð- ar, Stigahlíð 49, simi 82959. Grcn^'ís-''P‘--<-’''-all. Viðta.'stimi prests er alla daga nema laugar- daga. kl. 6—7, í safnaðarheimilinu í Miðbæ. Sími 32950. Jónas Gísla- son. Skagfirðinga- og Húnvetninga- féögin í Re.vkjavík halda sameiginlegan vetrjrfagnað á Hótel Eorg, laugardginn 24. okt. (fyi'sta vetrardagl, kl. 21. — Til skemmtunar verður: 1. Karl Ein- arsson. 2. Þrjú á pa.'li. 3. Hljóm- sveit - Forsala aðgöngumiða verð ur í félagsheimili Húnvetninga Laufásvegi 25. Þingho’.tsstrætis- megin. fimmtudaginn 22. okt. kl. 20—22. — Stjórnirnar. Klukkan 10.30 árdégis í dag, mið- vikudag, verður Páll Þorlákssci, innheimtumaður, Ilátúni 39, Reykjavík. jarðsunginn frá I.aug arneskirkju Hann lézt 8. okt. ’ . 73 ára að aldri. Árnesingafélagið í Reykjavík heldur spilakvöid í Atthagasal Hót- el Sögu nk. laug -’g (fyrsta vetr- ardag) kl. 21. H,'jómsveit Hauks Mortens leikur. ORÐSENDING____________________ Kvenfélag Háteigssóknar heldur bazar 2. nóv Fé.'agskonur og aðrir velunnarar félagsins e. vilja styrkja bazarinn eru vinsam- legast beðnar að láta vita i síma 82959 eða 34114 Minningarspjöld Kvenfélags Laugarnessóknar fást ) Bókaverzl uninni Hrtsateigj 19. simi 37560 02 hjá Sigríði Hofteigi 19. sími 3- 544 4.stU. Goðhetmum 2? sími 32060 os hjá Guðmundu Grænuhlíð 3 simi 32573 Minningarspjöld Vi"M rc’"* Mariu Jónsdótui flugfr fást á eftirtöldu.., stöðum Varzl Okulus Austurst.ræti t R'-rk Vprzl. Lýsina H'-''rf-í"ntu 64 Rvik Snvrtistofunni Valhöll. Laueav '>6 og hjá Maríu 'fsdóttur Dverga --'nim Ravít-'-fir5i Minningarsnjnld minnmgarsjóðs Dr Victors Urbancic fás’ Bóka verz.'uc tsafoldar Austurstræit aðalskrifstofu Landsbankans Bóka "erzlur Snæbtarnar Minningarspjöld Barnaspitala sjóðs Hringsins fást a eftirtöldum stöðum Vesturhæiar-Apóteki Mei haga 22 Blóminu Evmundssonar kiallara Austtirstræti Skartgrtpa- verzlun Jóhannesar Norðfjörð Laugavegt 5 Hverfisgötu 49 Þor steinsbúð Snorrabraut 61 Háa.’eitis Apótekt Háaleitisbraut 68 Garðs Apoteki scigt/veg! 108 Minnjnga búðinni Laugavegl 56. Mlnningarspjöld Kvenfélagsins Hvítabandið fást hjá: Arndísi Þorvaldsdóttur, Vesturgötu 10 (umb. Happdr. Háskólams) Helgu Þorgilsdtttur, Víðimel 37, Jórunm Guðnadóttur NTökkvavogi 27, Þuríði Þorvaldsdóttur, Öldu- götu 55, Skartgnpaverzlun Jóns Sigmundssonar Laugavegl 8. Minningarspjöld Dóinkirkjunnar eru afgreidd hjá: Bókaverdun Æskunnar Kirkjuhvoli. Verzl. Emmu Skólavörðustíg 5. Verzl. Reynimelur Bræðarborgarstig 22, Þóru Magnúsdóttur Sólvallagötu 36. og hiá prestkonum Dómkirkj unnar Minningarkort Styrktarsjóðs Vistnranna Hratnistu D.A.S. ern seld á eftirtöldum stöðum i Reykja vík. Kópavogi og Hafnarfirði: Happdrætti D.A.S.. Aðatumboð Vesturven simi 17757. GENGISSKRÁNING Nr. 121 — 19. 1 október 1970 1 Bandar. dollar 87,90 88,10 1 Sterlingspund 209,75 210,25 1 Kanadadolter 85,85 86,05 100 Danskar kr. 1.171,80 1.174,46 ÍOO Norskar kr. 1.230,60 1.233,40 100 Sænskar kr. 1.694,64 1.698,50 100 Finrsk mörk 2.109,42 2.114,20 100 Franskir fr. 1.592,90 1.596,50 100 Belgiskir fr. 177,10 177,50 100 Svissn. fr. 2.031,30 v.035,96 100 Gyllini 2.442,10 2.447,60 100 V-þýzk mörV 2.421,5P 2.427,00 100 Lírur 14,12 14,16 100 An 'urr. sch. 340,57 341,35 100 Bscudos 308,70 , 307,40 100 Pesetar 126. 126,55 100 Reikningskrónur — Vörosikiptalön 99,86 "1,14 1 Rcikningsdollar — Vöruskiptalönd 87,90 38,10 1 ’eiknine=nimd - Vöniskiptalönd 210,95 211,45

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.