Tíminn - 21.10.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.10.1970, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 21. október 1970 TÍMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN PraTtikvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: SteingTímur Gíslason. Ritstjórnar- skriistofur í Edduhúsinu, símar 18300—18306. Skrifstofur Bankastræti 7 — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuði, innanJands — í lausasölu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf. Otrúlegur aumingjaskapur Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins, sem fer með forsjá niðurlagningarverksmiðjunnar á Siglufirði, samþykkti fyrir alllöngu að beita sér fyrir kaupum á 10 þúsund tunnum af saltsíld til vinnslu í niðurlagningarverksmiðj- unni. Skilyrði þess að unnt væri að framfylgja þeirri samþykkt og tryggja niðurlagningarverksmiðjunni nægj- anlegt hráefni var útvegun 10 milljón króna láns til hrá- efniskaupanna. Samþykkti verksmiðjustjórnin að óska eftir fyrirgreiðslu iðnaðarráðuneytisins til hráefniskaup- anna og var Jóhanni Hafstein, forsætis- og iðnaðarmála- ráðherra fyrir löngu send beiðni um slíka fyrirgrei'ðslu. Þá sneri verksmiðjustjórnin sér til síldarútvegsnefndar og óskaði eftir því að útflutningur saltsíldar yrði ekki leyfður fyrr en síldariðnaðinum í landinu hefði verið tryggt nængjanlegt hráefni til vinnslu á árinu 1971. Síld- arútvegsnefnd hefur gefið loforð um forgang niður- lagningarverksmiðjunnar við kaup á kryddsíld, ef hún vildi ráðast í kaupin. Síðan hefur sáralítið gerzt. Hráefniskaup hafa enn ver- ið lítil og gerð á snöpum við erfiðar fjárhagsaðstæður. Forsætisráðherranum virðist vera það um megn að út- vega 10 milljónir króna út úr bankakerfinu til að tryggja atvinnu ekki færri en 100 manna við ríkisrekið fyrirtæki í kaupstað, þar sem atvinnuástand hefur verið hvað bág- ast undanfarin ár. Enn hefur ekki tekizt að kaupa handa verksmiðjunni nema sáralítið magn og með geysilegri tregðu. Það virðist sem sagt vera stórkostlegt vandamál hjá ríkisstjórninni að veita þessa fyrirgreiðslu, sem er í rauninni lítilfjörleg og sjálfsögð, þegar mikilvægi mál- efnisins er haft í huga. Bendir nú flest til þess, að ríkis- stjórnin muni heykjast á því að veita þessa fyrirgreiðslu og lýsir fátt betur eymdinni og ráðleysinu hjá þessari ríkisstjórn, þegar það getur orðið að stórmáli og ill- eða óleysanlegu vandamáli, að útvega út úr bankakerfinu bráðabirgðalán upp á 10 milljónir króna til að tryggja 100 mönnum atvinnu allt árið og bjarga hagsmunum heils byggðarlags. Svona frammistaða forsætis- og iðnaðarmálaráðherra hefði einhvern tíma verið kölluð ótrúlegur aumingja- skapur og ekki nema von, að menn hafi ekki tröllatrú á því að slíkir menn séu í skörungahópi og til stórræða fallnir eða heppilegustu mennirnir til að ráða fram úr vandamálum þjóðarinnar í framtíðinni. Hugarfarsbreyting? Af gefnu tilefni ályktana flokksþings Alþýðuflokksins um nauðsyn samstöðu vinstri aflanna til að tryggja fram- gang „sannrar jafnaðarmennsku“ í stjórn landsins, skal það rifjað upp, að Alþýðuflokkurinn hefur af frjálsum og fúsum vilja verið í stjórn með íhaldsflokki landsins meira en áratug og án þess að nokkur nauðung ræki hann til, heldur hefur á öllu þessu tímabili verið opin leið fyrir hann að rjúfa samstarfið við hægri flokkinn og ganga til stjórnarsamstarfs við vinstri flokkana í meirihluta- stjórn. Þetta hefur Alþýðuflokkunnn alls ekki viljað all- an þennan tíma og hann neitaði í haust að rjúfa íhalds- stiornma og efna til kosninga og situr því enn í hægri stjorn, sem oeitir íhaldsúrræðum í atvinnu- og efnahags- málum. Það er af þeim ástæðum. sem menn taka álykt- anir Alþýðuflokksins um þessi efni með nokkrum vara og vilja fá einhverjar sönnur þess að hugur fylgi máli og raunveruleg hugarfarsbreyting hafi átt sér stað meðal forystumanna Alþýðuflokksins. — TK ERLENT YFIRLIT Aukin stjórnmálaleg samvinna Frakklands og Sovétríkjanna Afstaða Frakka þó óbreytt til Nato og vestræns samstarfs Pompidou forseti SÚ SAMLÍKING heyrist nú oft í Frakklandi, að Pompidou forseti fylgi í fótspor de Gaulles, líkt og Páll postuli í slóð Krists. Með þessu er átt við það, að Pompidou reyni að framfylgja stefnu de Gaull- es mjög samvizkusaenlega, þótt hann taki hins vegar raunhæft tillit til breyttra aðstaeðna. Ekki sízt er talið, að Pompidou hafi unnið í anda de Gaulles í Rússlandsferð sinni, sem var farin í fyrrihluta þessa mán- aðar. Margt bendir til þess, að stjórn Pompidou standi traust- um fóturn um þessar tnuadir. Þegar þingið kom saman á fimcntudaginn, lá á borðinu hjá þingmönnum stór og mikil bók, þar sem voru rifjuð upp á annarri síðunni, þau loforð, sem ríkisstjómin hafði gefið, er hún kom til valda fyrir 13 mánuðum, utn að koma á nýju þjóðfélagi í Frakklandi, en á hinni síðunni var yfirlit um það, sem hafði áunnizt til að efna þau. Stjórnin hafði skipt fyrirheiti sínu um hið nýja þjóðfélag í ekki færri en 55 ‘a'triði, og eitthvað hafði áunn- izt í sambandi við öll þeirra. Þó sagði Chaban Delmas, for- sætisráðherra, að hér væri að- eins um upphafið að ræða. Markvisst yrði unnið að því að byggja upp hið nýja þjóðfélag — hið nýja Frakkland, sem ætti að vera fyrir alla Frakka, en ekki neina sérstaka eða sér- stakar forrétt'ndastéttir. Meðal hinna 55 atriða, sem eiga sam- eiginlega að vera grundvöllur hins nýja þjóðfélags, er aukið frjálsræði fjölmiðla, styttri her skyldutími, aukin samvinna atvinnurekenda og verkafólks, stuðningur við smáatvinnurek- endur, endurhæfing fól'ks, sem verður að breyta um atvinnu, aukin sjálfstjórn héraða og skerðing miðstöðvarvaldsins í París, miklar endurbætur í vegamálum og í simamálum, stofnun sérstaks iðnþróunar- ráðuneytis, lágmarkslaun og efling trygginga, og síðast en ekki síst ný landbúnaðarlög- gjöf. Hér er að sjálfsögðu að- eins fátt talið, því að alls eru atriðin 55, eins og áður segir. Undirtektirnar, sem forsætis ráðherrann hlaut, voru óvenju- góðar. Skoðanakannanir svna einnig, að stjórnin nýtur öi- uggs stuðnings meðal almenn ings. Það dregur svo ekki úr vinsældum stjórnarinnar, að vínuppskeran hefur aldrei ver- ið betri í Frakklandi, en sagan segir ,að ríkisstjórnir séu allnf vinsælar, oegar vínuppskeran gengur vel! EN ÞÓTT stjórnin telji stg hafa af ýmsu að státa i ínnan- landsmálum hefur Rússlanda- för Pompidous forseta þó wnni lega sett einna mestan ljóma á stjórnina. þegar þingið kom saman á fimmtudaginn. Pompi- dou kom heim úr förinni dag- inn áður og var allra rómur, að hann hefði aukið mjög veg Frakklands með þessu férða- lagi. Honum hafði verið tekið með kostum og kynjum í ferða- laginu og hann hvarvetna kom- ið fram með mikilli háttvisi og virðuleik. Hann hafði rætt oft og lengi við forráðamenn Sovétrikjanna, og í lok við- ræðnanna birt yfirlýsingu, ásamt þeim, sem þótti stað- festa, að Frakkland væri enn í röð hinna áhrifamestu rikja. í þessari yfirlýsingu sagði, að stjórnir Frakklands og Sovét- ríkjanna hefðu ákveðið að bera jafnan ráð sín saman, ef óvæn- lega horfði í alþjóðamálutn, og til frekari áréttingar á því, var ákveðið, að utanríkisráðherrar ríkjanna skyldu hittast tvisvar á ári til viðræðna um alþjóða mál. Bæði rússnesk Oo frönsk blöð hafa talið þetta athyglis- verðan stjórnmálaatburð, sem næstum jafngilti undirritun griðasáttmála milli Vestur- Þýzkalands og Sovétríkjanna. í þessu fælist sú viðurkenning, að Frakklano hafi enn veru- lega að segja um gang alþjóða mála, og þó ekki sízt varðandi málefni Evrópu. VEL mætti halda, að þessi yfirlýsin^ mæltist misjafnlega fyrir í Vestur-Þýzkalandi og Bandarikjunum, en svo hefur ekki orðið. Ástæðan er sú. að Pompidou lét það jafnan koma glöggt í ljós, að hún fæli ekki í sér neina breytingu á utanríkisstefnu Frakklands. — Hún byggðist áfram á þátttöku Frakka í Atlantshafsbandalag- inu og nánu samstarfi við vest rænar þjóðir, einkucn þó Vest- ur-Þýzkaland, Pompidou lét það t.d. mjög greinilega koma fram, að Frakkar styddu mn- dregið vestur-þýzku stjórnina í viðleitni hennar til að bæta sambúðina við Austur-Evrópu. Hann lagði mikla áherzlu á að Berlínarmálið fengist leyst á þann hátt, sem stjórn Vestur- Þýzkalands gæti sætt sig við. Viðhorf sitt orðaði hann þannig á blaðamannafundi við heim- komuna, að Frakkland væri bandamaður vestrænu ríkj- anna, hefði samvinnu við Aust- ur-Evrópu-ríkin, en vildi ekki vera háð neinum. í yfirlýsingu þeirri, sem birt var í lok viðræðna Pompidous við ráðamenn Sovétríkjanna, var lýst stuðningi við ráðstefnu Evrópuríkja um öryggismál, enda yrði hún vel undirbúin. Hvatt var til lausnar á deiluuni milli ísraels og Arabaríkjanna á grundvelli ályktunar Öryggis- ráðs S.Þ. frá 22. nóv. 1967. Þá var lögð áhersla á, að styrjðld- inni í Indo-Kína yrði hætt og þ.ióðirnar þar fengu s.jálfar að ráða máluni sínum, án íhlutun- ar annarra Bersýnilegt er, að Pompidou hefur gætt þess, að Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.