Tíminn - 31.10.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.10.1970, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 31. október 1970 TIMINN 3 ATHUGASEMD LÆKNIS OG VIÐ- TAL VIÐ MÓÐUR STÚLKUNNAR OÓ—Reykjavík, föstudag. Tíminn skýrði frá því í gær að 10 ára gömul stúlka, Agústa Á Pétursdóttir. hafi látizt á fimmtudagsmorgum, s.l. af völd um meiðsla er hún hlaut, er hún rakst á eitt skólasystkina sinnar í frímínútum í Vogaskóla s.l. föstudag. Var sagt að hún hafi verið rannsökuð á slysa- deild Borgarspítalans og síðan send heim, og a@ stúlkan hafi verið flutt á Borgarspítalaun næsta morgun HE hafi þá verið meðvitundarlaus. Þetta er ekki alls kosta rétt. Rögnvaldur Þorleifsson, læknir á slysadeild Borgarspítalans, bað Tírnann áð leiðrétta þá frásögn, að stúlkan hafi verið meðvitundarlaus er komið var með hana á' laugardagsmorg- un á slysadeildina. Var hún þá með meðvitund og sagði Rögn- valdur, að meiðsli hennar hafi verið rannsökuð nánar. Að rann sókm lokinni var Agústa flutt á Landakotsspítala og var hún enn með meðvitund, er fariö var með hana þangað. Þá sagði Rögnvaldur, að stúlkan hafi ekki verið send heim að rannsókn lokinni á föstudag. Heldur hafi hún farið út án þess að gefa sig fram í móttöku slysadeildarinnar, en þar var skilið eftir símanúmer heima hjá stúlkunni, og átti að hringja í móður hentiar að rannsókn lokinni, og ætlaði hún að sækja stúlkuna. Lilja Þorbérgsdóttir, móðir Agústu, sagði Tímanum, að ! ún hafi fyrst vitað um meiðsli dóttur sinnar, er hjúkmnarkona Vogaskóla hringdi i hana og sagði, að Ágústa hafi meitt sig í skólanum og ætlaði hún að fara með barninu á slysadeild- ina. Nokkru síðar hringdi hjúkr unarkonan aftur til Lilju og sagði henni, að hún hefði skilið telpuna eftir, en látið starfs- fólk slysadeildarinnar hafa síma númerið heima hjá Ágústu og yrði hringt, þegar búið væri að rannsaka telpuna og ætluðum við þá að ná í hana, sagði Lilja. ,,En sú hringing kom aldrei. Við vissum ekki fyrr en Agústa birtist i dyrunum. Sagðist hún hafa komið með strætisvagni, en tekið leið nr. 8 í stað leið nr. 9. Fór hún því miklu le. i leið en þurfti, eða niður í bæ áður en vagninm kom hingað. Agústa sofnaði nokkru eftir að hún kom heim og svaf fram yfir kvöldmatartíma. Um kl. 9 um kvöldið vaknaði hún og var þá óskaplega illt. Ég hringdi þá á slysavarðstofuna, því að ég var hrædd við, hvað barnið hafði miklar höfuðkvalir. Ég talaði við sama læknirnn og skoð að hafði Ágústu um daginn. Hann sagði mér að gefa barn- inu magnyl og sjá til. Sagðist hann hafa samband við okkur síðar. Sofnaði Agústa, eftir að hún tók inn magnylið Um morguninn kl. 9 \. r Agústa aftur svona slæm. Ég hringdi þá aftur í slysavarð- stofuna og talaði þá við ani.an lækni en þann, sem ég talaði við kvöldið áður. Hainn sagði. að ekkert þýddi a@ vera að þessum símalækningum og sagði mér að koma strax með barnið. Ég pantaði bil og var komin með Ágústu á slysavarð- stofuna kl. 10. Var þá fyrst tekin mynd af höfði bErnsins. Var Ágústa orðin mjög slöpp og átti bágt með að tala. Það þreytti hana mikið. Klukkan hálf tólf var hún flutt á Landa- kotsspítala. Var Agústa þá enn með méðvitund en mjög af henni dregið“. 17. sambands- ráðsfundur UMFÍ Sigurjón Jóhannsson PB—Reykjavík, föstudag. Á morgun, laugardag, opnar Sig urjón Jóharmsson, blaðamaður ljósmyndasýningu að Hverfisgötu 44 (bakhús). Sýningin verður opn uð kl. 16 á morgun og opin til kl. 22, á sunnudaginn verður hún opin frá kl. 14 til 22. í næstu viku verður hún síðan opin frá kl. 17 til 23 daglega, en henni lýkur sunnudaginn 8. nóv. Á sýningunni eru milli 40 og 50 17. Sambandsráðsfundur Ung- mennafélags fslands var hald- inn í félagsheimilinu, Stapa s.l. sunnudag. Á Sambandsráðsfundi eiga sæti formenn allra Héraðs- sambanda og félaga sem hafa beina aðild að UMFÍ, og er hann haldinn annað hvort ár. Mættir voru fulltrúar frá 18 sambands- aðilum auk gesta en meðal þeirra var Þorsteinn Einarsson. íþrf. rík isin, fundinn sátu alls um 40 manns. Að þessu sinni var fundurinn með nokkuð breyttu fyrirkomu- lagi frá fyrri fundum, bæði hvað dagskrá snerti, meðferð mála, og myndir, sem Sigurjón hefur tekið á árunum frá 1957 til 1970. Um helmingur myndanna er úr starfi fréttamanns hjá dagblaði, en Sig- urjón hefur verið blaðamaður um margra ára skeið, og gert mjög mikið að því að taka myndir. Hinn helmingur myndanna er landslags- myndir. Allar myndirnar eru til sölu, og er verð þeirra frá 1500 til 8000 krónur. Þær eru í stærð- unum30 x40 — 50x60, stóð auk þess aðeins einn dag að þessu sinni, } stað tveggja áður. Hafsteinn Þorvaldsson. formað- ur Ungmennafélags ísTands setti fundinn og flutti skýrslu stjórnar. í skýrslunni kom fram að mörg mál eru á döfinni hjá UMFÍ og gert hefur verið stórátak á ár- inu til þess að hrinda mörgum þeinra í framkvæmd, þannig hafa samtökin nú leigt sér vistlegt skrifstofuhúsnæði að Klapparstíg 16 og ráðið til sín framkvæmda- stjóra og skrifstofustúlku. Erindrekstur hefur verið meiri á þessu ári en oftast áður og mikið samband haft við aðildarfé- lögin og þeim veitt margskonar fyrirgreiðsla af hálfu skrifstof- unnnar, þá hafa tvö ný héraðs- sambönd hafið starfsemi sína á þessu ári, og eitt nýtt ungmenna- félag verið stofnað. Á þessu síðasta starfsári hófst nýr og merkur þáttur í starfsemi UMFÍ en það er rekstur Félags- málaskóla UMFÍ, hóf hann starf- semi sína á síðastliðnum vetri og heppnuðust fyrstu námskeið hans prýðiiega vel. aðalkennari skólans er Sigurfinnur Sigurðs- son, Selfossi. Skinfaxi, félagsri.t UMFÍ hefur nú komið út í rúm 60 ár, er blað- ið gefið út 6 sinnum á ári, 32 síður hvert blað, kaupendum fjölgar stöðugt, og vai samþykkt að gera enn stórátak í þá átt að útbreiða blaðið. Ritstjóri Skin- faxa er Eysteinn Þorvaidsson. Þá kom þáð' einníg fram í skýrslu formannsins að merkur áfangi níðist í framkvæmdum UMFÍ í Þrastaskógi, er íokið var við að l'eggja grasþökur á íþrótta- völlinn þar nú í haust, var það starf að miklu leyti unnið í sjálf- boðavinnu og kostuðu því fram- kvæmdirnar ótrúlega lítið fé. Þá skýrði formaður frá hinum nýja samningi við Getraunir, sem hefur verulega fjárhagslega þýð- ingu fyrir UMFÍ, og færði þakk- ir öllum þeim aðilum sem áttu hlut að máli. Að lokum sagði formaðurinn að eitt af framtíðarverkefnum UMFÍ hlyti að verða stóraukið landnám, Ungmennafélagshreyf- ingarinnar í þéttbýlinu Þá las Gunnar Sveinsson gjald- keri UMFÍ upp reikning og skýrði þá, en UMFÍ er mjög bröngur stakkur skorinn fjárhagslega. Urðu miklar umræður síðar á fundinum um fjármál hreyfing- arinnar. Þessu næst voru fluttar fram- söguræður um hin ýmsu mál sem Fratnhald á bls. 14 Aðalbjörg Guðmundsdóttir formaður Bjarkar - félags Framsóknarkvenna í Keflavík Sýnir Ijósmyndir að Hverfisgötu 44 ISL. RITHOFUNDAR SENDA SOLZHENITSYN KVEÐJO Á fundi sinum þann 15. októ- ber s.l. samþykkti Rithöfundafélag íslands að senda Alexander Solz- henitsyn svofellda kveðju: „Rit- höfundafélag íslands sendir yður kveðjur og hamingjuóskir í til- efni Nóbelsverðlaunanna og lýsir ánægju sinni yfir því, að bók- menntaafiNik yðar hafa hlotið verðskuldaða viðurkenningu. Við vottum yðar þakklæti og virðingu fyrir baráttu yðar í þágu frjálsr- ar listar og vonum eindregið, að þér getið átt þess kost að veita verðlaununum viðtöku í Stokk- hólma.“ (Frá Rithöfundafélagi íslands). Aðalfundur „Bjarkar", félags framsóknarkvenna í Keflavík, var haldinn föstudaginn 9. október s.l. Á fundinum fóru fram venju- leg aðalfundarstörf, kosið var í stjórn félagsins, i nefndir, kosnir fulltrúar á kjördæmisþing og í fulltrúaráð framsóknarfélaganna í Keflavík. Frú Auðbjörg Guðmundsdóttir var kjörinn formaður félagsins í stað frú Þuríðar Vilhelmsdóttur er baðst undan endurkosningu. Aðrar í stjórn eru: Guðbjörg Þor- valdsdóttir, Oddný B. Mattadótt- ir, Jóhanna Jónsdóttir og Margrét Haraldsdóttir, er kom í stað Jónu Hjaltadóttur, sem baðst undan endurkjöri. í varastjórn eiga sæti: Sveinsina Frímannsdóttir og Matt- hildur Magnúsdóttir. Félagið hóf vetrarstarfsemi sína i Aðalveri 18. október tneð þriggja kvölda keppni í Framsóknarvist, sem var mjög fjölsótt. Áformuð eru hannyrðakvöld á vegum félagsins í húsakynrum Vörubílastöðvar Keflavíkur og leiðbeinandi verður frú Soffía Þor kelsdóttir. Margt fleira hafa framsóknar- konur í Keflavík á prjónunum, sem ekki er tímabært að segja frá að svo stöddu. AVIDA Bi 10% aukning þjóðartekna í ræðu, sem Gylfj Þ. Gísla- son, viðskiptamálaráðherra, flutti á aðalfundi Verzlunar- ráðs íslands í gær, kom meðal Iannars fram, að þjóðartekjur íslendinga hafa aukizt um 10% á þessu ári. Hækkun þjóðar- teknanna hafa orðið mun meiri en aukning þjóðarframleiðsl- unnar vegna þess að verðlag út flutningsafurða héfur hækkað mjög verulega. Verðhækkun á hraðfrystum fiski á erlendum mörkuðum hófst í fyrra og hélt áfram að aukast á fyrri hluta ársins 1970. Verð hefur einnig hækkað á öðrum fiskafurðum. Meðalverðhækkun á fiskafurð- um milli áranna 1969 og 1970 er talin nema um 16%, en ef borinn er saman útflutningur sjávarafurða fyrri hluta ársins 1969 og fyrri hluta ársins 1970 kemur í ljós, að hann jókst um 16% að magni en hvorki meira né minna en 40% að verðmætt. 1 % af aukningu þjóðarframleiðslunn- ar vegna áls og kísilgúrs Um hlutdeild áls og kísilgúrs í aukningu þjóðarframleiðsl- unnar sagði Gylfi m.a.: „Hagstæðustu ár undanfar- ins áratugs hafa verið 1966 og árið 1970. En það er athyglis- vert. að hlutdeild iðnaðar í þjóðarframleiðslunni hefur vax- ið, en hlutdeild fiskveiða og H fiskvinnslu minnkað. Um það 0 bil 1% af aukningu þjóðarfram- ji leiffslunnar milli áranna 1969— 1970 á rót sína að rekja til hinn- j ar nýju framleiðslu áls og kísil y gúrs. Þá skiptir það og máli í j bessu sambandi, að landbúnaðar ■ framleiffslan hefur átt í sérstök um erfiðleikum vegna óhag- ■3 stæðs veðurfars og Heklugoss- ins fyrr á þessu ári. Sjávarvöru i framleiðslan mun líkle' i vaxa i um 9% milli áranna 1969 og 1970 En hún er engu að síður talsvert lægri en hún var 1965 og 1966. Hins vegar hefur auk- in áherzla á þorskveiðar stuðl- að að betri nýtingu á afkasta- getu frystihúsanna." 6% hækkun verðlags í næsta mánuði Um hækkun verðlagsins sagði Gylfi: .,En verðlag hefur hækkað nokkuð síðan kaupgjald var á- kveðið síðast eða 1. sept. sl. Vandinn er fólginn í því að snúa dýrtíðarhjólinu til baka sem því nemur, er það hefur Isnúizt áfram síðan 1. ágúst. en við verðlagið þá var kaup- greiðsluvísitalan 1. sept. miðuð. Það verður auðvitað ekki gert nema gripið sé til sérstakra ráð- stafana, og þær ráðstafanir kosta fé. En með hliðsjón af því, að aliar stéttir og allir at- vinnuvegir ásamt ríkissjóði hafa. þegar öll kurl koma til grafar, hag af því, að verðVdg- an sé stöðvuð, ætti að geta fund izt skynsamleg lausn á þessu máli. Ef ekkert er að gert, mundi verðlag í nóvember lík- Fracnhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.