Tíminn - 30.12.1970, Qupperneq 2
2
TIMINN
MIÐVIKUDAGUR 30. desember 1970
Stúlkan heldur á Olympiu-penlngum, sem seldir eru um þessar mundir, vegna Olympiuleikanna, sem haldnir
verða í Munchen í Þýzkalandi í ágúst og september 1972 .Undirbúningur að þessum Olympiuleikum er að sjálf-
sögðu löngu hafinn, enda má reikna með að margt verði um manninn, og mikið um að vera. Gefnar verða út
4,4 mntjónir aðgöngumiða. Má reikna með að um 1,2 milijónir miðanna verði seldar utan Þýzkalands.
HUNDAR ERU MIKÍÐ NOTAÐIR
í NÁGRANNALÖNDUNUM
VIÐ LEIT AÐ FÍKNIEFNUM
BB—Reykjavík, þriðjudag.
„ Þremenningarnir, þeir Kristinn
Ólafsson fulltrúi iögreglustjóra,
Kristján Pétursson deildarstjóri í
toUgæzlunni á Keflavíkurflug-
velli og Sigurður Sigurðsson varð
stjóri í tollgæzlunni í Reykjavík,
eru nú komnir til landsins, eftir
3 vikna ferðalag til London, Kaup
mannahafnar, Málmeyjar og Osló,
er þeir fóru á vegum dómsmála-
ráðuneytisins til þess að kynna
sér starfsemi löggæzlu og toll-
gæzlu í sambandi við fíkniefni
og fíknilyf.
Á blaðamannafundi sem efnt
var til í dag, vegna heimkomu
þeirra félaga, kom það fratn, að
hundar hafa reynzt mjög vel við
leit að þessum efnum, og munu
Svíar vera komnir einna lengst í
því að þjálfa hunda í þessu skyni.
Er álitið að einn hundur vinni á
við 60 manns við að leita uppi
staði, þar sem þessi efni eru
geymd. — Tíminn spurðist fyrir
um það hjá Jóni Thors ráðuneyt-
isstjóra í dómsmálaráðuneytinu.
hvort tollgæzlan hér á landi hefði
í hyggju að þjálfa hunda til þess-
ara verkefna hér á landi. Sagði
Jón að ekki væri grundvöllur fyrir |
hendi til þess hérlendis, hins veg-
ar væri hugleitt nú, að þjálfa
hund og mann erlendis til fíkni-
efnaleitar.
Þremenningarnir sem utan fóru,
telja að í Kaupmannah'öfn séu aðal
dreifistöðvar Norðurlanda á hassi
og skyldum efnum. Sögðu þeir að
Danir hefðu hingað til verið frem
ur slakir við að koma í ve2 fyrir
að þessi efni kæmust inn í land-
ið, en nú hefðu þeir í huga að gera
átak í þeim efnum, enda er eitur-
lyfjavandamálið í Danmörku orð-
ið mjög mikið, eins og flestir
munu kannast við.
Löggæzlan og tollgæzlan í þeim
löndum, sem þeir Kristinn,
Kristján og Ólafur heimsóttu, hef
ur lagt ríka áherzlu á það að fá
stuðning almennings við að ljóstra
upp um eiturlyfjalbrot, og mun al-
menningur í Svíþjóð, Noregi og
Bretlandi hafa komið mjög til
móts við lög- og tollgæzlu. T.d.
hefur stuðningur almennings í
London verið mjög þýðingarmik-
ill. f Danmörku mun almenning-
ur ekki vera eins áhugasamur viS
að hjálpa lög- og tollgæzlu að
koma í veg fyrir smygl á fíkni-
efnum og neyzlu þeirra.
f Osló vinna nú 30 manns við
að koma í veg fyrir smygl á fíkni-
efnum til landsins, og eru þessir
menn sérstaklega þjálfaðir til
þeirra verkefna. Norðmenn hafa
hingað til verið að mestu lausir
við eiturlyfjavandamáliS, en hins
vegar virðast þeir nú meir ugg-
andi en áður, að eiturbylgjan
skelli yfir. Mun það vera álit
manna er að þessum málum starfa
hér, að fslendingar standi enn
framar Norðmönnum hvað þetta
áhrærir.
Löggæzlan hér og tollgæzlan
leggur á þaS mikla áherzlu, að al-
menningur veiti þessum stofcun-
um rika aðstoð til að koma í veg
fyrir að slíkt ástand skapist hér
á landi sem nú ríkir t.d. í Dan-
mörku og Svíþjóð vegna mikillar
neyzlu fíkniefna o.g lyfja. — Hér
er ekki aðeins um vandamál lög-
gæzlu og tollgæzlu að ræða, held
ur hvers einstaklings í landinu,
segja forsvarsmenn þessara stofn-
ana hér á landi.
Á blaðamannafundinum í dag
lýstu þremenningarnir því óhugn-
anlega ástandi sem t.d. ríkir í
Kaupmannahöfn, þar sem ung-
menni hafapt við í hörmúlegum hí-
býlum eSa ganga um strætin —
stöðugt undir áhrifum eitur-
lyfja. Þá var á það minnzt á
blaðamannafundinum. að sú skoð-
un sem á sumum stöðum virðist
ríkjandi, að t.d. hass sé.ekki vana
bindandi og mun „heilsusam.
legra“ en Hiengi, væri ekki rótt.
Sannazt hefði, að þeir sem nota
hass verða t.d. áhugalitlir um at-
vinnu sína, og fara oft að nota
hættulegri eiturlyf, eins og hero-
ín.
Enn sem komið er hefur lög-
gæzlan og tollgæzlan hér orðið
lítið vör við tilraunir til að smygla
fíkniefnum til landsins svo og
neyzlu á þeim hérlendis.
Að lokum skal þess getið að lög
gæzlan hérléndis og tollgæzlan
munu á næstunni efna til nám-
skeiSa, þar sem viðkomandi mönn
um verður kennt að þekkja fíkni-
efni frá öðrum efnum, og þannig
koma í veg fyrir að fíkniefni kom
ist inn í landið. Þá hefur tollgæzl-
an í huga að efla tækjabúnað
sinn til leitar á umræddum efn-
um.
Láki í skýjaborpm
Ný skáldsaga eftir Orm í Hól
Út er komin ný skáldsaga eft
ir höfund, sem aðeins lætur
uppi dulnefni sitt, Ormur í
Hól. Skáldsagan nefnist hins
vegar Láki í skýjaborgum, og
á titilsííAx segir, að hér sé
um að iræða skáldsögu í gamni
og alvöru, útgefandi er höfund
urinn sjálfur.
Láki í skýjaborgum er 256
bls. að stœrð og skiptist í 20
kafla, sem bera nöfn eins og
Utgerðarkróníka, Með skáldum
í rakarastólnum, Kynorkúbank
inn og Hrakningar í Bratta-
múla, svo nokkuð sé nefnt. Þá
eru allmargar teikningar í bók
inni, en ekki er frá því skýrt,
hvort þæir eru eftir Orm í
Hól, eða einhvern annan lista
mann. Ag lokuim má geta þess,
að nokkuð er af skáldskap í
bundnu máli í þessari nýút-
komnu skáldsögu.
Hundrað félagsmenn eru í
íslendingafelaginu í London
Hinn 28. nóvember síðast liðinn
var haldinn aðalfundur Félags ís-
lendinga í London í Danska
Klúbbnum við Knightsbridge.
í upphafi fundar minntist for-
maður látins félaga Páls Aðal-
steinssonair frá Grimsby, sem
fórst af slysförum 22. nóv. s.l.
Fundarmenn vottuðu hinum látna
virðingu sína með því að rísa
úr sætum.
Starfsemi félagsins síðasta
starfsár var aó'allega fólgin í að
sjá um samkomur félagsmanna,
sem í samræmi við tilgang félags
ins miða að því, að auka viðkynn
ingu íslendinga og annanra félags
manna í Bretlandi og treysta
tengslin við ættjörðina.
Almennar skemmtanir voru
haldnar fjórum sinnum á árinu,
1. desemberfagnaður 1969, þonra-
blót í marz, sumarfagnaður í
apríl og lýðveldisfagnaður 17.
júní. Gestir á þessum samkomum
voru 50—100 manns í hvert sinn.
Skemmtanir voru einnig haldnar,
sem sérstaklega voru ætlaðar ís-
lenzkum unglingum í London, þar
var dansað eftir hljómlist af ís-
lenzkum og erlendum hljómplöt
um, einnig lágu frammi íslenzk
dagblöó' og tímarit, sem Flug
félag íslands hefur lánað, ungling
um til lestrar.
Þá hefur félagið einnig séð um
upptöku á jólakveðjum til flutn
ings í Ríkisútvarpinu og haldið
jólatrésskemmtanir fyrir börn og
gesti félagsmanna.
Nokkrar félagskonur hafa heim
sótt fslendinga, sem legið hafa
á sjúkrahúsum í London, en tölu
GÓÐ KIRKJUSÓKN Á
NORDFIRDI UM JÓLIN
Greiðfært fyrir NorðfirSinga upp á Hérað
ÞO—Neskaupstað, þriðjudag.
Jólin í Neskaupstað hafa
verið mjög róleg og góð eftir
því. Veðrió' hefur verið svo
gott, að elztu menn muna vart
annað eins. Þó b.vrjaði aðeins
að snjóa á sunnudagskvöldið,
en í gær var súld.
Þrjú stór jólatré hafa verið
sett upp hér í bænum. Þar af
er eitt gjöf frá vinabæ Nes-
kaupstaðar í Svíþjóð, sem er
Eskilstuna. Er þetta í fyrsta
skipti sem Neskaupstaður fær
gefið jólatré frá vinabæ sínum
Norðurlöndum. Nori.'firðingar
sóttu mikið kirkju um jólin og
á hið góða veður vafalaust sinn
stóra þátt í því.
í gær hélt kvenfélagið Nanna
sínar árlegu jólatrésskemmtan
ir fyrir hörn.
Um áramótin verða nokkrar
brennur í Norðfirði að vanda.
íþróttafélagið Þróttur sér um
þá stærstu. eins og undanfarin
ár, og er sú brenna beint á
móti bænum og blasir því vel
við bæ.jarbúum, þegar eldur
verður tendraöúr þar að kvöldi
31. desember.
Fært er yfir Oddsskarð, og
því greið leið fyrir Norðfirð
inga upp á Hérað. nema hvað
hálka er á veginum.
Séra Guðmundur
Þorsteinsson prestur
í Arbæjarsókn
20. desember s. 1. fór fram prests
kosning í Árbæjarprestakalli, en
atkvæði voru talin á biskupsskrif
stofunni á aðfangadag. Umsækjend
ur voru_ tveir, séra Guðmundur
Óskar Ólafsson farprestur þjóð
kirkjunnar og séra Guðmundur
Þorsteinsson, sóknarprestur á
Hvanneyri.
Á kjörskrá í prestakallinu voru
1,982, atkvæði greiddu 1.195. Sr.
Guðmundur Þorsteinsson hlaut
621 atkvæði og séra Guðmundur
Óskar Ólafsson 566 atkvæði. Ó-
gildir seðlar voru 2, en auðl. 6.
Kosningin var því lögmæt og séra
Guc'mundur Þorsteinsson kjörinn
sóknarprestur í prestakallinu. Emb
ættið verður veitt frá 1. janúar
1971.
verð aukning hefur orðið á því
upn á síðkastið að hingag sé leit
a'ð læknishjáfpar. Aðstoð við sjúkl-
inga er greinilega miki,ð nauðsynja-
mál, einkum þeim, sem hafa tak-
markað vald á enskri tungu. Fé-
lagið hyggst auka þessa starf-
semi eftir getu og lætur þess 1
getið til lækna og þeirra annarra,
sem vildu um hana vita.
í Félagi fslendinga í London
eru um 100 félagar. Stjórn félags
iiis skipa:
Ólafur Guðmundsson, formaður
Helgi Valdimarsson, varaform.
Valgerður Hallgrímsd. West, rit-
ari, Stephen Williams, gjald-
keri, Páll Bjarnason, meðstjóm-
andi.
Að loknum aðalfundi var sýnd
kvikmynd „This is Iceland", sem
Loftleiðir lánuö'u, síðan skemmtu
gestir sér við söng og dans til
kl. 1 eftir miðnætti. Utanáskrift
félagsins er: 56/58 High Street, j
Ewell, Epsom, Surrey.