Tíminn - 30.12.1970, Side 6
6
MIÐVIKUDAGUR 30. desember 1970
TÍMINN
Auglýsing
um nýtt eyðublað fyrir aðfiutningsskýrslu.
Ákveðið hefur verið að taka í notkun nýtt eyðu-
blað fyrir aðflutniijgsskýrslu frá og með 1. janúar
1971. Er það af staðalstærðinni A 4 og verður
áfram í þremur mismunandi gerðum eins og
verið hefur, þ.e. almenn gerð í fjórriti, eyðublað
fyrir póst-aðflutningsskýrslu í fjórriti og aðflutn-
ingsskýslueyðublað fyrir tollvörugeymslu í sexriti.
Þess skal getið, að aðflutningsskýrslueyðublaði
fylgir nú viðaukablað, sem nota ber, ef í sendingu
eru það margir vöruliðir, að henni verða ekki gerð
skii á einu blaði.
Skv. ákvæðum í reglugerð nr. 257/1970, um gerð
og afhendingu aðflutningsskýrslu til tollmeðferð-
ar, sical aðflutningsskýrslu skilað vélritaðri og út-
reiknaðri til fulls, en um annan frágang og út-
reikning skýrslunnar vísast til skýringa á bakhlið
eyðublaðsins.
Skv. heimild í 17. gr. laga nr. 1/1970 um tollskrá
o.fl., getur tollyfirvald neitað að taka við skiölum
til tollmeðferðar, ef aðflutningsskýrsluevðublað
er ekki rétt og nákvæmega útfyllt, tilskilin gögn
ekki afhent eða öðrum settum skilyrðum ekki
fullnægt. Er því brýnt fyrir innflytjendum að
vanda gerð aðfiutningsskýrslna, enda munu toll-
yfirvöld ganga ríkt eftir því, að kröfum um frá-
gang þeirra sé fullnægt.
Frá ársbyrjun 1971 verður aðflutningsskýrslu á
eldra eyðublaði ekki veitt viðtaka.
FjármálaráðuneytiS, 29. desember T970.
Auglýsing '
um ritun auðkennisnúmers innflytjanda
á aðflutningsskýrslu.
Frá og með 1. janúar 1971 skulu innflytjendur
tilgreina auðkennisnúmer sitt á aðflutnings-
skýrslu, samkvæmt því, sem ákveðið er í reglu-
gerð nr. 258/1970. Einstaklingur, sem flytur inn
vöru, skal tilgreina nafnnúmer sitt samkvæmt
þjóðskrá á aðflutningsskýrslu, en aðrir aðilar —
þar á meðal firmu í einstaklingseign — rita fyrir-
tækisnúmer sitt samkvæmt fyrirtækjaskrá Hag-
stofunnar.
Sérhver einstaklingur á að hafa tiltækt nafnnúm-
er sitt samkvæmt þjóðskrá, en að því er varðar
hið sérstaka auðkennisnúmer samkvæmt fyrir-
tækjaskrá, var það tilkynnt hlutaðeigendum á
framtalseyðublaði til söluskatts í nóvember síðast-
liðnum, enda telja svo að segja allir vöruinn-
flytjendur fram til söluskatts.
Fjármálaráðuneytið, 29. desember 1970.
Kynningarfundur
vegna nýrrar aðflutningsskýrslu.
Fjármálaráðuneytið hefur ákveðið að halda kynn-
ingarfund vegna nýrra eyðublaða fyrir aðflutn-
ingsskýrslu i húsakynnum Iðnaðarmálastofnunar
íslands, Skipholti 37, þriðjudaginn 5. janúar 1971
kl. 10-—12.
Fundurinn er einkum ætlaður þeim innflytjend-
um og starfsfólki þeirra, sem ekki áttu þess kost
að sækja fundi. sem haldnir voru af þessu tilefni
fyrr í mánuðmum.
Fjármálaráðuneytið, 29. desember T970.
M/s Hekla
fer austur um land í hring-
fer5 8. janúar. Vörumóttaka
mánudag, þriðjudag og mið-
vikudag 4.—6. janúar til Aust-
fjarðahafna, Þórshafnar, Rauf-
arhafnar, Húsvíkur, Akureyrar
og Siglufjarðar.
<>
Yv" Preiitmvndastota
•auyaveg
Sim >5"F>
(jeiu/r illci eíjuudi’
invnoamore 'vm
VÓUI
SINNUM
Fljót afgeriðsla.
S« ndum gegn póstkröfu.
GUÐM. ÞORSTEINSSON
gullsmiður.
Bankastræti 12.
2500 klukkustunda lýsing
við eðlilegar aðstæður
(Einu venjulegu perurnar
framleiddar fyrir svo
langan lýsingartíma)
NORSK ÚRVALS
HÖNNUN
Heildsala Smásala
Einar Farestveit & Co Hf
Bergstaöastr. 10A Sími 16995
LENGRI LÝSING
1 x 2 — 1 x 2
VINNINGAR í GETRAUNUM
(40. leikvika — leikir 19. des. 1970)
Úrslitaröðin: 212 — x21 — 211 — xxl
12 réttir: Vinningsupphæð kr. 333.000,00
Nr. 65350 (Reykjavík)
11 réttir: Vinningsupphæð kr. 11.800,00
Nr. 13610 (Ólafsfjörður)
— 17889 (Vestm.eyjar)
— 44728 (Reykjavík)
— 46460 (Reykjavík)
— 63024 (Seltjarnam.)
— 64403 (Kópavogur)
Nr. 65309 (nafnlaus)
— 65347 (nafnlaus)
— 65349 (nafnlaus)
— 65354 (nafnlaus)
— 65382 (nafnlaus)
— 65398 (nafnlaus)
Kærufrestur er til 12. jan. 1971. Vinningsupphæðir
geta lækkað, ef kærur reynast á rökum reistar. Vinn-
ingar fyrir 40. leikviku verða sendir út eftir 13. jan.
Handhafar nafnlausra seðla verða að framvísa stofni
eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn
og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinn-
inga
GETRAUNIR — íþróttamiðstöðin----------REYKJAVÍK
Tilkynning
frá bæjarfógetanum í Hafnarfirði og sýslu-
manninum í Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Þeir gjaldendur, sem enn eiga eftir ógreidd þing-
gjöld yfirstandandi árs, svo og önnur gjöld, sem
fallin eru í gjalddaga, þar á meðal gjöld fyrri
ára, eru áminntir um að gera skil nú þegar, svo
komizt verði hjá frekari innheimtuaðgerðum.
Dráttarvextir falla á ógreidd þinggjöld ársins
1970 þann 1. janúar n.k.
Til þess að auðvelda gjaldendum skil, verður skrif-
stofa embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði
opin til móttöku gjalda frá kl. 10.00 til kl. 19.00
dagana 28.—30. þessa mánaðar. Þann 31. þessa
mánaðar verður skrifstofan opin frá kl. 10.00 til
kl. 12.00.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, sýslu-
maðurinn í Gullbringu- og
Kjósarsýslu.
Veljið yður í hag
OMEGA
Úrsmíði er okkar fag
Mvada
PIEDPOflT
lyMagnús E. Baldvinsson
Laugavegi 12 - Simi 22804